Tíminn - 31.03.1995, Qupperneq 9
Föstudagur 31. mars 1995
fintltm
9
Breytinga aö vœnta á menntun kennara á öllum skólastigum?
Lagt til ab sameina nám-
iö í einn kennaraháskóla
Nefnd um mótun kennara-
náms leggur til ab skólar sem
sinna kennaramenntun á Is-
landi veröi sameina&ir. For-
mabur Félags íslenskra leik-
skólakennara segir þessa
breytingu löngu tímabæra og
í takt vib þá þróun sem átt
hefur sér stað.
Nefndin var skipuð af
menntamálaráðherra en henni
var falið það verkefni að móta
rammalöggjöf um menntun
kennara á öllum skólastigum.
Nefndin hefur unnið að þessu
markmiði undanfarin misseri
og hefur skilað skýrslu til ráð-
herra. Þar eru helstu niðurstöð-
ur, að lagt er til að Þroskaþjálfa-
skólinn, Fósturskólinn og
íþróttaháskólinn á Laugarvatni,
verði sameinabir Kennarahá-
skólanum. Markmiðiö er ab
kennaranám hér á landi verði
heilstætt.
„Þetta er tvímælalaust skref í
rétta átt," segir Guðrún Alda
Haröardóttir, formaður Félags
íslenskra leikskólakennara.
„Efling menntunar leikskóla-
kennara er búin að vera bar-
áttumál okkar félags í mjög
mörg ár. Það er okkar skoðun
ab þab verði best gert meb því
að námið verði á háskólastigi
líkt og í nágrannalöndum okk-
ar.
Við höfum lagt áherslu á gott
samstarf á milli leikskóla og
grunnskóla. Þetta er mjög mik-
ilvægur þáttur í því að það veröi
samfella í námi barnanna frá
leikskóla og upp í grunnskól-
ana. Sameining skólanna er
hjartans mál leikskólakennara."
-Hversu víbtœkur stuðningur er
við þessa hugmynd að sameina
kennaraskólana?
„Ég met það svo að það sé
pólitískur vilji til þess að gera
þetta. í raun hafa málin þróast í
þessa átt. Þróunin er komin
talsvert fram úr lögunum. Fóst-
urskólinn er bæði á framhalds-
skólastigi og háskólastigi. Það
þarf ab fylgja þróuninni eftir og
breyta lögunum til samræmis
við hana. í öðru lagi er vilji til
þess að reka kennaramenntun-
ina á hagkvæmari hátt. Námið
yrði öflugara og hagkvæmara ef
þessum skólum yrði slegið sam-
an undir eina yfirstjórn.
Þar sem búið er að vinna að
þessu máli í tíð tveggja ríkis-
stjórna og virðist vera þverpól-
itískur vilji fyrir því, vænti ég
þess að sjá þetta í málefna-
samningi næstu ríkisstjórnar.
-/Fósturskólanum kornast fœrri
að en vilja, en samt eru launin
lág. Hvemig kemur þetta heim og
saman?
„Það er rétt að launin eru allt
of lág. Þó eru mun fleiri sem
sækja í að mennta sig sem leik-
skólakennara en komast að.
Þetta er mjög sorglegt vegna
þess að þab vantar svo marga
leikskólakennara á ieikskóla
landsins. Þá tel ég ekki með þá
uppbyggingu sem stefnt er að
en er ekki komin til fram-
kvæmda. Nú, þegar í dag, vant-
ar rúmlega 1000 stöðugildi leik-
skólakennara. En þrátt fyrir að
launin séu lág er til hugsjóna-
fólk. Þetta er mjög skapandi og
Cuðrún Alda Harðardóttir.
Tímamynd CS
skemmtilegt starf og mjög gef-
andi."
•Hvemig er þörfinni fyrir leik-
skólakennara mcett fyrst það
vantar jafn marga og raun ber
vitni?
„Það eru talsvert margir sem
gegna þessum störfum án þess
að hafa réttindi. Sveitarfélögin,
ríkisvaldib og stéttarfélögin
þurfa ab taka höndum saman.
Ófaglært fólk sem hefur unniö
árum saman í leikskóla, sýnt
mikinn áhuga og lagt sig allt
fram, á skilið stuðning viö að
afla sér leikskólakennararétt-
inda t.d. með fjarnámi.
-Er ekki óþarfi að fólk þurfi há-
skólamenntun til að fást við ung
böm?
„Þetta er metnaðarmál fyrir
börnin í landinu. Þab er ekki
síður mikilvægt að vel sé staðiö
að menntun á yngstu skólastig-
unum en á efri stigum skólans.
Þarna eru einstaklingar sem eru
að byggja sig upp sem sjálfstæð-
ar og skapandi persónur. Leik-
skólakennarar leggja mikla
áherslu á leikinn og bera virö-
ingu fyrir honum. Það má nýta
leikinn í kennslu á efri skólastig
í ríkari mæli en gert er."
-Er sá þroski sem bömin taka út
á þessum aldri vanmetinn?
„Mikilvægi þessa aldurs er
vanmetið. Fólk áttar sig
kannski ekki á því hvernig ein-
staklingurinn mótast varanlega
á leikskólaldrinum. Við eigum
að ala upp skapandi einstak-
linga sem þora að breyta til og
prófa eitthvað nýtt," sagöi Guö-
rún Alda að lokum. ■
Fíkn er afýmsum toga — / áfengi, tóbak, kynlíf, vinnu og hvaöeina,
en til efjákvœö fíkn í endorfín. Ingólfur S. Sveinsson geölœknir fjallar
um þessa fíkn á ráöstefnu geölœkna á morgun:
J ákvætt náttúru-
legt fíkniefni
Þab er slæm fikn ab drekka
meira en lítra af kaffi á dag,
ab reykja tvo pakka af sígar-
ettum, og drekka áfengi dag-
lega. Einnig að stunda kynlíf í
óhófi. En til er gób fíkn, og
þab eru íþróttir. Um jákvæða
fíkn fjallar Ingólfur S. Sveins-
son geblæknir á ráðstefnu Sál-
fræöingafélags íslands í Borg-
artúni 6 á laugardaginn. Tím-
inn spurbi Ingólf út í þessa
fíkn í gær.
Ingólfur mun fjalla um
hvernig efnið endorfín virkar á
mannslíkamann, einskonar já-
kvætt fíkniefni. Endorfín, sem
þýbir hið innra morfín, leysist
úr læðingi í líkamanum við
puð, til dæmis við íþrótta-
áreynslu. Endorfín er raunar af
flokki ópíumefna sem myndast
í mibtaugakerfinu. Efnið veitir
vellíðan sem allir fíklar sækjast
eftir. Þeir sem kynnast tilfinn-
ingunni verða háðir henni, en á
mjög jákvæðan hátt.
Tíminn ræddi við Ingólf S.
Sveinsson í gær um erindi hans.
„Ég mun fjalla um mann sem
var atvinnulaus. Hann reykti
nærri tvo pakka á dag, drakk
einhverja lítra af kaffi og hvort
tveggja eru fíklalyf. Hvort
tveggja er líka notað þegar fólk
hefur ekkert að gera. Hvort
tveggja gerir fólk þegar þab er
afskaplega þreytt, og hvort
tveggja bókstaflega tryggir fólki
afar slæman svefn. Ég vil meina
að kaffib sé mesta fíknilyfiö í
landinu, það er notað í svo
grimmdarlega miklum mæli, og
allt yfir einum lítra er svaka-
legt," sagði Ingólfur.
„Maðurinn var rúinn sjálfs-
trausti og sást nánast ekki úti
vib, honum fannst hann ekki
eiga rétt á að vera á almanna-
færi, eins og títt er um atvinnu-
lausa. Eg gróf það upp að hann
hafði verið fljótastur allra að
hlaupa í skóla.
Ég fékk þennan mann til að
fara ab hlaupa í desember í
gömlu strigaskónum sínum úti í
klakanum. Maburinn var ekki
kominn á atvinnuleysisbætur,
svo ég byrjaöi á að hjálpa hon-
um með þær. Þarna var i raun
maður sem var kominn inn í
skel og stefndi í að verða krón-
ískur öryrki. Þegar bæturnar
komu leyfði hann sér að fá sér
almennilega hlaupaskó, herti
hlaupin og óx stöðugt af kröft-
um og sjálfsöryggi," sagði Ing-
ólfur.
Ingólfur segir að talið hafi bor-
ist ab maraþonhlaupi. Skjól-
stæðingurinn brosti góblátlega
að því. En hugmyndin var kom-
in. Maburinn stundaði hlaupin
og fékk vinnu um sumarið.
Hann fór í Reykjavíkurmaraþon-
íþróttir eru jákvæb fíkn.
ið, hljóp hálft maraþon, rúma
20 kílómetra ásamt geðlækni
sínum, og hljóp Ingólf lækni af
sér. Ingólfur segir þennan mann
hreinlega hafa komist út úr erf-
iðleikum sínum með skokkinu
um götur borgarinnar og alveg
upp í Grafarvog. íþróttirnar og
endorfínið hafa bætandi áhrif,
líklega eitt fíkniefna.
„Ef þú reynir á þig í 25 mínút-
ur tvisvar og hálfu sinnum í
viku og reynir þab mikið á þig
að þú verður léttmóður, þá vex
þolið. Og sjálfsöryggið vex líka
sem og lífsglebin. Þetta er eins
víst og tvisvar sinnum tveir eru
fjórir," sagði Ingólfur S. Sveins-
son.