Tíminn - 12.04.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1995, Blaðsíða 7
Miövikudagur 12. apríl 1995 i¥wfww 7 Mikib barnalán Thorlaksson fjöl- skyldunnar Þannig gerbist Ben, elsti son- urinn, apríkósuræktandi auk þéss að rækta abra ávexti. Adal (Aðalbjörg) fór í fram- haldsskóla í Vernonbæ og í við- skiptanám í Victoria. Hún giftist Lewis Marshall þegar hann kom heim af vígstöðvunum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þau höfðu kynnst á gamaldags kántrídans- leik í Commonage. Synir þeirra voru fimm talsins og meðal þeirra áðurnefndir tvíburar, Elwyn og Gordon, sem voru fyr- irliðar hópsins sem heimsótti ís- land í fyrra. Önnur börn þeirra Þorláks og Ingibjargar fengu líka góða menntun og komust vel af. Anna lauk skóia giftist og setti á fót matvöruverslun og síbar veitingahús. Sölvi fór til náms en sneri sér að bústörfum og hugabi ab ávaxtarækt meðfram hefðbundnum búskap. Átti hann stóran þátt í að efla bú- skap foreldra sinna. Ed gerðist kennari, og nam við háskólann í British Columbia. Hann varð fyrir slysi og missti heilsuna. Harold starfabi lengi í olíuvið- skiptum, en sneri aftur til átt- haganna í Commonage og tók til við ávaxtarækt í Marshall- ávaxtaekrunum. Hann stundaði líka sauðfjárrækt í samvinnu vib Tom bróöur sinn. Síðar ákvað hann að söðla um og fór yfir í timburviðskipti og stofnabi La- vington Planner Mill, sem hann rekur ásamt sonum sínum. Jó- hann var íþróttamaður og af- reksmaöur sem slíkur. Hann starfaði lengi við fasteignavið- skipti í Vernon auk þess að eiga sögunarmyllu. Síðar rak hann Ponderosa-býlið ásamt sonum sínum. Ættfaöirinn fellur frá Þorlákur Þorláksson lést 1943, 81 árs að aldri. Þorlákur varð fyr- ir slysi 12 árum fyrr. Hann fór ríðandi eftir kúnum, en skilaði sér ekki á tilsettum tíma. Hann fannst lifandi en illa slasaður, hafbi fallið af baki. Honum tókst ab standa í fæturna ab nýju eftir langa spítalavist, en var ekki til stórra afreka í búskapnum. Tom sonur hans tók við ásamt bræðr- um sínum, og nú tók við stækk- un búrekstrarins og keyptar jarð- ir í nágrenninu. Ingibjörg Jó- hannsdóttir, ættmóbirin, lést ár- ið 1965, 93 ára gömul. Þau hjónin áttu miklu barnaláni að fagna. Öll börnin, átta ab töiu, komust til manns og barnabörn þeirra og barnabarnabörn hafa menntast og komist í álnir flest hver, margir hafa lært til starfa sem tengjast landbúnaði og hafa unnið að rannsóknum á því sviði. Hópurinn hefur að sjálf- sögðu leitað starfa á ýmsum vettvangi. En stór hluti þessa ís- lensk-ættaða fólks starfar við landbúnab í dag, sauðfjárrækt, timburvinnslu og ávaxtarækt. Forríklr stórbændur Bræðurnir Elwyn og Gordon, sem áttu stærstan þátt í hópferð- inni hingað til lands. Þeir tví- burabræðurnir em 67 ára gamlir. Þeir hösluöu sér völl í ávaxta- rækt eins og þeir allir bræðurnir fimm. Ávaxtaekrur bræðranna eru stórar og liggja milli bæj- anna Kelowna og Vernon, og em þeir stærstu ávaxtaframleið- endur þessa frjósama dals, og leggja áherslu á ræktun hinna víðfrægu BC- epla, sem íslend- ingar þekkja reyndar, aúk þess að rækta perur. Einn bróðirinn rekur gróðrarstöð og sendir epla- trésgræðlinga um allt landið. Gordon Marshall, sannur Skagfirðingur í sjón og raun og áreiðanlega með mikið skag- firskt blóð í æðum, er varaforseti B.C. Tree Fmits Ltd. sem er sölu- aðili fyrir eplin góðu frá bresku Kólumbíu. Aðrir afkomendur Þorláks og Ingibjargar em stórbændur með HÁSKÓLANÁM í REKSTRARFRÆÐUM Samvinnuháskólinn býður fjölbreytt rekstrarfræðanám, sem miðar að þvi að undirbúa fólk undir forystu-, ábyrgðar- og stjómunarstörf í atvinnulífinu. FRUMGREINADEILD Eins árs nám til undirbúnings reglulegu háskólanámi í rekstarfræðum. Inntökuskilyrði: Nám í sérskólum/þriggja ára framhalds- skólanám/starfsreynsla 25 ára og eldri. REKSTRARFRÆÐADEILD Tveggja ára háskólanám á helstu sviðum rekstrar, viðskipta og stjómunar. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf, með viðskiptatengdum áföngum, lokapróf í frumgreinum við Samvinnuháskólann eða sambærilegt. Námstitill: rekstrarfræðingur REKSTRARFRÆÐADEILD H. Eins árs almennt framhaldsnám fyrir rekstrarfTæðinga. Inntökuskilyrði: Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum eða sambærilegt. Námsgráða: B.S. í rekstrarfræðum. Aðrar upplýsingar Nemendavist og íbúðir á Bifföst. Leikskóli og einsetinn grunnskóli nærri. Námsgjöld, fæði og húsnæði á vist hafa verið um 40.000 kr. á mánuði. Námið er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Byijað verður að afgreiða umsóknir 23. apríl. Hringið og fáið nánari upplýsingar. Samvinnuháskólinn á Bifröst Sími: 93-50000; bréfsími: 93-50020 þúsundir fjár, enn aðrir með trjárækt, sögunarmyllur og pappírsiðnað og selja vöru sína víðsvegar um heiminn. Unga fólkið frá íslandi sem hittist fyrir tilviljun í Winnipeg fyrir síðustu aldamót hefur eign- ast dugmikla afkomendur, sem við að sjálfsögbu þökkum ís- lenska upprunanum, enda þótt engilsaxneskar ættir hafi bland- ast þar inn í. Það hefur verið sagt að eplið falli sjaldan langt frá eikinni. Þab sannast vel á af- komendum þessa dugnabar- fólks, Ingibjargar og Þorláks. Alltaf unnið höröum höndum „Kanada er land allsnægtanna. Við höfum þó alla tíð þurft ab vinna hörðum höndum, systk- inin. Við höfum orðið að taka áhættu eins og gengur, en við höfum alltaf unnið saman sem einn maður. Fjölskyldueiningin er sterkasta aflið sem til er," sagði Elwin Marshall, íslending- ur, nýbúinn að finna rætur sínar í Skagafirði, þegar blaðamaður ræddi við þá tvíburabræöur í fyrrasumar. Þrátt fyrir mikið ríkidæmi þessa fólks barst það ekki á. Það var ánægt með gististaði sína hér þótt þau væru ekki í neinum heimsklassa. Slíkt fólk spreðar ekki peningum í kringum sig eins og íslenskir nýríkir gera gjarnan. Þarna fór fyrst og fremst íslenskt dugnaðarfólk. Það leyndi sér ekki. ■ Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 Innlausnardagur 15. apríl 1995. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.465.235 kr. 146.524 kr. 14.652 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.303.777 kr. 651.888 kr. 130.378 kr. 13.038 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.284.118 kr. 128.412 kr. 12.841 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.319:829 kr. 1.263.966 kr. 126.397 kr. 12.640 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.820.234 kr. 1.164.047 kr. 116.405 kr. 11.640 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.471.485 kr. 1.094.297 kr. 109.430 kr. 10.943 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.382.622 kr. 1.076.524 kr. 107.652 kr. 10.765 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍL • SÍMI 69 69 00 FÖSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANtslES RÍKISSTJÓRN HINNA HALLOKA Eftir þingkosningarnar um helgina er brostinn trúnaður á milli kjósenda og Alþingis. Ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar hefur eins þingmanns meirihluta á Alþingi en vantar rúmt prósent at- kvæba til aö hafa meirihluta hjá þjóðinni. Löglegt en si&laust hefðu bæði Vilmundur Gylfason og |ónas Jónsson frá Hriflu sagt um þessa stöðu. Alþýðuflokkurinn missti fylgi í öllum kjördæmum og þrjú þingsæti en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einum þingmanni. Kvennalistinn rýrnar um helming og Alþýðubandalagið stendur í stað. Framsókn vinnur á öll- um vígstöðvum nema á Vestfjörb- um, þar sem flokkurinn klofnaði. Jó- hanna Sigurbardóttir þrefaldar þing- sæti sitt og er nú orbinn fjögurra manna þingflokkur. En allt er í heim- inum hverfult og þeir síbustu eru fyrstir. Þegar þessar línur eru skrifabar eru formenn Sjálfstæðisflokks og krata að semja um frekari stjórnarsetu eða að reisa nýja ríkisstjórn á rústum gömlu Viðeyjarstjórnarinnar. Þab eru ekki sigurvegarar kosninganna sem setj- ast niður að skipta herfanginu heldur hinir sigruðu. Og til ab tryggja ab engin sigurtákn hangi uppi á nýja stjórnarheimilinu má búast vib ab Kvennalisti verði hafbur með í ríkis- stjóm hinna halloka. Davíð Oddsson telur þriggja flokka stjórn betri kost en fjögurra flokka. Pistilhöfundur tekur ekki undir orð ráðherrans og vitnar í dr. Gunnar Thoroddsen í því sambandi. Forsæt- isráðherrann fyrrverandi sagbi ab fjögurra flokka ríkisstjórn væri betri kostur en þriggja flokka stjórn og ab ástæban væri þessi: Þegar þrjá flokka greinir á um stjórn iandsins verða tveir oft á móti einum og minnihlutaflokkurinn finnur til samblásturs í sinn garð. í fjögurra flokka stjórn er hins vegar oft jafntefli meb tveim flokkum á móti tveim og staban þrír gegn einum er of mikill meirihluti fyrir minnihlutann að finna til samsæris. Davíb ætti að hafa þessa reynslu dr. Gunnars frænda síns á bakvib eyrab ábur en lengra er haldið. Sjallinn er meb pálmann í höndun- um vib samningaborbib og getur samib í allar áttir. Davíð Oddsson er firnasterkur eftir ab hafa losnab vib helstu ólátabelgina úr þingflokknum og hert tökin á þeim sem eftir sitja. Vegur forsætisráðherrans hefur líka vaxið hjá flokksmönnum að lokinni endurvinnslu rábherrans til líkama og sálar. En Davíð Oddsson hyggst endurnýja víðar en á matseðlinum hjá sér og getur látið kné fylgja kvibi á stjómarheimilinu. Rýrnun Alþýðuflokksins um þrjá þingmenn gefur íhaldinu tilefni til að fækka ráðherrastólum um einn á kostnað krata. Tími Björns Bjarnason- ar er ekki langt undan og nú dugar ekkert minna en utanríkisráðuneytið fyrir Engeyjarættina. Klókara væri fyr- ir Davíð ab þreyta Björn í fjármála- rábuneytinu. Jón Baldvin fer liklega í menntamálin og þá losnar áreynslu- laust um Ólaf Garbar. Þorsteinn Páls- son kveður sjávarútveginn en óvíst er hvort Davíð þorir að hleypa vestfirb- ingunum í ráðuneytið. Þjálla væri ab setja Friðrik þangab.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.