Tíminn - 29.03.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 29.03.1995, Blaðsíða 18
18 HÍMtíWtl Mi&vikudagur 29. mars 1995 Bolli R. Valgarösson: Er það einhvers virði? í lok sérhvers kjörtímabils á Al- þingi leggja stjórnmálamenn verk sín fyrir dóm kjósenda. Fyrir komandi alþingiskosning- ar leggur Alþýöuflokkurinn nú spilin á boröið og gerir grein fyrir þeim málum sem hann hefur komiö til leiöar á tveimur síðustu kjörtímabilum. Hver voru loforðin og hverjar eru efndirnar? Hér skal litið á nokk- ur atriði, sem ætla mætti að skiptu einhverju máli fyrir al- menning og fyrirtæki í landinu, enda þótt stjórnarandstaðan á þingi fullyrði annaö. Alþýðuflokkurinn hét því að viðhalda stöðugleika í efna- hagsmálum, sem síðasta ríkis- stjórn, sem Alþýðuflokkurinn var aðili að, lagði grunninn að. Hann hét því einnig að bæta rekstrarskilyrði atvinnuveg- anna. Þetta hefur verið efnt með ábyrgri efnahagsstjórn, sem hefur leitt til lægri verð- bólgu en í ölium OECD-ríkjun- um. (Reyndar hefur verðbólga aldrei verið lág á íslandi nema þegar Alþýðuflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn.) Tekist hefur að tryggja jafn- vægi í viðskiptum og stöðva skuldasöfnun erlendis. Nú fara þessar skuldir lækkandi. Út- flutningsgreinar landsmanna hafa aldrei búið við jafn hag- stæð samkeppnisskilyrði og nú, m.a. vegna áhrifa EES-samn- ingsins, lágs raungengis krón- unnar og lækkandi vaxta og skatta fyrirtækja. Þrátt fyrir gíf- urlega erfiðar ytri aðstæður, sem sköpuðust vegna minni þorskafla og verðlækkana á mörkuðum, tókst að koma í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi, sem þó er langminnst hér á landi en annars staðar í hinum vestræna heimi. Aukiö frjálsræði Alþýðuflokkurinn hét því að auka frjálsræði í viðskiptalífinu og setja samkeppnislög gegn einokun. Öll þessi loforð hafa verið efnd. Því var heitið að lækka vexti, hagræða í banka- kerfinu og auka stuðning við atvinnuþróun og nýsköpun í atvinnulífinu. Efndirnar: Það var ráðherra Alþýðuflokksins sem hafði frumkvæði að að- gerðum til að lækka vexti. Fjór- ir bankar voru sameinaðir í ein- um, íslandsbanka. Styrkir hafa verið veittir til álitlegra verk- efna í iðnaði. Gert hefur verið átak í ný- sköpunarmálum. Aðilar í ís- lenskum skipasmíðaiðnaði eru sammála um að ekkert hafi gerst í málefnum iðnaðarins fyrr en Sighvatur Björgvinsson settist í stól iðnaðarráðherra, enda hefur samkeppnisstaða skipaiðnaðarins verið jöfnuð gagnvart niðurgreiddum skipa- iönaði erlendis. EES-samning- urinn veitir ómæld tækifæri fyrir iðnaðinn til sóknar á er- lendri grundu. Um það eru aliir sammála nema fulltrúar stjórn- arandstöðunnar, sem voru and- vígir því að ísiendingar gerðust aðilar að samningnum. Alþýðu- flokkurinn hét því að stuðla að erlendum fjárfestingum hér á landi og beitti sér m.a. fyrir stofnun markaðsskrifstofu í því skyni og hefur iönaðarráðherra einnig haft samráð við orku- sölufyrirtækin vegna hug- mynda um sölu á rafmagni til útlanda. VETTVANCUR Efling landsbyggö- arinnar Alþýðuflokkurinn hét því að beita sér fyrir því að efla lands- byggðina með sameiningu sveitarfélaga. Efndirnar: Með lögum um sameiningu og stækkun sveitarfélaga hefur verið lagður grunnur að þrótt- meiri og öflugri byggðarlögum, sem geta tekið í eigin hendur stjórn ýmissa mála sem ríkið hefur annast til þessa, enda hef- ur sveitarfélögum fækkað um nokkra tugi á kjörtímabilinu. Auk þess ákvað umhverfisráð- herra að verða við óskum íbúa landsbyggðarinnar í áratugi að flytja ríkisstofnanir út á land. Réttlátara skattkerfi Því var heitið aö beita skatt- kerfinu til atvinnusköpunar, jafna skattkerfi fyrirtækja til jafns viö það sem gerist í helstu samkeppnislöndum okkar og auka réttlæti í skattkerfinu. Efndirnar: Aðstöðugjaldið var aflagt, tekjuskattur fyrirtækja einnig, auk þess sem skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði var fluttur til sveitarfélaga. Þetta var m.a. gert til þess aö auðvelda fyrirtækjum hagræö- ingu og koma í veg fyrir að þau þyrftu að fækka starfsfólki í efnahagskreppu undanfarinna ára. Staðgreiðslukerfi skatta leit dagsins ljós 1987-88 þegar Al- þýðuflokkurinn stýröi fjármála- ráðuneytinu, tekjujöfnunará- hrif skattkerfisins hafa verið aukin og fjölskyldubætur og bætur til húsbyggjenda auknar. Virðisaukaskattur tók við af söluskatti og virðisaukaskattur á matvæli var lækkaður. Alþýðuflokkurinn hét því að beita sér fyrir auknum rétti til atvinnuleysisbóta. Það loforð hefur verið efnt, m.a. með því að bændum og einyrkjum í at- vinnurekstri hefur verið veittur réttur til bóta úr atvinnuleysis- tryggingarsjóði. Auk þess hefur sjóðurinn beitt sér fyrir fjöl- mörgum átaksverkefnum til að efla atvinnu. Húsnæðiskerfið er í höfn. Biðröðum eftir lánum hefur verið eytt. Húsnæðis- og húsaleigubætur hafa verið teknar upp og félagslegum í- búðum stórfjölgaö eöa í um 500 á ári. Þá var lofaö að bæta aðbúnað fatlaðra og auka vernd barna. Þessi loforð hafa verið efnd, eins og alþjóö veit, m.a. með fjölgun sambýla og nýjum barnaverndarlögum. Alþýðuflokkurinn, arkitekt ís- lenska velferðarkerfisins, hét því að beita sér fyrir því að spara í heilbrigðiskerfinu og auka forgangsröðun til hagræð- ingar. Ef takast átti að spara í útgjöldum ríkisins, sem voru oröin hættulega há, varð ekki komist hjá sparnaði í heilbrigð- iskerfinu því það er sá máia- flokkur sem mestu fjármagni er varið til í útgjöldum hins opin- bera, enda stendur ísland undir nafni sem velferðarríki. Um einn milljarður króna sparaðist í sjúkratryggingum á sl. ári án þess aö þjónusta skert- ist. Þá hefur margvíslegum að- gerðum verið beitt með góðum árangri til að draga úr kostnaði ríkisins vegna lyfjaútgjalda al- mennings, en neysla dýrra lyfja var umtalsvert meiri hér á landi en erlendis. Komið hefur verib á fót hæli fyrir ósakhæfa af- brotamenn að Sogni í Ölfusi, sem þykir af erlendum sérfræb- ingum eitt það besta í Evrópu. Umönnunarrýmum fyrir aldr- aba hefur verið stórfjölgað, en sá málaflokkur hafði veriö í al- gerum ólestri um áratugaskeið. Ný heimili hafa risið, heima- hjúkrun hefur verið aukin á- samt hvíldarinnlögnum. Heilsugæslustöðvum hefur fjölgab. Nú hefur verið komið á tilvís- unarkerfi. Eitt af markmiðum þess er að afnema stjórnlausa sjálftekju sérfræðinga á pening- um frá ríkinu og beina fólki í ríkari mæli til heilsugæslu- lækna. Það er staðreynd að komufjöldi á göngudeildir og heilsugæslustöðvar miðað við hvern íbúa er með minnsta móti hér á landi, miðað við önnur Evrópulönd. íslenskir læknar á heimsmælikvarba Hjartaaðgerðum hefur verið fjölgað og er stefnt að því ab flytja þær alfarið inn í landið, auk þess sem markmibib er að bjóða erlendum sjúklingum upp á þá þjónustu hér á landi. Einnig hefur nýrri starfsemi verið komið á fót á Landspítala, sk. glasafrjóvgunum. Árangur íslenskra lækna á því sviði hefur þegar vakið athygli erlendra sérfræðinga. Nýjar áherslur í um- hverfismálum Alþýðuflokkurinn hefur haft forystu um mörkun heildstæðr- ar stefnu í umhverfismálum til langs tíma. Með sama hætti og höfundarréttur íslenska heil- brigöiskerfisins er Alþýðu- flokksins hefur Alþýöuflokkur- inn hannað þá stefnu, sem mörkuö hefur verið í umhverf- ismálum. Margir voru beinlínis andvígir stofnun þessa ráöu- neytis, töldu óþarfa aö stofna heilt ráðuneyti um umhverfis- mál. Menn eru þó óðum að vakna til vitundar um það, hversu gífurlegt hagsmunamál það er fyrir íslendinga ab festa ímynd landsins sem hreinasta lands Evrópu, hreinasta lands jarðar. Umhverfismálin skipa höfuðhlutverk í því, hvort sem litið er til matvælaframleiðslu bænda, sem er að gæbum sú besta sem þekkist, eða ferða- þjónustunnar, sem skapar orðið einna stærstan sess í gjaldeyris- öflun landsmanna. Carðyrkjubændur fái meiri afslátt á raforku Undir forystu Alþýðuflokks- ins hafa niðurgreiðslur till hús- hitunar verið allt að því tvö- faldaðar á kjörtímabilinu. Einnig beitti flokkurinn sér fyr- ir því að ríkissjóður yfirtæki skuldir smárra hitaveitna og greiddi þannig fyrir sameiningu þeirra vib aðrar öflugri. Þá hafði flokkurinn forystu um að auka hlut innlendrar orku í stað inn- fluttrar, m.a. meb því að beita sér fyrir því að orkusölufyrir- tækin veiti skilyrtan afslátt af verði rafmagns sem notað er í atvinnuskyni. Þó er þar mikið verk óunnið, t.d. þegar litið er til hagsmuna garðyrkjubænda, sem verða atvinnu sinnar vegna að fá meiri afslátt á raf- magni til að geta mætt aukinni samkeppni við innflutta fram- leiðslu. Forysta um EES Alþýbuflokkurinn hafði for- ystu um að tryggja gildistöku EES-samningsins hér á landi. Menn eru nú óðum ab átta sig á gríðarlegum kostum samnings- ins fyrir flest svið þjóðlífsins og taka forystumenn atvinnulífs- ins heilshugar undir það. í sjáv- arútvegi og iðnaði vilja menn ekki hugsa þá hugsun til enda að ísland hefði ekki gerst aðili að EES, og stjórnarandstaöan á þá ósk heitasta aö ræður þeirra á Alþingi hefðu aldrei verið prentabar í Þingtíðindum. Einnig eru í undirbúningi samningar um fríverslun við Bandaríkin og Kanada og átak hefur verið gert til að auka við- skiptasambönd við Asíulöndin, m.a. með stofnun sendiráðs í Kína. Alþýbubandalagið misnotabi Neyt- endasamtökin Stuðningur við neytendur hefur verið aukinn, m.a. með meiri fjárframlögum til Neyt- endasamtakanna auk þess sem EES-samningurinn veitir neyt- endum aukna vernd. Það er at- hyglisvert að á aðalfundýNeyt- endasamtakanna 1992 á- lyktaði fundurinn, að undir- lagi Alþýbubandalagsins, um að samtökin krefðust þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES. Al- þýðubandalagið misnotaði Neytendasamtökin, því hlut- verk samtakanna var ekki að á- lykta um slíkt, heldur einungis að leggja mat sitt á EES-samn- inginn út frá hagsmunum neytenda. Hér hefur aðeins verið minnst á hluta þeirra mála, sem Alþýðuflokkurinn hefur beitt sér fyrir og komið í fram- kvæmd síöan 1987. Nefna mætti fleiri mikilvæga mála- flokka, sem eru mikils virði fyrir almenning. Til dæmis lög um aðskilnað dóms- og um- boðsvalds árið 1989, lög um fangelsismál til að bæta réttar- stöðu fanga og stjórnsýslu fangelsa. Öll þessi atriði og fleiri sýna að Alþýðuflokkur- inn hefur ekki setið aðgerða- laus í ríkisstjórn frá 1987. Flokkurinn hefur í ríkisstjórn tryggt framgang fjölda brýn- ustu hagsmunamála íslands og skorast ekki undan ab halda á- fram á sömu braut í framtíð- inni. Lýbskrum Ólafs Ragnars Það blæs gjarnan um frum- kvöðla, hvort sem það eru ein- staklingar eða samtök. Alþýðu- flokkurinn er gerandi í ís- lenskri pólitík, hann lætur verkin tala, ekki orðin tóm eins og yfirboð stjórnarand- stöðunnar nú bera glöggt vitni í kosningabaráttunni. Þar fer að venju Ólafur Ragnar, sem hefur m.a. boðað að komist hann í ríkisstjórn muni hann hækka lægstu launin í landinu á einu bretti um 15 þúsund krónur. Er hann búinn að gleyma forystu Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjórn Neskaup- staðar í tæpa hálfa öld? Einmitt á þeim stað á landinu gekk verkalýðsfélögunum erf- iðast að ná samningum vib stærsta vinnuveitandann á staðnum, Alþýðubandalagið. Höfundur situr í flokksstjórn Alþýbu- flokksins — jafnabarmannaflokks ís- lands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.