Tíminn - 28.03.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.03.1995, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 28. mars 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjóm og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Kirkjan og húsbréfalánin Viötal viö sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprest í Grafarvogi, þar sem hann segir aö barátta fólks viö afborganir af húsbréfalánunum leiði til mik- illa félagslegra vandamála, vekur mikla athygli. Þar talar sóknarprestur í því hverfi Reykjavíkur, sem byggst hefur hraöast upp af ungu fólki á síðustu árum. Orö sóknarprestsins ættu aö vera stjórnmálamönnum og þeim, sem um húsnæð- ismál og peningamál fjalla, viövörun. Orð hans eru einnig enn ein staöfesting á því aö einstaklingarnir í þjóöfélaginu standa höll- um fæti í fjármálum. Opinber aðstoð við hús- byggingar í húsbréfakerfinu er ekki fullnægjandi fyrir fjölda fólks, miðað viö þaö atvinnu- og tekjustig sem nú er. Gamla yfirvinnufyrirkomu- lagiö í tekjuöfluninni, þar sem fólk vann myrkr- anna á milli til þess að standa viö skuldbinding- ar sínar, er ekki lengur fyrir hendi. Það var ekki gott fyrirkomulag, en hins vegar má ekki missa sjónar af því takmarki að venjulegt fólk geti staðið í skilum meö húsnæðislánin sín. Þegar húsbréfakerfið var tekið upp á sínum tíma, tók það við af lánakerfi Byggingarsjóðs rík- isins þar sem veitt voru lán á niðurgreiddum vöxtum til 42 ára. Þessu kerfi var fundið það til foráttu að þar voru biðraðir miklar og þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, lagði á það mikla áherslu að koma því fyrir katt- arnef. Með því voru húsnæðismál ungs fólks sem annarra sett út á markaðinn í raun. Hús- bréfalánin bera hærri vexti og eru til styttri tíma. Rúmar reglur um greiðslumat gerðu það að verkum að fólk fékk mjög há lán með þessum kjörum. Nú er þetta kerfi að reka upp á sker og það þarf skjótra viðbragða við. Eitt úrræði væri að lengja lánin, en þó mun það ekki nægja öll- um. Margir, sem nú eru í vanskilum, hafa þurft að borga ómældar fjárhæðir í afföll á bréfunum, og það bætir ekki stööuna nú. Það liggur fyrir næstu ríkisstjórn að endur- skoða húsnæðismálin og reyna að bæta úr fyrir fólki sem nú er í vandræðum. í því starfi gengur ekki sú stífni og þvergirðingur, sem fyrrverandi félagsmálaráðherra sýndi ætíð þegar þessi mál voru til umræðu. Jóhanna Sigurðardóttir taldi þetta kerfi alfullkomið og málflutningur hennar var í samræmi við það. Húsbréfakerfið hefur sína kosti, en það hefur einnig galla, ekki síst þá að lánin eru til skemmri tíma en áður, bera afföll og háa vexti. Slíkt kerfi hentar ekki í öllum til- fellum þeim sem eru aö byggja í fyrsta sinn, þess vegna er nú komið sem komið er. Ólafur Ragnar „Newt" Grímsson? Almenningur er þegar farinn að tala um að Ólafur Ragnar sé byrj- aöur að semja stjórnarsáttmála fyrir þá flokka, sem hugsanlega munu fara í stjórnarmyndunar- viðræður að afloknum kosning- um 1999. Tilefni þessarar um- ræðu er einmitt 100 daga aö- gerðaáætlun og stjórnarsáttmáli, sem Ólafur Ragnar greindi frá að hann hefði í smíöum og hægt væri að grípa til eftir kosingar. Raunar er nýlega búið aö prufu- keyra svona kosningauppstillingu með 100 daga aðgerðaáætlun, ekki ósvipaða því sem Ólafur er aö boða. Þetta var gert í Banda- ríkjunum fyrir síðustu þingkosn- ingar, en þar voru það að vísu repúblikanar sem beittu þessu bragði og lofuðu fyrst og fremst aögerðaáætlun um að slátra vel- ferðarkerfinu á 100 dögum. Hér er þetta vonandi með öfugum formerkjum og gera verður ráð fyrir að Ólafur muni ætla að bjarga velferðarkerfinu á 100 dög- um, þó allt geti raunar gerst þegar menn eru á annað borð komnir svona vel á veg með að skrifa ab- súrdleikrit. Ólafur Ragnar er sem- sé orðinn hinn íslenski Newt Gingrich, en vonandi með öfug- um formerkjum. Stjórnarmyndun á einni viku Með þessum stjórnarsáttmála segir Ólafur að það taki ekki nema viku að mynda vinstri stjórn eftir kosningar, og ekki er hægt að skilja hann öðruvísi en svo að stjórnarmyndunarviðræðurnar muni þá fyrst og fremst snúast um skiptingu embætta í slíkri stjórn, nokkuð sem hægt væri aö útkljá án teljandi vandkvæða. Eini gallinn við þennan mál- efnasamning er að þó hann hafi, ab sögn Ólafs Ragnars, verið í vinnslu m.a. hjá sérfræbingum úti í bæ um nokkurra vikna skeið, þá er ekki ennþá búib að kjósa til Newt Alþingis, þannig að menn vita ekki út frá hvaða styrkleikahlut- föllum þeir eru að semja um álita- málin. Raunar hefur enginn séð þennan sáttmála ennþá, né hefur Ólafur látið væntanlega sam- GARRI starfsflokka vita af því að þeir séu væntanlegir samstarfsflokkar, hvað þá að hann hafi látið þá vita að búib væri að semja fyrir þá stjórnarsáttmála. Slíkt hlýtur þó ab teljast algjört smáatriði og ótrúlegt ab flokkarnir fari að gera sér einhverja rellu út af því, þó þeim sé gerður sá stóri greiði ab Ólafur Ragnar vinni slík erfiðis- verk fyrir þá sem ritun stjórnar- sáttmála getur verið. Aukinheldur hefur Ólafur bent á að hann tók mið af stefnuskrám flokkanna, þegar hann samdi fyrir þá stjórn- arsáttmála. Sterkur leikur? Og hver veit nema þessi leikur, sem við fyrstu sýn virðist nánast súrrealískt innlegg í kosningabar- Ólafur áttuna, verði til þess að formaður Alþýöubandalagsins nái báðum aðalmarkmiðunum með því að koma meb þessa yfirlýsingu. í fyrsta lagi að fá fjölmiðlaathygli, sem hann vissulega hefur fengið. í öðru lagi að stinga upp í Jó- hönnu og Þjóðvakaliðið, sem sí- fellt er að efast um heilindi Alla- balla gagnvart því að ná saman félagshyggjustjórn eftir kosningar án þess þó að Ioka dyrunum á Davíb Oddsson og Sjálfstæðis- flokkinn. Þjóðvaki útilokar fyrir- fram stjórn með Sjálfstæðis- flokknum og hefur skorað á Al- þýðubandalagið að gera slíkt hið sama. Nú getur Ólafur svarað næstu áskorun Þjóðvaka þessa efnis með yfirbobi og bent á að hann sé nú búinn að útbúa sátt- mála fyrir vinstristjórn og úr því að hann sé búinn að mynda vinstri stjórn geti hann nú tæp- lega verið á leið í stjórn með íhaldinu. Spurningin er bara sú hvort þessi leiksýning muni duga til ab hífa Allaballana eitthvað upp í skobanakönnunum, þar sem þeir hafa farib heldur halloka upp á síðkastið. Garri Umskiptingar og ráðherraefni Ekki er hægt að segja annaö en að fjör sé í kosningabaráttunni og uppákomur margar og óvæntar. Ólafur Ragnar búinn að veita sjálfum sér umboð til stjórnar- myndunar og semja sáttmála sem samstarfsflokkarnir geta ekki hafnab. Samtímis upplýsir Davíð ab sér sé meira en ljúft að ganga til samstarfs við Allaballa og að c-kkert sé því til fyrirstöbu að af- henda þeim utanríkismálin, dómsmálin og nánast hvaða ráðuneyti og áhrifastöður sem þeir sækjast eftir. Formaður Al- þýbubandalagsins fagnar heils- hugar og telur Davíð afar raun- sæjan pólitíkus, eins og útvarps- hlustendur urbu vitni að. Ef kosningaúrslitin veröa þess- um flokkum hliðholl, geta sjálf- stæðismenn yljað sér við tilhugs- unina um ráðherralista samstarfs- flokksins. Ólafur Ragnar verður aö sjálfsögðu utanríkisráðherra og mun leita mjög langt yfir skammt að æskilegum samskiptaríkjum, Svavar svallar í mennta- og menningarmálum, Steingrímur J. leitar uppi fortíðina í landbúnað- arrábuneyti og Hjörleifur mun standa dyggan vörð um að halda erlendu fjármagni sem lengst frá íslenskum iðnaði og orkukaupum og sjálfstæðinu verður borgib með loflegri einangrun. Svartir sauöir upplitast En þótt þeir Davíb og Ólafur Ragnar daðri hver við annan á þeim umskiptingatímum, sem við lifum á, er allur gangur á ann- ars konar renniríi milli flokka og er pólitíska lausungin jafnvel far- in ab ná til biskupa, en einn þeirra afneitaði Sjálfstæðisflokkn- um kröftuglega um daginn og skilur ekkert í sér aö vera búinn að styðja þann vonda flokk í nærfellt fimm áratugi. Ríkir sönn gleði í herbúðum félagshyggjunnar yfir svarta sauðnum sem nú er að fóta sig á vegum réttlætisins. í kosningavakanum hennar Jó- hönnu er varla nokkur maður meb mönnum sem ekki á langar frambobsraunir ab baki í gamla Á víbavangi fjórflokknum. Þar ab auki keppast gamlir stjórnmálaskörungar um að efla framabraut húsbréfahöf- undar Grafarvogssóknar. Ásgeir Hannes fer ekki troðnar slóðir þegar hann lýsir yfir stuðn- ingi sínum vib Jóhönnu, en gefur lítiö fyrir restina af flokki hennar. Stefán Valgeirsson, margsjóab- ur félagsmálabóndi í innsta hring Framsóknar, samvinnuhreyfingar og ríkisbankafyrirgreibslu, hefur nú séb ljósið og telur kratana og Evrópusinnaöa markaðshyggju- menn í Þjóbvaka uppfylla allar sínar hugsjónir um féiagshyggju og endurreisn landbúnaðarstefnu og siðgæðis. Stefán sér hina sönnu Framsókn í Þjóðvaka og styður því flokkinn og hvetur aöra að gera hib sama. Vonandi verður hann ekki fyrir vonbrigð- um. Til mikils aö vinna Framsókn dregur hvern happa- dráttinn af öbrum úr ólgusjónum þar sem umskiptingarnir sveima. Ingi Björn Albertsson, sem enn hefur umboð sem þingmaður fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, lofar að vinna Framsóknarflokkn- um allt það gagn sem hann má í komandi kosningum. Hann ætlar að styðja flokkinn til að reisa íþróttahöll í Reykjavík, sem taka á öðrum mannvirkjum fram um allt ágæti. Munu Ingi Björn og flokkurinn slá út allar Perlur, Ráð- hús og viðbyggingar við Laugar- dalshöll, þegar hin glæsta íþrótta- æska fær loks mannvirki sem henni eru samboðin. Júlíus Sólnes, fyrrum rábherra Borgaraflokks, telur að þjóðinni sé best borgið undir handleibslu Framsóknarflokksins og sér á að prófessorinn er maður vel að sér og framsýnn, þótt hann hafi hlot- ib uppeldi sitt og pólitíska hand- leiöslu innan veggja íhaldsins í bókstaflegri merkingu. Svona er allt hverfult í heimi stjómmálanna og er hvergi á vís- an aö róa í atkvæðadorginu þar sem beitur og veiðarfæri eru meö skrautlegasta móti. En Davíð er sem endranær fremstur mebal jafningja í kapphlaupinu um at- kvæöin. Hann býður upp á Ólaf Ragnar sem utanríkisráðherraefni sitt, ef flokkur hans nær þingstyrk til. Þab er til nokkurs ab vinna, sjálf- stæbismenn! OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.