Tíminn - 28.02.1995, Blaðsíða 4
4
Þri&judagur 28. febrúar 1995
Híwí
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: ]ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Norræn
samvinna
Noröurlandaráðsþing er hafið í Reykjavík og stjórn-
málamenn frá Norðurlöndum hafa streymt til ís-
lands nú um helgina. Þetta þing er haldið við um
margt sérstæðar aðstæður. Þrátt fyrir náið samstarf,
hafa leiðir Norðurlandanna ekki ætíð legið saman í
alþjóðamálum og nú hefur myndin orðið enn flókn-
ari hvað þetta snertir. Svíþjóð og Finnland eru nú að
hasla sér völl í Evrópusamstarfinu þar sem Danmörk
er fyrir, en íslendingar og Norðmenn eru að laga sig
að þessum breyttu aðstæðum.
Samhliða þessu glímir sænska stjórnin við vanda í
ríkisfjármálum og hefur ákveðið að skera niður fram-
lög sín til Norðurlandasamstarfsins. Þetta mun hafa
mikil áhrif á starfsemina.
Þessar aðstæður munu verða ræddar á Norður-
landaráðsþinginu á Hótel Sögu, ásamt venjubundn-
um störfum sem fylgja þingum sem þessum, þar sem
eiga sæti fulltrúar bæði frá þjóðþingunum og fram-
kvæmdavaldinu.
Á Norðurlöndunum hefur um langa hríð verið í
gangi „innri markaður" í ýmsum réttindamálum
fólks. Nám og önnur réttindi hafa verið hindrunar-
laus milli landanna. Þetta er árangur af löngu og
mjög víðtæku samstarfi innan Norðurlandaráðs.
Okkur íslendingum er umhugað um að þetta geti
haldist við breyttar aðstæður, því við höhim notið
mjög góðs af þessari samvinnu.
Ýmsir óttast að Evrópusamruninn muni veikja
stoðir norræns samstarfs í framtíðinni. Þetta þing er
örlagaríkt hvað varðar framtíð samstarfsins. Undan-
farið hefur verið unnið að endurskoðun á starfinu
miðað við þessar breyttu aðstæður. Á síðasta þingi
Norðurlandaráðs, sem haldið var í Tromsö í Noregi í
haust, var ákveðið að setja á fót nefnd til þess að
vinna að tillögum um framtíðarsamstarf og niður-
stöðurnar voru ræddar á þinginu sem nú stendur yf-
ir.
í Tímanum síðastliðinn laugardag var ítarlegt við-
tal við Halldór Ásgrímsson, formann íslandsdeildar
Norðurlandaráðs, sem átti sæti í nefndinni. Þar seg-
ist hann vera bjartsýnni nú á framtíð norræns sam-
starfs heldur en fyrir tveimur árum. Tillögur nefndar-
innar gera ráð fyrir að öll Norðurlönd verði í sömu
stöðu í norrænu samstarfi án tillits til þess hvort þau
tengjast Evrópusambandinu eða ekki. Þá er gert ráð
fyrir því að í ráðinu starfi sérstök efnahags- og stjórn-
málanefnd og er þetta gert í ljósi þess vægis sem þessi
mál hafa. Þar verður fjallað um samskiptin við Evr-
ópu.
Það þarf ekki að eyða mörgum orðum að mikil-
vægi norræns samstarfs fyrir ísland. Við höfum not-
ið mjög góös af slíku samstarfi bæði heima fyrir, á
vettvangi Norðurlanda og í alþjóðasamskiptum, þar
sem náin tengsl Noröurlandaþjóðanna hafa létt okk-
ur mjög róðurinn. Samstaöa er meðal íslenskra
stjórnmálamanna um að gera allt til að viðhalda
norrænu samstarfi, og íslenskir stjórnmálamenn
hafa unnið vel saman á Norðurlandavettvanginum,
jafnvel þótt flokkahópar hafi þar vaxandi völd.
Breytingar í rótgrónu samstarfi þurfa ekki að vera
af hinu vonda, þvert á móti geta þær styrkt böndin ef
allir leggja sig fram.
Hjukkur, sjúkkur o§ rábherrar
Eftir aö formaöur Sjúkraliöafé-
lagsins hafði kreist út úr ráö-
herrum ríkisstjórnarinnar lof-
orö um aö breyta lögum um
sjúkraliöa eöa „sjúkkur" (sbr.
„hjúkkur"), eins og stéttin er
stundum kölluð, til aö leysa erf-
itt verkfall á dögunum, þá töldu
sjúkraliðar greinilega að sín mál
væru í höfn. Formaðurinn gerði
sér ekki grein fyrir því að ríkis-
stjórnin ætlaöi ekkert að standa
við loforöið, enda vissu ráðherr-
arnir að þeir höfðu ekkert um-
boð til aö gera grundvallar-
breytingar á uppbyggingu heil-
brigðiskerfisins án þess að vera
búnir að tala um það viö þing-
flokka sína eöa annað pólitískt
bakland. Þegar svo formaöur
Sjúkraliðafélagsins gekk til liðs
við Alþýðubandalagiö og hellti
sér út í kosningaslaginn af full-
um krafti, var rábhermm auð-
veldur eftirleikurinn: þeir gáfu
einfaldlega í skyn að hún væri
að koma flokkspólitísku höggi á
stjórnarliöa með fullyrðingum
um að ráðherramir hafi lofab
einhverju. Að þessu leytinu
náðu ráðherrarnir að nýta sér
ómældan pólitískan metnab
formannsins.
Heitt mál
Frumvarpið um sjúkraliðana
er vissulega heitt mál og þau at-
riði, sem þar er verið að brydda
upp á, slík grundvallaratriði ab
það er nánast fífldirfska ab fara
út í þann loforöaleik sem ráb-
herrarnir í ríkisstjórninni gerðu
í vetur. Enda er komið á daginn,
að þeir Davíð og Sighvatur voru
á sínum tíma ab reyna að slá sig
til riddara með því að blanda sér
Davíb Sighvatur
í annarra manna styrjöld. For-
mabur Sjúkraliðafélagsins lýsti
því yfir, þegar málalyktir urðu
ljósar um helgina, ab í ríkis-
stjórn sætu vondir karlar, sem
stæðu ekki við orð sín. Það kem-
ur raunar ekki á óvart í ljósi
þess, aö formaðurinn er nú ab
hefja kosningaslaginn. Hitt
kom öllu meira á óvart og sýnir
í raun hver helsti óvinur sjúkra-
liðanna er, ab formaöurinn
kenndi hjúkrunarfræðingum
um að hafa spillt fyrir málinu,
bæði hjúkrunarfræðingum, sem
sitja í heilbrigöisnefnd Alþingis,
og hinum sem eru giftir alþing-
GARRI
ismönnum og ráðherrum. Það
eru semsé hjúkkurnar sem
fengu ríkisstjórnina til að hætta
við að standa við loforð sitt. í
því samhengi rifjast það að sjálf-
sögðu upp að Davíð Oddsson er
kvæntur hjúkrunarfræðingi og
þarafleiðandi liggur kona hans,
frú Ástríður, undir gmn um ab
hafa fengiö Davíð ofan af því að
knýja frumvarpið í gegnum
þingið. Sé þetta réttur skilning-
ur á orðum formanns Sjúkra-
liðafélagsins, má gera ráð fyrir
að Davíð hafi fengið heldur
kaldar móttökur heima hjá sér
þegar hann kom heim eftir ab
hafa lofað sjúkraliðunum þessu
frumvarpi og tilkynnt um það í
fjölmiðlum!
Dómgreindin sem
brást
En þessi samsæriskenning
sjúkraliðaformannsins um neb-
anjaröarstarfsemi hjúkrunarfræb-
inga gegn auknum starfsréttind-
um sjúkraliða er þó, þegar allt
kemur til alls, ekki mikið betri
eða gáfulegri en kenningar ráð-
herranna um að þeir hafi aldrei
lofað ab breyta lögunum, heldur
aðeins að leggja fram stjórnar-
frumvarp sem stjórnarþingmenn
gætu hugsanlega verið á móti.
Sannleikur málsins er einfald-
lega sá, að ráðherra ríkisstjórn-
arinnar brast dómgreind vegna
ákafans vib ab slá sjálfa sig til
riddarans sem leysti sjúkraliða-
verkfallið. Þeir lofuðu upp í
ermina á sér hlutum, sem mikl-
ar deilur voru uppi um og
þurftu mikla umræbu — en átti
alveg eftir að ræða. Sjúkraliðar
vonuðu eðlilega í lengstu lög að
ríkisstjórnin tæki ekki eftir því
að hún var búin að gera í bux-
urnar. Og þó samkomulag milli
sjúkraliða og hjúkrunarfræð-
inga sé slæmt um þessar mund-
ir, er óþarfi að kenna hjúkrunar-
fræbingum um þótt þeir Davíð
og Sighvatur geri í sig. Sérstak-
lega hefði nú mátt búast vib því
af frambjóðanda Alþýðubanda-
lagsins að hann væri ekki ab
kenna þriðja aðila um klúöur
stjórnarliba. Þeir hafa verið full-
færir um það sjálfir að gefa frá-
leit fyrirheit og standa síðan
ekki við þau. Garri
Flokkur flokksjálka
1ÉÉ/' y*
m í ý ^ m pp1 / 1 . -
1 óhanna Ásta Ragnheibur Mörbur
Varla telst til tíbinda á hinum síð-
ustu og líflegustu tímum þótt
stofnaöir séu nýir stjórnmála-
flokkar. Að hinu leytinu vekur
það stundum nokkra forvitni
hverjir veljast til forystu og fram-
boða í splunkunýjum hreyfing-
um, sem boða ferska vinda í þjóð-
lífinu og að fara sem kerúbar með
sveipanda sveröi um feyskin
hrófatildur gömlu flokkanna.
Hverjir skyldu svo helst vera
til kallaðir og út valdir til að vega
að rótum fjórflokksins, þeirrar
spillingar og sérhagsmunagæslu
sem þar vibgengst og vekja þjób
til dáða og trúar á bobbera nýrra
tíma? Hverjum er betur treyst-
andi en þeim, sem nærst hafa
við rætur gömlu flokkanna og
ættu að þekkja innviði þeirra
öðmm betur?
Veganestib
Þab kom glöggt í ljós, þegar
framboðslisti nýju þjóðvakning-
arinnar í Reykjavíkurkjördæmi
var birtur. Þar opinbembust í
fyrstu sætunum gamalkunnug
andlit úr stjórnmálapexi undan-
genginna kjörtímabila.
Höfubbreytingin er sú að nú
ætla þau Jóhanna, Ásta Ragn-
heiður og Mörður að reyna aö ná
sama takti, í staö þess að æpa
hvert aö öðm eins og fram til
þessa. Varla er hætta á aö neitt af
þessu geöprýöisfólki fari út af
laginu, þegar samsöngurinn er
hafinn fyrir alvöm.
í haust, þegar Jóhanna Sigurö-
ardóttir var ein í framboði í öll-
um sætum lista síns í öllum kjör-
dæmum, náði hún fylgi fjórð-
ungs kjósenda í skoðanakönn-
unum. Þótti það með
eindæmum, enda hafði hún
helst unnið þab sér til ágætis aö
falla fyrir Jóni Baldvini í for-
mannskjöri og segja sig úr ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar. Meö
slíkt veganesti hlaut henni vel
aö farnast.
Svo fór að kvisast ab fleiri yrðu
í framboði fyrir flokk Jóhönnu
og kannanafylgiö fór að rjátlast
af.
En nú fer hagur Þjóbvaka að
vænkast á ný. Ásta Ragnheiður
sagöi sig úr Framsókn á föstudag
og var komin í annaö sætið hjá
ferska flokknum á laugardag. Að
eigin sögn hefur hún unnið gíf-
urlega mikið flokkspólitískt starf
og er því vel heima í gamla
flokkakerfinu.
Hennar verðleikar í nýja
Á víbavangi
flokknum em einkum að hafa
fallið fyrir „mibaldra körlum af
Suburlandi" í prófkjöri í Reykja-
vík. Hún lenti í sínu gamla,
þriðja sæti á listanum og fleyttu
örlögin henni inn á varaþing-
mannsbekk.
Þriðja andlitið á þjóðvakning-
unni í Reykjavík er Möröur
Árnason, glaöbeittur samkvæm-
ismaður á skemmtanasíðum
vikublaða og ígildi Hannesar
Hólmsteins í kjaftavaðli loft-
miðlanna.
Nafn og númer
Mörður var lengstum í Al-
þýðubandalaginu og var virðing
hans slík að formaðurinn, Ólaf-
ur Ragnar, geröi hann að að-
stoðarmanni sínum í ráðherra-
dómi. Mörður er því gamal-
reyndur innanbúðarmaður í
fjármálarábuneytinu, og var þar
ekki aldeilis áhrifalaus fremur
en gamla flokknum sem hann
ólst upp í og háði þar marga
sennuna við Pál Halldórsson
BHMara, sem fylgir Merði eftir
inn í Þjóðvaka til að hafa þar
verðugan andstæðing að rífast
við. Heimild að síðustu stað-
hæfingu er ÓRG.
Það er mikiö nýjabrum að því
kærleiksheimili, sem stofnað er
til með framboðslista Þjóðvaka í
stærsta kjördæminu. Flokkur-
inn er stofnabur til ab standa
gegn því sem flokksfólkiö er bú-
ið að standa fyrir mislanga eða
glæsilega stjórnmálaævi. En af
því aö allir vita hve auðvelt það
er að kenna gömlum hundj að
sitja, mun fólki þessu vel farn-
ast. Undirrituðum er þó ráögáta
ab hverju það stefnir nú, sem
það hefur ekki þóst vera aö berj-
ast fyrir alla tíð með svipuöum
formerkjum og meb sömu
flokksjálkunum, sem ekki hafa
einu sinni skipt um nafn eða
númer. OÓ