Tíminn - 28.03.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.03.1995, Blaðsíða 6
6 9úmtm Þri&judagur 28. mars 1995 Sagan um Flumbru Úr sýningu Möguleikhússins á Ástarsögu úr fjöllunum. Möguleikhúsib sýnir Astarsögu úr fjöllun- um. Byggt á sögu Cubrúnar Helgadóttur. Leikstjórn og leikgerb: Stefán Sturla. Sýnt í Möguleikhúsinu vib Hlemm. Möguleikhúsiö hefur haldiö uppi viröingarver&ri leikstarfsemi fyrir börn á síðustu árum. í þetta sinn hefur þó ekki tekist vel til í vali verkefnis. Ástarsaga úr fjöllunum er ævintýri sem út var gefiö fyrir all- mörgum árum meö skemmtilegum myndum Brians Pilkington. Síöan hefur Ástarsagan komiö út á Norö- urlandamálum og ugglaust átt þátt í aö efla oröstír Guörúnar Helga- dóttur meöal frænda vorra. Sagan segir frá tröllkonunni Flumbru, ástum hennar og strák- unum hennar átta. Fyrst segir frá háttum tröllanna. Þegar þau sjóöa mat sinn koma eldgos. Þegar þau kyssast koma jaröskjálftar. Þetta eru bestu skinn, en afskaplega löt og mannleg á allan hátt. Engum þarf aö stafa ógn af þeim. Tröllin eru partur af þeirri náttúru sem við hrærumst í, klettarnir sem við sjá- um meö græna kolla eru tröll sem dagaöi uppi. Sagan er raunar harla natúralísk hjá Guörúnu, dul og hrollur þjóðsögunnar er fjarri, eftir stendur notaleg saga, samin út frá nýjum hugmyndum um uppbyggi- legar barnasögur. Auövitað finnst þeim, sem ólust upp við gömlu þjóðsögurnar, aö rammt bragð þeirra sé býsna mikið dofnað í slík- um meöförum, en um þaö er ekki að sakast og ég hygg aö saga af þessu tagi geti mætavel þjónað sem inngangslesning, kynning á trölla- heimum. En þessi saga er ekki fallin til leik- geröar, það held ég flestum hljóti aö vera ljóst. Atburðirnir, sem hér segir frá, hafa ekki leikræna fram- vindu, bjóða ekki upp á neina hreyfingu í oröræðum eða athöfn- um. Nema þá auðvitað að samið yrði beinlínis leikrit upp úr sög- unni, sjálfstætt verk. En það er ekki gert hér. Sagan er sögð, íþætt söng- textum, og af því að hún er mjög stutt er sýningin búin fyrr en varir, án þess eiginlega að nokkuð hafi gerst á sviöinu. LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON Það er Pétur Eggerz sem segir sög- una. Hann syngur líka dálítið og fær áhorfendur til að taka undir (að vísu með bullviðlögum). Pétur hef- ur góða rödd og lifandi framsögn og syngur laglega. Líklega eru söng- textarnir eftir Stefán Sturlu; þeir heyrðust mér sæmilega liprir, án þess að vera mjög smellnir. Fyrst er dálítill formáli þar sem sviðsmynd- in er hjúpuð bláum fallegum dúk, væntanlega til að sýna heiðríkjuna á íslandi. Síðan er dúknum svipt af og blasir þá við mynd af trölla- byggðum, vel unnin og skemmti- leg, og þar er Flumbra tröllkona með strákana sína átta. Þessi leik- mynd er það besta í sýningunni, bersýnilega innblásin af myndum Brians Pilkington. Alda Arnardóttir leikur Flumbru og ber tröllslegt andlitsgervi. Annars er Alda hreint ekkert tröllsleg og söngur hennar er allt of veikur. Kannski heföi oröið meira úr Öldu ef hún hefði haft einhvern mótleik. Af hverju var hreinlega ekki sett á svið sagan um Flumbru og karlinn hennar? Tónlist er eftir Björn H. Viðars- son og var ósérkennileg við fyrstu heyrn, en lét vel í eyrum. í leik- mynd og búninga hefur verið lögð veruleg vinna og er vel af hendi leyst. Fyrir því stendur Hlín Gunn- arsdóttir, en saumaskapinn önnuð- ust Helga Rún Pálsdóttir og Hjördís "Sigurbjörnsdóttir. Þannig er þessi sýning og má vel mæla meö henni fyrir lítil börn. Hins vegar verður hún til að minna á hvern fjársjóð við eigum í þjóö- sögum og ævintýrum. Úr þeim væri hægt að búa til mörg góð leik- verk fyrir börn. En þá þyrfti aö ganga dálítið djarflegar að verki en hér er gert. Gæti Guðrún Helga- dóttir ekki sjálf samið skemmtilega leiki upp úr þessu? Hún sýndi þaö með Ovitum á árunum að hún kann vel að smíða leikrit. Bríet Héöinsdóttir: Ávarp á Alþjóöaleik- húsdaginn 1995 27. mars er alþjóðaleikhúsdagur- inn. Og árið er 1995. Óðum styttist til aldamóta. Tuttugasta öldin blas- ir nú þegar viö í baksýnisspegli: ófögur mynd sem vekur ugg, áleit- inn grun um að engin trúarbrögð, engar réttlætishugsjónir megni að sigrast á því sem viröist stefna bæði sjálfum okkur og jörðinni í glötun: áskapaöri grimmd okkar og græðgi. Hvaða erindi eigum við þá í leik- hús? í litlu leikhúsi norður undir heimskauti eru saman komnar fá- einar hræður í því skyni aö eiga saman kvöldstund. Nú á eftir munu nokkrir leikarar ganga fram á sviö- ið, þeir munu með sínum ráðum segja ykkur frá ööru fólki. Um þetta snýst list leikhússins. Fólk segir fólki af fólki. Af hvaða toga er sú skemmtun? „Mennirnir vita ekki hvers vegna þeir frægja listaverk," skrifar Tnomas Mann. „í vanþekk- ingu sinni þykjast þeir geta tínt til hina og þessa kosti til að réttlæta áhuga sinn, en hin sanna ástæða fyrir fögnuði þeirra veröur alls ekki metin á þann hátt: hún er samúö." Svipað virðist vaka fyrir ööru og ólíku skáldi: „Samlíðunin er upp- spretta hins æðsta saungs," skrifar Halldór Laxness. „Samlíðunin með Bríet Hébinsdóttir sem Karen Biixen. Ástu Sóllilju á jöröinni." Hvergi eiga listamenn og njót- endur verka þeirra jafnnáið sam- neyti meðan á listsköpun stendur eins og í leikhúsi. í rauninni eru leikarar ekki aðeins að leika fyrir áhorfendur, þeir leika sér v/ð þá. Áhorfendur virða leikreglurnar rétt eins og leikararnir og bæði leikarar og áhorfendur samsama sig enn öðru fólki. Hér spegla sig allir í öll- um, svo ólíkir sem þeir eru innbyrð- is. Er þetta samkomulag skylt þeirri samúð sem þeir Mann og Halldór eru að skrifa um? Listin höfðar til þess sem er okkur sameiginlegt í allri okkar fjöl- breytni. Samhygð er forsenda hennar, hún þarf að finna hljóm- grunn hjá mönnum. Jafnvel sú list, sem kölluð er ódauðleg, lifir ein- ungis svo lengi sem við sækjum til hennar gleði og huggun. Tuttugasti og sjöundi mars hefur verið tileink- aöur þeirri listgrein sem síst villir á sér heimildir í þessum efnum: list leikhússins er forgengilegust allra lista. Jafnvel á skammtímamæli- kvaröa manna er hún aðeins list augnabliksins. Enginn mun nokkru sinni sjá nákvæmlega sömu leik- sýningu og þið sjáið hér í kvöld. Næst situr hér annar áhorfenda- hópur og samskipti þeirra og leikar- anna verða öðruvísi. En fyrir vikið verður þessi sýning einstök í veröld- inni þau augnablik sem hún varir, rétt eins og okkur finnst að sú ör- skotsstund, sem ævi okkar er á ei- lífðarmælikvarðann, sé líka einstök. Vitundin um skyldleika okkar rak okkur, bæði áhorfendur og leikara, í leikhúsið; áhuginn á fólki, á öðrum, er áhugi á okkur sjálfum: samsöm- un, samúð. Fáviti Dostojevskís segir í uppljómun sinni um ógæfumann- inn Rogoshin: „Samúðin mun veita honum vit og þekkingu, gefa lífi hans merkingu. Samúðin er æðsta og ef til vill eina lífslögmál mann- kynsins." Kannski er okkur, þessum óargadýrum, áskapað aö þjóna fleiri hvötum en grimmd og græðgi. ■ Þau héldu barokk-tónleika í Borgarnesi um síbustu helgi: familla Söderberg, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri Örn Snorrason. Mynd: tþ, Borgarnesi. Tonleikar i Borgarneskirkju: Gó& tilbreyting Trio skipað þeim Camillu Sö- derberg blokkflautuleikara, Ólöfu Sesselju Óskarsdóttur sem lék á viola da gamba og Snorra Erni Snorrasyni sem lék á lútu og theorbu, hélt tónleika í Borgarnesi um síbustu helgi. Á efnisskránni voru sex verk frá barokktímabilinu, frá fimm lönd- um. Verkin voru: Sónata í a-moll eftir Francesco Mancini, Green Sleeves to a Ground, höfundur óþekktur, úr Sónötu í g-moll eftir Johan Helmich Roman, en hann er kallaður fabir sænskrar tónlist- ar, Sónata í c-dúr eftir Georg Philipp Telemann, Cinquiéme Suite í e-moll eftir Pierre Philidor og Sónata í f-dúr eftir Arcangelo Corelli. Flytjendurnir byrjuðu á því að kynna hljóðfærin áður en tón- leikarnir hófust og var þaö vel til fundið. Þab er sannarlega tilbreyt- ing aö fá tónleika af þessu tagi í héraðib og voru áheyrendur sam- mála um að tónleikarnir hefðu verið mjög vel heppnaðir. Hins vegar er sorglegt að áheyrendur skuli hafa verið jafn fáir og raun ber vitni, þrátt fyrir veðurblíbu. Tónleikarnir voru sannarlega þess viröi að sækja þá. TÞ, Borgamesi Bongo bongo Sagt er ab sú hugsun hafi ekki verið hugsuð í Afríku (sunnan Sahara) sem ekki er hægt ab tjá með trumbuslætti, og hver erum við að deila vib það? Fyrir okkur, sem ekki kunnum tjáskiptakerfi trumbunn- ar, er bumbuslátturinn hins vegar merkingarlaus — í þess orðs hreinni merkingu — en þar fyrir utan skemmtilegur, áhrifamikill eöa hvaðeina, eins og brimsog, óveð- ursgnýr eða jarðskjálfti, svo dæmi séu nefnd um orðlausa tjáningu. Um mátt bumbusláttar er minn- isstæður konsert fyrir litla trommu og sinfóníuhljómsveit eftir Áskel Másson, sem fluttur var hér fyrir nokkrum árum og sýndi gjörla hvers máttug iítil trumba er — í höndum kunnáttumanns engu áhrifaminni en konsertflygill. Ennþá frekari staðfesting á áhrifa- mætti slagverksins fengum við á tónleikum Kroumata-hópsins sænska í íslensku óperunni 19. mars. Sex ungir Svíar knúðu þarna húðir í rúmlega þremur tonnum af margs konar ásláttarhljóðfærum, og í einu af verkunum fjórum spilaði Manúela Wiesler dálítið á flautu sína. Hvaða hleypidóma, sem menn kynnu að hafa haft fyrir þessa tónleika, hlutu þeir allir að gufa upp — svo skemmtilegir og ágætir voru þeir. Manúela, sem sennilega átti mestan þátt í gríðar- legri aðsókn að tónleikunum, tók aðeins þátt í einu verki, og skipti litlu máli þannig séð. Nema auðvit- að er alltaf gaman að heyra hana og sjá. Verkin fjögur heita „Third Construction" eftir John Cage (f. 1912), „Free Music" eftir Sven-Dav- id Sandström (f. 1942), samið sér- staklega fyrir Kroumata og Manuelu Wiesler, „Schlagmusik 2" eftir Ge- org Katzer (f. 1932) og „Stonewave" eftir Rolf Wallin (f. 1957). Ekki treysti ég mér til ab gera upp á milli verkanna fjögurra, nema Schlag- musik 2 er mest stíluð upp á skemmtigildib; en burtséð frá því voru verkin hvert öðru ánægjulegra á að hlýða og sjá, því tónleikar sem þessir eru heilmikið sjónarspil líka. Enda skemmtu hljómleikagestir í íslensku óperunni sér hið besta og fögnuðu hinum ungu slagverks- mönnum ákaft. Á einum stab í „í leit ab liöinni ævi" segir Proust frá því ab fyrir vit hans bar í leikhúsi eitt augnablik sérstakan ilm sem vakti endur- minningu um löngu liðin kynni af konu nokkurri. Svipað mun þaö TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON vera meb formfasta list ýmissa menningarheima, að hver hreyfing eba hljóð hefur ákveðna merkingu, líkt og orð í tungumáli. í þeim hrærigraut menningaráhrifa úr öll- um áttum, sem fjölmiðlun og auð- veldari samgöngur hafa valdið, hef- ur mest af þessu tapast — þrjú tonn af slagverld segja okkur minna en ein lítil tromma hefbi gert í Afríku. En hvern varöar um merkingu —■ abalatriðiö er að menn skemmti sér vel, helst til ólífis segja sumir. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.