Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 21

Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 21
Laugardagur 22, apríl 1995 21 t ANDLAT Sigríöur Jóhannsdóttir frá Flateyri, Hraunbæ 100, Reykjavík, lést í Landspítal- anum aðfaranótt 9. apríl. Jóhannes Bjarni Einarsson, Njálsgötu 85, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum þann 7. apríl. Guðmundur Agúst Leósson lést 8. apríl sl. Guöný Guðmundsdóttir, Sólheimum 25, lést í Land- spítaianum 9. apríl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 19. apríl kl. 10.30. Guðmundur Þórðarson frá Útgörðum, Stokkseyri, lést 26. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurður Guðmundur Guðbjartsson, Völusteinsstræti 28, Bolung- arvík, lést í Sjúkrahúsi ísa- fjarðar 11. apríl. Magnea Jóhannesdóttir, fyrrum læknisfrú í Hvera- gerði, lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 11. apríl. Einar Baldursson, Hraunprýði v/Vatnsveitu- veg, lést 2. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey. Ágúst Óskar Lýðsson frá Reykjarfirði lést í Vífils- staðaspítala 10. apríl. Þuríöur Dagný Skeggjadóttir, Geitagerði, Fljótsdal, lést 11. apríl. Ævar Þorvaldsson, Klukkubergi 3, lést á heimili sínu 14. apríl. Ásta Kristín Guðjónsdóttir, Vallargötu 29, Þingeyri, lést á heimili sínu fimmtudag- inn 13. apríl. Daðína Þórarinsdóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. apríl. Minningarathöfn fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 21. apríl. Bálför hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Ása Hjaltested, Austurbrún 6, Reykjavík, er látin. Diðrik Sigurðsson, áður bóndi á Kanastööum, lést á Sólvangi í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. apríl. Sigurður Einarsson, áöur Öldugötu 13, Hafnar- firði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. apríl. Einar G. Jónsson, Grandavegi 47, lést í Land- spítalanum 18. apríl. Bjarni Guðmundsson, Grenimel 26, lést á Hrafn- istu í Reykjavík 7. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorlákur Sigurjónsson frá Tindum, Fellsmúla 19, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans 17. apríl. Inga Birna Pétursdóttir, Vallarbraut 9, Akranesi, lést 19 apríl í Sjúkrahúsi Akra- ness. Visakort, vín og víf Ein stór fjölskylda .... Kvikmyndataka: Gu&mundur Bjartmars- son. Klipping: Reynir Lyngdal og Arnar jónas- son. Tónlist: Skárren ekkert. Framlei&sla, handrit og leikstjórn: jó- hann Sigmarsson. A&alhlutverk: jón Sæmundur Au&arson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Sigrún Hólm- geirsdóttir, Kristján Arngrímsson, Nína Björk Gunnarsdóttir, Sara Dögg Meulen- broek og María Hjálmtýsdóttir. Háskólabíó. Öllum leyf&. Það sést greinilega á Einni stórri fjölskyldu, fyrsta leik- stjórnarverkefni Jóhanns Sig- marssonar, hversu stóra rullu kostnabarþátturinn skipar í kvikmyndagerð. Myndin er greinilega gerð af vanefnum og bitnar það helst á tæknivinn- unni. Handritið er í sjálfu sér frambærilegt, þótt það sé ekki laust við vankanta. Hér segir af Jóa Oón Sæmund- ur Auðarson), sem býr með kærustunni og tengdaforeldr- unum, snobbuðu og ríku fólki. Eftir að hann hefur fengib nóg af kærustunni og því aö vinna hjá tengdaföðurnum fer hann á „vísafyllirí" með gullkort karls- ins í farteskinu. Hann á náin kynni með nokkrum fögrum fljóðum, en allt fer í hönk þegar kærastan fyrrverandi tilkynnir honum að hún sé ólétt. Jói er tilbúinn að rækja sínar skyldur, en málin vandast þegar fjórar abrar stúlkur segjast einnig vera óléttar af hans völdum. Þab er Jói, sem segir okkur hrakfarasögu sína og er hún nokkuð skondin á köflum, en langt frá því að geta haldið mynd uppi. Lítið fer fyrir öbr- um persónum, þab er varla að þær fái línur til aö fara meb. KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON Kvenpersónurnar eru ab þessu leyti mjög óáhugaverðar og karakterlausar. Samræður eru ekki margar, en þar nýtur húmorinn sín helst, til dæmis í viðskiptum Jóa og tengdaföður- ins. Veikasti hlekkurinn er tækni- vinnan, eins og svo oft ábur í ís- lenskum myndum. Hljóð- vinnslan er öll í molum og klippingin er á köflum mjög stirð. Kvikmyndataka Guö- mundar Bjartmarssonar er lát- laus og einföld, enda sjálfsagt ekki mikib til af peningum fyrir flókin og dýr skot. Tónlistin er í mjög góðum höndum hjá Skár- ren ekkert, sem auka áhrifamátt einstakra atriöa af smekkvísi og tilfinningu. Aðalhlutverkið er í höndum óreynds leikara, Jóns Sæmundar Aubarsonar, og stendur hann sig með ágætum í heildina. Það er helst að framsögnin hefði mátt vera betri í sögumanns- hlutverkinu. Önnur hlutverk eru það veigalítil í myndinni, að erfitt er að fjölyrða nokkub gott eða slæmt um leikarana sem þau skipa. Ein stór fjölskylda er aldrei langdregin, fyndin á köflum og í sjálfu sér nokkuð góð miðað vib hvab í hana er lagt. Hins vegar er tæknivinnan vond og ekki mikiö kjöt á beinunum í handritinu. Hún hefur sína kosti og galla. Kris Kristoffer- son ekki dauður úr öllum æbum Kris Kristofferson, söngvari og leikari, átti endurkomu á dög- unum á Bretlandseyjum, löngu eftir að aðdáendur hans voru búnir að afskrifa kappann sem listamann. Þetta var í fyrsta skipti í sex ár sem Kris kynnti nýja plötu, Moments of Forever, og var til þess tekið að hann hefur breytt útliti sínu mjög. Áður var sítt hár og mikið skegg helsta vörumerki Kris, en nú ber svo við að hann er manna snyrtilegastur, stutt- hærður og með lítið yfirvarar- skegg. Að sögn hans voru ab- dáendurnir ekki mjög sáttir við ab hann væri búinn að farga alskegginu og var hann óspart hvattur til að láta sér vaxa nýtt. Kris er orðinn 58 ára gamall og lifir nú rólegu lífi á Hawaii, í SPEGLI TÍMANS Kris Kristofferson meö nýja „lúkkiö". með eiginkonunni Lisu og fimm börnum. Stefgjöldin ein sér af lögum eins og Me and Bobby McGee og Help Me Make it through the Night sjá til að hann lifir góðu lífi. ■ Jessica Lange, nýkrýndur óskarsverölaunahafi: Segir skilnað nán- ast óumflýjanlegan Líf leikkonunnar er oft einmanalegt og kallar á fjarvistir frá bónda og börnum. Hjónaband jessicu og Sams Shepard ber þess nú merki. Jessica- Lange naut nýlega þess heiðurs að fá óskarsverðlaun fyr- ir Ieik sinn í kvikmyndinni Blue Sky. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan bíógestir minnast hennar sem hjálparlausrar stúlku í stórmyndinni King Kong. Þá var hún ung og óreynd fegurðardís frá Minnesota, sem fékk sín tækifæri vegna útlitsins. Núna gilda önnur lögmál. Þegar leikstjórar kalla Jessicu til liös við sig, eru þeir ab leita að hæfileikaríkri, þroskaðri konu (Jessica er 45 ára), en vissulega skemmir ekki fyrir hve vel leik- konan heldur sér. Jessica giftist kollega sínum Sam Shepard fyrir 14 árum, en þar á undan höfðu ýmsir þekkt- ir menn fallið fyrir henni. Þar má nefna menn eins og Robert DeNiro og Jack Nicholson. Eftir að Jessica kynntist Sam breytt- ust áherslur hennar í lífinu, þau eignuðust tvö börn og liföu hamingjusöm í fjölda ára. En nú hafa heyrst sögur um að brestur sé kominn í hjóna- bandið. Aðspurð viðurkennir Jessica í nýlegu viðtali ab hún hyggist flytja aftur heim til Min- nesota, tímabundið a.m.k., en ekki sé enn ljóst hvort skilnaður sé á döfinni. Það vakti einmitt jessica á góöri stundu meö stytt- una eftirsóttu í höndunum. athygli við óskarsverðlaunaaf- hendinguna ab Jessica minntist ekki einu orði á Sam í þakkar- ræðu sinni og dró fólk sínar ályktanir af því. Jessica vill sem minnst um vandamál sitt tala, en segir að þau hjónin hafi bæði unnið mjög mikiö á síbustu árum og ef til vill fjarlægst fyrir þær sakir. Að sögn ættingja Jessicu hefur hún sagt í þeirra hópi, að hún telji skilnað nánast óumflýjan- legan. Hvað sem því líður er ljóst að framtíð Jessicu Lange hefur aldr- ei verið bjartari en einmitt nú. Atvinnutilbobin streyma til hennar og óskarsverðlaunin eru ávísun á mikla peninga; dæmi eru um að laun leikara hafi allt að fimmfaldast eftir óskarsverð- laun. Jessica segist þó ákveðin í að anda áfram meb nefinu og hugsa vel um börnin sín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.