Tíminn - 12.04.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.04.1995, Blaðsíða 10
10 Wminu Mi&vikudagur 12. apríl 1995 Olafur Sigurbsson frá Eyrarbakka Fæddur 1. febrúar 1915 Dáinn 3. apríl 1995 Ólafur Sigurösson var fæddur á Eyr- arbakka. Foreldrar hans voru hjón- in Sigurður Guðmundsson póst- meistari og bóksali og Sigríöur Ól- afsdóttir. Þau voru bæöi fædd á Eyrarbakka en áttu ættir að rekja austur í Rangárvallasýslu og Vest- ur-Skaftafellssýslu. Þeim varö 10 barna aubið. Sex sona og fjögurra dætra. Ólafur var hinn 5. í aldur- röðinni. Átta eru enn á lífi. Hlíf systir hans lést 1978. Hún var fædd 1912. Ólafur nam í Laugarvatns- skóla 1932- 1934. Fór síðan í mat- reiðslunám á Hótel íslandi og í Oddfellowhúsinu og lauk öllum til- skyldum prófum sem matreibslu- maöur. Hann átti lengst af heima í Keflavík. Kvæntist 1944 Soffíu Þor- kelsdóttur frá Álftá á Mýrum. Þau skildu. Börn þeirra eru tvö, Ása li- stakona í Reykjavík og Gunnhildur húsmóðir í Keflavík, gift Borgari Ólafssyni. Fyrir hjónaband átti Ól- afur son, Pétur H., tannlækni á Sauðárkróki og síðar í Reykjavík. Hann er kvæntur Lísu Bang frá Sauðárkróki. Ólafur Sigurösson frá Eyrar- bakka, æskuvinur minn og skóla- bróbir, er látinn eftir alvarleg veik- indi hin síðustu misseri. Ég var fyr- ir löngu búinn að telja mér trú um ab hann myndi a.m.k. ná 100 ára aldri. Fyrir örfáum árum leit hann út sem maður um fimmtugt. Fal- legur, glablegur og léttur í öllum hreyfingum, svo sem voru ein- t MINNING kenni hans alla tíð. Það renndi ennfremur stoðum undir þessa skobun mína ab faðir hans nábi 99 ára aldri og móðir hans varð 103 árá gömul. Farsælt hjónaband þeirra stóð í meir en 70 ár, sem mun vera mjög sjaldgæft. Svo frétti ég að alvarleg meinsemd hefði komið í ljós í höfði hans og engu yrbi bjargab. Þar með urðu spár mínar að engu. Það var gott ab alast upp á Eyrar- bakka á þriðja áratugnum og bar þar margt til. Frábær barnaskóli, fjölbreytt félagsstörf fyrir börn og unglinga og umhverfi sem hafði upp á margt að bjóba bæði til sjós og lands. Þá lá þab í loftinu ab Eyr- arbakki átti merka sögu sem einn stærsti verslunarstaður á íslandi í mrgar aldir. Verslunarhús Lafollís og Kaupmannshúsið eða Húsið á Eyrarbakka báru þessu augljóst vitni. Frá þeim andaði sagan um reisn og mikil umsvif á liðnum öld- um. Hitt var þó mest um vert ab æskuheimili Ólafs á Eyrarbakka, Búðahamar, var eftirminnilegt myndar- og menningarheimili. Foreldrarnir voru samhent í því ab búa bömum sínum hin bestu upp- eldisskilyrði sem völ var á. Börnin voru 10. Sex synir og fjórar dætur. Sérlega glæsilegur hópur. Það var því ekkert smá verkefni að ala upp tíu börn með þeim myndarbrag sem hjónin á Búðarhamri gerðu. Húsakynnin voru glæsileg að þeirra tíma hætti. Hreinlæti er snyrti- mennska eins og best getur verið. Börnin voru frá fyrstu tíð vanin á háttvísi og góða framkomu og báru .æskuheimili sínu fagurt vitni. For- eldrarnir stjórnuðu hinum stóra barnahóp sínum af ástúb og mildi. Yfirbragð heimilisins var frjálsiegt en allt í föstum skoröum. Þar var alla tíb systir Sigríðar, Ása Ólafs- ' dóttir, sem önnur móðir barnanna. Ása var mikil myndarkona, bæði í sjón og raun. Hún andaðist fyrir fá- um árum nær 100 ára að aldri. Mér er þab minnisstætt, sem dæmi um heimilisbraginn, að eitt sinn fyrir hádegi á sunnudegi, er ég átti þang- að erindi, var búið ab leggja á borð fyrir fjölskylduna, sem var 13 manns. Við hvert sæti var auk hins hefðbundna boröbúnaðar mjall- hvít tauseríetta í fallegum hring. Þetta var heldur fátítt á Eyrarbakka á þessum tíma, en sýndi þann myndarbrag sem á heimilinu ríkti. Það var svo haustið 1932 að við Ólafur lögðum leið okkar í Hérabs- skólann á Laugarvatni, ásamt Páli bróður hans og Ingibjörgu Heiödal. Þá hafði skólinn starfab í 4 vetur en fáir eða engir sótt hann frá Eyrar- bakka. Þetta var yndislegur tími fyrir okkur öll og samheldnin mik- il. Ég og bræöurnir vomm herberg- isfélagar á Laugarvatni báða vet- urna sem við dvöldum í skólanum. Betri félaga var ekki hægt að hugsa Gubjón Grímsson Guöjón Grímsson, fyrrv. bóndi í Mið- dalsgröfí Steingrímsfirði, lést á sjúkra- húsinu á Hólmavík þann 30. mars s.l. Guðjón fœddist á Kirkjubóli í Stein- grímsfirði 26. mars 1903 og var ní- undi í röðinni aftíu bömum hjónanna Gríms Benediktssonar bónda og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur, sem þar bjuggu. Guðjón kvaentist Jónnýju Guð- mundsdóttur (f. 7. okt 1916, d. 1989) árið 1935 og keypti þá jörðina Mið- dalsgröf þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Síðustu árín í sambýli við dóttur sína og tengdason, sem tóku svo við jörðinni. .Guðjón hafði fram að því unnið við búið á Kirkjubóli, fyrst hjá föður sín- um þar til hann dó árið 1927 og síðan hjá bróður sínum Benedikt sem tók þar við búi. Dœtur Guðjóns og Jónnýjar eru: 1. Guðfríður f. 1935, gift Bimi Guð- mundssyni f. 1930 og búa þau í Mið- dalsgröf. Þeirra böm eru Anna Guðný, Ásta Björk, Hildur ogReynir. 2. Sigríð- ur f. 1940, gift Kára Steingrímssyni f. 1941 og synir þeirra eru Steingrímur og Guðjón Grímur. Útför Guðjóns fer fram ftá Kolla- fjarðameskirkju í dag, 12. apríl. Einhverntímann hlaut að koma að því ab elskulegur móöurbróðir okkar hyrfi yfir móbuna miklu og nú er of seint að iðrast þess ab hafa ekki gefið sér meiri tíma til rækta sambandið við hann og rifja upp meb honum gamlar minningar og spyrja um uppvaxtarár hans og þeirra systkinanna frá Kirkjubóli. Hann var síðastur þeirra að kveðja þennan heim og það gerði hann með sömu hógværðinni og ein- kenndi allt hans líf. Við vorum ekki háar í loftinu, systurnar, þegar foreldrar okkar tóku okkur fyrst með í heimsókn á æskustöðvar móður okkar. Það var mikið feröalag frá Reykjavík norður t MINNING á Strandir í þá daga og sæta varb lagi þegar háfjara var, því að víða lá vegarslóðinn í flæðarmálinu. Ævinlega var gist á ættaróðalinu Kirkjubóli, en mikil var tilhlökkun- in að fara fram að Miðdalsgröf í heimsókn til Guja frænda og Nýju. Þar var okkur innilega fagnað sem kærum og góðum gestum. Þegar okkur bar að garði, voru dyrnar opnaðar upp á gátt og meb út- breiddum fabmi buöu þau okkur brosandi að ganga í bæinn. Þab var enginn venjulegur bær, og ekki var hann óvenjulegur fyrir þab að hann væri svo stór. Hann var bara ein- hvernveginn svo fullur af þokka og hlýju sem umvafði mann. Nýja setti upp hvíta svuntu og bar fram veitingar og Guji frændi bauð til betri stofu, þar sem allt heimilisfólkib settist niður meö gestunum og þar var rætt um menn og málefni af nærfærni og var böm- um þar gert jafn hátt undir höfbi og fullorðnum. Minnisstæbur er frændi okkur á þessum stundum, hlýr og hógvær, augun logandi af glettni og svo drap hann tittlinga ótt og títt, sem gerði hann alltaf svo sjarmerandi og það eins þó árin færðust yfir. Það er ljúft að minnast friðsæld- arinnar, sem fylgdi manni eftir heimsókn í Miðdalsgröf, og svona var þetta ævinlega og óbreytt öll árin. Jafnvel eftir ab Nýja var fallin frá og næsta kynslóð tekin við, var gestrisnin sú sama og frændi okkar sat í stofunni meb allan hópinn í kringum sig, hlýr og glettinn sem fyrr og spurði frétta af skyldfólkinu fyrir sunnan, sem hann fylgdist vel með, því minnib var óbrigðult. Einnig er það okkur ógleyman- legt þegar við héldum ættarmót í Sævangi og allur hópurinn marser- aði fram að Gröf til að hylla þennan eina eftirlifandi forföður Kirkju- bólsættarinnar. Þama stóð hann í hlaövarpanum í sínu fínasta pússi og horfði yfir ættfólk sitt, sem sat þama í grasinu í glampandi sól. Og eins og ávallt fyrr, þegar gesti bar ab garði, voru bomar fram veitingar og hlaðið var fánum skreytt í tilefni dagsins. Hógværðin og brosið fylgdu hon- um alla tíð og eftir að hann fluttist á sjúkrahúsið á Hólmavík þá kvaddi hann okkur ævinlega eftir hverja heimsókn með þessum oröum: „- Þakka ykkur fyrir komuna og farib nú fram að Gröf og fáib ykkur kaffi- sopa hjá henni Dædu minni." Nú er hann allur, þessi góði drengur og öðlingur, sem gekk á meðal okkar hljóðlátur og hógvær og vildi öllum gott eitt gera. Hans verður sárt saknab. Blessub sé minning hans. Sigga, Palla, Bára Stopular og allt of fáar stundir í návist Guðjóns Grímssonar færðu mér heim þau sannindi ab návist hans var bætandi og göfug. Frá honum stafaði hlýja og góðvild, en jafnframt glettni, allt var af hinu góða í fari hans. Frá árdögum æv- innar kunni hann fótum sínum for- ráð. í föðurgarði lagði hann grunn að því að standa á eigin fótum, hann eignaðist eigin bústofn. í næsta nágrenni hóf hann svo bú- skap með góðri konu og famaðist vel. Að líkindum má kveba svo að orði að Guðjón hafi með vissum hætti staðið í skugga bróður síns, sem bjó á föðurleifð þeirra, héraðs- höfbingjans Benedikts á Kirkjubóli. En þeir studdu hvor vib annars bak og nutu báðir samvistanna. Um langt árabil hef ég notið þess í ríkum mæli aö leiða frændlið Guð- jóns mér við hönd, afkomendur sér. Þar kom háttvísin og snyrti- mennskan best í ljós. Björn Jakobs- son kennari tók fljótlega upp á því að kalla okkur Bakkabræður. Þegar hann sá okkur saman sagði hann gjarnan: Hvað segja Bakkabræður í dag? Þetta létum vib okkur vel líka og höfðum gaman af. Ólafur og Páll voru ágæts íþróttamenn og hafði Björn þá í hávegum. Ólafur var lang besti fimleikamaður skól- ans þessa tvo vetur og hlaut 10 í íþróttum á burtfararprófi. Gilti einu hvort um var að ræba æfingar á hesti eba dýnu. í flikk-flakki gat hann oftlega stokkið það 7 sinnum í einni runu. Það lék enginn eftir honum. Hann var einnig ágætur söngmaöur og skipaði sér í bassa í Laugarvatnskórnum. Ólafur var vel metinn skólaþegn og vinsæll af nemendum skólans. Snemma í júlímánuöi 1931 var haldið nemendamót á Laugarvatni. Þar mættu margir af nemendum skólans frá upphafi. Vib Ólafur ákváðum ab sækja mótið og fara á reiðhjólum frá Eyrarbakka. Eftir tvo mína. Á ættarmóti á Kirkjubóli á blíðum sumardögum fyrir nálega 4 árum hitti stór skari frændfólks þennan öðling. Það voru góðir dag- ar. Guðjón var þá einn lifandi systk- inanna frá Kirkjubóli og hann var góður fulltrúi þeirra allra. Frænd- garðurinn og venslalið hreifst af hinum aldna heiðursmanni. Hann bjó þá vib gott atlæti á heimili aldr- aðra á Hólmavík. Þangab var gott að koma og góður félagi hans á þeim stað, hagleiksmaðurinn Þor- steinn Magnússon, átti hlut að ógleymanlegum sajnfundum. Hjartans þökk sé þeim báðum. Guðjón sagði mér frá Guðbjörgu á Broddanesi og ávarpsorðum hennar þegar faðir lians, Grímur á Kirkjubóli, var til grafar borinn. Guðbjörg hóf mál sitt m.a. með þessum orðum: „Ailt hefðarstand er sem mótuð mynt, en maðurinn gullið þrátt fyrir allt." Þessi yfirskrift hinnar gáfubu grannkonu feög- anna á Kirkjubóli á vel við í dag, þegar Gubjón í Miödalsgröf er kvaddur. Hann var vissulega gull af manni, óþægileg er sú tilfinning ab eiga þess ekki kost að hitta hann framar. Viö Þorgerður vottum dætrum hans, Guðfríði og Sigríði, og fjöl- skyldum þeirra einlæga samúð. Sigurður E. Haraldsson ánægjulega mótsdaga var hjólað heim næstu nótt eftir að því lauk. Þetta var björt og fögur júlínótt, eins og þær geta verib fegurstar á ís- landi, þegar sólin blundar skamma stund bak við fjöllin. Þessir dagar voru sannkallaðir sólskinsdagar í lífi okkar, sem oft var síðar minnst á. Á næstu árum skildu leiðir okkar og haldið var til ólíkra starfa. En vináttuböndin frá Laugarvatni voru sterk ög varanleg. Ólafur átti lengst af heima í Keflavík og starf- abi þar sem matreiöslumaður eða bryti, bæbi á skipum og í landi. Hann var ánægbur með starf þetta og fórst það vel úr hendi. Þegar líða tók á ævina flutti hann til Reykja- víkur og vann við matargerð í kjöt- búð. Síðar sneri hann sér ab versl- unarstörfum, fyrst í Reykjavík og síðar á Selfossi, en þangað flutti hann fyrir tæpum 10 árum. Ólafur var maður trygglyndur og vinfastur. Hlýr og Ijúfur í um- gengni en hlédrægur um of. Hann var alla ævi mikill íþróttamabur. Stundaði sund og fjallgöngur. Á síðari árum ferðaðist hann mikið um landið með Ferbafélagi íslands og naut þess vel. Hann starfaði um skeið í Ámesingakórnum í Reykja- vík, enda söngmabur góður. Fyrir 16 ámm hóf Ólafur sambúð meb skólasystur okkar frá Laugar- vatni, Ólöfu Símonardóttur frá Stokkseyri. Hún fór til Danmerkur nokkm fyrir stríö. Giftist þar dönskum manni en flutti heim nokkm eftir aö hún varö ekkja. Þessi ár hafa verið þeim báðum mikill hamingjutími. Ólöf er vel gerð mannkostakona og myndar- leg húsmóðir. Þau áttu fallegt og aðlaðandi heimili á Selfossi sl. 10 ár en áður í Reykjavík. Þegar góður æskuvinur kveður koma upp í hugann Ijúfar minn- ingar um bjarta framtíbardrauma og sterk vináttubönd. Engin vin- átta endist lengur en sú, sem myndast á æskuárunum. Hún stendur jafnan ævina út. Því hefur Þorsteinn Erlingsson lýst öbmm betur: Hve glöð er vor œska, hve létt er vor lund, er lífsstarfið ei huga vom þjáir. Þar áttum við fjölmarga indœla stund er œvi vor saknar ogþráir... Ég blessa minningu Ólafs Sig- urössonar. Þakka honum öll hin góðu kynni og sendi Ólöfu, börn- um hans og systkinum einlæga samúðarkveöju. Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir. Aðrir með söng er aldrei deyr. Þ.V. Daníel Ágiistínusson Ég er yngri af tveimur barna- bamabörnum hans langafa míns, bara 3ja ára, heiti Hrafnhildur Ása, mamma mín Ása, alveg eins og ég. Við Óli afi skoöuðum alltaf sam- an steinana sem hann og Lalla amma höfðu tínt og slípað, svo margir fallegir og mjúkir. Mamma sat með mig í fanginu, heima hjá okkur í Svíþjób, og sýndi mér stóru myndina af Óla afa. Grátandi sagði hún mér að hann væri dáinn. Ég kjökraði. Til að hugga okkur sagði hún að vib mundum alltaf geyma hann í hjartanu. Þá fór ég að hágráta og sagði henni mömmu að það væri svo sárt að kyngja svona stórri mynd. Hún sagði að ég þyrfti þess ekki. Svo urðum við glaðar aftur. F.h. Hrafnhildar Ásu Ævarsdótt- ur, Ása Ólafsdóttir Útför Ólafs verður gerð frá Sel- fosskirkju iaugardaginn 15. apríl nk., kl. 13.30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.