Tíminn - 08.04.1995, Qupperneq 3
Laugardagur 8. apríl 1995
Fulltrúar flokkanna almennt ekki í kjördeildum aö þessu sinni, nema Sjálfstœöisflokkurinn,
sem Einar Karl Haraldsson líkir viö Stasi:
Framsókn, konur og Þjóövaki
veröa ekki inni í kjördeildum
Þá er komib
ab kjördegi
en þab verba greinilega margir
ab heiman í dag, því í gær var
mikib ab gera í utankjörstaba-
atkvœbagreibslu, bœbi í
Reykjavík og um land allt. Þab
er greinilegt ab sumir œtla ekki
ab láta kosningar eybileggja
fyrir sér skíbaferbina eba abra
útivist um helgina. Myndin var
tekin þar sem verib var ab
greiba atkvœbi utan kjörstabar
í Reykjavík í gœr.
„Jóhanna sjálf haföi áhrif á
stööu mála. Þorkell Steinar
passaði ekki fyrir hana, senni-
lega vegna þess aö hann er
bóndi, ég held aö Þjóövaki
vilji ekki bændur. Jóhanna
vildi skólastjóra, ekki bónda í
efsta sæti. Þetta á aö vera
hreyfing fólksins, en er þaö
bara alls ekki. Þessu er stýrt
frá Reykjavík, en stjórn Þjóö-
vaka á Suöurlandi haföi ekk-
ert viö Þorkel aö athuga. Viö
sem skrifum undir þetta
plagg erum sáróánægö eins
og þú getur rétt ímyndaö
þér," sagöi Halla Bjarnadóttir
bóndi í Bakkakoti í Rangár-
vallasýslu í samtali viö Tím-
ann í gær. í Bakkakotsbæjun-
um einum tapar Þjóövaki í
þaö minnsta 5 atkvæöum.
Sextíu Sunnlendingar hafa
tilkynnt um aö þeir segi skilið
viö Þjóðvaka, hreyfingu fólks-
ins. Gríðarleg óánægja hafi
lengi verið með forystu og
framboðsmái Þjóðvaka á Suður-
landi og mál þar þróast með
þeim endemum aö nú skilji
leiðir.
„Að okkar mati er Þjóðvaki
alls ekki hreyfing fólksins," seg-
ir í fréttatilkynningu frá þess-
um 60 manna hópi. Hópurinn
segir það rangt mat hjá Ágústi
Einarssyni, ritara Þjóðvaka,
þegar hann sagöi um deilur
innan flokksins á Reykjanesi aö
þar væri um „einstakt óánægjij-
tilvik" aö ræöa. Óánægjan
kraumi víðar.
„Við héldum að Þjóðvaki
boðaði breytingu, vorum ekki
ánægð með gömlu flokkana og
vildum nýtt afl. Þar gæti orðið
Aöeins Sjálfstæöisflokkurinn
mun aö einhverju marki hafa
starfsmenn sína í kjördeildum
til aö fylgjast meö því hverjir
hafa greitt atkvæði. Aörir
til hreyfing sem hjálpaöi fólki
og væri ekki með þetta amen
við öllu. Ég er hrædd um að
Þjóðvaki sé enn einn hefðbund-
inn flokkur og það er leitt að sjá
hvernig þetta fór allt saman,"
sagði Halla Bjarnadóttir. Hún
sagði að Þjóðvaki væri ekki fyrir
bændur, Þjóðvaki hreinlega
vildi ekki bændur.
„Það má eflaust segja að þetta
sé nokkuð seint sem úrsögn
okkar kemur fram. En málið er
að það var alltaf verið að reyna
að ná sáttum milli Þorkels
Steinars og Þorsteins. Þorsteinn
og yfirstjórnin í Reykjavík
sættu sig ekki viö Þorkel í fyrsta
sæti. Mér var sagt að þeir tveir
ættu að reyna að ná samkomu-
lagi. Mér skilst að þeir hafi ver-
ið að vinna í þessu alveg fram á
síðustu daga en þá var orðið
ljóst að Þorsteinn ætlaði ekki að
gefa neitt eftir," sagði Árni
Jónsson, rafvirki á Selfossi og
fyrrverandi Þjóðvakamaður í
samtali við Tímann í gær.
Ætlunin var að Þorkell Stein-
ar tæki annað sætið en Þor-
steinn skólastjóri Hjartarson á
Selfossi fyrsta sætið. Síðan var
hugmyndin að nota Kvenna-
listaaðferöina að þeir skiptu um
hlutverk á miðju kjörtímabili.
„Það er vægt til orða tekiö að
Þjóðvaki hefur valdið okkur
vonbrigðum. Þetta byrjaði strax
á landsfundinum í Reykjavík.
Maður er vanur svona funda-
störfum. En þarna fékk fólk
engu ráðið. Ágúst Einarsson sat
með öll mál í allsherjarnefnd
og menn fengu engin áhrif að
hafa. Sjávarútvegsnefndin gekk
út og landbúnaðarnefndin
flokkar munu vinna þessa
vinnu á einstaka stööum, og
enn aörir alls ekki. Tíminn
kannaöi máliö í gærdag.
„Mér finnst þetta fráleitur yf-
hundóánægö. Ágreiningurinn
byrjaöi strax. Svo þegar á að
setja fólk á lista þá er það aug-
lýst í ákveðnu húsi á Selfossi að
það eigi að gera tillögur um
lista. Við mætum þar á fund-
inn, en þá er tilkynnt af fundar-
stjóra að flokknum sé lokað og
nú verði bara kosið. Ég spurði
hvort Vestmannaeyingar ættu
ekki að vera með. Jú, þeir átt-
uðu sig á að þar voru einhver
irgangur yfir helgan rétt kjós-
enda sem eiga að fá að gera það
upp við sjálfa sig og samviskuna
hvort þeir kjósa eða hvað þeir
kjósa. Það er enginn stigsmunur
á því að horfa á hvort menn
kjósa eða hvað þeir kjósa. Þessi
vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins
eru arfleifð frá tíma lénsveldis
og héraðshöfðingja og á ekki
heima í nútíma samfélagi,"
sagði Hrannar B. Arnarsson,
kosningastjóri Þjóðvaka, í sam-
tali við Tímann í gær. En það er
ekki bara Þjóövaki sem lætur
kjósendur í friði á kjörstað.
Björn Ingi Stefánsson, kosn-
ingastjóri Framsóknarflokksins,
er sama sinnis og Hrannar.
Hann segir að flokkurinn muni
ekki fylgjast með því hverjir
koma til að kjósa.
Margrét Sigurðardóttir, kosn-
ingastjóri Kvennalistans, sagði
að flokkurinn hefði aldrei haft
fólk í kjördeildum. Það yrði
heldur ekki að þessu sinni.
Alþýðuflokkurinn mun fylgj-
ast með í kjördeildum víða utan
Reykjavíkur, meðal annars á
Suðurnesjum, Akranesi, Vest-
mannaeyjum, Siglufirði og víð-
ar. Ekki hefur verið ákveðið
hvað gert verður í Norðurlands-
kjördæmi eystra, að sögn Gylfa
Þ. Gíslasonar á kosningaskrif-
stofu flokksins.
atkvæði. Þannig að það átti að
halda flokknum opnum fyrir
Vestmannaeyinga, en loka Suð-
urlandsdeildinni. Síðan er kos-
ið og þegar þeir sjá að Þorkell
Steinar er í efsta sætinu þá er
öllu kollvarpað aftur," sagði
Árni Jónsson.
„Þetta er yfirgangur af versta
tagi allt frá upphafi," sagði Árni
Jónsson á Selfossi í gær.
„Við höfum ekki haft menn í
kjördeildum langalengi, það
kann að vera að svo verði ein-
hvers staðar úti á landi," sagði
Einar Karl Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðubanda-
lagsins, í gær. Einar sagði að
þessi kjördeildavinna væri tíma-
skekkja og vitleysa þegar menn
væru að viðhalda einhverjum
merkingum á fólki.
„Fólk á þaö til að skipta um
skoðun og það þýðir ekJært að
merkja fólk á flokkana. Þetta
hefur afar takmarkaða þýðingu.
Kannski hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn umboðsmann í hverjum
stigagangi til að fylgjast með
skoðunum fólksins, ég veit það
bara ekki. En ef svo er þá minn-
ir þetta nú óneitanlega á
ónefnda og illræmda stofnun í
Austur- Þýskalandi, sem nú er
blessunarlega liðin undir lok,"
sagði Einar Karl.
Ágúst Ragnarsson, kosninga-
stjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði
í gær að flokkurinn yrði með
fólk í kjördeildum víða en þó
ekki alls staðar, flokkurinn væri
fjölmennur og sterkur og hefði
mannafla til þessarar vinnu,
sem auðveldaöi mjög kosninga-
starfið. Hann benti á að aðrir
flokkar hefðu lengst af viðhaft
sömu vinnubrögð.
„Þessi réttur er bundinn í
kosningalögunum og vinnan í
kjördeildum á ekkert skylt við
njósnir. Þegar Ólafur Grímsson
fer og fylgist með kosningum í
vanþróuðum ríkjum, þá er
hann með leiðarvísi frá Samein-
uðu þjóðunum. Fyrsta setning-
in í honum og grundvallarkrafa
er einmitt um það hvernig
standa skal aö kjördeildavinnu
flokkanna. Með þessu þarf Ólaf-
ur Grímsson að fylgjast vendi-
lega, aö vinnan sé unnin ná-
kvæmlega eins og viö erum að
gera. Þetta er hluti af kosninga-
starfi okkar í áratugi. Aðrir
flokkar gerðu það sama en hafa
ekki lengur mannskap, en reyna
að snúa þessu upp í grýlu á okk-
ur," sagði Ágúst Ragnarsson.
Tímamynd: CS
60 Þjóövakamenn segja sig úr „hreyfingu fólksins" og segja aö Þjóövaki sé aö þeirra mati:
Alls ekki hreyfing fólksins