Tíminn - 08.04.1995, Qupperneq 2
2
Wmtom
Laugardagur 8. apríl 1995
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík:
Meðbyr í seglin
„Þetta er búiö að vera barátta og alltaf gaman að taka þátt í stríði. Sérstak-
lega þegar maöur finnur að það er vindur í seglin," segir Björn Ingi Stef-
ánsson kosningastjóri Framsóknarflokksins í höfuðborginni. Hann spáir
flokknum yfir 22% atkvæða á landsvísu og 12% í Reykjavík.
Hann segir að framsóknarmenn hafi fundið fyrir auknum velvilja og
meðbyr með því sem þeir hafa verið aö gera og þá aöallega á seinni hluta
kosningabaráttunnar. Björn Ingi segir að atvinnumálin, skuldasöfnun
heimila og húsnæðismálin séu þeir málaflokkar sem hafi verið mjög ofar-
lega á baugi í kosningabaráttunni. Hann segir að þótt hann hafi ekki mikla
reynslu sem kosningastjóri, þá hefur honum þótt nokkur deyfö vera meðal
almennings á fyrri hluta baráttunnar. Það er einna helst á allra síöustu
dögum sem Björn Ingi telur að almenningur hafi vaknab til vitundar um
ab kosningarnar séu að renna í garb.
Kosningastjóri Sjálfstceöisflokksins:
Áfram á sömu braut
„Kosningabaráttan fór seint af stað en hefur verið snörp á endasprettinum
og tiltölulega drengileg," segir Ágúst Ragnarsson kosningastjóri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Hann spáir og vonar tveggja flokka stjórn undir for-
ystu sjálfstæðismanna eftir kosningar.
Hann segir ab helstu málefni flokksins í kosningabaráttunni taki mið af
því sem hann hefur verið ab gera á kjörtímabilinu. Hann segir flokkinn
vilja halda áfram á sömu braut, auka hagvöxt og að fólk átti sig á því að
stöðugleikinn sé undirstaða velferbarinnar. Á þann hátt sé hægt að halda
áfram þeirri uppbyggingu sem unnið hefur verið að og miðar að því að
örva fjárfestingu fyrirtækja og auka atvinnu.
Ágúst segir baráttuna hafa verið skemmtilega þrátt fyrir ab ótíð og leið-
inlegt veður hafi sett sitt mark á hana á landsbyggöinni. Hann segir fram-
bjóðendur hafa verið ab festast í sköflum, veðurtepptir þar og hér, sem
sýnir að besti tíminn fyrir kosningar til Alþingis sé á haustin.
KViNNALISTI
Kvennalistinn í Reykjavík:
Leiöinleg kosningabarátta
„Kosningabaráttan hefur verið dálítið öðruvísi en áður. Hún er leiðinlegri
og hefur einkennst af innihaldsminni auglýsingum," segir Margrét Sigurb-
ardóttir kosningastjóri Kvennalistans í Reykjavík sem vonar að gengi list-
ans verbi betra en spáb er.
Hún segir að þetta eigi ekki aðeins við um auglýsingarnar heldur einnig
um umræður í sjónvarpi og á öldum ljósvakans. Þetta hafði þær afleiðing-
ar að fólk hreinlega gafst upp fyrir tveimur vikum að horfa á t.d. þætti í
sjónvarpi sem tengdust kosningabaráttunni, vegna þess hversu leiðinlegir
þeir voru en ekki af áhugaleysi.
Margrét segir ab kosningabarátta Kvennalistans hafi einkennst öðru
fremur af því að reyna ab snúa vörn í sókn með tilliti til þeirra niðurstaða
•sem fram hafa komib í skobanakönnum um fylgi listans. Þá hefur Kvenna-
listinn auglýst meira en oft ábur, auk þess sem merki listans var aðeins
„poppað upp."
Kosningastjóri Alþýöuflokksins:
Skemmtileg barátta
. „Það sem hefur einkennt kosningabaráttuna ab mínu mati er málefnaleysi
allra flokka nema Alþýbuflokksins," segir Sigurður Tómas Björgvinsson
kosningastjóri sem spáir flokknum 15% atkvæba á landsvísu.
. Hann segir stefnu flokksins skýra í evrópumálum, sjávarútvegsmálum
og í lækkun matvælaverðs. Sigurður segir baráttuna hafa einnig einkennst
af málefnaleysi Sjálfstæðisflokksins, sem aðeins hefur auglýst Davíð. Hann
segir krata hafa ráðið umræðunni og auglýsingunum þannig að aðrir
flokkar hafi fylgt á eftir og nánast verið með eftirhermur.
Sigurður Tómas segir ab kosningabaráttan hafi verið skemmtileg og góð
fyrir kjósendur þótt hún hafi kannski farið seinna af stað en búist var við.
Bryddað hefur verið uppá nýjungum af hálfu krata, eins og kjúklingaútsal-
an er dæmi um.
Alþýöubandalagiö og óháöir:
Vinstri sveifla í vorinu
„Kosningabaráttan hefur verið í hefðbundnum farvegi hjá okkur, snörp
og skemmtileg," segir Arthur Morthens kosningastjóri Álþýðubandalagsins
og óháðra. Hann spáir því að flokkurinn fái 16% atkvæða á landsvísu og
að það sé vinstri sveifla í vorinu.
Hann segir frambjóðendur flokksins hafa verið iðna vib ab heimsækja
vinnustabi og gert kannski meira af því en aðrir, sem helgast aðallega af
því ab flokkurinn hefur yfir minna fjármagni að ráða en aörir flokkar. Þá
hefur dreifing á birkiplöntu AB og óháðra vakið mikla athygli og fengið
góðar móttökur. Á síðustu dögum kosningabaráttunar hafa AB og óháöir
fundið fyrir auknum meðbyr auk þess sem ungt fólk hefur komiö í aukn-
um mæli til starfa fyrir flokkinn. Arthur segir auglýsingaflóðið mjög áber-
andi í kosningabaráttunni og telur aö það hafi aldrei verib meira en núna.
Hann segir helstu málaflokka vera atvinnumálin, velferðarmálin, fjölskyld-
una og menntamálin.
Hrannar B. Arnarsson, kosningastjóri Þjóövaka:
Þjóöin velur sér ríkisstjórn
„Eitt af því sem mér finnst einkenna þessa kosningabaráttu er málefnafá-
tækt stjórnarflokkanna. Ég man reyndar ekki eftir öðru eins, aö stjórnar-
flokkar færu með eins fá mál í kosningar og komist upp með það. Annað
sem hefur einkennt kosningabaráttuna, og það er í rauninni í fyrsta skipti,
er það að nú er þjóðinni gefinn kostur á að velja um ríkisstjórnir. Alla vega
hefur verib gerð tilraun til þess. Ég man ekki eftir því í annan tíma aö um
þab hafi verið fjallað eins og fyrir þessar kosningar. Mér finnst að þaö gefi
ákveðna von um vatnaskil í stjórnmálunum og í framhaldinu verði krafa
kjósenda um skýrari línur og hreinni vinnubrögb ofan á.
Ég spái því ab við stöndum þannig uppi eftir þessar kosningar ab gamla
flokkakerfið hafi liðið undir lok. Þjóðvaki verður með 9 til 11 þingmenn,
með 12-14%, Alþýðuflokkur meb í kringum 11%, Alþýðubandalag á svip-
uðu róli, með þetta 11 til 12%, Framsóknarflokkur með í kringum 20%,
Kvennalistinn með 4 til 6% og Sjálfstæðisflokkurinn með 37 til 39%.
Hreinsunardeild Reykja-
víkurborgar:
Kaupir hagla-
skot fyrir 438
þúsund
Stjórn Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar hefur
samþykkt aö keypt verði
haglaskot fyrir um 438 þús-
und af Veiðiíandi, aö undan-
genginni verðkönnun. Aö
sögn Inga Arasonar, deildar-
stjóra hreinsunardeildar, er
hér um ársbirgbir ab ræba og
eru þær notaðar til ab eyða
vargi, skjóta máva við Tjörn-
ina og á öskuhaugum svo eitt-
hvaö sé nefnt.
Það er meindýraeyðir Reykja-
víkurborgar sem sér um að
skjóta mávinn, auk þess sem
hann fær vana skotveiðimenn í
lið meb sér þegar einhver
ákveðin verkefni eru í gangi. ■
Suöurlandslistinn:
Samkomulag
um aö leysa
Eggert af
Frá Þorsteini Gunnarssyni, fréttaritara
Tímans í Vestmannaeyjum:
Sigurbur Ingi Ingólfsson, annar
maður á lista Suðurlandslistans,
lýsti því yfir á sameiginlegum
framboðsfundi í Eyjum á
fimmtudaginn að hann og Egg-
ert Haukdal hafi gert samkomu-
lag sín í milli um að skipta
þingsætinu milli sín, nái Eggert
kjöri. „Samkomulag okkar Egg-
erts er fólgiö í því aö ég mun
leysa hann mjög mikið af til að
byrja með og svo tek ég við af
honum sem þingmaður," sagði
Siguröur Ingi. ■
Villandi upplýsingar um
meint fráhvarf frá Þjóö-
vaka, segir Hrannar B.
Arnarsson:
„Reynt aö
koma höggi
á Þjóövaka"
Hrannar B. Arnarsson, kosn-
ingastjóri Þjóðvaka, sagbi í
gær að á lokaspretti kosn-
ingabaráttunnar hafi komið
fram í fréttum „villandi
upplýsingar um meint frá-
hvarf fólks frá Þjóbvaka."
„Hér er um það að ræöa að
verið er ab setja gamlar fréttir
í nýjan búning og það segir
sig sjálft að hér er einungis
verið að reyna að koma höggi
á Þjóbvaka á ögurstundu, þeg-
ar of skammur tími er til að
útskýra málavöxtu enn á ný í
smáatriðum," segir Hrannar.
Hann sagði að stanslausar
símhringingar hafi verið á
skrifstofu Þjóðvaka í gær frá
fólki sem ákveðið hefði að
kjósa J-listann. Þetta fólk
hefði hringt til að mótmæla
þessari abför ab jákvæbri og
heiðarlegri kosningabaráttu
Þjóðvaka.
„Þjóðvaki varar vib þeirri
herferð andstæðinga Þjóð-
vaka sem lýsir sér með ofan-
greindum hætti og skorar á
kjósendur að halda sér á já-
kvæðum nótum og kjósa J-
listann," sagði Hrannar B.
Arnarsson. ■