Tíminn - 29.03.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.03.1995, Blaðsíða 4
4 Mibvikudagur 29. mars 1995 9mftm STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 . Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 6B1600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Menntun og skólastarf Nú sér væntanlega fyrir endann á langvinnu kennaraverkfalli eftir ab samningsaðilar sam- þykktu miðlunartillögu sáttasemjara. Verkfall kennara var fariö að reyna á alla, enda var það langt og erfitt. Ekki bitnaði það síst á hinum fjölmörgu nemendum skólanna, sem urðu að þreyja þorrann og góuna í orðsins fyllstu merkingu meðan deilan stóð yfir. Það verkefni bíður nú að ljúka skólaárinu. Það er erfitt og krefst þess að allir leggist á eitt. Mestu máli skiptir að um þessa vinnu takist gott samkomulag og friður ríki í skólastarfinu. Margir hafa orðið fyrir fjárhagslegu tapi í þessum vinnudeilum, ekki síst nemendur sem stunda nám fjarri sinni heimabyggð. Dæmi eru um það að nemendur framhaldsskóla leigi dýrt húsnæði yfir námstímann. Lenging námstímans veldur því miklum kostnaðar- auka. Það væri full ástæða til þess að fylgjast vel með hverjar afleiðingar þessi langa stöðv- un hefur, því vera má að einmitt þessir nem- endur þurfi sérstaka aðstoð til þess að ljúka sínu námi. Hæfir kennarar eru lykillinn að góðum skól- um. Því er nauðsyn á að sú breyting, sem verð- ur nú á kjörum kennara, laði hæft fólk að skól- unum. Með þessu er ekki verið að halda fram að kennarastéttin sé óhæf, langt í frá. Hins vegar býður langvarandi óánægja með kjörin heim atgervisflótta úr kennarastétt, ef að ein- hverju er að hverfa annars staðar. Svo hefur ekki verið að undanförnu. Menntun er lykilatriði í nútíma samfélagi. Þær þjóðir, sem hafa besta skóla, ná lengst í heimi samkeppninnar. Þessar staðreyndir virðast vera að skýrast fyrir stjórnmálamönn- um, því allir stjórnmálaflokkar hafa mennt- unarmál á stefnuskrá sinni fyrir komandi kosningar. Þau verkefni, sem fyrir liggja, eru einkum í því fólgin að bæta skólana, auka rannsóknir og tengja námsbrautir atvinnulífinu í land- inu. Þrátt fyrir þetta má ekki missa sjónar af því að menntunin sjálf stendur ætíð fyrir sínu og er hluti af mannlegri reisn og sjálfsöryggi. Þess vegna er hún eftirsóknarverð og þarf áð falla öllum í skaut, án tillits til efnahags eða búsetu. Því miður hefur miðað aftur á bak en ekki áfram í þessum sökum síðustu árin. Þeirri þró- un þarf að snúa við. Það er skylda þeirra, sem taka við stjórn landsmála eftir kosningar. Agnes og kaffibletturinn Þab hýinabi heldur betur yfir Garra þegar hann barbi laugar- dagsblab Moggans augum. Þar gaf ab líta hvorki meira né minna en þriggja síbna grein um Samband íslenskra samvinnufélaga eftir sérfræbing blabsins og þjóbarinn- ar allrar í samvinnumálum, Agnesi Bragadóttur menningar- ritstjóra. Ekki nóg meb þab, held- ur fylgdi hátíblegt loforb um ann- ab eins í þremur næstu tölublöð- um. Hér ábur fyrr skemmti Garri sér oft konunglega vib ab lesa umfjöllun sérfræðingsins um SÍS. Þab má eiginlega segja að Mogg- inn hafi ekki verið nema svipur hjá sjón undanfarin ár, þar sem það hefur hreinlega ekki sést staf- krókur frá Agnesi um samvinnu- málin. Hún skrifaði líka svo einstak- lega skemmtilegan stíl, hún Agnes. Og knappan. Hann var einhvern veginn svo blíbur, gagn- orbur og mjúkur ab Garri fékk hreinlega gæsahúb í hvert skipti sem hann las eitthvab eftir hana. Var þá alveg sama hversu oft hann las greinarnar hennar, alltaf hríslabist torræður hrollurinn niður hryggsúluna. Garri hafbi umtalsverðar áhyggjur af þessu á tímabili fyrir nokkrum árum og spurbi sálfræbinginn sinn hvern- ig stæbi eiginlega á þessu, hvort verib gæti að hann væri kominn meb þennan SÍS-sérfræðing inn í dulvitundina eða eitthvað enn verra. Út úr skápnum, Agnes Sálfræðingurinn taldi aðrar ástæbur liggja þarna að baki; vildi ekki fara nánar út í það, en minntist þó eitthvað á ab þessi stíll Agnesar minnti á stíl laumu- framsóknarmanna. En það em framsóknarmenn sem bæla niður sínar dýpstu pólitísku tilfinning- ar, semsé viburkenndu ekki fyrir sjálfum sér eba öðrum að þeir væru framsóknarmenn og ættu því eftir ab koma út úr skápnum. GARRI Garri skildi nú aldrei hvað hann átti við meb því. Annars var Garri búinn ab steingleyma þessu öllu saman, þegar hann fór að fletta laugar- dagsmogganum. Við fyrstu sýn virtist þetta ósköp venjulegur Moggi: stríb í útlöndum á forsíð- unni, Grettir, Ljóska og Smáfólkib og síðan Davíb formabur á bak- síðunni. En þá birtist skyndilega SÍS-gamla eftir Agnesi Bragadótt- ur! Garri klórabi sér í úfnum koll- inum og nuddaði laugardagsstír- urnar svolítib betur úr rauðleitum augunum. Því næst teygbi hann sig í hálfétna braubsneib meb KEA-kindakæfu og velti um leib fullum kaffibolla yfir hvítan, heklaban borðdúkinn, sem frúin var nýbúin ab þvo og strekkja fyr- ir afmæliskaffi sem hún ætlabi ab halda háaldrabri móbur sinni síb- ar um daginn. Þá vaknabi þessi gamla tilfinning til lífsins. Gæsa- húbin spratt fram á herbablöbun- um og torræbur hrollurinn hrísl- abist nibur hryggsúluna. Leynifundir og iaumuspil Þab hýrnabi sannarlega yfir Garra við ab átta sig á þessum ánægjulegu tíbindum. Loksins var eitthvað af viti í þessum Mogga og fyrirheit um ab þab yrbi aftur þrisvar sinnum í vibbót! Nú, eftir þrjár þriggjasíbna breið- síbur, er torræbur hrollurinn í al- gleymingi. í dag veit Garri og skil- ur og nýtur þess ab lesa sér til um öngstræti leyndardómsfullra at- burba og leynifunda, samsæri og sundurlyndi, sem sagt alla þá dul- arfullu atburði sem gerðust á Kirkjusandinum, en enginn vissi um, ekki einu sinni þeir sem þátt tóku í þeim. En þrátt fyrir hamingjuna með ab Mogginn hafi nú vakib upp SÍS-riddara sinn, getur Garri ekki annab en tekib undir með Jó- hannesi úr Kötlum þegar hann segir í Sóleyjarkvæðum: „Gömul útslitin gáta þó / úr gleðinni dró." Er ekki einhver góbhjörtub kona, sem getur gefib Garra ráb til ab ná allstórum kaffibletti úr hvítum dúk, heklubum af langalang- ömmu og hefur gengib í erfðir kynslóð fram af kynslób? Garri Hver er höfundur sápuóperunnar? Fyrir tuttugu árum lögbu Banda- ríkjamenn nibur rófuna í Víet- nam og gáfust upp fyrir herjum kommúnista og fylkingum libs- manna þeirra í heimalandinu. Nixon lauk stríbinu, sem Kenne- dy og Johnson hófu og mögnubu upp, og hlaut litlar þakkir fyrir og einna síst frá þeim, sem harbast gengu fram í því ab styðja mál- stað Ho Chi Minh í háskólum og fribarrallíum. Á þessum ámm var mikib spil- ab á gítara, sungið um frið og ást, hárib látib vaxa og marijúana og hass taldist til daglegra naub- þurfta. Tíbarandinn á Islandi var cngin undantekning. Mussufólk og rokkarar elskubu frið og hass og neyttu sýru og alls kyns efna, sem efldu með þeim ástarþrá og ofskynjanir. Miklar kröfur voru uppi vestan hafs og austan að lögleiba háss eins og alkóhól og var enda talið ab kannabisefni væru miklu holl- ari og æskilegri fíkniefni en áfengib. Þessi áróbur var rekinn í öllum lögum samfélagsins og þótti varla tiltökumál þótt unga fólkib reykti hass fremur en Camel og Chest- erfield. Breyttir tímar Hass og áfengi voru aðalsmygl- varningurinn og lengi vel voru viburlög eitthvað svipuð fyrir þau afbrot. Þeir, sem uppvísir vom, töldust varla til sakamanna í hug- um almennings. Þab breyttist síb- ar, þegar í ljós kom ab hassib er hættulegra en flestir hugbu og fíkniefnalögreglu og -dómstóli var komið á fót. Þetta er rifjað upp vegna upp- ljóstrana sem jabra vib ofsóknir á hendur manni, sem yfirheyrbur var í tengslum vib innflutning og sölu á fíkniefnum á tímum blómabarna og sýruhausa skemmtanaiðnabar. Óþekktur ab- ili stelur áratugagömlum lög- regluskýrslum, sem eru yfirheyrsl- ur vegna fíkniefnamisferlis á tím- um blómabarna. Skýrslurnar eru fjölfaldaðar og þeim dreift til út- valinna abila. Fjölmibill telur sér skylt ab birta gömlu gögnin. Á víbavangi Eftirleikurinn er farsi, sem ekki þætti nothæfur í sápuóperu af lé- legustu gerb. Útkoma Morgun- póstsins var stöbvuð til ab fela þab, sem stób í stolnu skýrslun- um, og þar meb komst efni þeirra á vitorb allra landsmanna. Svo kom blaðib út og síðan hefur ekki linnt látum og ásökunum um hver tafði útkomuna og af hvaba hvötum. Fréttastjóri sjónvarpsstöbvar ber af sér sakir og er málib orbib hjónabandsdrama, því eiginmab- ur fréttastjórans er eigandi blabs- ins, sem stöbvað var, og sá sem verib er ab velta upp úr áratuga- gömlum málum er einn af eig- endum sjónvarpsstöbvarinnar sem eiginkona útgefandans vinn- ur hjá. Ef þetta er ekki sjónvarps- sápa, þá hvab? Upplýsingaskylda Ab stöbva blað til ab koma í veg fyrir upplýsingaflæbi er öruggt til ab vekja mikla athygli á annars ómerkilegu máli. Þab sannaðist hér, því um málib hefur verib fjallað í öllum fjölmiðlum, sem líka fengu eintök af stolnu skýrsl- unum á sínum tíma og létu í ruslakörfurnar. Hvort Jón Ólafsson stundaði vibskipti meb fíkniefni á blóma- tímum kannabisefnanna má liggja á milli hluta. Sjálfur segist hann aldrei hafa verib dæmdur og þab er ekki rengt. En að fara að gera vebur út af því núna er vafa- söm upplýsingaskylda við al- menning. Vestur í USA eru blómabörnin komin til áhrifa og valda. Þar viö- urkenna menn og konur í æðstu embættum aö hafa reykt marijú- ana á sínum sokkabandsárum, eins og allir hini.r krakkamir. Ætli svipað væri upp á teningnum hér, ef út í þab væri farið? Ab fara ab upplýsa fyrir al- menningi eldgömul hassmál þjónar engum eölilegum tilgangi. Að reyna að stöðva útkomu blaös sem upplýsir, er fáránlegt fát. Og aö gera þab síðan aö vandamáli hjóna og krossyfirheyra þau í fjöl- miblum er fyrir neðan allt vel- sæmi. Sá eini sem sleppur, er þjófur- inn sem stal gögnum frá lögreglu, fjölfaldaði þau og sendi í allar átt- ir til ab þjóna skrýtnum hvötum sínum. Enginn spyr um hann og alla tilurö sjónvarpssápunnar. Hvab erub þib aö hugsa, rannsóknar- blaöaménn? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.