Tíminn - 28.03.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.03.1995, Blaðsíða 10
10 Wíwfcwa Þribjudagur 28. mars 1995 Jóhannes Stefánsson Meö Jóhannesi Stefánssyni er genginn síðastur þremenning- anna sem settu mestan svip á störf sósíalista í Neskaupstaö fyrr á öldinni. Hann var ásamt Lúövík Jósepssyni og Bjarna Þóröarsyni um nær fimmtíu ára skeið fremstur í þeirri róttæku fylkingu sem enn heldur þar velli. Jóhannes var mikill per- sónuleiki, sem menn tóku eftir hvar sem hann fór, vandur ab virbingu sinni og rækti af stakri samviskusemi sérhvert verk sem hann tók aö sér. Jóhannes varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1932, þá nítján ára, en varö svipaö og Lúðvík aö hætta þar námi vegna veikinda. Þaö er umhugsunarefni hver þróun mála hefði orðiö, ef þessir ungu og vösku menn heföu getaö haldiö áfram á menntabraut- inni. Vafalaust heföi Jóhannes náð langt á öörum vettvangi og sómt sér vel í hvaöa hlutverki sem var. Það varö hins vegar heimabyggbin og alþýöa manna þar sem naut krafta hans óskiptra. Jóhannes var kosinn bæjar- t MINNING fulltrúi árib 1938 og sat samfellt í bæjarstjórn til ársins 1974 og var þar í forsæti frá 1958. Þaö var eftirminnilegt að fylgjast meö honum í því hlutverki, formfestu hans samhliða létt- leika við fundarstjórn. Hann sat I mörgum nefndum á vegum bæjarins, m.a. í fræðsluráöi Nes- kaupstaöar í 20 ár og var fulltrúi í skólanefnd Húsmæöraskólans á Hallormsstaö í 35 ár. Þangað hafði Soffía Björgúlfsdóttir, sem hann kvæntist 1940, sótt stab- góöa menntun og bæði sýndu þau skólanum mikla ræktarsemi alla tíö. Einnig var Jóhannes fulltrúi bæjarins í stjórn Spari- sjóös Noröfjaröar á fjóröa tug ára. Velgengni þeirrar stofnunar hefur byggst á stuðningi margra, en Jóhannes átti þar drjúgan hlut aö máli, einnig sem stjórnandi öflugustu fyrir- tækja í bænum. Það var á vettvangi viðskipta og atvinnulífs í Neskaupstað sem Jóhannes starfaöi mest samkvæmt þeirri verkaskipt- ingu sem mótaöist í forystusveit sósíalista. Hann var fram- kvæmdastjóri Pöntunarfélags alþýöu 1947-53, en tók þá viö framkvæmdastjórn Samvinnu- félags útvegsmanna (SÚN) sem haföi lykilstöðu í þróun at- vinnulífs í bænum. Þegar Síldar- vinnslan hf. var stofnuö 1957, var Jóhannes kosinn í stjórn hennar og gegndi þar stjórnar- formennsku í 20 ár. Mikið reyndi á Jóhannes sem fram- kvæmdastjóra, því aö miklar sveiflur urðu í sjávarútvegi þá eins og síðar. Hann var útsjón- arsamur og naut mikils trausts bæöi starfsmanna og viöskipta- aðila. Sem vinnuveitandi var Jó- hannes eins konar félagsmála- stjóri og var í því vandasama hlutverki að horfa í senn á rekstrarafkomu fyrirtækjanna og hag verkafólks og annarra starfsmanna. Þaö var í þessu hlutverki sem hann náði hvað lengst og hæfileikar hans nutu sín frábærlega vel. Þekking hans á persónulegum högum manna var næsta ótrúleg og var stund- um hent gaman að. Aö baki bjó hins vegar eðlislæg umhyggja fyrir þeim sem minna máttu sín og mikil hjálpsemi. í félagsmálastarfi sósíalista var Jóhannes drjúgur þátttakandi heima fyrir og á víöari vett- vangi. Hann var iðulega í for- ystu í sósíalistafélagi Neskaup- staðar og var frambjóöandi Sósí- alistaflokksins og síðar Alþýöu- bandalagsins í Norður-Múla- sýslu á tímabilinu 1942-1959. Þótt fylgið væri þá ekki mikið og þingsæti aldrei í augsýn, ávann frambjóbandinn Jóhannes sér hylli margra og minnast hans margir sem skemmtilegs og öfl- ugs málflytjanda á framboös- fundum. Eg átti um tveggja ára- tuga skeið mikil og gób sam- skipti við Jóhannes innan Al- þýöubandalagsins í Neskaupstaö og reyndist hann ætíö hollráður. Myndarlegt heimili hans og Soffíu Björgúlfsdóttur á Þilju- völlum stóö öllum opiö og þar var tekið af mikilli reisn á móti ýmsum þeim innlendum og út- lendum gestum sem heimsóttu Neskaupstað. í einkalífi var Jó- hannes gæfumaöur og Soffía studdi hann í blíðu og stríðu allt til loka. Hennar hlutur í ævi- verki Jóhannesar hefur ekki ver- iö skráður frekar en margra ann- arra heimavinnandi húsmæöra. Nú að leiðarlokum eftir erfiðan sjúkdómsferil bóndans þökkum viö Kristín Soffíu hennar stóra hlut og vottum henni viröingu okkar og sendum henni og son- unum Valgarði og Ólafi sem og öðrum vandamönnum samúö- arkveöjur. Eftir stendur minn- ingin um traustan félaga, heil- steyptan mann og burðarás í Neskaupstaö um hálfrar aldar skeiö. Hjörleifur Guttormsson Hallur Guðmundsson bifreiöarstjóri Fæddur 8. maí 1926 Dáinn 21. mars 1995 í dag er til moldar borinn Hall- ur Guðmundsson, Háholti 11, Keflavík. Athöfn verbur í Kefla- víkurkirkju klukkan 14, en jarb- sett verður í Hvalsneskirkjugaröi. Hallur var 3. í röö 9 systkina, sem öll fæddust og ólust upp á Eyjólfsstöbum í Bemneshreppi, Subur-Múlasýslu. Hin systkinin eru Gunnar bóndi Lindarbrekku viö Bemfjörö, Valborg ljósmóöir Tungufelli í Breibdal, Guörún verkakona Egilsstööum, Rósa kennari Kópavogi, Guömundur dó ungur, Hermann fv. skóla- stjóri Laugalandi Holtun, Guöný húsmóðir Höfn Hornafiröi og Ey- þór bóndi Fossárdal. Býlið Eyjólfsstaöir er í Fossárdal og var fýrr á öldum samnefnt dalnum. Á 19. öld urðu bæir þar fleiri og þurfti þá nöfn til aðgrein- ingar, en nú er aöeins einn bær í dalnum og hefur Fossárdalsnafn- iö veriö tekib upp ab nýju. Foreldrar Halls vom hjónin Margrét Guömundsdóttir (f. á Ánastööum í Breiödal 28. maí 1899, d. 4. desember 1989) og Guðmundur Magnússon (f. á Eyj- ólfsstööum 5. júní 1892, d. 17. febrúar 1970). Þau bjuggu á Eyj- Kvittab Allir skólar landsins eru lokaöir. Kennsla í skólum hefur falliö niður vegna kröfu kennara um hærri laun. Ríkiö telur sig ekki geta greitt þau laun sem kennarastéttin geti lifaö af. Ríkisstjóminni hefur ekki enn tekist að búa til þann sjón- hverfingaleik sem kennarastéttin gleypti sem kjarabætur. Því leika ungmenni landsins lausum hala og hafa fátt fyrir stafni eöa til afþrey- ingar. En einn er sá skóli sem ekki er lokaöur og „bætir" (!) úr í því tóma- rúmi sem skapast hefur. Sjónvarpib (RÚV) rekur þá fræöslu sem ekki er lokaö fyrir. Meö námskeiöum heldur þab uppi kennslu í glæpum og hryllingsverk- um, svo svívirðilega ógebslegum ab t MINNING ólfsstöðum allan sinn búskap, en eyddu ævikvöldinu á Höfn í Hornafirbi. Foreldrar Margrétar voru Gyö- ríbur Gísladóttir (f. 25. ágúst 1865, d. 21. febrúar 1943) og Gubmundur Guðmundsson (f. 13. apríl 1861, d. 9. apríl 1940). Þau fluttu sunnan úr Nesjum um 1890, fyrst austur í Breibdal og síðan í Berufjörö 1906 og bjuggu þar stórbúi. Þau eignuöust 8 börn, sem öll ílentust við Berufjörö. Foreldrar Guðmundar, Snjó- laug Magnúsdóttir (f. 1. maí 1863, d. 7. mars 1938ýog Magnús Jónsson (f. 14. janúar 1853, d. 12. ágúst 1941), bjuggu á Eyjólfsstöö- um. Þau áttu 12 börn, misstu 3 þeirra ung, en hin 9 áttu öll heima á sunnanverðum Aust- fjörbum og uröu öll mjög kynsæll. Afi og amma Snjólaugar fluttu í Fossárdal á 3. tug 19. aldar og þar búa nibjar þeirra enn. Innan viö tvítugt fór Hallur ásamt eldri systkinum sínum á vetrarvertíbir til Keflavíkur. Þar æxlubust mál þannig að hann fór aö aka vörubíl og féll sú vinna vel. engu tali tekur. Sú kennslustund fer fram fyrir kvöldfréttir Sjónvarpsins, þar sem ungir og gamlir hafa raðab sér upp til ab njóta þeirrar fræðslu sem þar er í boöi. Tími námsefnisins er miö- aður viö þaö ab þaö fari ekki fram- hjá neinum, sem á annaö borö ætl- ar aö horfa á fréttir Sjónvarpsins. Fram til þessa hefur verib látiö nægja aö hafa þessa kennslustund í formi auglýsinga kvikmyndahúsa í Reykjavík. Ekki nægir ab auglýsa þær á hlutlausan hátt, heldur verð- ur aö nota þetta sem kennslustund í því sem viðbjóðslegast og æöisleg- ast er aö finna í þeim kvikmyndum sem auglýstar em, svo ab þeir sem ekki geta sótt umrædd kvikmynda- hús fari ekki á mis viö þær sibferðis- Þar með var ævistarfib ráöiö. Hann ók í mörg ár eigin bíl frá Vörubílastöð Keflavíkur. Síöar skipti hann yfir í leigubílaakstur og seinustu árin í flutning þroska- heftra af Suöurnesjum, sem sækja þurftu sérskóla til Reykjavíkur. Annað, sem fljótt batt Hall Sub- urnesjum ekki síöur en atvinnan, var aö þar hitti hann lífsförunaut sinn, Guðrúnu Karlottu (f. 4. febrúar 1931), dóttur Sigurbjörns Methúsalemssonar, útvegs- og garöyrkjubónda á Stafnesi, og konu hans Júlíu Jónsdóttur. Þau voru saman gefin 6. október 1951 og hafa síban fylgst aö farsællega gegnum þykkt og þunnt á lífsleið- inni. Hallur og Kalla eignuðust fimm börn. Elst er Margrét (f. 18. mars 1952), arkitekt, búsett í Dan- mörku, gift Carsten Nilsen Bluhme og eigaþau 2 börn, Kjart- an og Maríu. Aöur átti Margrét dreng, Hall Steinar Sævarsson. Annar er Sigurbjörn Júlíus (f. 3. mars 1953), lögregluþjónn í Keflavík. Kona hans er Stefanía Hákonardóttir úr Innri-Njarðvík. Þau eiga dæturnar Karlottu og Lindu. Næstur er Hallur Methús- alem (f. 8. mars 1960), lögreglu- þjónn í Keflavík. Kona hans er fyrirmyndir sem í boöi eru í þessum myndum. Ab kvöldi þriöjudagsins 7. mars s.l. var breytt um kennslutækni og kennslutíma. Nú var gripið til þess ab koma þessari glæpakennslu að undir yfirskini kvikmyndafræbslu, og valinkunnir sjónvarpsmenn látnir annast kennsluna. Með þeim hætti var líka hægt aö koma á framfæri margfalt fleiri glæpa- og hryllingsmyndum en áð- ur hafði tekist í einni og einni kvik- myndaauglýsingu. Þar var af nógu ab taka og eflaust veröur þeirri fræöslu framhaldið. Ekki leyndi sér að leibbeinend- urnir vom ánægöir með hlutverk sitt. Þeir brostu sínu breiðasta brosi og andlit þeirra ljómuöu. Þarna lík- Svanbjörg Kristjana Magnúsdóttir frá Skaröi í Bjarnarfiröi. Þau eiga drengina Gubmund Hall og Magnús Má. Fjórða barn Halls og Karlottu er Gubmundur (f. 20. október 1962). Hann hefur ekki gengið heill til skógar og er nú á sjúkrahúsinu í Keflavík. Yngstur er Ragnar Kristbjörn (f. 11. sept- ember 1964), verkamaöur í Kefla- vík, ókvæntur. Allt er þetta fólk sérstaklega samhent, traust og áreibanlegt. Fyrstu minningar mínar um Hall bróbur minn eru allar tengd- ar smíbum og málningu. Hann var alltaf að, þegar stund gafst frá snúningum fyrir bú og heimili. Ég held aö hann hafi aldrei á lífs- leiöinni lært ab slæpast. Hann sleppti ekki hendi af brúðurúm- aði þeim lífiö og vom hróbugir yfir frammistööu sinni og almennings- fræðslu. Þab er ekki ónýtt fyrir þjóbina ab geta notiö þessa menningartækis síns til ab halda uppi þessum fræösluþáttum, þegar aörar menntastofnanir eru lokaðar vegna fjárskorts og vilja á ab halda uppi almennri fræbslu í skólum lands- ins. Þessar myndsýningar í kennslu- formi em dæmi um það siðferbis- stig, sem menningarvitar þjóöar- innar em á, og jafnframt þá siðferb- isvitund þjóöar, sem lætur án and- mæla ganga yfir sig þá andstyggö sem í þessu felst. Daglega eru okkur sagöar sögur í fréttaformi um sibgæði, eba öllu unum, sem hann smíðaði fyrir systur okkar, fyrr en þau voru vandlega pússuð og máluð og þannig var honum tamt að ganga um hluti æ síban. Þessi natni er ef til vill einnig lýsandi á samskipt- um Halls við annaö fólk, hann var síveitandi og bar byröar ann- arra þegar hann gat. Viö, sem þekktum Hall best, vissum aö hann var viökvæmur og auðsærð- ur ef hann var beittur rangindum eöa góöum málstab misboöiö, en þab kom honum yfirleitt ekki aö sök vegna þess hve hlýtt öllum, sem honum kynntust, var til hans. Heyrt hef ég því fleygt aö styrk- ur átthagabanda sé í beinu hlut- falli viö hversu mishæðóttar æskustöövamar eru. í Fossárdal em fjöllin svo brött og há að ekki sér þar til sólar í fjóra mánubi. Þar höfum viö bræöur tveir verið aö byggja okkur lítiö sumarhús. Þar nutum vib bjartra vordaga og nátta fyrir tíu mánuðum, en urð- um frá aö hverfa er Hallur veiktist snögglega. Hann virtist ná sér furöu vel, tók upp úr göröunum sínum á Suöurnesjum og kom frá sér uppskerunni. Én þriöjudaginn 21. mars knúbi ferjumaöurinn dyra aö nýju og fékk hann nú meö sér til ókunnra stranda. Nú er vinar og bróður sárt sakn- aö, en mestur er þó missirinn fyr- ir Köllu, börnin og barnabörnin og votta ég þeim mína dýpstu samúö. Hermann Guömundsson LESENDUR heldur siöleysi barna og unglinga, sem lýsir sér í götulífi þéttbýlisstaða landsins. Slíkt er mörgum áhyggju- efni og hreint harmsefni foreldrum þeirra, sem þar eiga hlut aö máli. Og menn horfa hver upp á annan og spyrja hverju þetta sæti. Hvert er þaö uppeldi barna sem þessu veld- ur? Svariö er ekki einfalt eba ein- hlítt. Skýringin er að stórum hluta sótt í þann siöferöis-menningar- vita, sem hér hefur verið getiö, sjálft Ríkissjónvarpiö. Þegjandi láta foreldrar og aörir þetta yfir sig ganga, í staö þess aö rísa upp og hrópa þennan ósóma niður, sem segja má að sé ríkisrekin sibleysis- og glæpakennsla. Árangurinn dylst ekki! Gubmundur P. Valgeirsson fyrir kennslustund

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.