Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 10
10 Wtmfom Laugardagur 22. apríl 1995 Jón Albert Sigurbjörnsson, formab- ur HÍS, flytur íþróttakvebju. Mann- lífs- spegill GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON Formenn Custs stilltu sér upp. Frá vinstri: Ragnar Björnsson, Björn Sigurbsson, Hreinn Arnason, Kristín Bögeskov, Berg- ur Haraldsson, Þorleifur Pálsson, Kristmundur Halldórsson og Hallgrímur jónasson. Á myndina vantar fyrsta formann- inn, jón Eldon, sem er látinn, svo og Einar Bollason, sem var vant vib látinn ab lýsa köríuboltaleik á Stöb 2. Ellert Schram, forseti ÍSÍ, var svo hrifinn af framkvœmdamcetti Kópavogs- búa, ab hann sagbist nœst œtla ab senda íshokkíhöllina á þá. Aþena norðursins Veraldarsagan greinir frá því, að hugumstór höfðingi Grikkja, Períkles, hafi viljaö gera Aþenu að miðstöð vís- inda og lista. Hellensk menn- ing varpar ennþá þvílíkri birtu á heimsbyggðina, að atburðir í þeirri sveit fyrir hálft þribja þúsund árum eru enn hvunn- dagsefni almennings í veröld- inni, og menningarvitar síðari tíma gera ekki betur en að færa sköpun Grikkjanna til nútíma búnings, sbr. t.d. óper- una, sem sprottin er uppúr endurreisninni á Ítalíu á grískri menningu í tónlistar- flutningi. Núna má þó Aþena vara sig. Kópavogur, af öllum plássum, slær þvílíkt um sig á fram- kvæmda- og menningarsvið- um, að Reykjavík Ingólfs Arn- arsonar og Hafnarfjörður Bjarna Sívertsen eru að falla í skuggann. Kópavogsbúar hafa ekki við að mæta í hverja stór- vígsluna á fætur annarri og var síðasta afrekið vígsla reiðhallar þeirra Gustara. Áður var tenn- ishöll, íþróttahöll og listasafn á dagskrá og svo eiga menn von á einu stykki „plaza may- or" á sjálfri brúnni og þá er umræðuefni veraldarsögunn- ar tryggt um ókomna framtíð. Meðfylgjandi myndir voru teknar við vígslu reiöhallar- innar. Hinn hugumstóri forseti bæjar- stjórnar Kópavogs, Cunnar Birgis- son, er svo framkvœmdaglabur, ab hann er nú nefndur til sögunnar ásamt Períkles hinum gríska. Þab er Kjartan Ragnarsson, leikrítaskáld (til vinstri), sem talar vib hann. Sigurbur Geirdal, bœjarstjóri Kópavogs, á tali vib gesti. Custurum bárust margar góbargjafir. Hér er formabur Fáks, Sveinn Fjeld- sted (til vinstri), ab afhenda Hallgrími Jónassyni, formanni Custs, forláta veggtöflu. Bílasýning Kvartmíluklúbbsins Kvartmíluklúbburinn gekkst fyrir bílasýningu um páskana í bílahúsinu við Vitatorg. Sýndir voru keppnisbílar í kvartmílu, sandspyrnu, rallýkrossi, go-kart, rallí-torfærukeppni ásamt mótorhjólum. Á myndinni sést alíslenskur rallýkrossbíll og stendur höfundurinn, Gunnar Bjarnason, verkstæðisfor- maður hjá réttingaverkstæði Bjama Gunnarssonar í Bíldshöfðanum, brosandi hjá. Eitt og hálft ár tók aö smíöa vagninn, sem er búinn 2,8 lítra Chevy vél, 110 hestafla, en kassinn er frá Porsche. Efnis- kostnaður er um. 300.000 kr. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.