Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 2
2 Wmttm Laugardagur 22. apríl 1995 JC-hreyfingin hvetur til landssöfnunar til kynningar á myndum Magnúsar Cuömundssonar í Bandaríkjunum: „Snýst ekki abeins um hvalveiöar heldur grundvallarréttindi" Frá blaöamannafundi í gær þar sem átakib var kynnt. F.v. Magnús Guömundsson, Sœvar Guöjónsson formabur IC Nes, og /ón Rafn Valdimarsson, kynningarfulltrúi. Tímamynd: cs JC-hreyfingin á Seltjarnar- nesi hyggst ganga fyrir lands- söfnun til ab kosta dreifingu á myndum Magnúsar Gub- mundssonar í alla helstu skóla Bandaríkjanna. Magn- ús segir ab kveikjan ab þessu verkefni sé ab vaxandi áhuga hafi gaett hjá háskólanemum vestra nýlega ab kynna sér dýraverndunarmál og þ.m.t. hvalveibar frá nýjum sjónar- hóli. Nýlegar ritgerbir nokkurra háskólanema í Bandaríkjunum sýna ab nemendur snerust al- gjörlega í abstöbu sinni, frá því ab vera gegn veibum á sjávar- spendýrum til þess ab hvetja til skilnings á þörfum þeirra sem byggja afkomu sína á sjávar- fangi. Þetta sé í raun í fyrsta sinn sem málstaöur veiöiþjóð- arinnar — íslendinga í þessu tilviki — sé kynntur. Magnús segir ab menn séu nú farnir ab átta sig á aö raun- verulegt átak þurfi til ab kynna málstað íslendinga erlendis. Rétt sé að snúa sér fyrst til þeirra þjófélagshópa sem helst eru reiðubúnir til að kynna sér málstaðinn frá bábum sjónar- hornum, og þar séu mennta- stofnanir heppilegur vettvang- ur. Magnús hefur verib mikið í Bandaríkjunum að undan- förnu. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra auk þess að koma fram og kynna málstað íslendinga í sjónvarpsþáttum. Hann segir að það starf sé nú Útflutningsverðlaun Forseta ís- lands, sem veitt eru árlega voru afhent á sumardaginn fyrsta og var þaö Ferðaskrifstofa Guð- mundar Jónassonar sem hlaut ab bera ávöxt en vel þurfi að fylgja sjónarmiðum íslendinga eftir og sé sú barátta það kostn- aðarsöm að hann hafi ekki le- engur bolmagn til að kosta hana sjálfur. Aðspurður um afstöbu þorra Bandaríkjamanna gegn hval- veiðum segir Magnús ab það hafi komið á óvart ab Gallup- þau að þessu sinni. Verðlaunin eru veitt í viöurkenningarskyni fyrir markvert framlag til eflingar útflutnignsverslun og gjaldeyris- öflun íslensku þjóðarinnar. ■ könnun hafi sýnt ab meir en helmingur þjóðarinnar sem tók afstöðu taldi veiðar undir eftirliti vísindamanna eiga rétt á sér. Öfgahóparnir vestra séu aftur svo háværir og nái hátt upp áð skyggt hafi á réttláta umfjöllun. Stuðningur gras- rótarinnar Magnús segist mjög þaklátur og ánægður nmeð framtak JC- manna og vonast til að beiðn- inni um stuðning grasrótar- innar á íslandi verði vel tekið. Markmibið sé að gefa 10.000 eintök til bandarískra skóla með kveðju frá íslenskri grasrót — íslenskum almenningi. Hvert eintak sem íslendingar kaupa af Magnúsi verður sent utan þannig að kaupandinn framselur myndirnar til Banda- ríkjanna. Sem dæmi nefnir Magnús að sveitarfélög geti tekib sig saman og keypt ein- hvern fjölda mynda fyrir skóla sveitarfélagsins og sá skóli myndi síðan gefa skólum í Bandaríkjunum sama eintaka- fjölda. Styrkurinn í hugmynd- inni felist í að ekki sé leitað til einstakra hagsmunahópa held- ur breiðfylkingarinnar, fólks- ins í landinu í heild sinni. Þá má geta þess að Fiskimálastjóri hefur skrifað hvatningarbréf, þar sem hann hvetur almenn- ing til að taka þátt í þessu verk- efni. Dreifing myndanna erlendis verður á vegum ýmissa for- eldrasamtaka og verður upp- lýsingabæklingi jafnframt dreift, þar sem helstu deilumál- in eru viðruð frá báðum hlið- um. Saga hvalastríðs íslend- inga við erlendar þjóðir verður rakin og bent á hvernig al- menningur geti aflað sér frek- ari gagna. Magnús segir að þrátt fyrir að við ramman reip hafi verið að draga hingað til vegna aðgerða umhverfissinna, séu ýmis tákn á lofti nú um að stefnubreyting sé ab verða á. Hann nefnir sem dæmi að nýlega hafi fjöldi greina birst í bandarískum stórblöðum þar sem hvatt er til hvalveiða og bandarísk stjórn- völd gagnrýnd fyrir afstöðu sína. Þá hafi hann í sept. sl. haldið fyrirlestur fyrir amerísk þverpólitísk samtök, Alliance for America sem nái til 20 milljóna manna. Þab sé meiri fjöldi en samanlagður mann- fjöldi „grænna" hreyfinga í Banadríkjunum. Markmib hreyfingarinnar er að stuðla að eðlilegri nýtingu náttúruauð- linda og eftir fyrirlestur Magn- úsar og sjónvarpsþátt lýstu samtökin yfir stuðningi við veiðar íslendinga og annarra þjóða á stofnum sem hefðu veibiþol. Þau sendu síðan stuðningsyfirlýsinguna bæði til Hvíta hússins og Banda- ríkjaþings. í kjölfar þessa flytur Magnús fyrirlestur í Banda- ríkjaþingi sem fjöldi þing- manna mun sitja. Grundvallarréttindi „Þetta snýst ekki lengur um hvalveiðar heldur grundvallar- réttindi þjóbar til að nýta sér náttúruauðlindir án . afskipta öfgahreyfinga, hverju nafni sem þær nefnast. Þetta snýst ekki lengur um hval og sel enda er það ekki lengur aðalat- riði þessara hreyfinga heldur eru þær nú komnar í fiskinn," segir Magnús. Hann segir að grundvallarsjónarmiðið sé að ef eigi að taka eina dýrategund eða tvær út úr lífkeðjunni sé öll fiskveiðistjórnun orðin að skollaleik. Þetta þurfi að að út- skýra fyrir almenningi og það hyggst hann gera áfram, en vonandi með stuðningi lands- manna. ■ Útflutningsverölaun Forseta Islands 1995 veitt á sumardaginn fyrsta: Guðmundur Jónasson hf. hlaut verðlaunin Davíð vissi ekki síma- númer Jóns Baldvins Ákvörbun Davíös Oddssonai aö haetta tilraunum til —1 urnýja lífdaga ríkisstjór ar cn snúa sér frekar al sóknarflokknum. • FÆZ FFFM FFFJ £/rfU ■ S////J/ F/4f?St«4 r* Kísiliöjan hf. viö Mývatn: Verulegur afkomu- bati á milli ára Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyr: Rekstur Kísiliðjunnar við Mý- vatn batnaði um 80 milljónir á milli áranna 1993 til 1994. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins varð liðlega 48 milljónir og hagnaður af reglulegri starfsemi þess varð 55,4 milljónir króna á móti um 33 milljóna króna tapi á árinu 1993. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var nýverið. Á árinu 1994 framleiddi kísil- iðjan hf. rúm 25 þúsund tonn af kísilgúr, sem er allt að 42% framleiðsluaukning frá árinu ábur. Af þeirri framleiðslu vom 24,5 þúsund tonn seld á erlenda markabi og nam framleiðslu- verðmæti þeirra afurba 683 milljónum króna en það er um 25% aukning á framleiðsluverð- mætum frá árinu á undan. Á ab- alfundinum var ákveðið að greiða 36 milljónir króna í arð til hluthafa en nafnverð hluta- fjár í Kísiliðjunni hf. er nú 122 milljónir króna og á íslenska ríkið 51% eignarhlut í fyrirtæk- inu, erlent fyrirtæki Celite á rúm 48% og sveitarfélög á Norð- urlandi afganginn. Ástæöur batnandi afkomu Kísilibjunnar hf. eru einkum þær að unnið hefur verið að endurskipulagn- ingu á rekstri þess og með batn- andi efnahagsástandi og eflingu atvinnulífs í Evrópu hafa sölu- möguleikar fyrirtækisins aukist. Kemur það einnig fram í sölu- horfum fyrir þetta ár og þegar hefur verið selt um 30% meira magn af kísilgúr á fyrstu tveim- ur mánuðum þessa árs en selt var á sama tíma á síðasta ári. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.