Tíminn - 28.03.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.03.1995, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. mars 1995 «g—t___ BlwlllW 5 Dr. Þór Jakobsson: Fomgrikkir og vagga veðurfræbinnar Þjóöhátíöardagur Crikkja er um þessar mundir, 25. mars. Hér á landi heldur Grikklandsvinafélag- iö Hellas árshátíö sína þennan dag, en félagiö fagnar jafn- framt 7 0 ára afmœli sínu. Frumkvööull aö stofnun félagsins og formaöur lengst af var Siguröur A. Magnússon rithöf- undur, en undanfar- in ár hefur Kristján Arnason dósent veriö formaöur. Þann 23. mars ár hvert er al- þjóölegur dagur veöursins, sem Alþjóöaveðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna heldur hátíölegan, en í þeim samtök- um em veöurstofur allra landa, sem sjá um veðurþjónustu í heiminum. Forngrikkir létu sig allt varða í náttúrunnar ríki og heimi manna — og goða. Meðal þess, sem heimspekingar þeirra létu sig varða, var veðrið og hátterni höfuðskepna. Er ekki úr vegi einmitt nú að rekja í stórum dráttum nokkuð úr frumsögu veöurfræöinnar — sem gerðist hjá Grikkjum að fornu. Ógerningur er að tilgreina upphaf veðurfræðinnar, en rétt er að gera greinarmun á veður- fræði, þar sem hún er talin eld- forn grein þekkingar og vebur- fræði sem styðst við vísindaleg- ar aðferbir. Reynsla kyn- slóöanna Fyrri skilgreiningin á vib þá miklu þekkingu, sem mannkyn- ið hefur aflab sér um veöur og vinda um árþúsundir í lífsbar- áttu sinni og glímu vib misblíð náttúruöflin. Sagnfræöingurinn og söguspekingurinn Arnold Toynbee kvab háa tíðni upp- götvana einkenna nútímann, mikinn fjölda á skömmum tíma. Uppgötvanir fornmanna um tugþúsundir ára hefðu kom- ib smám saman og breiðst hægt út, en væru í raun engu ómerk- ari en uppgötvanir nú á dögum. Þannig hafa athuganir og álykt- anir fyrri kynslóba safnast í reynsluforba og þekkingar- brunn, sem unnt var að ausa úr. Veburfræði, sem studdist þannig við óhemju langa reynslu mann fram af manni, kom því löngum að góðum not- um við veiðar, siglingar, land- búnab og aðra iðju. Vísindaleg veöurfræöi Veðurfræöi skilgreind sem vísindaleg fræðigrein er harla ung, miöaö við hina fornu reynslu. Þeir, sem fjallað hafa um sögu vísindalegrar veður- fræði, hafa skipt henni í þrennt. Segja má með nokkrum rétti að upphaf veðurvísinda verði hjá fornþjóðum í Indlandi, Mesópótamíu og Egyptalandi. ■ En eins og margt annað er upphafið talið vera hjá hinum aðdáunarverðu Forn-Grikkjum og er hið fyrsta tímabil vebur- fræðinnar látið standa fimm alda blómaskeið grískrar menningar frá því um 600 f.Kr. og allt fram á síð- miðaldir um 1600 e. Kr. Er þá, sem kunnugt er, hafin endurreisn mennta í Evrópu, sem ab mörgu leyti felst í upprifjun á hinum spurula forngríska anda í heimspeki, listum og vísind- um. Skipuleg nátt- úruvísindi eru venjulega talin hefjast með Þalesi í grísku borginni Míletos í Litlu- Asíu. Hann var uppi á fyrri hluta 6. aldar f.Kr., grískur í föðurætt en fönísk- ur í móðurætt og hefur vísast tileink- að sér það besta úr ólíkri menningu foreldra sinna. Hann var víðfömll kaupmaður og heimsótti bæöi hin fornu menningar- lönd, Mesópótam- íu og Egyptaland. Þales fjallaði um flóðin í Níl, þrum- ur og eldingar og fleiri náttúrufyrir- bæri. Anaximander mun hafa verib lærisveinn Þalesar, höfundur eista rits um náttúruvísindi sem sögur fara af. Hann lýsti fyrstur manna vindi sem fljótandi lofti. Þótt undarlegt megi virbast, viö- urkenndu menn þó ekki um langan aldur þá skýringu. Þeir Þales og Anaximander fjölluðu um eðli og grundvallarþætti náttúrunnar. Svo gerði einnig þriðji mikli náttúruvísindamab- urinn frá Litlu-Asíu, Anaxa- goras. Hann var uppi á 5. öld f. Kr. og starfaði í Aþenu, en þangað hafði þungamibja grískrar menningar færst. Anaxagoras fjallabi einnig um eðli skýja, haglmyndun og breytingar á hita með hæð frá jörðu. Fleiri grískir hugsuðir, svo sem Empedókles og Demókrítos, fjöllubu um fmm- læga þætti náttúrunnar, loft, vatn, jörö og eld, og margvísleg fyrirbæri í lofti. Aristóteles Nokkurra alda umræður og útskýringar skarpviturra heim- spekinga um eðli náttúrunnar og veöurfræðileg fyrirbæri ná svo hámarki á 4. öld f.Kr. með ritum Aristótelesar, „Mete- orologica" (Veðurfræðin). Aristóteles er í hópi mestu nátt- úruvísindamanna sögunnar og einn áhrifamesti hugsuður sem uppi hefur verið. Hann fæddist í Stagíru vib norðvestanvert Eyja- haf. Faöir hans var hirðlæknir Makedóníukonungs, en móðir hans var frá Litlu-Asíu. Hann Platón og Aristóteles. varb nemandi Platóns 17 ára gamall og varö þab hlútskipti hans að dveljast og starfa í skóla hins mikla meistara í 20 ár, en þá lést sá gamli. Aristóteles var með eindæm- um athugull og skarpskyggn náttúruskoðari, jafnvel talinn í VETTVANGUR fremstu röð miöað vib ströng- ustu nútímakröfur. Fræbileg flokkun hans á hundruöum líf- vera var einstakt afrek og varb um aldir viðmibun náttúru- fræbinga. Meðal margra fræði- rita Aristótelesar eru fyrmefndar bækur hans um veðurfræöi, elsta heildarrit um veðurfræði- leg fyrirbæri. Ritverkið mun vera samið í kringum 340 f.Kr. og skiptist í fjórar bækur, fyrst þrjár um veðurfræði, en hin fjórða fjallar aballega um efna- fræði. í veðurfræðibókunum ræðir höfundur um regn, ský og þoku, hagl, vinda, veðurfars- breytingar, þrumur og eldingar, og fellibylji. Þótt hinar merku veðurfræðiritgerðir Aristótelesar jafnist ekki á við bækur hans um rannsóknir hans í líffræði, urðu þær engu að síbur gmnd- vallarrit í meira en tvö þúsund ár. Hinar fjölþættu og viðamiklu ritgerðir Aristótelesar urðu, er fram liðu stundir, álitnar fulln- aðarsannindi. Aristóteles lagði ab vísu metnað sinn í ab smíða fullkomin og heilsteypt kerfi til skýringar á margbreytileik fyrir- bæra og hugtaka. En fjarri fór, ab hann teldi þekkingu sína jafnfullkomna og sú hersing lærðra abdáenda og lærisveina, sem lögðu stund á rit hans næstu tvö þúsund árin. Hann hafbi bent oftar en einu sinni á þörf fyrir frekari rannsóknir á ýmsum svibum. Slíkt var hon- um að skapi. Ab hætti sannra vísindamanna heillaði þekking- arleitin hann meira en þekking- in sjálf. Annað tímabil: endurreisn og mælitæki Á ööm tímabili í þróun vís- indal^grar veðurfræði hefjast vísindalegar tilraunir og smíði mælitækja veldur þáttaskilum í athugunum á náttúrunni. Nýj- ar kenningar ryðja sér til rúms, sem sumar hverjar stangast á viö forngrískar hugmyndir og aðrar fylgja í kjölfar landa- funda og aukinnar þekkingar á jörðinni. Þetta annað skeið veðurfræði telst standa í tvær aldir, frá 1600 og fram til um aldamótin 1800, en þá hefur verið lagður grunnur að meg- inþáttum vísindalegrar ab- ferðafræði í veðurfræðinni: kerfisbundnum athugunum, úrvinnslu þeirra, kenninga- smíð og leit að lögmálum um veður og vinda í lofthjúpi jarð- ar. Veburathuganir, tölvur og veöur- tungl Þriðja og síðasta skeiöið í sögu veðurfræðinnar byrjar um aldamótin 1800 og hefur það mótast af gífurlegri grósku tæknilegra framfara á mörgum sviðum og tengslum við undir- stöðufræðigreinar á borö við stærðfræði, eðlisfræöi og efna- fræði. Veðurathuganir urðu æ víðar og fjarskiptatæknin, sem kom til sögunnar á síðustu öld, olli byltingu vegna þess að unnt var ab frétta af veðri og mæl- ingum í fjarlægum stöðum á stuttum tíma. Menn uppgötv- ubu eðli lægða og hæða og fundu lögmál um hreyfingar í lofthjúpi. Tölvur koma til sög- unnar um mibja þessa öld, sem verða æ öflugri og hraðskreið- ari. Geimöld gengur í garð, veð- urtungl og fjarskiptahnettir taka að hringsnúast um jörð- ina. Samstarf þjóða um allan heim eflist við alla þessa þró- un, því ab menn verða að skiptast á upplýsingum heims- horna á milli. Jörðin skreppur saman, landamæri skipta ekki máli í heimi náttúrunnar. Þá gerist þab enn að vísinda- menn gerast djarfari vib ab kanna samhengi í náttúrunnar ríki, kanna gagnkvæm áhrif lofthjúps jarðar og úthafa, hringrás vatnsins um höf, ský, vötn og jökla: fræðigreinar taka að tengjast. Menn sjá ab ekki er unnt að leysa sumar gátur nema líta á hin gagn- kvæmu áhrif. Allt umhverfi jarðar verður rannsóknarefni og jafnframt átta menn sig á að náttúran er viðkvæm, þolir ekki allt, höfin eru ekki óend- anleg og lofthjúpur jarðar harla þunnt skæni. Heimkynni lífríkisins, grasa, dýra og manna, geta eyðilagst ef menn spyrna ekki viö fótum og koma í veg fyrir ógæfu, heimsendi í heimi mengunar, eyðilegging- ar og óhófs. Náttúruvernd, um- hverfisvernd, er á stefnuskrá heimsins, nýtt viöhorf; hún er krafa um að þykja vænt um umhverfið, jörðina okkar, og vinna að varðveislu lífríkisins. Vakning fer um heiminn. Höfundur er veburfræbingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.