Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 22. apríl 1995 ^EÍWtiMÍ STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sporin hræða Seðlabankinn tilkynnti í gær um vaxtahækkun á spariskírteinum og er bankinn nú byrjaður að bjóða hærri ávöxtun á eftirmarkaði en hann hefur gert að urtdanförnu. í frétt hér í Tímanum í dag er það haft eftir Birgi ísleifi Gunnarssyni seðlabanka- stjóra að þetta þýði í raun fráhvarf frá vaxtastefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar en Seðlabankinn er nú að reyna að grípa inn í þá alvarlegu staðreynd að nær ekkert hefur selst af ríkisskuldabréfum á ár- inu og innlausnir umfram endurkaup hafa verið fjármagnaðar með erlendum lánum. Þessi tregða sem virðist vera í innlendri lánsfjáröflun ríkissjóðs bendir eindregið til þess að frekari vaxtahækkun sé í pípunum. Birgir ísleifur segist hins vegar í áður- nefndri Tímafrétt ekki hafa trú á að þessi tiltekna vaxtahækkun á spariskírteinum muni leiða til mik- illar skuldaaukningar á íbúðalánum vegna þess að ávöxtunarkrafa húsbréfa hafi þegar hækkað og sé í dag um 5,93%. Þetta kann að vera rétt hjá Seðla- bankastjóranum en hitt er ljóst að verið er að hækka vaxtagólfið í þjóðfélaginu með þessari að- gerð og því gætu afleiðingarnar orðið miklar fyrir heimilin sem skulda fleiri lán en húsbréfalán. Ljóst er að þrýstingurinn á vaxtahækkun mun ekki minnka að gagni nema með minni lánsfjáreft- irspurnin og þar eru stóru áhrifaþættirnir viðvar- andi ríkissjóðshalli og gríðarlegur halli á rekstri sveitarfélaga. Það eru því verulegar blikur á lofti í vaxtamálum nú þegar ný ríkisstjórn er að taka við völdum á íslandi og einsýnt að verði ekki tekið á þeim málum af alvöru strax í upphafi gætu afleið- ingarnar orðið alvarlegar fyrir bæði heimilin og at- vinnulífið í landinu. Svo vill til að þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum árið 1991 töldu menn að vextir væru skráðir lægri en þeir í rauninni voru. Þá var rokið í að hækka vextina sem varð til þess að gera vont mál verra, mikill afturkippur kom í þjóðlífið og at- vinnulífið, sem vissulega stóð höllum fæti, var keyrt ofan í öldudal efnahagslægðarinnar. Þá var klifað á fortíðarvanda. í dag hafa menn talað um framtíðarvanda sem vonandi er vísbending um að tekist verði á við vandamálin í stað þess að láta þau buga sig og kenna fortíðinni um. Ef fram fer sem horfir, má búast við að ný ríkis- stjórn muni taka við völdum í byrjun næstu viku. Prófsteinninn á þessa ríkisstjórn, og þar með á það hvort eitthvað var að marka málflutning Fram- sóknarflokksins á síðasta kjörtímabili, er hvort tek- ist verður á við yhfirvofandi vaxtahækkun í þjóð- félaginu. Það hlýtur einfaldlega að verða fyrsta verk stjórnarinnar að grípa í vaxtataumana og reyna að beina vaxtaskriðunni í viðunandi farveg. Sporin hræða, það má ekki endurtaka mistök Við- eyjarstjórnarinnar frá því í upphafi síðasta kjör- tímabils. Á þessu sviði er eðlilegast að horfa til framsóknarmanna og fylgjast með hvort festa þeirra og stefna heldur, þó það kunni að verða bæði erfitt og óvinsælt að draga úr lánsfjárþörf- inni. Sjálfstæðisflokkurinn bar ekki gæfu til þess að axla þessa ábyrgð í samstarfi við krata og því er spennandi að sjá hvort samstarfið við Framsóknar- flokkinn verður árangursríkara. Oddur Ólafsson: Óþörf nýmæli vib stjórnarmyndun Vangavelturnar um stjórnar- myndun hafa tekið á sig margar skrýtnar myndir upp á síðkast- ið. Samt sýnast viðræður milli Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks vera einhverjar hinar áreynsluminnstu um langa hríb. Og tíminn sem þær taka er stuttur, því vikur og mánuðir hafa oft liðiö frá kosningum þar til tekist hefur ab koma starf- hæfri ríkisstjórn á laggirnar. Varla var þab til fyrirmyndar þegar hver flokksforinginn af öörum fékk umboð til myndun- ar ríkisstjórnar og svo var þvælt og þruglað mánuðum sama um hvaða flokkar ættu að fá að koma sínu fólki í ráðherraemb- ætti. En þau föstu tök, sem for- menn tilvonandi samstarfs- flokka hafa tekið á málum, eru gerð tortryggileg af hálfu for- ystusauða sundurleitra virtstri- flokka, sem nú lenda í stjórnar- andstöðu. Hver formaöurinn af öðrum er búinn að finna upp nýja að- feröafræði og siðferði, sem þeir telja að eigi að gilda við stjórn- armyndun. Ólafur Ragnar og Jón Baldvin ná ekki upp í nef sér af illsku yfir því að þeir hafi ekki verið kallaðir til í stjórnarmynd- unarviöræður ásamt Þjóbvaka og Kvennalista, vegna einhverra leikreglna sem þeir búa til á stab og stund. Báöir tala þeir um trúnaðar- brest og svik á loforöum um myndun ríkisstjórnar stjórnar- andstöðunnar, og gleyma báðir að kratar eru núna fyrst að kom- ast í stjórnarandstöðu. Jóhanna í Þjóðvaka botnar ekkert í ab ekki skuli vera komin á vinstri stjórn, fremur en því að vinstri flokkarnir unnu enga sigra í kosningunum og síst hún sjálf og að einhvers konar sósíalista- stjórn er hvergi í spilunum. Frekja og ósvífni Davíð á að hafa svikið Jón Baldvin um stjórnarmyndunar- vibræbur, Halldór Ásgrímsson er einnig talinn hafa svikið krataforingjann um hið sama og Allaballar reyta hár sitt og skegg vegna þess að þeir eru að telja fólki trú um að Framsókn eigi þeim skyldum að gegna að leiða þá inn í stjórnarráöið. Frekjan og ósvífnin er slík ab þetta taplið lætur að því liggja að kjósendur Framsóknarflokks- ins hafi ætlast til að formaður flokksins ætti þeim skyldum að gegna aö koma Ólafi Ragnari, Jóni Baldvini og Jóhönnu í ráð- herrastóla ab loknum kosning- um. Halldór Ásgrímsson margend- urtók í kosningabaráttunni að Framsókn væri miöjuflokkur og aö úrslit kosninganna myndu ráða því meö hverjum yrði gengið til stjórnarsamstarfs. Það er því enginn blekktur og ekki gengið á bak neinna loforða, þótt stjórnarmyndunarviðræð- ur séu upp teknar vib Sjálfstæb- isflokkinn. Hins vegar geta þau Ólafur Ragnar, Jón Baldvin ogjóhanna bitist um það sín á milli hvert þeirra sé sannasti vinstrisinninn og veröugur foringi stjórnar- andstöðunnar. Halldór í kosningabaráttunni. Engin hefð nnur nýmæli en þau, aö for- ysta vinstriflokka eigi ab stjórna því við hverja formaður Fram- sóknarflokksins kýs að ræða um stjórnarmyndun, eru áberandi í öllum vangaveltunum um nýja ríkisstjórn. Þau eru aö einhver tiltekinn þingmaður eigi rétt á ráðherradómi vegna þess hver staða hans er í kjördæmi og I tímans rás hvernig flokki hans reiðir af í síðustu kosningum. Það er ekki löng hefð fyrir slíku fyrirkomulagi og nánast engin, ef grannt er að gáö. Samt hefur það ekki verið tilviljunum háð hvernig ráðherrar skipast eftir Iandshlutum. Framsókn hefur yfirleitt átt fleiri ráðherra meðal landsbyggðarþing- manna, vegna þess að þeir hafa verið miklu fleiri en þingmenn flokksins úr þéttbýli. Krataþing- menn utan af landi heyra til undantekninga. Svona hefur þetta verið í grófum dráttum. Nú er allt í einu talað um þab blákalt af stjórnmálamönnum, fjölmiðlum og jafnvel manna á meðal að þetta eba hitt kjör- dæmið eigi rétt á ráðherrum og ab ekki megi vera nema sem fæstir þingmenn í kjördæmi í ráðherrastóli. Ef flokkur vinnur einhvers staðar á í kjördæmi, þá er fyrsta manni á lista flokksins í kjördæminu umsvifalaust þakk- aður sigurinn og hann á að verblaunast eins og skot með ráðherrasæti. Valib stendur um þá hæfustu Þessi þróun, eða staðlausu staöhæfingar sem verið er aö festa í sessi sem hefö, er stór- hættuleg. Ekki vegna þess aö það sé hiö mætasta fólk sem lendir í svona tilbúinni for- gangsröð, heldur hins að ab- ferðin getur komið í veg fyrir að hinir hæfustu veljist í mikilvæg- ustu embættin sem fulltrúalýð- ræðið byggist á. Þess ber að gæta, að ráðherra- dómur er ekki einkamál ein- stakra þingmanna eða flokka þeirra, og síst af öllu á hann að vera einhver verölaun fyrir framgöngu í kosningaslag. Ráð- herra ber að starfa með þarfir alls þjóðfélagsins að leiðarljósi og það er með því hugarfari sem flokksforingjar og þingflokkar hljóta að velja sín ráðherraefni. Ekkert kjördæmi á rétt á ráð- herra og enginn þingmabur á öðrum fremur tilkall til að fá stjórnardeild til umráða. Hæfi- leikar og manndómur eru kröf- urnar, sem gerðar eru til ráð- herraefna, og þær kröfur eru gerðar af allri þjóðinni, sem okkar kjörnu fulltrúar eiga að þjóna þegar allt kemur til alls. Æbstrábandinn? Margir eru kallaðir, en fáir út- valdir þegar setja á saman ríkis- stjórn. Höfuðmálgagn Alþýöu- flokksins, Morgunblaðið, birti leiðara eftir leibara um nauðsyn þess að Sjálfstæðisflokkur og Ál- þýðuflokkur héldu stjórnarsam- starfi áfram og skírskotaöi í ákafa til hinnar sælu Viðreisnar, sem hékk á horriminni í ein tvö kjörtímabil með svo nauman þingmeirihluta að ekkert mátti út af bregða. En forysta Sjálfstæðisflokksins hlustaði ekki á ákall Mogga, var búin að fá nóg af krötum og hugði á farsælla stjórnarsam- starf, sem raunar er í takt við niðurstöðu kosninga. Þá bregður svo við að Morg- unblaðið snýr allt í einu við blaði og lýsir yfir á sumardaginn fyrsta að málefni hljóti að ráða og er tilbúinn ab leggja gamla fordóma til hliðar og lætur bara vel að nýja stjórnarmynstrinu. En um leið fer blaöið að lesa nýjum stjórnendum pistilinn og leggja þeim lífsreglur; semur jafnvel drög að stjórnarsáttmála og biður nú alla viðkomandi ab hlýba honum. Er svipað á kom- ið með Mogga og Ólafi Ragnari, sem samdi stjórnarsáttmála fyr- ir félagshyggjuna og heimtaði að hún gleypti bobskapinn hrá- an fyrir kosningarnar. Er nýrri ríkisstjórn beðið allra heilla í trausti þess ab hún láti ekki Morgunblaðið stjórna sér, eins og það hefur tilburði til að gera. Þaö kaus enginn Mogga til ab stjórna ríkisstjórn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.