Tíminn - 12.04.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.04.1995, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 12. apríl 1995 HítMífMW 5 Johannes Arason: Þegar þrír rábherrar dugðu Þegar eg var a unglingsaldri vom aðeins þrír flokkar á íslandi: Sjálf- stæöisflokkur, Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur. Þessi flokka- skipan var búin að vera í mörg ár. Ég dáðist þá mikið að leiðtogum Alþýðuflokksins. Þeir skildu þá sitt verkefni að hjálpa íslenskri alþýðu úr þeirri fátækt og kúgun sem hún var þá í. Og þeim tókst það furðan- lega, með aðstoð Framsóknar- flokksins. Þá vom leiðtogar Al- þýðuflokksins, Jón Baldvinsson og Haraldur Guðmundsson, mjög mætir menn. Þá má nefna nokkur stórmál sem þessir tveir flokkar komu í gegnum þingið. Vökulög- in á togurunum, 6 tíma hvíld á sólarhring. Áður máttu þeir vinna meðan þeir gám staðið. Þá má nefna lögin um alþýðu- tryggingar og afurðasölulögin, þá sérstaklega mjólkursamsöluna, og ótal margt fleira sem þessir tveir flokkar komu í gegnum þingið með hatrammri andstöðu Sjálf- stæðisflokksins. Þeir, sem komnir em á efri ár, muna heimskreppuna miklu á ár- unum uppúr 1930-1940. Það herr- ans ár 1934 mynduðu þessir tveir flokkar stjóm undir forystu Her- marms Jónassonar. Hinir ráðherr- amir vom Eysteinn Jónsson og ífá Alþýðuflokki Haraldur Guð- mundsson. Þessi stjóm Hermanns Jónassonar stjómaði í gegnum kreppuárin með miklum ágætum. Þá dugðu þjóðinni aðeins þrír ráð- herrar. Þá var þjóðin fátæk og vantaði allt, fyrst og fremst mat, lítið að skammta. Þá var ekki talað um að flytja inn mat og fatnað í stómm stíl frá útlöndum. Þjóðin gat ekki borgað. Það vissu þessir forystumenn hennar þá. Þjóðin var þá ekki búin að eignast þá for- ystumenn, sem slógu lán og aftur lán til þess að kaupa inn erlendar vömr í stómm stíl. Stjóm Her- manns Jónassonar skildi það, að til þess að komast yfir þessi erfiðu ár þurfti þjóðin að lifa sem mest á sínu. Þeir virtu þau gullvægu sann- indi gömlu mannanna að hollur væri heimafenginn baggi. Þá unnu þessir tveir flokkar sam- an að velferðarmálum þjóðarinn- ar. Alþýðuflokkurinn tmdir for- ystu þess mikilhæfa stjómmála- manns Jóns Baldvinssonar. Hann var flokkur hinnar kúguðu alþýöu. Og honum tókst það með stuðn- ingi Framsóknarflokksins að lyfta íslenskri alþýöu uppúr þeirri fá- tækt og ranglæti sem hún var beitt. Á þessum ámm vom byggð- ir margir skólar vítt um landið, sem þessir flokkar stóðu að, svo að unga fólkið gæti menntast. Þeir vissu vel að það var mikill sann- leikur í orðum Halldórs Laxness þar sem hann segir í einni ágætri skáldsögu að atvinnurekendum se ekki eins illa við neitt eins og að fólkið menntist. Þessir tveir flokkar unnu meira og minna saman fram imdir 1945, eða um stríðslok. Þá tók við ný stjóm þriggja flokka, undir forystu Sjálfstíeðisflokksins ásamt Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi. Ný- sköpunarstjóm. Þá var þjóðin orð- in rík og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Þá moraði allt af nýríkum snobb- aralýð, sem heimtaði að allur inn- flumingur yrði gefinn frjáls. Allar gáttir opnaðar fyrir erlendum vör- um, það átti að vera allra meina bót. Allt var það talið sjálfsagt af stjómvöldum. Öllum fomum dyggðum var hent, nú skyldi sigla háan byr. Þá vom komnir nýir menn til valda í Alþýðuflokknum. Þeir vom úr menntamannastétt, töldu sig að manni fannst tilheyra íslensk- um aðli. Mér fannst að þessir Al- þýðuflokksforingjar á þessum ár- um kæmu ekki eðlilega leið inn í Alþýðuflokkinn. Það er að segja ekki inn um dyrnar heldur inn um vegginn, eins og Brynjólfur biskup orðaði það þegar hann vígði Bauka-Jón. Þetta stjómarsamstarf Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks stóð á annan áratug og út úr því sam- starfi kom Álþýðuflokkurinn rú- inn öllu trausti alþýðufólks. Svo fer fyrir þeim sem vistast með tröll- unum, stendur í kvæði Jóns Trausta „Konan í Hvanndalabjörg- um". Fyrir eitthvað um áratug kom til valda í Alþýðuflokknum Jón Bald- vin Hannibalsson. Maður gerði sér vonir um hann, sökum þess að hann var sonur Hannibals Valdi- marssonar. Hannibal vildi vel gera fyrir alþýðufólk, þó margt færi öðmvísi en ætlað var, og á ég þar sérstaklega- við kaupgjaldsvísitöl- una. Hún var ekki í þágu láglauna- fólks, út úr því komu þeir ríku rík- ari og þeir fátæku fátækari. Það var ekki ætlun Hannibals Valdimars- sonar. Jón fór vel af staö sem formaður Alþýðuflokksins, ekki síst þegar hann fór að þeysa um landið á rauðu ljósi með Olafi Ragnari. Mér skildist á þessari yfirreið þeirra fé- laga um landið að út úr því kæmi náið samstarf á milli þessara tveggja flokka. Það var nú það, sem þurfti að gerast, að náið vinstra samstarf hæfist. Fram að síðustu kosningum fór allt vel. Vinstri stjóm og maður gerði sér vonir um að svo yrði áfram eftir kosningar. En nú kom eitthvað fyrir Jón Baldvin. Vinstri hlekkur brast, hann sá í hillingum ljós- glætu í samstarfi íhalds og krata frá viðreisnarámnum. Eysteirw jónsson „Sumir halda því fram að hver þjóð, sem yfir- gefur moldina, eigi stutt eftir í ósjálfstœði. Eftil vill er það mikill sannleikur. Svo er það spillingin, sem átt hef- ur sér stað á þessu kjörtímabili og hefur þróast vel að sagt er." VETTVANGUR Þetta var heillandi samstarf, að manni skildist. Jón gekk ótrauður til samstarfs við Davíð Oddsson, sem þá var nýbúinn að brjótast til valda í Sjálfstæðisflokknum. Þeir vom sammála um það að þessi stjómarmyndun skyldi ganga fljótt fyrir sig. Skmppu út í Viðey í tvo daga og hespuðu stjómar- myndun af. Komu til baka og töldu sig heiðursmenn með miklu skmmi og fyrirgangi. Hermann Jónasson. Og nú er best aö fara fljótt yfir sögu. Hvað fékk alþýðufólk út úr þessu, hefði Alþýðuflokkurinn staðið við kosningaloforðin? Bankavextir stórhækkuðu, ekki átti það aö gerast fyrir kosningar, ekki var það í þágu alþýðufólks. Atvinnuleysi hélt innreib sína á fullri ferð, ekki átti það ab gerast fyrir kosningar. Það átti að bæta kjör láglaunafólks, en það gleymd- ist og það láglaunafólk hefur aldrei verið verr á vegi statt, lifir við hungurmörk, þjóðfélaginu til stór- skammar. Ekki var hlýleg afstaða Alþýðu- flokksins til landbúnaðarins. Það átti ab gera veg hans sem minnst- an, svona eins og kálgarö að húsa- baki. Best ab flytja sem mest inn af landbúnaðarvörum. Það var nú talið hér áður fyrr hollast hverri þjóð að lifa sem mest á sínu. Sumir halda því fram að hver þjóð, sem yfirgefur moldina, eigi stutt eftir í ósjálfstæði. Ef til vill er það mikill sannleikur. Svo er það spillingin, sem átt hefur sér stað á þessu kjörtímabili og hefur þróast vel ab sagt er. Sem sagt, kosningaloforð Al- þýbuflokksins hafa bmgðist. Þegar loforð þrýtur efndir, verður andi fjallsins reiður, eins og stendur í ljóði Davíðs Stefánssonar. Jón hefur stundum gert uppst- eyt gegn húsbændum sínum, sér- staklega í sjávarútvegsmálum. Hann vildi koma á auðlindaskatti, en það hefur alltaf verið þaggað niður. En þeir Alþýðuflokksfor- ingjar vom í góðri stöðu og gátu ferðast víða um heim með kon- unni sinni og lifað hátt og við mikla reisn á kostnað ríkisins. En nú er það Evrópusambandið, sem Jón vill leiða þjóðina í. Hann vill opna gluggann til Evrópu, eins og hann orðar þab. Þjóðin hefur alltaf haft opinn gluggann til Evr- ópu, um það vitnar sagan. Jón vill Haraldur Gubmundsson. gera sig svolítib stóran þama á orðalagi Péturs mikla Rússakeisara, þegar hann sagðist vilja opna gluggann til vesturs er hann Iét byggja St. Pémrsborg. En sem sagt, Alþýðuflokkurinn vill undir forysm Jóns Baldvins leiba þjóðina tfl samstarfs eða und- ir verndarvæng gömlu nýlendu- velda Evrópu. Þjóðin á það skilið að komast sem fyrst í þá dásam- legu höfn, að hans mati. En það em ekki allir flokksmenn Jóns Baldvins ánægðir með starf Alþýðuflokksins undir forystu Jóns undanfarið kjörtímabil. Því fólki hefur ofboðið undirlægju- hátmr Jóns við sína yfirboðara og hvab hann hefur þverbrotið stefnu Alþýbuflokksins. Þab límr þannig út eins og flokkurinn sé hans eign. Alþýðuflokkurinn hef- ur undir forystu Jóns Baldvins hent öllum leiöarmerkjum flokks- ins á dyr. Einn aðalandstæðingur Jóns í Alþýðuflokknum hefur verib Jó- hanna Sigurðardóttir. Hún hefur alltaf metið stefnu Alþýðuflokks- ins eins og hún var mótuð í upp- hafi og þá gömlu leiðtoga flokks- ins sem ég gat um í upphafi. Það hefur verið deilt á Jóhönnu fyrir það að hafa tekið þátt í þessari rík- isstjóm. Það má nú ef til vill segja það, en hún nær áttum ef svo má orða það. Hætt að pæla afglapa- skarð með Jóni Baldvini. Henni hefur ofboðið hvað leiðtogar Al- þýbuflokksins hafa fótumtroðið stefnu gömlu leiðtoganna og öll spillingin, sem átt hefur sér stab innan veggja ríkisstjómarinnar. Jóhanna á þakkir skiliö fyrir að hafa yfirgefið þessa ríkisstjóm og stofnað ný stjómmálasamtök, Þjóðvaka. Með hugsjón gömlu Al- þýðuflokksleiðtoganna að leiðar- ljósi að leiðrétta ranglætið í launa- kjömm fólks. Höfundur var bóndi í Múla í Kollafirði. Víólunni til dýrðar Ingvar Jónasson lágfiðlari læmr eins og hann sé að kveðja kammer- tónlistina eftir áramga ástarsam- band, og hyggist gera þab með tvennum kveðjutónleikum. Hina fyrri hélt hann í Gerðarsafni 4. apr- fl sl., og þar komu til liðs við hann sjö tónlistarmenn af yngri kynslóð- um en Ingvar er sjálfur: Anna Guð- ný Guðmundsdóttir píanóleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir knéfiðl- ari, Kristján Þ. Stephensen óbóleik- ari, Marta Halldórsdóttir söngkona, Martial Nardeau flaumleikari, Sig- urður I. Snorrason klarinettuleikari og Snorri Öm Snorrason gítarleik- ari. Á efnisskrá vom þrjú kammer- verk sem öll hafa víólu í lykilhlut- verki: Nottumo fyrir flaum, víólu og gítar eftir Matiegka (1773-1830), Tríó fyrir klarinettu, víólu og píanó eftir Mozart (1756-1791) og Die Serenaden, kantata fyrir sópran, óbó, víólu og selló eftir Hindemith (1895-1963). Þótt ein 70 verk liggi eftir Mati- egka, tékkneskan tónlistarmann starfandi í Vínarborg, þá hefur í rauninni ekki nema eitt „lifað", ef svo má segja, Næmrijóðib fyrir flaum, víólu og gítar op. 21 sem þama var flutt. Enda er það mjög skemmtilegt áheymar og naut sín vel í vönduðum og geislandi flutn- ingi Martials, Ingvars og Snorra Amar. Sérstaklega má segja að hljómburöur salarins tæki undir með flautunni og lyfti hennar tæra tóni. Kegelstadt-tríóið svonefrida, í Es- TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON dúr K. 498, má segja ab sé með per- sónulegusm verkum Mozarts, sam- ið nótt eina yfir ballskák til heima- brúks, nefnilega Mozart sjálfum (ví- óla), Antoni Stadler (klarinetta) og duglegum píanónemanda Moz- arts, Franascu von Jacquin. Tríóið er létt og „elegant" og fékk fimleg- an flutning hjá þeim Ingvari, Sig- urbi Snorrasyni og Önnu Guönýju. Þótt Hindemith spilaði á öll hljóðfæri (Mozart var fyrst og fremst píanisti og fiðlari, en vildi hdst spila á lágfiblu í kammertón- list), var hann handgengnasmr lágfiðlunni á sama hátt og Rasmus Kristján Rask tók íslenskuna fram yfir önnur þau 40 tungumál sem hann kunni. Kvöldljóðin (Die Ser- enaden) op. 35 tileinkaði Hindem- ith aginkonu sini, Geirþrúði; þetta er „sveigur" sex rómantískra söng- ljóða, með hljóðfæra-millispili á þremur stöðum. Tæknilega virðist verkið vera æði snúið og ekki handa aukvisum í spilverki, a.m.k. höfbu Bryndís Halla (knéfiðla) og Ingvar nóg að gera á köflum, og söngröddin virðist vera ægilega erf- ib. Hljóðfærakaflamir em áheyri- legri en söngljóðin, sem sum em mjög þykkt skrifuð Jxitt ekki séu hljóðfærin mörg, þarrnig að röddin (Marta Halldórsdóttir) á í vök að verjast nema á háu tónunum. Best. lukkað var sennilega Der Abend, sem þau Marta og Kristján Stephen- sen (óbó) fluttu saman. Annars er mér sagt að ekkert sé að marka Hindemith við fyrstu heym, því hann vaxi með viðkynningu. Tón- list, sem í fyrstu virðist vera hnaus- þykkt torf, greiðist í sundur í fagra þætti og hljóma og háldta heild. Þessir fyrri „kveöjutónleikar" Ing- vars Jónassonar vom semsagt hinir ánægjulegusm og ber ab vona að Ingvar eigi eftir ab halda marga slíka á komandi árum. Hinn 16. maí flytur hann einmitt ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur sónötur eftir Brahms og Sjostak- óvits í Gerðarsafni. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.