Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 22. apríl 1995 Börn íslamskra ný- búa í Noregi kunna norsku verr en for- eldrar þeirra, er þeir voru í grunnskóla Avettvangi milliríkja- samskipta er Noregur kominn í fremstu víg- línu gegn bókstafssinnum íslams. Jafnframt því leggja norsk stjórnvöld fastar en verib hefur aö múslímum í Noregi ab þeir ablagist norsku samfélagi. Varla fer hjá því ab þetta tvennt sé hvab öbru tengt. Ennfremur er svo að sjá að múslímar Noregs hafi sínar eigin hugmyndir um hvernig áminnst aðlögun eigi að verða og séu í þeim efnum nokkuð annars sinnis en norsk stjórn- völd. Morötilræöi Noregur var þriðja landið í heiminum (á eftir Bretlandi og Ítalíu) þar sem bókin Söngvar Satans eftir bresk-indverska rithöfundinn Salman Rushdie var gefin út. Það var árið 1989. Múslímar í Noregi efndu þá til mótmæla gegn útgáfu bókar- innar og rifu við það tækifæri spjöld af gagnmótmælendum, sem tóku svari Rushdies í nafni ritfrelsis. Þá fyrst rann það upp fyrir Norðmönnum að einnig í þeirra landi voru bókstafssinnaðir múslímar, stendur um þetta í Svenska dagbladet. Múslímar í Noregi réðu einnig til sín lögfræðing í fremstu röð til að reyna að fá útkomu Söngva Satans stöðv- aða. Og í október 1993 var William Nygaard, útgefanda Rushdies í Noregi, sýnt bana- tilræði. Síðan þá hefur Noreg- ur gengið fram fyrir skjöldu á alþjóðavettvangi í viðleitn- inni til að einangra bókstafs- trúarríkið íran. Réttarhöldin yfir tveimur kristnum mönn- um í Pakistan nýlega, öðrum þeirra 14 ára dreng, vöktu mikla athygli í Noregi og var mikib um það mál fjallað í fjölmiðlum þar. Kari Vogt, trúarbragðafræð- ingur við Óslóarháskóla, segir í viðtali við Svenska dagbladet að trúarbrögð hafi alltaf skipt meira máli í Noregi en t.d. í Svíþjób. Viðvíkjandi íslam hafi því t.d. Persaflóastríð og dauðadómur Khomeinis yfir Rushdie haft talsverð áhrif á hugarfar fólks í Noregi. Á orb- um Vogts má skilja að þetta hafi ekki orðið til þess að auka hlýleika og trúnabartraust milli Norðmanna og íslamskra nýbúa. Fyrstu íslömsku innflytjend- urnir komu til Noregs um miðjan sjöunda áratuginn, fyrir um þrjátíu árum. Nú eru múslímar þarlendis um 55.000 talsins, fleiri en Samar, sem búið hafa þar lengur en nokkur veit. íslam er nú þriðji fjölmennasti trúflokkurinn í Noregi. Langflestir múslím- anna þar eru innflytjendur og börn þeirra, en um 400 Norb- menn hafa á þessu tímabili gengib íslam á hönd. 20.000 Pakistanar Fyrstu íslömsku innflytjend- urnir, sem settust að í Noregi, Hamas-liöi í Gaza: Norömönnum hnykkti viö er þeir áttuöu sig á aö í landi þeirra voru einnig íslamskir bókstafssinnar. Misbrestur á aðlögun Börn lœra Kóraninn í mosku í Ósló: Moskur eru nú yfir fimmtíu þarlendis. voru frá Pakistan. Þeir skrifuðu venslamönnum sínum heima og létu vel af nýja landinu. Venslamennirnir fetubu fljót- lega í fótspor þeirra og síðan komu þeirra venslamenn. Þannig hefur það gjarnan gengið til í innflutningi fólks frá þriðja heiminum til vest- anverbrar Evrópu. Pakistanar í Noregi eru nú yfir 20.000 og fjölmennasti þjóðernishópur- inn mebal múslíma þar. í Noregi var sem víðar lengi ríkjandi bjartsýni (a.m.k. op- inberlega) viðvíkjandi inn- flytjendum þessum, á þá leið ab þeir myndu fljótlega aðlag- ast. En á því hefur orðið mikill misbrestur. Þannig eru hjóna- bönd abfluttra múslíma og innfæddra fá, ýmsum heim- ildum samkvæmt, og í lang- flestum þeirra fáu tilvika kvábu eiginmennirnir vera BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON múslímar. Hliðstætt því, sem gerst hefur í fleiri Evrópulönd- um með innflytjendur frá þriðja heiminum, hafa pakist- önsku nýbúarnir í Noregi safnast saman í „gettó", sem innfæddir hafa jafnframt flutt frá, hver sem betur hefur get- að. Flestir Pakistana Noregs búa austanvert í Mið-Ósló. í einum grunnskólanum þar eru 95% nemenda börn inn- flytjenda, í öbrum skólum á því svæði eru þau yfir 50% nemenda. Einna ískyggilegast þykir sumum að ýmislegt bendir til að yngri kynslóöir Pakistan- anna kunni norsku ekki betur en foreldrar þeirra, nema síður sé. „Við höfum komist ab raun um að börn af þriðju kynslób innflytjenda kunna norsku enn verr en foreldrar þeirra, þegar þeir gengu í skólann okkar," segir Jan Moen, kennslustjóri við Fjell skole í Drammen. Deilur um einka- skóla Gudmund Hernes, mennta- málaráöherra Noregs, hafnaði nýlega tilmælum múslíma nokkurra þarlendis um ab þeir fengju að stofna einkaskóla, með kennurum sem þeir rébu sjálfir, fyrir börn sín. Svo er ab heyra að helsta ástæðan á bak við þab hjá múslímum sé að tryggja að börnum þeirra séu kennd íslömsk fræði meðan þau eru í grunnskóla, en ekki kristin. Múslímar í Danmörku og Svíþjóð hafa fengið leyfi til að stofna einkaskóla af þessu tagi, en Hernes gefur í skyn að mat hans sé að í Noregi myndu slíkir skólar hafa í för með sér ab börnin lærðu enn minna í norsku en áður. Rétt- ur foreldra til að ákveba í hvaða trú börn þeirra séu upp- frædd verbi því að víkja fyrir þeirri nauðsyn að börn er- lendra foreldra aðlagist norsku samfélagi. Múslímar í Noregi segjast ekki ætla að sætta sig við úr- skurð ráöherrans og segja hann brot bæði á norskum lögum og mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Áðurnefndur Moen, sem átt hefur hlut ab rannsóknum viðvíkjandi börnum innflytj- enda og frammistöðu þeirra í skólum, hefur lagt til að réttur innflytjenda til kennslu í tungumálum þeirra verði lög- festur. En aðrir málsmetandi menn í skólamálum taka lítt undir það. Rune Gustavsen, skólaeftirlitsmaður hjá Óslóar- borg, segir að kennsla fyrir innflytjendabörn í eigin tungumálum eigi aðeins að vera til að auðvelda börnun- um að læra norsku og útskýra fyrir þeim hugtök í öðrum námsgreinum. Viðvíkjandi múslfmum er í þessu sambandi bent á t.d. að flestir Pakistanar í Noregi séu frá Punjab og tali punjabi heima hjá sér og sín á milli. Það mál frá ættlandinu sem börn þeirra læra í skólum, séu mál nýbúa kennd þar, er hins vegar úrdú, af því að það er opinbert mál í Pakistan. í skól- anum læra börnin einnig norsku og þar að auki senda foreldrar þeirra þau í mosku til að læra Kóraninn á arabísku. (í Noregi eru nú yfir 50 moskur, þar af 24 í Ósló.) „Það er of mikið fyrir börn- in," segir Unni Wikan, pró- fessor í félagsmannfræði. „í stað þess að læra tvö mál vel, læra þau fjögur mál og öll illa." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.