Tíminn - 29.03.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.03.1995, Blaðsíða 19
Mi&vikudagur 29. mars 1995 fiwiiii 19 Haraldur Guönason: Af prófk j örsraunum Fyrrum voru menn valdir á framboðslista „aö bestu manna yfirsýn". Að athuguðu máli urðu menn sáttir að kalla. Prófkjör gera kosningar oft leiðinlegar og auka lítt við lýðræði. Þó kunna prófkjör að hafa ýmsar skondnar hliðar, sem síðar verður vikið að. í prófkjörum verða „sitjandi þingmenn nánast áskrifendur að þingsætum" (Dagblaðið-Vísir nóv. '94). í Reykjavík eru 7 þing- menn á D-lista kosnir fyrirfram. í Reykjavík sigraði Finnur þingmaður, líklega ráðherraefni. Ólafur náði öðru sæti, jökulkald- ur, frá Ástu R. Skæðar tungur sögðu að Ólafur hefði gjarna viljað gerast lendur maður Bubba kóngs, en veriö hafnað. í liði Ólafs formanns urðu nokkrar erjur um sinn. Sóttu ungar konur fast að sæti Guð- rúnar skáldkonu, sem hún kvabst eiga. Einn góðan veður- dag eftir hádegi heldur Guðrún blaðamannafund. Hafði þá kom- ist að raun um að hún „ætti" 2. sæti ekki og kvaðst glöb fara í það fjórða, til ab vinna það. Hún hefði bara ekki sagt alveg satt þá um morguninn að hún ætti 2. sætib. Tóku menn þá gleöi sína og ekki minnst á prófkjör meir. Nú vildi svo vel til, að þrjár mætar konur voru enn óráðnar í pólitískt skiprúm: Ásta R., Ásta Þ. og Kristín Á. Gubmundsdóttir. En ekki lengi, sem betur fór. Ásta R. réði sig hjá Ágústi útgerðar- manni með meiru, Ásta Þ. hjá Jóni Baldvini, á lekahrip með einkennisstafi ESB, og Kristín Á. VETTVANCUR „Nú hefur Heiðar snyrtir áminnt alla framhjóðendur: Farið í litgreiningu og klæmist ekki (konur klœðist ekki gegnsœj- um blússum). Önnur áminning (ekki Heið- ars): Réttir litir í fjöl- miðlum skapa trú- verðugleik." hjá Ólafi formanni á „Asíunni". Víkjum þá á Suðurnesbæinn hans Ellerts og umhverfi. Hryggjumst yfir óvæntu falli for- seta þeirra sjálfstæðismanna. En svona er heimurinn, laun hans vanþakkiæti. Hitt gladdi aftur á móti, ab prófkjör Framsóknar minnti mest á fegurðarsam- keppni, þar sem þrjár glæsikonur sóttu fast í efstu sæti og milli þeirra Hjálmar skólameistari. Eða eins og einhver hafði á orði: Fjórir stefna á toppinn. En Siv var bjartsýn frá byrjun og var líka sú eina sem þeysti um Skag- ann á mótorhjóli — og sigraöi. „Hjálmar í blómskrýddri brekk- unni stób" og bíður næstu kosn- inga. Tveir svokallaðir eðalkratar börbust um fyrsta sæti, Rannveig rábherra og Guðmundur Árni fyrrum rábherra. Þótti Guö- mundur hafa góða stöbu með allt gaflaraliðið í Hafnarfirði. En Kópavogsbúar mættu líka gal- vaskir til leiks ásamt málaliðum. Þótti Guðmundi Árna þá komib í óvænt efni og greip Internetib sér til halds og trausts, en dugbi ekki sem til var ætlast. Víkjum til Norðurlands vestra. Þar þótti Stefáni og Villa meir en tímabært að þeir fengju ab vera í fyrsta sæti. En svo fóru leikar ab Vilhjálmur fór halloka fyrir séra Hjálmari og varö ókvæða við, sem von var. Séra Hjálmar hefur ekki viljað hafa þingið sálusorg- aralaust, því ærið hæpin væri endurkoma séra Gunnlaugs krataprests úr Heydölum. Þar ab auki er séra Hjálmar með skárri þingskáldum, enda afkomandi þjóðskáldsins frá Bólu. Stefán sagði listann sterkari meb sig í fyrsta sæti en Pál bónda á Höllustöbum, en kvaðst þó ekki færa þingsætið í heimil- isbókhaldib sitt. Þótti þab sýna hyggindi frambjóbandans. Stóð nú styrr nokkur milli þeirra flokksbræðra. Baráttan mundi þó háb í anda íþróttanna og þótti þab vel mælt og drengi- lega. Moggi sagði þó, að barátta þeirra fóstbræðra væri hatrömm. Stefánungar færbu Páli það til ámælis ab hann svæfi of sjaldan heima, sem má um margan segja. í DV var haft eftir Páli að Stefán væri oröinn þreyttur og yfirspenntur og þótti öngvum mikið. En staðan er óbreytt og Þá er mál að linni skoðanakannana- farganinu fyrir kosn- ingar, sem œtti að banna viku fyrir kosningadag. Allt of þéttar kannanir gera kosningabaráttuna leiðinlega. kannski kemur tími Stefáns seinna, eins og sumra. Á Suðurlandi eru oft hræringar bæði í jörbu og pólitíkinni. Nú víkur Jón bóndi í Seglbúðum fyr- ir syeitarstjóranum á Hvolsvelli, því nú er hans tími kominn. Þor- steinn og Johnsen vildu Eggert burt af þingi og eitthvað af stutt- buxnaliöinu; hann færi stund- um eigin leiðir en ekki Flokksins, sem ekki má, og ekki á réttum aldri. Aðrir brugðust til varnar þingmanni sínum. Fyrir prófkjörið skrifaði kunn- ur bóndi í Rangárþingi: „Setjum Eggert Haukdal í öruggt sæti." Kennari skrifar: „Tryggið Eggert Haukdal í 2. sæti" (tilvitnun Morgunblaðið). Svo fór að Egg- ert féll niður í 4. sæti. Eggert og hans menn báru fram Subur- landslistann. Sjálfstæðismenn sögðu öngvan titring, þó Eggert kæmi með lista. Þeir héldu þó fund í félagi sínu þar sem þeir beindu vinsamlegum tilmælum til Eggerts, að hann færi ekki í „sérframboð". En svo illa vildi til, ab vegna fámennis fékkst ekki niðurstaba í atkvæða- greiðslu. Þegar Eggert og Co. komu svo með sinn lista, s.ögðu sumir að þetta væri klofnings- listi. En eins og stundum áður varð ágreiningur um hver hefði klofið. Eggert sagði: „Ég var klof- inn frá flokknum, ekki öfugt." Nú hefur Heiðar snyrtir áminnt alla frambjóðendur: Far- ið í litgreiningu og klæmist ekki (konur klæðist ekki gegnsæjum blússum). Önnur áminning (ekki Heiöars): Réttir litir í fjöl- miðlum skapa trúverðugleik. Áður en prófkjörsdraugurinn verður vakinn upp næst, mundi tími til kominn ab setja reglur handa öllum frambjóðendum í prófkjöri, þar sem alþingiskjós- endur einir ættu atkvæðisrétt og engin láns- og leiguatkvæði. Þá ættu menn ekki að geta pantað sér sæti á listum og beöið kjós- endur um atkvæði í „sitt sæti" á pöntunarlistanum. Þá er mál að linni skoðana- kannana- farganinu fyrir kosn- ingar, sem ætti að banna viku fyrir kosningadag. Allt of þéttar kannanir gera kosningabarátt- una leiðinlega. í öllum skoðana- könnunum er öldruðum sýnd sérstök lítilsvirðing, útilokaðir þeir sem náð hafa 75 ára aldri (líka til lægra aldursmark). En at- kvæði þeirra eru þó enn tekin gild. Höfundur er fyrrum bókavöröur. Siguröur Lárusson: Nú er kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar brátt á enda. Þess- vegna væri gaman að rifja upp það helsta sem hún hefur afrek- að á kjörtímabilinu. Fyrst væri þó rétt að rifja upp örfá atriöi úr stefnuskrá hennar. Hún lofaði að minnka stór- lega erlendar skuldir landsins. En hvernig hefur hún staðið við þau loforð? Erlendar skuld- ir hafa aukist um tugi milljarða á kjörtímabilinu. Það eru ekki fallegar efndir á góðu fyrirheiti. Hún lofaði að spara mjög mikið í reksturskostnaði ríkis- ins. En hver er heildarsparnað- urinn og á hverju hefur hann helst bitnað? Heildarsparnað- urinn er lítill eða enginn. Ríkis- stjórnin hefur í flestum eða öll- um tilfellum sparað þar sem síst skyldi. Hún hefur fyrst og fremst sparað í heilbrigðiskerfinu og sá sparnaður hefur komið nið- ur á sjúklingum, fötluðum, ör- yrkjum og ellilífeyrisþegum. Hún hefur ár eftir ár aukið hlut- deild sjúklinga í lyfjakostnaði og allskonar þjónustugjöldum. Hætt að greiða niður ýmis nauðsynleg lyf til notenda þeirra. Hún hefur í síauknum mæli lokað deildum á stóru sjúkra- húsunum og nú til dæmis í vet- ur ákveðið að ganga enn haröar fram í þessari þokkalegu iðju sinni. Þar á ég að sjálfsögðu vib þá fáheyrðu ákvörðun hennar ab flytja 24 langlegusjúklinga, sem dvalið hafa á Heilsuvernd- fj ögur ár til baka VETTVANGUR „Stefna ríkisstjómarinn- ar hefur verið sú að hlynna sem mest að stóreignamönnum og há- tekjufólki, en níðast hinsvegar á sjúkum, fótl- uðum, gamalmennum og fátæklingum." arstöðinni, upp á Grensásdeild- ina. Þar hafa um 20 ára skeiö verið 60 sjúkrarúm fyrir endur- hæfingarsjúklinga, eins og kunnugt er. Þar hefur verið unnið frábært endurhæfingar- starf og fjöldi manna fengið þar mjög mikla og jafnvel fulla heilsubót. Miklu fleiri hefðu þurft að fá þar endurhæfingu, enda hafa biðlistar oft verið langir. Nær hefði verið að stækka deildina um 24 rúm, vegna þess að hún annar ekki eftirspurn. Við hana starfa frá- bærir læknar, sjúkraþjálfarar og mjög gott starfsfólk. Þarna er sannarlega ráðist á garðinn þar sem hann er lægst- ur. Það virðist að núverandi heilbrigðisráðherra færist sífellt meira og meira í aukana eftir því sem hann kemst upp meb ab níðast meira og meira á þeim sem síst skyldi, enda fær hann því jreira hrós frá núver- andi fjármálaráöherra eftir því sem hann níðist meira á þeim sem höllustum fæti standa. Síðasta uppgötvun heilbrigð- isrábherra er að síðan 1990 hafi verið greidd af Tryggingastofn- uninni heimilisuppbót til margra öryrkja og ellilífeyris- þega, samkvæmt reglugerð frá þeim tíma, en ekki séu lög fyrir. Má ég spyrja hann að því, hvort allar þær fjölmörgu reglugerðir, sem hann hefur sett á valdatíma sínum, séu þá ekki líka marklausir pappírar? Nú mun kannski einhver spyrja hvar átti ab taka peninga til ab halda heilbrigbiskerfinu í svipubu eba jafnvel betra horfi en áður var. Því skal ég svara. Eitt af loforðum þessarar ríkis- stjórnar, þegar hún tók við völdum, var að leggja á fjár- magnstekjuskatt, en það loforð hefur hún algerlega svikið. Einnig að leggja á hátekjuskatt. Það gerði hún aðeins til mála- mynda, aðeins 5% skattur var lagður á og ekki stighækkandi. Nú er búið að afnema þann skatt, þó alltaf sé hægt að bæta sköttum og þjónustugjöldum á þá, sem minnstar hafa tekjurn- ar. Ef ríkisstjórnin hefði staðið við þessi loforð sín og lagt á al- vöru hátekjuskatt, þá hefði ver- ið hægt að nota þá peninga til ab létta á útgjöldum í heil- brigðiskerfinu og reka heil- brigbisþjónustuna með sæmi- legri reisn. En þessi ríkisstjórn hefur haft þveröfuga stefnu. Stefna hennar hefur verib sú að hlynna sem mest ab stóreigna- mönnum og hátekjufólki, en níðast hinsvegar á sjúkum, fötl- uðum, gamalmennum og fá- tæklingum. Gera þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari. Þá má líka minna á að at- vinnuleysið hefur meira en þre- faldast í landinu á kjörtímabil- inu og er það einn ljótasti blett- urinn á annars ljótum ferli þessarar ríkisstjórnar. En það er einmitt eitt af stefnumiðum frjálshyggju- manna að hafa hæfilegt at- vinnuleysi til þess að geta hald- iö niðri lífskjörum fólksins í landinu. Að lokum langar mig að minnast aðeins á hvernig ríkis- stjórnin hefur farið með bænd- ur á þessu kjörtímabili, einkum sauðfjárbændur.. Samkvæmt nýlegum upplýsingum eru meðaltekjur sauðfjárbænda á bilinu frá 700 til 900 þúsund krónur eða langt fyrir neðan þau mörk sem hægt er að lifa af. En þó þeir vildu hætta bú- skap, þá er ekki að neinu öðru að hverfa vegna hins mikla at- vinnuleysis, eins og ég veik að áður. Þá eru líka allar eignir bændanna óseljanlegar, bæði jörð, hús og jafnvel vélar. Ég held að flestir, nema kannski ráðherrarnir, séu farnir að átta sig á hvað efnahags- ástandib er orbið ískyggilegt og eitthvab róttækt verður að gera til þess að bæta úr þessu ástandi. Ég skal ekki fjölyrða meira um þessi mál að sinni. Að lokum vil ég skora á alla kjósendur í komandi alþingis- kosningum að kjósa ekki nú- verandi stjórnarflokka, til þess að reyna að koma í veg fyrir það mikla misrétti, sem við- gengist hefur á þessu kjörtíma- bili. Síðast en ekki síst vil ég gagn- rýna alla þá fjársóun, sem hefur átt sér stað á kjörtímabilinu í sambandi við hinar gífurlega miklu utanlandsferðir ráðherra og annarra opinberra starfs- manna ríkisins á þessu kjör- tímabili. Fróðlegt væri að fá að vita hvaö það hefur kostað rík- issjóð mörg hundruð milljónir eða jafnvel milljarba. Þar hefði veriö hægt að spara stórar fjár- upphæbir. Höfundur er fyrrum bóndi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.