Tíminn - 28.03.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.03.1995, Blaðsíða 7
Þribjudagur 28. mars 1995 7 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . „Enginn veit hvar Spánverjar bera nibur nœst," segir Der Spiegel: Klippum beitt og deilan harbnar enn Fiskvei&ideila Kanada og ESB vir&ist komin í harban hnút og eftir ab Kanadamenn klipptu trollib aftan úr spænskum togara á Mikla- banka um helgina er sagt aö erfiðara verbi um viöræöur á Úthafsvei&iráöstefnunni í New York, sem hófst í gær. í nýjasta tölublaði þýska tímaritsins DerSpiegel (20. mars) er stutt umfjöllun um fiskvei&i- deilur ESB og Kanada í kjölfar töku togarans Estai. í greininni birtist lítil samstaöa með mál- stað ESB í þessu máli, og lögö áhersla á að afstaða bandalags- ins byggist á skyldurækni gagn- vart Spánverjum; skyldurækni sem einkum kemur til af þeirri naúðsyn að beita spænska fisk- veiðiflotanum á hafsvæði fjarri evrópskum miðum. Byrjaö er á að rekja atvik þessa máls, og sýnir frásögn og orða- lag litla samúð með ESB og Spánverjum, en nokkurn skiln- ing á framgöngu Kanada- manna. Síðan er málið sett í sögulegt samhengi: „Frá því að Spánn og Portúgal gengu í ESB hafa hinar aðildar- þjóðirnar barist við að halda þeim, sérstaklega Spánverjum, fjarri sínum ströndum. Veiði- geta þessarar óvinsælu fiski- þjóðar er á við veiðigetu hinna ESB-þjóðanna allra til samans. Þegar Spánverjar gengu í ESB urðu þeir að gera sér að góðu að fá ekki full réttindi á hafsvæð- um ESB fyrr en árið 2002. ESB hefur beitt vafasömum brögð- um til þess að hafa þá góða á meðan: ESB útvegar Spánverj- um fiskveiðikvóta annars staðar með góðu eða illu. Því fjær því betra. Reynsla Senegal Og Spánverjar hreinsa upp á fiskislóðum. Árið 1993 gerði ESB nýjan samning við Senegal, þar sem fiskveiöikvóti ESB við landiö jókst um 57 hundraös- hluta. Heimamenn fengu 10 km ræmu meðfram ströndinni. Síðan fínkemba fiskiverk- smiðjurnar frá ríku löndunum ab norðan hafsvæbið, með Spánverja í fararbroddi. Áhrif- anna er þegar farið að gæta, og heimamenn þurfa að leita fanga sífellt lengra á haf út. Ef þeir gæta sín ekki, lenda netin í veiðarfærum togaranna. Þegar hafa orðið banaslys. Hvar sem ESB-flotinn siglir undir spænskum fánum skilur hann eftir sig eyddar fiskislóðir. Við Namibíu var þorskurinn veiddur upp til agna. Afríku- mennirnir kröfðust þá 200 mílna landhelgi, sem þeim bar samkvæmt Hafréttarsáttmálan- um, og síðan sækja Evrópubát- arnir aftur meira í Norður-Atl- antshafiö. Og Kanadamenn fóru að óttast um fiskistofna sína. NAFO-kvótinn Þegar ljóst var að ofveiði ógn- aði þorskstofnunum einnig á þessum slóðum, sömdu NAFO- þjóðirnar um fiskveiðikvóta. En ESB beitti reglulega neitunar- valdi gegn kvótunum, og tók sér Úthafskarfaveiöar á Reykjaneshrygg. Der Spiegel spyr: Hvar ber ESB nibur næst? sjálfdæmi sem kom einkum Spánverjum til góða. Á árunum 1986 til 1992 fékk ESB 136.000 tonna þorskkvóta á Miklabanka. Evrópsku togararn- ir veiddu hins vegar 700.000 tonn. Eru þá ekki talin 250.000 tonn sem ESB-skip veiddu undir hentifánum. Vísindamenn vöruðu við yfir- vofandi hruni þorskstofnsins. Hrygningarstofninn minnkaði úr 1,6 milljónum tonna niður í 22 þúsund tonn á árunum 1962 til 1992. Kanadamenn sáu sig knúna að stöðva þorskveiðar. Þrjátíuþúsund fiskimenn á La- brador og Nýfundnalandi misstu vinnuna og þorp þeirra breyttust í draugabæi. Sömu örlög biöu kola og gullkarfa. Nú er röðin komin að síðasta stóra fiskstofninum í hinni horfnu fiskaparadís við Kanadastrendur, grálúðunni. ESB-veiðimennirnir uppgötv- uðu hana seint, því hún lifir niðri á 2.000 metra dýpi. En það er lítil hindrun nútímaveiðar- færum. Á örfáum árum mokuðu Evr- ópumenn einnig upp grálúð- unni. Portúgalir og Spánverjar juku grálúðuveiði sína úr nánast engu upp í 50.000 tonn á ári síðan árið 1990. 80% innan 200 mílnanna í haust sem leið samþykkti NAFO að ekki yrðu veidd nema 27.000 tonn af grálúöu. Þar sem 80 prósent veiðislóðarinnar eru innan 200 mílna landhelgi Kan- ada, samþykkti meirihluti NAFO aö Kanada fengi rúm 60 prósent þessa kvóta. ESB yrði að gera sér 13 prósent, lítil 3.400 tonn, að góðu. Það sættu ESB-menn sig ekki við. Þeir mótmæltu samþykkt- inni og krefjast meirihluta kvót- ans sér til handa, með þeirri ótrúlegu röksemdafærslu að þeir hafi hreinsað mest upp af aflan- um áður en kvótinn kom til. Eftir aö Estai var leyft að halda úr höfn gegn tryggingu, ásamt áhöfn og skipstjóra, hefur fiski- deilan yfir Atlantsála róast. Spánverjar vilja ekki að gripið verði til viðskiptaþvingana gegn Kanada, eins og hótað var. Í staðinn mun ESB enn sýna sam- stöðu með fiskiþjófunum og semja kvóta af Kanadamönn- um. Þá gæti orðiö friður um hríð. Hann mun þó ekki standa lengi, því brátt verður líka grálúðan á Miklabanka uppurin. Enginn veit hvar Spánverjar bera niður næst. „Þeir hafa veriö út um allt," sagði þýskur samninga- maður í Brussel." wm HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Staða trygg- ingayfirlæknis Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu tryggingayfirlæknis. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipar í stöðuna að fengnum tillögum tryggingaráðs og forstjóra Trygg- ingastofnunar. Umsóknum um stöðuna skal skila til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, Laugavegi 116, ásamt ít- arlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf fyrir 1. maí nk. Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins veitir nánari upp- lýsingar um stöðuna og starfskjör. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytib, 24. mars 1995. LANDBUNAÐARRAÐUNEYTIÐ Laus staða í landbúnaðarráðuneytinu er laus til umsóknar staða sér- fræðings. Um er að ræða tímabundna ráðningu í eitt ár. Krafist er háskólamenntunar í hagfræði eða sambærilegrar menntunar. Starfsreynsla í tengslum við landbúnaðarmál er æskileg. Umsóknir skulu berast landbúnaöarráðuneytinu, Sölvhóls- götu 7, 150 Reykjavík, í siðasta lagi 10. apríl nk. Landbúnaðarráðuneytið 22. mars 1995. Sjúkrahús Skagfirð- inga Sauðárkróki Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa frá 1. júní. Um er að ræða störf á sjúkradeild og öldrunardeildum. Upplýsingar um laun og fleira veitir hjúkrunarforstjóri í síma 95-35270. A EFTIR BOLTA KEMUR BARN... 'BORGIN OKKAR OG BÖRNIN f UMFHRÐINNI" JC VÍK Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980-1. fl. 15.04.95 - 15.04.96 kr. 370.132,90 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. mars 1995. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.