Tíminn - 22.03.1995, Side 6
6
Mibvikudagur 22. mars 1995
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
Langhæsti bónus-
inn í Fiskibjunni
Meðaltalsbónusinn hefur
verið langhæstur hjá Fiskiðj-
unni á Sauðárkróki af norð-
lenskum frystihúsum það
sem af er ári, samkvæmt
samantekt Alþýðusambands
Norðurlands. Bónusinn hef-
ur að meðaltali verið 215
fystu tvo mánuðina í Fiskiðj-
unni og í febrúar var hann
219 krónur. Til samanburðar
var meðaltalsbónus allra
húsanna 170 kr. í febrúar og
hefur verið 172 kr. fyrstu tvo
mánuðina.
Erling Ólason, verkstjóri í
Fiksiðjunni, segir ástæður
þessa vant fólk og gott hrá-
efni. Afbragðs hráefni hafi
komiö af línubátum á Snæ-
fellsnesi sem eru í viðskipt-
um við Fiskiðjuna og einnig
hafi vinnsla á Rússafiski
komið vel út en Fiskiðjan
fékk fýrir nokkru 300 tonn
úr Barentshafi. Af besta hrá-
efninu eru um 70% skorin
niður í bita sem fara í laus-
frystingu og sú vinnsla gefur
mestan bónus.
Frambjóbendur
út um sveitir á
snjóslebum
Frambjóðendur eru mikið
á ferðinni í kjördæminu
þessa dagana og eiga sjálfsagt
eftir að koma víða við á
næstunni. Það er þó ekki
heiglum hent að komast á
milli sveita og dugar sumum
svæðum ekkert annað en
snjósleði til að komast á
milli.
Séra Hjálmar Jónsson hefur
ferðast á milli bæja á vélsleða
sem hann fékk lánaðan hjá
félaga sínum Sigfúsi Jónssyni
á Laugarbakka er skipar
þriðja sæti listans. „Hann var
hinn vígalegasti, kominn í
gallann og meb derhúfuna,"
segir Páll Brynjarsson, kosn-
ingastjóri sjálfstæðismanna.
Mikil fjölskyldu-
hátíb í Húna-
þingi í sumar
Þœr eru afkastamiklar bónuskonurnar í Fiskibjunni.
búningsnefndin fundað
vikulega og það er mikil
vinna eftir fram að móti. Við
erum ákveðin í að gera þetta
eins vel úr garði og mögulegt
er.
Ýnislegt verður til skemmt-
unar, kvöldvaka, varbeldur í
fjörunni við Bakkakotsvöll
og hlöðuball," segir Vaidi-
mar Gubmannsson í Bakka-
koti, formaður USAH, en 14.-
16. júlí í sumar fer fram Ung-
lingalandsmót UMFÍ sem
USAH annast framkvæmdir
á.
„Vib vonumst til þess að
þetta verði ein allsherjar fjöl-
skylduhátíð. Ég held að ekki
sé of mikil bjartsýni að gera
ráð fyrir 5-6 þús. manns,
börnum og fullorönum,"
sagði Valdimar.
FJflRDflR
tástunffl
HAFNARFIRÐI
„Gæsapartý ' á
slökkvistöbinni
Þeir höfðu snör handtök
slökkviliðsmennirnir okkar
þegar gæs í nauðum ranglaði
magnþrota fram hjá slökkvi-
stöðinni nýlega.
Gæsinni óx þróttur dálitla
stund þar til hún uppgötvaði
að það voru góðviljaðir
veibimenn sem vildu hand-
sama hana. Raunar var einn
þeirra formaður Skotveiðifé-
lags Hafnarfjarðar, Helgi
Harrysson, en hann var
óvopnaður og tók gæsin
gleði sína eftir að hafa áttað
sig á því. Ðálítill eltingarleik-
ur endaði í portinu við
Áhaldahúsiö en þá hafði
gæsin magalent nokkrum
sinnum þunglamalega eftir
árangurslausar tilraunir til
flugtaks.
kverkarnar. Morguninn eftir
endurheimti hún svo frelsi
sitt niðri á Læk.
Jón Hjartarson
skólameistari:
Nemendur hætt-
ir námi
Jón Hjartarson, skólameist-
ari Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra á Sauðárkróki,
segir að nú þegar hafi nokkr-
ir nemendur sagt sig úr námi
við skólann.
„Nú þgar er þessi önn orð-
in veik. Að því gefnu að deil-
an leysist á næstu dögum er
ljóst að ekki verður unnt að
ljúka þesari önn nema kenna
fram í júnímánuð. Við það
myndu skapast mörg vanda-
mál og hagsmunaárekstrar.
Ég nefni t.d. hótelhald hér á
Iandsbyggðinni.
„Ég er sannfærður um ab
til ab leysa þessa deilu þarf
eitthvað nýtt að koma til.
Tillaga mín um nýskipan í
samninganefndir ríkisins sést
kannski í réttu ljósi í lok júní
ef ekki verður búið að semja
þá."
Jón staðfesti að nokkrir
menendur, innan við tugur,
hefðu þegar sagt sig frá frek-
ara námi á þessari önn og
ætlun þeirra væri sú ab ráða
sig nú þegar í vinnu og hefja
aftur nám næsta haust.
Slmrtlm (rintr-
KEFLAVIK
Kjaftfull höfn af
kollu
Það er óhætt að segja að
Keflavíkurhöfn hafi verið
kjaftfull af kollu síðustu
daga. Mebfylgjandi mynd er
tekin af æbarkollum og blik-
um sem voru í hundraða eba
þúsunda vís á höfninni.
Sandgerðishöfn:
Mabur handtek-
inn fyrir ab
landa framhjá
vigt
Lögreglan í Keflavík hand-
tók fyrir skömmu aðila fyrir
ab landa framhjá vigt. Lög-
reglunni barst tilkynning frá
eftirlitsmönnum sem töldu
að landab hefði verið fram-
hjá vigt í Sandgerði. Grunur
þeirra reyndist á rökum reist-
ur.
„Jú það er búinn ab fara
mikill tími í undirbúning.
Frá áramótum hefur undir-
Cœs bjargab úr vetrarkuldanum.
Slökkviliðib skaut yfir hana
skjólshúsi um nóttina, hún
hámaði í sig ein fjögur rúnn-
stykki og drakk vatn úr
brunaslöngu til að væta
Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps:
Vill bætt skilyrbi
garðyrkjubænda
Bæta verbur rekstrarskilyrði
garbyrkjubænda þar sem staba
þeirra hefur veikst verulega.
Breyta verbur innlendum ab-
stæbum og eins ab herba öll þau
skilyrbi sem EES og GATT samn-
ingar kveba á um. Ella gæti stab-
an orbib enn verri. Þetta kemur
m.a. fram í ályktun sem hrepps-
nefnd Biskupstungnáhrepps hef-
ur sent frá sér, en þar er tekib
undir kröfur Sambands garb-
yrkjubænda til stjórnvalda um
bætt skilyrbi til ha.ida garbyrkju-
bændum.
Kröfur þessara tveggja abila eru
mebal annars þær að sjóðagjöld
garðyrkjunnar verði lækkuð og
ekki innheimt í sjóði bændahreyf-
ingarinnar á þeim tíma sem inn-
lend framleiðsla er í samkeppni við
þá erlendu. Einnig er nefnt að raf-
orkukaup þurfi ab vera hagstæðari,
heimildartími innflutnings sam-
kvæmt EES samningi þurfi ab vera
styttri, ekki megi hvika frá holl-
ustukröfum innflutnings, ríkið
þurfi aftur að hefja greiöslu mót-
framlags garðyrkjubænda í lífeyris-
sjób þeirra - eins og gert er varð-
andi aðrar búgreinar. Þá segir að
ríkib þurfi að endurgreiöa söluskatt
af fjárfestingu garðyrkjubænda áð-
ur en virðisaukaskattur kom til, og
einnig þurfi bændur í greininni að
fá aukið svigrúm til skuldbreytinga
á Iánum sínum. Margir séu í
knappri stöðu.
í ályktun hreppsnefndar Biskups-
tungnahrepps segir að garðyrkja sé
afar mikilvæg atvinnugrein í sveit-
inni og að henni verbi ab hlúa.
Hún skapi mörgum atvinnu - fyrir
utan það sjónarmið að íslendingar
skuli sjálfir framleiða sinn eigin
mat. - SBS, Selfossi
Héraösdómur Suöurlands dœmir um söluna á Stór-
ólfsvöllum í Hvolhreppi:
Héraðsnefnd greiðir
málskostnaðinn
Hérabsdómur Suburlands hefur
sýknab Ríkissjób og félagib
Stórólf af öllum ákæruatribum
Hérabsnefndar Rangárvalla-
sýslu vegna sölu ríkisins á eign-
um og Ieigusamningi jarbarinn-
ar Stórólfsvalla í Hvolhreppi til
Stórólfs. Er Hérabsnefndinni
gert, samkvæmt dómi, ab
greiba 160 þúsund kr. í máls-
kostnab til ríkissjóbs og sömu
upphæb til Stórólfsmanna.
Málavextir eru þeir að vorið
1993 seldi ríkissjóöur Stórólfi
húseignir á Stórólfsvöllum ásamt
leiguréttindum, en þau eiga að
gilda í 16 ár frá og meö undirrit-
un samningsins. Héraösnefnd
haföi forkaupsrétt að nefndri eign
og samningi — en nýtti sér hann
ekki í tíma. Var því gengið til
samninga við Stórólf og greiddar
voru fyrir 15 millj. kr. Eftir það
vildi héraðsnefnd riftun þessa
samnings, en niðurstaða dóms er
sú sem áöur segir: að samningur-
inn frá 1993 skuli standa.
Það var Kristján Torfason
dómsstjóri við Héraðsdóm Suöur-
lands sem dæmdi í þessu máli.
Héraðsnefnd Rangæinga getur
áfrýjað niðurstöðu undirréttar til
Hæstaréttar og hefur til þess frest
fram að mánaðamótum. Áfrýjun-
arbeiöni hafði ekki borist til Hér-
aösdóms í gærdag. - SBS, Selfossi
Akureyri:
Nítján gera tilboð í
smiði orlofshúsa
Frá Þórfti Ingimarssyni, fréttaritara Tím-
ans á Akureyri:
Nítján aðilar gerðu tilboð í
smíði orlofshúsa við Kjamaskóg,
en fyrir skömmu buöu Úrbóta-
menn hf., sem standa aö bygg-
ingu húsanna, smíði þeirra út.
Áætlað er að byggja allt að 40
hús á orlofshúsasvæðinu, en í
fyrsta áfanga er áætlaö að byggja
tíu til tólf hús. Kostnaöaráætlun
um smíöi húsanna hljóöar upp á
5,2 milljónir króna fyrir hvert
hús, þannig að í heild er um allt
að 200 milljón króna verkefni að
ræða. Lægstu tilboðin eru frá
byggingaaöilum á Sauöárkróki
og Akureyri.
Lægsta tilboð í smíði orlofs-
húsanna er frá Trésmiðjunni
Borg og fleiri aðilum á Sauðár-
króki, en þeir buöu 83,8% af
kostnaðaráætlun eða tæpar
4,360 milljónir fyrir smíöi hvers
húss. Næstlægsta tilboö er frá
Stefáni Jónssyni, Ingólfi Her-
mannssyni og fleirum á Akureyri
og önnur tilboð undir kostnaö-
aráætlun eru frá: Trénausti og
Kötlu hf., S.G. Einingarhúsum,
Hyrnu hf., Trésmiðju Hilmars,
Tréverki og frávikstilboö frá Ossa
hf. og voru þau flest á bilinu
95% til 100% af kostnaðaráætl-
un. Auk þeirra bárust nokkur til-
boð, sem hljóðuöu upp á hærri
upphæö en kostnaöaráætlunin
gerir ráð fyrir, en þau eru frá:
Timburtaki, sem átti hæsta til-
boðið eða 138,5% af áætluðum
kostnaði, frá SJS verktökum,
Fjölni, SS-Byggi hf., Trésmiðju
Siguröar og Fagverki, Ossa hf.,
en þaö fyrirtæki átti einnig ann-
að og lægra tilboð, Trésmiöju
Fljótsdalshéraðs, Trésmiöjunni
Akri og Trésmiöjunni Ösp.
Sveinn Heiðar Jónsson, einn
Úrbótamanna, kvaðst í samtali
við Tímann vera mjög ánægður
með áhuga byggingamanna á
þessu verkefni og einnig þær
undirtektir sem bygging hús-
anna hefur fengið. Hann sagði
að þegar hafi mikið verið spurst
fyrir um orlofshúsin og mikill
áhugi viröist v.era fyrir þeim.
Einkum hafi forsvarsmenn
starfsmannafélaga leitað eftir
upplýsingum um húsin og sýnt
áhuga á kaupum og sé það í
fullu samræmi við áætlanir um
nýtingu þeirra. Ekki er enn Ijóst
hversu mörg hús veröa smíðuð í
sumar, því þótt áætlanir geri ráð
fyrir um 10 til 12 húsum, getur
farið svo að fleiri verði reist ef
eftirspum veröur mikil. Ákvörð-
un um byggingaraðila verður
tekin á næstu dögum. ■