Tíminn - 22.03.1995, Síða 4
4
Mibvikudagur 22. mars 1995
liwfmf
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Barist um olíu-
vibskiptin
Miklar sviptingar eru nú í olíuverslun hérlendis, en
sú verslun var í föstum og að sumum fannst í óum-
breytanlegum farvegi um árabil. Nú hefur veriö los-
að um hömlur í þessum viðskiptum og það hefur
þær afleiðingar að olíufélögin búa sig undir vaxandi
samkeppni, meðal annars erlendis frá.
Síðustu tíðindi í þessum efnum hafa vakið mikla
athygli, en það eru kaup Olíufélagsins h/f og Texaco
á hlutabréfum í Olís. Tilgangurinn er kynntur á þann
veg að þessi félög geti með sameiginlegu dreifingar-
fyrirtæki styrkt stöðu sína í samkeppninni og sparað
peninga, einnig væru fyrirsjáanlegar miklar fjárfest-
ingar í birgðastöðvum af umhverfisástæðum.
Samvinna fyrirtækja og samruni er ekki óþekkt
fyrirbrigði hvorki hér né erlendis. Eigendaskipti á
hlutabréfum er þróaður atvinnuvegur í löndum þar
sem markaðshagkerfi ríkir.
Sameining eða samvinna fyrirtækja hefur einnig
veriö áberandi þáttur í opinberri umræðu hér, og
slíkt er talinn vera einn þáttur endurskipulagningar í
rekstri atvinnulífsins. Fyrirtæki hafa óspart verið
hvött til sameiningar og er þá sama hvar niður er
borið, hvort það er í sjávarútvegi, úrvinnslu land-
búnaðarvara eða í öðrum rekstri.
Viðbrögðin við nýjustu tíðindum hjá olíufélögun-
um vekja nokkra athygli. Það er talin ástæða til að
Samkeppnisstofnun rannsaki málið. Við því er auö-
vitað ekkert að segja, enda er það hlutverk stofnun-
arinnar að fylgjast með hvort einokun eða fákeppni
myndast á markaðnum.
Það er hins vegar ólíklegt að svo sé. Ef svo væri,
hvað mætti þá segja um stöðu Eimskipafélags íslands
á flutningamarkaðnum, þar sem félagið hefur yfir-
burðastöðu í siglingum til landsins og nær einokun-
araðstöðu íslenskra félaga í flutningum fólks til og
frá landinu. Hins vegar er erlendum félögum heimilt
að fljúga hingaö til lands og flutningamarkaðurinn á
sjó er opinn. Þannig er því einnig háttað í olíunni.
Risastórt erlent olíufélag undirbýr nú af fullum krafti
að hasla sér völl hérlendis, og hér er öflugt olíufélag
fyrir sem er Skeljungur. Einkum stendur það félag
traustum fótum á Reykjavíkurmarkaðnum og hefur
nýlega gert ráðstafanir til þess að styrkja þá stöðu
með samvinnu við keðjuna Hagkaup-Bónus, en sú
keðja hefur einnig sloppið í gegnum nálarauga Sam-
keppnisstofnunar.
Kaup Olíufélagsins á hlutabréfum í Olís er einn
þáttur í því að mæta breyttum aðstæðum í olíusöl-
unni. Vonandi skilar sá sparnaður, sem verður af
samvinnu þessara aðila, sér til neytenda.
Því hefur verið haldið fram að tilkoma Irving Oil á
markaðnum hér hafi hleypt skriðu af stað. Ef svo er,
þá er ekkert við því að segja. Það sýnir það eitt að hin
öflugu fyrirtæki í olíuversluninni, sem búið hafa við
mikil ríkisafskipti um langt árabil, hafa burði til þess
að laga sína starfsemi að breyttu umhverfi og auk-
inni samkeppni. Það hlýtur að koma neytendum og
starfsmönnum þessara fyrirtækja til góða, ef lögmál
samkeppninnar standast.
E§ vil veröa forsætisráðherra
Heilög Jóhanna er ekki af baki
dottin frekar en fyrri daginn.
Með framtíðina að veði og pól-
itíska fortíð sína rækilega falda í
fylgsnum gleymskunnar ryðst
hún áfram í blindri einstefnu
beint af augum, næstum því al-
veg eins og karlremburnar í rík-
isstjórninni eru búnir að lýsa
henni. Þeir, sem voru að hlusta
á Rás 1 á laugardagsmorguninn,
heyrðu tón lítillætis og um-
hyggju geisla af rödd Jóhönnu,
þegar hún sagði að sér þætti nú
ekkert verra að verða forsætis-
ráðherra í ríkisstjórn félags-
hyggjuflokkanna eftir kosning-
ar.
Nú er öldin önnur
Öðruvísi mér áður brá. Eftir
síðustu kosningar vildi Jóhanna
gjarnan fara í stjórn með íhald-
inu og hafði þá ekki miklar
áhyggjur af því að Davíð Odds-
son og Sjálfstæðisflokkurinn
gætu klofið raðir félagshyggju-
flokkanna með því að bjóða
einum þeirra til helminga-
skipta-samstarfs vib sig, en
þannig fengi þessi eini flokkur
mun fleiri ráðherrastóla en í
samstarfi við hina félagshyggju-
flokkana. Ekki þarf að taka fram
að einn af þeim rábherrastólum,
sem þetta samstarf skapaði, féll í
hlut Jóhönnu sjálfrar.
Kannski var Jóhanna orðin
þreytt og fúl út í félagshyggju-
flokkana eftir síðustu kosningar
og vildi fá ferska vinda inn í
pólitískt líf sitt. Og kannski er
hún orðin leið á þeim Viðeyjar-
muður Ai/iiTur sjilkraslnfnana'
Sparnaður í heilbrigðiskerfinu á hættumörki
'úkra/uisunum í Rvykjawk yert oii spara 410 miltjánir króna i ár
>ÞJÖÐVÁ
bræðrum núna. Það er svona á
þriggja til fjögurra ára fresti sem
óþolið gegn samstarfsmönnum
brýst fram. Jóhanna er þannig
tilbúin til að verða forsætisráö-
herra yfir félagshyggjuflokkun-
um núna eftir hæfilega hvíld frá
þeim, en verður svo klár í aö
GARRI
verða forsætisráðherra yfir Við-
eyjarbræðrum þegar næsta kjör-
tímabili lýkur.
En Jóhanna sagði fleira á Rás
1 sem Garra þótti athyglisvert.
Hún sagði að gömlu flokkarnir
yrbu að átta sig á, að stjórn-
málaflokkar eru ekki stofnaðir
til að viðhalda sjálfum sér. Þetta
er býsna athyglisverð fullyrð-
ing, sérstaklega í Ijósi nýorð-
inna atburða í íslenskri pólitík.
Það leiðir af sér að Þjóðvaki er
semsagt ekki stofnaður til að
viðhalda sjálfum sér, heldur til
þess að viðhalda stofnandan-
um. Allténd verður ekki annað
skilib af oröum Jóhönnu í út-
varpinu á laugardag, og það
passar líka við þá ímynd sem
flokksblað Þjóðvaka dregur upp,
en öll tölublöð þess blaðs hafa
til þessa skartað a.m.k. hálfsíðu
litmynd af foringjanum á for-
síðu.
Pólitísk öndunarvél
Annars eru það svosem ekki
ný sannindi ab Þjóbvaki var
stofnaður til að verða pólitísk
öndunarvél fyrir Jóhönnu Sig-
urðardóttur, sem þurfti á stórri
súrefnisinngjöf að halda eftir að
hafa andað að sér baneitruðum
frjálshyggjuanda í Viðeyjar-
stjórninni. Hins vegar ber það
greinilega vott um að Jóhanná
sé enn í einhvers konar eitur-
efnavímu eftir samlíf sitt með
íhaldi og krötum, að hún skuli
gera sér vonir um að verða for-
sætisráðherra í félagshyggjurík-
isstjórn. Saga Jóhönnu á því
kjörtímabili kann að vera í ein-
hverju frjálshyggjuvímu-
„black-outi" hjá Jóhönnu
sjálfri. Fyrir þjóðina og félags-
hyggjuflokkana er hin ískaida
hönd einkavinavæðingar og
markaðshyggju, sem m.a. Jó-
hanna stýrði sem ráðherra, allt-
of raunveruleg til ab menn geti
látið sem ekkert sé. í þeim efn-
um skiptir ekki máli þó hirð-
menn hennar hylli hana dag-
inn út og daginn inn. Garrí
Davíð er mesti jafnaðarmaöurinn
Þeir sem panta skoðanakann-
anir hjá fyrirtækjum sem þær
annast fá að ráða oröalagi
spurninga og geta þar með
haft mikil áhrif á niðurstöð-
urnar. Þetta er ágæt aðferð til
að skapa einhvers konar al-
menningsálit og er óspart not-
uð til ab ota sínum tota í
trylltri samkeppni um nokkuð
sem kallast vinsældir og þykir
mikib hnoss ab öðlast. En vin-
sældamarkaðurinn nær til
flestra þátta neyslu- og þjón-
ustuþjóðfélagsins.
Þjóðvaki keypti skoðana-
könnun af Félagsvísindastofn-
un og spurði hvaða stjórn-
málamaður væri líklegastur til
að jafna lífskjörin í landinu.
Spurningin er auðsjáanlega
sérhönnuð til að ná fram æski-
legu svari um jafnaðarkonuna
miklu Jóhönnu Sigurðardóttur
sem sagði sig úr Alþýðuflokki
og ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar vegna þeirra ójafnaðar-
manna, sem þar ráða ríkjum.
Jafnaðarmenn í
botnsætum
En í skoðanakönnuninni
um jöfnunarhugsjón Jóhönnu
og ójöfnuð annarra tókst ekki
betur til en svo ab engum
manni er betur treyst til að
jafna lífskjörin í landinu en
Davíð Oddssyni sem beitir sér
fyrir ójöfnuði í stjórninni og
er höfuðpaur Sjálfstæöis-
flokksins, sem beinlínis hefur
ójöfnub á stefnuskrá sinni og
biður jafnabarstefnuna aldrei
ab þrífast. Næstbest treysta
svarendurjóhönnu til að jafna
lífskjörin. Hlutu þau bæði tæp
28% traustyfirlýsningu og
íhaldsforinginn ívið betri en
jöfnunarkonan mikla.
Davíb
Athyglisvert er að á botnin-
um eru foringjar flokka sem
kenna sig við jöfnuð, þeir Ól-
afur Ragnar og Jón Baldvin og
sárafáir trúa á að Kristín Ást-
geirsdóttir meini neitt með
lífskjarajöfnunartali sínu.
Margfalt fleiri telja að Halldór
Ásgrímsson sé líklegur til ab
jafna lífskjörin en útjöfnunar-
Á víbavangi
lið vinstri flokkanna.
Hið mikla traust sem borið
er til jafnaðarmennsku Davíðs
Oddssonar hlýtur að koma á
óvart. Sjálfur dregur hann
enga dul á það að hann sé
ójafnaðarsinni og markaðs-
hyggjumaður. En eitthvab
tekst honum illa að halda
þeim stefnumálum flokks síns
á lofti. Er ástæða til að niður-
stöður þessarar könnunar
valdi alvöru Sjálfstæðismönn-
um hugarangri, því þarna eru
einhvers staðar maðkar í mys-
unni þegar foringi þeirra er
orðinn helsti jafnaðarmaður
landsins í hugum kjósenda.
Allaballar, femínistar og
kratar, sem abeins örfáir kenna
við jafnaöarstefnu eba treysta
til að jafna lífskjörin, ættu
einnig að hugsa sín ráð upp á
nýtt ef forystuliöið ætlar ekki
að kafna undir nafni.
Asnaspark
En að jafnaðarmennska Jó-
hönnu sé heldur lakari að áliti
almennings en Davíðs flokks-
formanns hægrisinna og
verndara kolkrabba eru tíöindi
sem gætu kollvarpað því pólit-
íska mynstri sem þjóðin býr
við. Það er ab segja ef nokkur
manneskja tekur lengur mark
á jöfnuði vinstrisinna og
ójöfnuði hægri aflanna.
Þjóðvaki hefði betur látib
þessa skoðanakönnun eiga sig.
Flokkurinn er búinn ab asnast
til að afneita íhaldinu og
sverja fyrir að fara í stjórn með
Sjálfstæbisflokknum, en for-
ingi hans er hinn eini, þegar
til kastanna kemur, sem fólk
treystir betur en Jóhönnu til
að jafna kjörin. Næst á eftir
þeim kemur Halldór fram-
sóknarmaður með 15% traust
til kjarajöfnunar og aðrir kom-
ast varla á blað.
Þau Jóhanna og Davíð eru
traustsins verð hjá góðum
meirihluta samkvæmt könun-
inni. En þar sem vinstri jöfn-
unarflokkarnir berjast um
botnsætin koma þeir ekki til
álita að jafna kjörin með Þjób-
vaka eftir kosningar. Enda er
þeim ekki treyst til þess.
Jafnabarstjórn Jóhönnu og
Davíös er útilokuð vegna þess
að Þjóðvaki áttabi sig ekki á
því margir álíta Davíð Odds-
son líklegri en aðra pólitíkusa
til að jafna kjörin meöal lands-
ins barna.
Gaman væri að vita hvort
varð meira hissa á niðurstöð-
unni, Jóhanna með sína jafn-
aðarmennsku eða Davíð í for-
svari markaðshyggjuaflanna.