Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. apríl 1995 WrfWVWW 11 Ingvar Císlason: Framsókn og landbúnaðarmálin Mér er svo fariö sem framsóknar- mönnum yfirleitt að fagna ráö- geröri stjórnarsamvinnu viö Sjálf- stæðisflokkinn. Raunsæismat á aðstæðum eftir kosningar leiöir í ljós aö Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur þá sterku vígstöðu að geta „val- ið" sér samstarfsflokk að vild sinni. Engan þarf að undra, að „valið" féll á Framsóknarflokk- inn. Engan þarf heldur að undra að Framsóknarflokkurinn tók boði Sjálfstæðisflokksins um sam- starf. Uppstokkun Þegar svo var komið eftir kosn- ingar að stjórnarandstöðuflokk- arnir frá liðnu kjörtímabili (Fram- VETTVANGUR sókn, Alþýðubandalag, Kvenna- listi) höfðu ekki frekar en áður þingstyrk til stjórnarmyndunar, var þess varla von að framsóknar- menn ynnu það til þátttöku í rík- isstjórn að eiga hana undir Al- þýðuflokknum. Framsóknar- menn geta ekki vænt sér neins góðs í samstarfi við krata, eins og nú er komið. Alþýðuflokkurinn er nú höfuðandstæðingur Fram- sóknarflokksins; sjónarmið þess- ara flokka fara ekki saman, enda sparar krataforustan ekki hrakyrð- in til fordæmingar á stjórnmála- gildum sem tengjast Framsóknar- Listasafn Háskóla ís- lands fær 101 listaverk Þann 14. mars síðastliðinn af- henti Sverrir Sigurðsson, Svein- birni Björnssyni, háskólarektor, alls 101 listaverk til Listasafns Háskóla íslands. Gjöfin er til minningar um eiginkonu Sverr- is, Ingibjörgu Guðmundsdótt- ur, sem lést á síðasta ári. Sverrir og Ingibjörg stofnuðu til lista- safns við Háskólann með veg- legri frumgjöf árið 1980, alls 140 verkum, en þar voru að verulegum hluta verk eftir vin þeirra, Þorvald Skúlason. Síðan hafa þau hjón bætt við gjöfum, auk þess sem safnið hefuT keypt árlega verk til safnsins. Stórgjöf Sverris Sigurðssonar nú samanstendur af 25 olíumál- verkum eftir Þorvald Skúlason, sem spanna tímann frá 1928 til dánarárs Þorvalds, 1984, auk fjölda vatnslitamynda, teikn- inga, klippimynda og högg- myndar af Þorvaldi eftir Pál Guðrnundsson á Húsafelli. Einnig eru í gjöfinni málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Valtý Pétursson, Karl Kvaran, Jóhannes Jóhann- esson og fjölda annarra lista- manna af yngri kynslóðinni. ■ flokknum. Sá lestur er alkunnur og verður ekki rakinn hér frekar. Af þessum sökum gleðst ég sem aðrir framsóknarmenn af því að hafnar eru stjórnarmyndunarvið- ræður milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. En fögnuðurinn má þó ekki ná svo langt að fram- sóknarráðherrar setjist eins og sjálfkrafa í auða stóla fráfarandi krataráðherra. Hér er um nýtt stjórnarmynstur að ræða. Á það verður að leggja áherslu með víð- tækri uppstokkun ráðherraemb- ætta, nýrri starfaskiptingu. Það hefur í senn raunhæft og tákn- rænt gildi að gera skilin milli Við- eyjarstjórnar og nýrrar stjórnar svo glögg að ekki skeiki. Sveinbjöm Björnsson háskólarektor (t.v.) og Sverrir Sigurösson vib mót- töku gjafabréfsins. Virk forusta Nú er það fjarri mér að aetla að segja forustu Framsóknarflokks- ins fyrir verkum í stjórnarmynd- unarviðræðunum. Það er ekki á mínu valdi. En á eitt vil ég minn- ast í framhaldi af orðum mínum um nauðsyn uppstokkunar ráð- herraembætta, enda aðeins tvö þeirra fastbundin, þ.e. embætti utanríkisráðherra ásamt forsætis- ráðuneytinu. Án þess að ég vilji vanmeta störf núverandi land- búnaðarráðherra, fyndist mér það harla skrýtið, að Framsóknar- flokkurinn krefðist ekki landbún- aðarráðuneytisins. Þetta er ekki tillaga um að svipta Halldór Blön- dal ráðherraembætti, heldur ábending um tilfærslu innan rík- isstjórnar, nýja starfaskiptingu. Rökin fyrir þessu eru augljós. Framsóknarflokkurinn hefur fyrr og síðar verið „bændaflokkurinn" í íslenskri pólitík, ef slíkt orð á við um einhvern stjórnmálaflokk- anna yfirleitt. Svo hollir hafa bændur reynst Framsóknarflokknum, þ.á m. í nýafstöðnum kosningum, að flokkurinn skuldar bændastétt- inni virka forustu í málefnum hennar. Brýnt er að hefja sókn fyrir bættum kjörum bænda eftir þrengingar síðustu ára, sem auk annars hafa skert dug þeirra til sóknar og varnar högum sínum, slævt samtakamátt þeirra og stétt- vísi. Þeir hafa átt undir högg að sækja, lifað upp á hlakkandi náð valdhafa. Höfundur er fyrrv. ritstjóri Tímans. Bridqe UMSjÓN: BjÖRN ÞORLÁKSSON Úrslit íslandsmótsins í sveitakeppni: Landsbréfin í sérflokki Sveit Landsbréfa vann eins og flestum mun kunnugt yfir- burðasigur á íslandsmótinu í sveitakeppni sem fram fór í Bridgehöllinni í dymbilvikunni. Fáheyrt er ab ein sveit hafi jafnmikla yfirburði á stórmóti og eru Iandslibsmennirnir fjór- ir sem skipa sveitina auk Sverris Armannssonar aubsjáanlega í góbu formi. Auk Sverris eru nýbakaðir ís- landsmeistarar Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jóns- son, Sævar Þorbjörnsson og Jón Baldursson. Jón Baldursson varð íslands- meistari í 8. sinn og hefur eng- inn íslendingur orðið það oft- ar. Lokastaöan í mótinu: 1. Landsbréf..........191,5 2. Ólafur Lámsson ....159 3. VÍB................153,5 4. S. Ármann Magnúss. ..147 5. Samvinnuferðir ....144,5 6. Hjólbarbahöllin....133 7. Roche..............121,5 8. Metró .............102,0 9. Bridgefélag Kópavogs 96 10. Borgey............ 83 Fyrir utan glæstan árangur íslandsmeistara Landsbréfa ber hæst gengi sveitar Ólafs Láruss- onar sem kom á óvart meb því að vinna sex síðustu leiki sína og ná öðru sætinu. Sveitina skipjt bræöurnir Ólafur og Her- mann Lárussynir, Friðjón Þór- hallsson, Þröstur Ingimarsson og Erlendur Jónsson. Þá má nefna að aldurshöfð- ingi mótsins, Hjalti Elíasson í sveit Hjólbarðahallarinnar náði hæsta butlerskorinu ásamt syni sínum Páli. Glæsi- leg fammistaða og enduspeglar helsta styrk bridgeíþróttarinn- ar, aö aldur skiptir nánast ekki máli í bridge. Kristján Hauksson var keppnisstjóri og Elín Bjarna- dóttir sá um mótshald. Guð- mundur Pétursson gaf út móts- blað og fær umsjónarmabur eitt spilið „lánað". Spil 22, 5. umferb. A/AV A c ¥ D93 ♦ 9743 * ÁKDT4 * 97642 N V A + KDT3 ¥ KT86 ¥ 5 ♦ K ♦ ÁG652 * 873 S + G92 A Á85 ¥ ÁG742 ♦ DT8 + 65 jón Baldursson. íslandsmeistari í 8. skipti í sveitakeppni. Aðeins tveir sagnhafar í mót- inu báru gæfu til að vinna fjög- ur hjörtu í suöur. Vestur spilabi út tígulkóngi en austur hafði opnað á tígli í spilinu. Vestur skipti í spaða eftir útspilið og sagnhafarnir, Gylfi Baldursson og Rúnar Magnússon, litu á tígulkónginn sem einspil, drápu með spaðaás og spiluðu litlu hjarta að drottningunni. Blindur átti slaginn og nú var laufi spilaö fram á vor og tígli hent þangað til vestur varð ab trompa. Hann var varnarlaus og varb að gefa 10. slaginn. íslandsbankamótib í tvímenningi 1995 íslandsmótið í tvímenningi verbur haldið í Þönglabakka 1 dagana 28. apríl til 1. maí. Undankeppnin er fyrri tvo dagana, föstudagskvöldið 28. apríl, ein lota kl. 19.00, og laugardaginn 29. apríl, 11.00- 21.00. Efstu 23 pörin komast í úr- slitakeppnina sem spiluö verb- ur 30. apríl og 1. maí. Keppnis- gjald er kr. 6.600 á pariö og er tekið vib skráningu hjá BSÍ í síma 587-9360. íslandsmótiö í paratví- menningi 13.- 14. maí 1995 Skráning er hafin í íslands- mótið í paratvímenningi sem verður spilað í Þönglabakka 1, helgina 13.-14. maí nk. Spilað- ur verður barómeter tvímenn- ingur og hefst keppnin kl. 11.00. Keppnisgjald er kr. 6.600 á parið. Bikarkeppni BSÍ1995 Eins og í fyrra verður dregið í fyrstu umferð í bikarkeppni BSÍ í lok paratvímenningsins 14. maí nk. Skráning er hafin hjá BSÍ og eru spilarar um allt land hvattir til að láta skrá sig í þessa skemmtilegu keppni. Síð- asta ár hófu 59 sveitir keppni og stóð sveit Tryggingamið- stöðvarinnar að lokum uppi sem sigurvegari. Tímamörkin fyrir umferðim- ar í bikarkeppninni verba þannig ab 1. umferb skal lokib í síbasta lagi sunnudaginn 25. júní. 2. umferð skal lokib fyrir 23. júlí, þribju umferb lokib •fyrir sunnudaginn 20. ágúst og fjórbu umferð fyrir 10. septem- ber. Undanúrslit og úrslit verba spilub helgina 16.-17. septem- ber. Eins og undanfarin ár verður innheimt keppnisgjald fyrir hverja umferð. Við skráningu er mikilvægt að skrá fyrirliða sveitarinnar, heimilisfang og síma. Páskamitchell Um páskana var spilaður páskavetrarmitchell í húsnæði BSÍ. Fyrra kvöldið var miðlung- ur 420 og spiluðu 36 pör. Efst urðu: NS: 1. Halldór Þorvaldsson-Kristinn Karlsson ...................540 2. Loftur Þór Pétursson-Anton Val- garðsson <..................517 3. Jóhannes Ágústsson-Friðrik Frið- riksson ....................466 AV: Guðrún Jóhannesdóttir-Bryndís Þorsteinsdóttir ............508 2. Hrafnhildur Skúladóttir-Jörund- ur Þórðarson ...............505 3. Guðjón Sigurjónsson-Helgi Bogason ....................497 Seinna kvöldið spiluöu 34 pör, miðlungur var 420. Efstu pör: NS: 1. Karl Sigurhjartarson-Snorri Karlsson ................ 540' 2. Sigurður Ámundason-Jón Þór Karlsson ...................520 3. Guðbrandur Guðjohnsen- Magnús Þorkelsson..........463 AV: 1. Magnús Sverrisson-Guðlaugur Sveinsson..................523 2. Guömundur Sigurbjörnsson- Nicolai Þorsteinsson.......520 3. Óli Björn Gunnarsson-Jón Viöar Jónmundsson ................512 Landslið yngri spilara Nýtt landslið yngri spilara sem tekur þátt í Norbur- landamóti 22.-29. júní í Bodö í Noregi hefur verib valið. Spilarar eru: Magnús Magnús- son frá Akureyri, Steinar Jóns- son frá Siglufirbi, Ragnar T. Jónasson og Tryggvi Ingason, bábir frá ísafirði. Fyrirlibi er Sveinn Rúnar Eiríksson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.