Tíminn - 22.03.1995, Page 7

Tíminn - 22.03.1995, Page 7
Miðvikudagur 22. mars 1995 tiMiw 7 Guöjcm Petersen, framkvœmdastjóri Almannavarna ríkisins: Heilsugæslustöð á þessum stað hefði aldrei verið byggð í dag Heilsugæslustöðin í Ólafsvík, sem varð fyrir snjóflóðinu aö- faranótt mánudags, hefði aldrei verið byggð á þessum stað í dag miöað viö núgild- andi reglur. Þetta segir Guð- jón Petersen, framkvæmda- stjóri Almannavarna, en regl- ur þess efnis voru sett tveimur árum eftir aö heilsugæslan var byggð. Hann segir að almannavarnir hafi ekki haft vitneskju um að húsið væri á hættusvæði og engar upplýsingar hefðu borist um slíkt. Húsið hafi verið reist áður en lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum hafi verið sett, þar sem gert er ráð fyrir að hættumat skuli fara fram áður en bygging er sam- þykkt. „Húsið er reist á ábyrgð sveitarfélagsins á sínum tíma," segir Guðjón. Húsið var byggt á ámnum 1983-84 og á meðan þaö var í byggingu féll snjóflóð á þessum stað og staönæmdist rétt við húsgaflinn. Þá var hafist handa við að koma upp neti í hlíðina, sem urðu þess valdandi nú að flóðið fór af stað mun neðar í hlíðinni, en netin héldu því sem þeim var ætlað að halda og minnkubu skellinn mikið. Auk þess voru smíðaðir hlerar fyrir gluggana, en þeir viröast ekki vera hafðir fyrir þeim. Guöjón segir að nú þurfi að meta þrýstinginn sem getur orðið á húsinu og gera vibeig- andi varúbarrábstafanir í fram- haldi af því. Það sé hins vegar hlutverk sveitarfélagsins. Guð- jón segir það ásættanlegt ab hafa starfsemi heilsugæslunnar, sem er hluti af almannavarnar- kerfinu á staönum, svo framar- lega sem settar verða upp full- nægjandi snjóflóðavarnir í hlíð- inni fyrir ofan. Hlíðin sé ekki mjög löng og ekki brött og því ætti að verja húsið á fullnægjandi hátt. „Sé þaö hins vegar ekki hægt er þaö mjög alvarlegt mál ab hafa heilsugæslustöðina á þessum stað," segir Guöjón. Hann segir að staðsetning sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva annars staðar á landinu sé ekki meö þeim hætti að þau séu á hættusvæbum. Þó er heilsugæslustöðin í Súbavík nú í raun komin á hættusvæði, miðað við forsendur sem menn gefa sér eftir snjóflóðib 16. janúar síðastliöinn, en til standi að færa byggðina á öruggari stað. Sjúkrahúsið á Patreksfirði stendur utan hættusvæðis hvað snjóflóð varðar, en þar er tals- verð hætta á grjóthruni. Miöab við núverandi hættumat er heilsugæslustöðin á Flateyri ut- an hættusvæðis, sjúkrahúsin á ísafirði, Siglufirði og á Seyðis- firbi standa örugg og það sama má segja um sjúkrahúsið á Nes- kaupsstað. Þess skal þó getið aö alla fyrr- greinda staði á eftir að endur- meta meb tilliti til snjóflóða- hættu. Þab starf var í undirbúningi þegar snjóflóðið í Súbavík féll, en það mál hefbi verið sett í bið á meðan verið er að athuga hvort forsendur séu nægilega sterkar. ■ Utflutningur á kartöflum Bœtir stöbu kartöflubœnda Frá Þórt>i Ingimarssyni: Betur horfir í málefnum kartöflubænda en á síðasta hausti, því á undanförnum vikum hefur veriö unnið ab útflutningi á um 600 til 800 tonnum af uppskeru síbasta sumars. Kartöflurnar hafa einkum verið seldar til Noregs, en einnig hefur nokkurt magn farið til Færeyja. Fyrir áramót var selt nokkuð af kartöflum til Svíþjóðar, en um áramót, þegar Svíar gengu í Evrópu- sambandið, lokubust allar dyr á þann útflutning. Samið hafði verib um sölu á 200 tonnum af kartöflum til Sví- þjóðar, sem afgreiða átti í jan- úar, en hingaö til hefur ekki Akranes: Afkomubati hjá Haraldi Böbvarssyni Útgerðarfyrirtækib Haraldur Böövarsson hf. á Akranesi skilaði 103 millj. kr. hagn- abi eftir síbasta ár og var af- komubatinn 146 millj. kr. milli ára. Þetta eru nibur- stöbutölur úr rekstri félags- ins fyrir árib 1994, en abal- fundur félagsins verbur haldinn um abra helgi. í frétt frá fyrirtækinu kemur fram ab skuldir félagsins hafi á árinu 1994 lækkað um 317 millj. kr., eigið fé sé komið í 700 millj. kr. og hlutfall hafi hækkab úr 16,6% í 25,8% og heildarvelta síðasta árs hafi verið 2.557 millj. kr. Jafnframt þessu kemur fram ab starfsemi og tækjabúnaður hafi verið stórum bættur. Upp hafi verið sett ný og fullkomin vinnslulína, afkastageta fiski- mjölsverksmibju verið aukin og þannig mætti fleira nefna. verið fundin innflutningsleið sem samrýmist reglum EES, þótt vöruna vanti á markað í landinu, að sögn Sigurbjarts Pálssonar, formanns Lands- sambands kartöflubænda. Sigurbjartur sagði að út- flutningsverðin væru lág, en menn sættu sig vib þau fremur en að sitja uppi með fram- leiðsluna. Einnig væru verð á innlendum markaði lág og næðu vart framleiðslukostn- aði, sem er samkvæmt verð- lagsgrundvelli um 60 krónur fyrir hvert kíló. Hann sagði að mikil breyt- ing hafi þó orbið frá því á síð- astliðnu hausti, þegar verð- hrun skall yfir, og væri verð á kartöflum til bænda nú nær helmingi hærra en markaðs- verð í október og nóvember. Sigurbjartur sagði að útflutn- ingurinn og einnig verðhækk- un á innlendum markaði breyttu stöðu margra kartöflu- bænda nokkuö og útflutning- urinn yrði væntanlega til þess að birgðir myndu vinnast upp að mestu leyti fyrir næstu upp- skeru. Þó væri ekki ljóst hversu miklar birgðir væru í landinu, þar sem ekki væri far- ið að kanna það nema ab litlu leyti. Jónas Baldursson, formaður eyfirskra kartöflubænda, tók í sama streng og Sigurbjartur að þessu leyti: ab útflutningurinn myndi hjálpa mönnum yfir mestu erfiðleikana. Jónas sagði að verðin væru vissulega lág og ekki væri ljóst hvort verb á útsæði, sem væri ákveð- inn hluti af sölu margra kart- öflubænda, myndi hækka. Kartöfluframleibendur, sem keyptu útsæbi, væru margir það aðþrengdir af langvarandi erfiðleikum á markaönum, að þeir gætu ekki greitt eðlilegt verb fyrir útsæbi. Þannig hafi skapast ákvebinn vítahringur hvað þetta varðar, sem erfitt sé að komast út úr nema verð á neyslukartöflum hækki. ■ Skuggalegir aö sjá. Hér eru þaö Kristinn Pálmason, t.v. í hlutverki Dómkirkjuprestsins, og Þórólfur Sœmundsson sem túlkar Magnús í Brœöratungu. Ljósmyndir Kristbjöm óiafsson Leikfélag Selfoss sýnir íslandsklukkuna: „íslandsklukkan skír- skotar til nútímans" Leikfélag Selfoss frumsýndi sl. laugardagskvöld íslandsklukk- una eftir Halldór Laxness í leik- stjórn Vigdísar Jakobsdóttur. Þetta er þribja verkib sem félag- ib setur upp á þessum vetri en öll hafa þau verib nokkub veigamikil. „Islandsklukkan er íslenskt leik- rit og er hér fært á svib af venju- legu íslensku fólki. Ég hygg að verkiö snerti streng í brjósti hvers einasta íslendings. Það fjallar meðal annars um baráttu landa okkar fyrr á öldum fyrir sjálfstæði landsins okkar og þá ánauð sem þeir máttu búa við. Sambærilegir hlutir eru að gerast í dag, sífellt eru í gangi vangaveltur um hvort vib séum ab framselja fullveldi okkar," sagði Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri í samtali við blaða- mann. Eftir stífar æfingar í níu vikur var verkib fmmsýnt á laugardags- kvöldið. Leikarar em alls sextán en alls koma um 40 manns nærri sýningunni á einn eða annan hátt. Smekkvísar konur hafa setiö við og saumað búninga og lag- tækir smiðir hafa sett saman leik- mynd. Með helstu hlutverk fara Sigurgeir Hilmar Fribþjófsson sem leikur Jón Hreggviðsson, túlkun á Arnas Arnæus er í höndum Ólafs Jens Sigurðssonar og Júlía Þor- valdsdóttir leikur Snæfríði ís- landssól. Segir Vigdís þau öll trú- verbug í hlutverkum sínum Með- al þessara þriggja leikara og raun- ar allra þeirra sem taka þátt í uppsetningu íslandsklukkunnar fer saman, að sögn Vigdísar, afar ólík og mismikil leikreynsla. Allir geri hinsvegar góöa hluti og spjari sig vel. - SBS, Selfossi Hiö Ijósa man og Arnas Arnœus. júlía Þorvaldsdóttir og Ólafur jens Sigurösson í hlutverkum sínum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.