Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.04.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. apríl 1995 Wmfam 7 Varist gylliboö frá Nígeríu, segir Herbert Cuömunds- son hjá Verslunarráöi íslands: Reyna skipulega svikastarfsemi Gyllibob frá Nígeríu hafa bor- ist inn á borb ýmissa fyrir- tækja á íslandi á undanförn- um mánubum. Herbert Gub- mundsson, félagsmálastjóri hjá Verslunarrábi íslands, varar vib slíkum tilbobum. Hann segir þab orbna eins konar íþrótt í Nígeríu öbrum löndum fremur ab reyna skipulega svikastarfsemi meb því ab senda slík gyllibob út um allan heim. „Við vitum um menn í við- skiptalífinu hér á landi sem hafa lent í verulegum vandræð- um vegna þess að þeir hafa glapist á að skrifa undir þessi plögg. Þeir hafa ekki tapað stóru fé, en vandræöin hafa orðib veruleg vegna skuldbind- andi plagga sem komin hafa verib inn í banka. Menn hafa lent í því ab peningar þeirra í bönkum hafa verið frystir um sinn. Ég veit um þrjú tilvik, en þau munu vera fleiri. Menn eru feimnir við að viðurkenna svona nokkuð eins og skiljan- legt er," sagði Herbert í samtali við Tímann í gær. Þessi tilboð eru fólgin í þátt- töku í peningaflutningum eða vöruviðskiptum sem nákvæm- lega enginn fótur er fyrir. Til- gangurinn er að hafa út úr hrekklausu fólki pappíra og upplýsingar sem svikahrappar geta nýtt til þess ab hafa fé af þeim sem láta ginnast, í stað þess að þeir græði einhverjar fúlgur fjár sem boðnar erú fyrir smávægilega greiðasemi. „Þessi svikastarfsemi byggir á þeirri hugmyndafræði ab með því að senda fjölda aöila hing- að og þangað í heimimum þessi gyllibob, freistist alltaf einn og einn til þess að bíta á agnið, vegna fáfræði eða þeirrar happdrættisögrunar, sem margir eiga erfitt með ab stand- ast, hvab þá þegar tugir eða jafnvel hundruð milljóna króna eru í boði fyrir smá- greiða," segir Herbert Guð- mundsson. Víða um heim hafa menn lent í alvarlegum fjárhagsleg- um áföllum. Loks eru dæmi þess að þeir sem hafa ætlað að leita leiðréttinga mála sinna í Nígeríu hafi ekki átt aftur- kvæmt í lifanda lífi. „Það er ótrúlegt hvað menn geta verið auðtrúa og fljótir að gleyma. Það er búið ab vara við þessum „viðskiptum" ítrekað, en alltar bítur einhver á agnið," sagði Herbert. Herbert Gubmundsson sagði að íslensk fyrirtæki ættu góð samskipti vib Nígeríumenn, til dæmis SÍF og íslenska umbobs- salan. Menn yrðu að skilja sauðina frá höfrunum í við- skiptum í Nígeríu eins og í öðr- um löndum. ■ umbúbum hjá SS Sláturfélag Suðurlands hefur sett á markað 1944 rétti í nýjum umbúöum. Þessar umbúbir eru nýjung á ís- lenska matvælamarkaðin- um og munu tryggja bæbi ferskleika og skemmtilegra útlit á hinum vinsælu 1944 réttum SS. Nýju umbúðirnar eru tví- skiptar, þ.e. bakkinn sem rétt- irnir eru framleiddir í hafa tvö hólf og er kjötréttur í einu hólfinu og meðlæti eins ' og hrísgrjón eða kartöflumús í hinu. Loftþétt plastfilma er eins og áður yfir bakkanum til að tryggja ferskleika réttanna. Bakkarnir þola hitun jafnt í ör- bylgju- sem venjulegum ofni og er bæði hentugt og laglegt að bera réttina fram á þessum bökkum. Þá hefur SS kynnt tvo nýja 1944 rétti, indverskan larpba- kjötsrétt með hrísgrjónum og steiktar kjötbollur með kart- öflumús. Þessir réttir verða framleiddir í hinum nýju um- búðum. Nokkrar breytingar hafa ver- ið gerðar í kjölfar skoðana- könnunar meðal neytenda. Þannig hefur Stroganoff verið breytt og er nú meira í líkingu við rjómagúllas en áður og kjöt í karrý hefur verið nokkuð mildað. Hins verða áfram óbreyttir hinir vel þekktu og vinsælu réttir: súrsætur svína- kjötsréttur með hrísgrjónum, spaghetti bolognese, grjóna- grautur og hinn geysivinsæli lasagne. 1944 réttirnir eru áfram að- eins framleiddir úr ferskustu hráefnum og eftir ströngustu kröfum gæðaeftirlits SS. Þeir eru næringarríkir og auðveldir í meðförum. 1944 réttirnir eru fáanlegir í öllum helstu mat- vöruverslunum landsins. ■ Bláfjöll Jökulheimar Köídukyíslarjökull Hlaupkatlar \ Skaftárkatlar Vestur-ketiíl júió-ketM @ / / Austur-ketill Sylgjujökull Grímsvötn Tungnaárjökull Pálsfjall ' Skáftárjökúll Þórðarhyrna Grœnaló Eldhraun Laki V J ”, . Aajflanasvið Lr. 1W5 Á.J km. Áfangaskýrsla Skaftárnefndar vegna gróöurs- og jarövegseyöingar af völdum jökulhlaupa í Skaftá: Vesturkvísl Skaftár veitt í Langasjó? stjórí á blaöamannafundi í gœr. Tímamynd: cs í áfangaskýrslu Skaftárnefnd- ar er m.a. lagt til að kannaður verbi sá kostur að færa vestur- kvíslar Skaftár í Langasjó til að stöðva þá alvarlegu grób- urs- og jarbvegseyðingu sem á sér stað í Skaftárhreppi vegna jökulhlaupa. Að mati Land- græðslunnar stefnir þar í mestu gróðureyðingu á lág- Iendi á síðustu áratugum. Halldór Blöndal landbúnað- arráðherra kynnti í gær niður- stöður áfangaskýrslu Skaftár- nefndar sem skipuð var í mars í fyrra. Þar kemur fram að á síðari árum hafa skapast mikil sand- foksvandamál út frá farvegum Skaftár, Eldvatns í Skaftártungu og Kúðafljóts vegna tíðra jökul- hlaupa í Skaftá. Skaftá hljóp síð- ast í ágúst í fyrra en búist er viö stóru og öflugu hlaupi á hverri stundu úr Vatnajökli. í tillögum Skaftárnefndar er lagt til ab ítarlegar rannsóknir fari fram á aðstæðum við upp- tök Skaftár og afleiðingum þess að veita henni í Langasjó. I því sambandi er talið nauðsynlegt að rannsaka umhverfisáhrif sem slík aðgerð mundi hafa í för með sér og m.a. á farveg ánna, lífríki, grunnvatnsstöðu á lág- lendi, áhrif vegna setmyndunar og vatnsborðshækkunar í Langasjó o.fl. Talið er brýnt að ráðist verði í þessar athuganir strax á þessu ári og lokið verði sem fyrst þeim rannsóknum sem þegar standa yfir auk ítar- legrar landgræbsluáætlunar fyr- ir Skaftárhrepp. En talib er að Langisjór eigi að geta tekið við aur og leðju úr 100 Skaftár- hlaupum á 200 ára tímabili. En eins og kunnugt er þá bera jökulhlaup með sér mikinn sand og leir sem fýkur við minnstu golu eftir ab hann hef- ur þornað. Meðal annars er talið að aurburður í Skaftá sé ab með- altali um 4 miljónir tonna á ári. Þegar hafa myndast sandfoks- geirar á afréttum sem liggja ab Skaftá, Hverfisfljóti og allt að Lakagígjum. Sömuleiðis hafa myndast mikil sandfokssvæbi í Eldhrauni þar sem auðnin stækkar stöðugt. Talið er ab sandurinn hafi þar eytt um 40 ferkílómetrum á síðustu 30-40 árum á þessu sérstæðasta gróð- urlendi landsins. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.