Tíminn - 12.04.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.04.1995, Blaðsíða 16
IWWSÍ Mi&vikudagur 12. apríl 1995 Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Subvestan stormur og skúrir eba slydduél meb morgn- inum. • Faxaflói: Snýst í sv-hvassvi&ri e&a storm me& skúrum eöa slyddu- éljum. • Brei&afjör&ur: Allhvöss sv-átt með hvössum slydduéljum. • Vestfir&ir: Allhvöss nv-átt. Éljagangur sí&degis. • Strandir og Nl. vestra: Breytileg átt, kaldi e&a stinningskaldi. Él sí&degis. • Ngr&austurland, Austurland að Ciettingi: Léttir til me& sunnan kalda. El á annesjum sí&degis. • Austfir&ir: Nv-hvassviöri eöa stormur. Skýjaö en úrkomulítiö. Su&austurland: Suövestan stormur e&a rok og skúrir. Reykjavíkurborg meö tilraun sem er raunverulega fyrsta skrefiö til flokkunar heimilissorps: Gámar víös vegar um borg- ina fyrir dagblabapappír I sumar ver&ur hafin tilraun me& innsöfnun á dagbla&a- pappír og er hún í raun fyrsta tilraun til raunverulegrar flokk- unar heimilissorps í Reykjavík. Settir ver&a upp gámar ví&s veg- ar um Reykjavíkurborg, þar sem ætlunin er a& almenningur geti komi& frá sér dagbla&a- pappír til endurvinnslu. Gá- munum ver&ur komi& fyrir vi& verslunarkjarna í Reykjavík og í tveimur hverfum í Brei&holti til a& byrja me&. Þa& er embætti borgarverkfræ&ings sem sett hefur fram tillögur a& verkefn- inu og var máliö á dagskrá borgarrá&s í gær, en ákvör&un frestaö. Taliö er aö pappír sem notaður er í dagblöð, tímarit og fleira skylt, sé um 25% af heimilissorpi sem er mun meira en þekkist í öðrum löndum og það er því mik- ið magn af pappír sem fellur til. Sorpa hefur hingað til tekið á móti pappír, almennt sem settur hefur verið í sérstaka gáma á mót- tökustöðvum, þaðan sem sem hann er seldur og fluttur til Sví- þjóðar til endurvinnslu, en nú er gengið enn lengra í flokkuninni. Verö á pappír til endurvinnslu hefur farið hækkkandi og Sorpa er farin að hafa tekjur af móttöku á pappír umfram kostnað og því þykir fýsilegt að fara út í þessa til- raun. Það verður Gámaþjónustan hf. sem mun leggja til gáma og sjá um hirðingu, samkvæmt samn- ingi en eftirlit verður í höndum hreinsunardeildar Reykjavíkur- borgar. Gámaþjónustan mun flytja pappírinn í móttökustöð Sorpu í Gufunesi, þaðan sem hann verbur seldur. Framkvæmdin verður með þrennum hætti. í fyrsta lagi verða I sumar veröur komib fyrir ruslagámi fyrir dagblööin í Reykjavík. settir gámar á 20 stöðum víðs veg- ar um Reykjavíkurborg, við versl- unarkjarna. Þá verða settir um 40 gámar á götuhorn í efra og neðra Breiðholti og er ætlunin ab bera þetta tvennt saman og sjá hvort skilar sér betur. í þriðja lagi verður komið upp einhvers konar að- stöðu í húsum þar sem eru þjón- ustuíbúðir aldraðra, þar sem íbúar eigi auðvelt með ab skila af sér dagblaðapappír. Til vibbótar á að gera tilraun með ab safna saman „skrifstofu- pappír" á skrifstofu borgarverk- fræðings og borgarverkfræðings og ef vel tekst til þá verður þab einnig tekið upp á öðrum skrif- stofum stofnana og fyrirtækja borgarinnar. ■ Skotveibi- menn deila á Skógrækt ríkisins Skotvei&ifélags íslands hefur formlega mótmælt því a& Skóg- rækt ríkisins leggi 10 hektara land undir malarnám í Kap- elluhrauni. Skógræktarstjóri vísar mótmælunum á bug og segir þau bygg& á misskilningi. SKOTVÍS hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirhuguðu malarnámi er mótmælt og skorað á Skógræktina ab einbeita sér að því hlutverki sem henni sé ætlað, sem er að græba land og vernda náttúrulega skóga. í ályktun frá aðalfundi SKOT- VÍS 1995 segir ab þarna sé um að ræða að mestu leyti vel gróið hraun, vaxið birkikjarri, en þar sé búsvæbi margra villtra fuglateg- unda og þar á meðal rjúpunnar. „Einnig er þarna um að ræða vin- sælt útivistarsvæði almennings og skotveibimanna þar á meðal," segir í ályktun aðalfundarins. Jón Loftsson skógræktarstjóri segir ályktunina á misskilningi byggða. Malarnám á þessu lands- svæði Skógræktarinnar hafi tíðk- ast lengi. Sú viðbót sem nú sé fyr- irhuguð sé neðarlega í Kapellu- hrauni á gróðurlausu svæði, sem ráðgert er að síðan verði framtíð- ar iönaðarhverfi Hafnarfjarðar- bæjar. ■ Trillukarlar bera fyrir sig réttinum til borgaralegrar óhlýöni gegn meintum ólögum sjávarútvegsráöuneytisins: Banndagakerfiö fer fyrir dóm Arthur Bogason, forma&ur 18 ver&i ekki a&eins tekist á um krókabáta á utankvótategundum á Landssambands smábátaeig- sjálft banndagakerfib fyrir banndögum óheimil skilyrði. enda, segir a& í kæru Fiskistofu gegn vestfirsku trillukörlunum Páskahátíöin: Þúsundir á faraldsfæti Um þessa páska sem fyrri páskahátí&ir veröur fjöldi manna á faraldsfæti og má gera rá& fyrir aö þeir skipti þúsundum, í lofti og á láöi. Ve&urstofan spáir ekki sérlega vel um hátí&arnar, kólnandi og rigningu, e&a snjókomu. Hálfgeröu páskahrei. Gera má ráð fyrir að Flugleiðir flytji hátt á annab þúsund manns fyrir páska og mun félag- ið fara um 30 aukaflug í dag, skírdag, laugardag og annan í páskum. Að mestu leyti verður flogið með Fokker F-50 vélum félagsins, en ab auki verða farn- ar nokkrar ferðir með Boeing 737 til Akureyrar og Egilsstaða. Ekkert er flogið á vegum félags- ins á föstudaginn langa og páskadag. Samkvæmt upplýs- ingum frá innanlandsdeild Flugleiba í gær voru enn laus sæti með vélum félagsins á alla áætlunarstaði, bæði fyrir og eft- Utkoma Tímans mmm Tíminn er í stærra lagi í dag, með sérstöku páskablaði, þar sem þetta er síðasta tölublaðið fyrir hátíðarnar. Blaðið kemur næst út þriðjudaginn 19. apríl. ir páska. Erill er þegar orðinn mikill hjá íslandsflugi og munu þeir flytja hundruð farþega á áætlunar- leiðum sínum og hafa starfs- menn félagsins skipulagt nokk- urn fjölda af aukaflugum. Þab verbur einnig nóg að gera hjá BSÍ, en þúsundir manna munu notfæra sér þjónustu hópferðabíla um páskana. Þá munu margir ferðast á einkabílum og dvelja hjá vin- um, ættingjum eða í sumarbú- stöðum víðs vegar um landið. Umferðarráb hvetur til þess að ökumenn tryggi að bifreibar þeirra séu vel búnar, hafi meö sér hlýjan fatnað, keðjur, skóflu, dráttartaug og nauðsynlegustu varahluti. Þá er brýnt fyrir ferða- löngum í fjallaferðum að gera ferðaáætlun og láta vita af sér á meöan á ferð stendur. ■ dómstólum, heldur einnig um þa& sem kallaö hefur veriö borgaraleg óhlý&ni. En þa& er sá réttur sem sumir telja a& borg- urum sé áskilinn til þess a& hlý&a ekki ólögum af hálfu stjórnvalda. Formaöur LS segir að sambandið muni styðja karlana með ráðum og dáð, auk þess sem óskab verbi eftir flýtimeðferð á þessu prófmáli í hér- absdómi. Að fenginni niðurstöðu í héraði verður eflaust farið meb þab fyrir Hæstarétt. í lögfræðilegri álitsgerð Tryggva Gunnarssonar hrl. sem hann vann að beiðni Landssambands smábáta- eigenda og lá til gmndvallar ákvörðun trillukarlanna til veiða á banndegi, kemur m.a. fram að krókabátum sé heimilt að stunda veiðar á utankvótategundum á banndögum, enda hafi þeir leyfi til veiða í atvinnuskyni. Tryggvi telur jafnframt ab reglugerb sjávarút- vegsráðuneytisins um bann við öll- um handfæra- og línuveiðum krókabáta á banndögum, samanber auglýsingu ráðuneytisins nr. 415/ 1994, sem kæra Fiskistofu er grund- völluð á, gangi lengra heldur en lög um stjórn fiskveiða. Samkvæmt því eru reglur ráðuneytisins í ósam- ræmi við lögin um stjórn fiskveiða og því séu skilyrðin um veiðibann I álitsgerðinni kemur einnig fram að samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða sé aðeins sagt að króka- bátar skuli sæta veiðitakmörkun- um. Tilgangurinn með þessum veiöitakmörkunum er að takmarka veiðar í þá nytjastofna sjávar sem talið er naubsynlegt. í lögunum er einnig kvebið skýrt á um það að veiöar á utankvótategundum séu frjálsar öllum skipum sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni. Samkvæmt því telur Tryggvi að þab sé ekkert ákvæði í lögunum um stjórn fiskvei&a sem takmarki veið- ar krókabáta á utankvótategundum umfram aðra útgerðarflokka. Hann minnir jafnframt á að samkvæmt 69. gr. stjómarskrárinnar þurfi skýra og ótvíræða lagaheimild til að takmarka atvinnufrelsi manna, þ.m.t. að takmarka heimildir til fiskveiða. ■ TVOFALDUR1. VINNINGUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.