Tíminn - 05.05.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.05.1995, Blaðsíða 4
4 YfMfÍMW FöstudagurS. maí 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Langtíma- sjónarmib rábi Aldrei hefur veriö á vísan aö róa þegar síldin er annars vegar. Frá sjónarhóli veiðimanna er hún duttlungafull og fer sinna eigin feröa, án tillits til hvernig hegöun hennar og gönguleiðir voru í fyrra eða einhvern tíma áður. Eru mikil vísindi og óviss að segja fyrir um lífsfer- il síldar og hvar helst er veiðivon þegar hún þéttist í veiðanlegar torfur. Enn hafa ekki verið færð óyggjandi rök fyrir því hvers vegna norsk-íslenski síldarstofninn hrundi fyrir um þrem áratugum. Þó er fullvíst talið að ofveiði sé um að kenna og er uppi krytur um hvort þar hafi íslendingar eða Norðmenn verið að verki. En auðvitað voru það báðar þjóðirnar sem veiddu síldina nær upp til agna með fullkomnari og stórtækari veiðitækni en menn höfðu yfir að ráða fram að þeim tíma. En hinu er ekki að neita, að þar áður varð oft dauflegt á síldarslóö þar sem fiskurinn óð í risatorfum á öðrum tímum. Því er ekki ofsagt að síldin er duttlungafull og að fleira kemur til en ofveiði þegar hún kemur eða fer. Þótt „Íslandssíldarinnar" hafi ekki orðið vart hér við land síöan hún hvarf á sjöunda áratugnum, hefur verið fylgst með stofninum á öðrum slóöum og hafa Norð- menn tekið til sín ríflegan skammt innan eigin lögsögu á síðustu árum. í fyrra gekk hún í svokallaða Síldar- smugu og eygðu íslenskir sjómenn góða veiðivon, þeg- ar síldin stefndi inn í lögsögu okkar. En þá venti hún sínu kvæði í kross og synti í átt til Jan Mayen og það síldarævintýri var úti hvað íslendinga varðaði. Nú er mikil ganga enn á leiöinni í vesturátt. Færey- ingar fiska hana í eigin lögsögu og íslendingar bíða og vona að Grímseyjarsund lifni á ný og fyllist af vaðandi demantssíld. En á meðan alþjóðlegur floti athafnar sig í Síldar- smugu, sem er alþjóðlegt hafsvæði, bíða íslensku veiði- skipin átekta og bleyta ekki nætur sínar fyrr en einhvers konar niöurstæða fæst á fundi embættismanna þeirra þjóða, sem mestra hagsmuna eiga að gæta um hvernig haga beri veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum sem svamlar um Norður-Atlantshafið og skeytir engu um í hverra lögsögu hann er hverju sinni. Ffver sem niðurstaða samningaviðræðnanna verður að þessu sinni, er ljóst aö það skiptir íslendinga og aðr- ar fiskveiðiþjóðir, sem lögsögu eiga á norðanverðu Atl- antshafinu, gífurlega miklu máli að fastri skipan veröi komið á veiðistjórnun og kvótaskiptingu þeirra mörgu fiskistofna, sem ganga úr einni auðlindalögsögu í aðra. Hömlulaus veiði og rányrkja bjóða hruni fiskistofna og efnahagslífs fiskveiðiþjóða heim. Því er aðalatriðið í samningaviðræðum eins og þeim, sem nú standa yfir, og þeim sem á eftir koma, að viðurkenndur verði réttur strandríkja til að fara með stjórn á veiðum þeirra stofna, sem ganga inn og út úr lögsögu þeirra. Tryggja ber yfir- ráð Síldarsmugunnar og íslendingar hljóta að stefna að því að stjórna öllum veiðum á Reykjaneshrygg, sem raunar eru ekki til umræðu í þeim viðræðum sem staö- ið hafa yfir í Reykjavík um norsk-íslenska síldarstofn- inn. Umfram allt verða íslendingar að láta langtímasjón- armið ráða í öllum kröfum og samningaferli um fisk- veiðar innan eigin lögsögu og utan. Stundarhagnaður leiðir ekki til annars en rányrkju og fátæktar þegar fram í sækir. „Séra Árni" og Morgunblabib Morgunblaðiö hefur verið í öngum sínum þessa vikuna vegna ummæla Davíðs Odds- sonarum að blaöið sé nánast einkamálgagn Jóns Baldvins og Alþýðuflokksins. í leiöara Mogga á mibvikudaginn var fjallað um þetta mál og var rit- stjórunum svo mikiö niðri fyrir ab leibarinn komst ekki fyrir í sínu heföbundna plássi, heldur flæddi út fyrir og þrengdi meira ab segja harkalega að ræbu Árna Vilhjálmssonar prófessors, þar sem hann mælir með gjaldi fyr- ir veiöirétt. Þannig að augljós- lega hefur Davíð snert við- kvæma taug leiðarahöfunda! Árna þáttur johnsen En það er þó Árni Johnsen, þingmaður og blaðamaður á Mogga, sem slær öllum vib í þessu máli, því í Tímanum í gær sýnir hann á sér svo heimspeki- lega hlið, að biskupinn yfir ís- landi hlýtur að taka þab til at- hugunar að útnefna þennan mann sem prest, sem sérstakan Morgunblaðsprest. „Séra Árni" segir að Mogginn sé að sjálf- sögðu ekki málgagn Alþýðu- flokksins, þó krataformaðurinn hafi fengið mikla umfjöllun og blaðið hafi „ruggað Jóni Bald- vini nokkuð á hné sér". Síðan kemur gubdómleg ræða hjá Árni johnsen. Morgunblaðsprestinum, sem sýnir og sannar að þar fer maður sem kann sín pólitísku prests- verk að tala milli hjónanna GARRI Morgunblaðs og Sjálfstæöis- flokks: „Hjartalag Morgunblaðs- ins er það sama og Sjálfstæðis- flokksins, en Jón Baldvin hefur notið þess að kærleikurinn er stór. Þetta hoss truflar hins vegar ótrúlega marga, því er ekki að neita. Samfélag ísiendinga er mjög hefðbundið og það er vandasamt að brjóta það upp. Sameiginleg ábyrgð hvílir á Sjálfstæðisflokknum og Morg- unblaðinu í þeim efnum, um- fram aöra stjórnmálaflokka og fjölmiðla." í Jesú nafni amen. Kærleikurinn stóri Það er greinilegt að „Morgun- blaðspresturinn" þekkir ekki bara hjartalag sinna manna, heldur kann hann sína Biblíu og veit að í Korintubréfi segir að kærleikurinn sé umburðarlynd- ur og að kærleikurinn öfundi ekki. Það beri því að sýna um- fjöllun um Jón Baldvin um- burðarlyndi og öfunda hann ekki af henni. Þannig gefur Morgunblaðs- presturinn flokksformanni sín- um í raun förðurlega áminn- ingu um að vera ekki að gera of mikið úr því, þó Jón Baldvin fái að sitja á hnjám Morgunblaðs- ins eins og börnin forðum hjá frelsaranum. Áminningin er þó þess eðlis, ab hún ætti ekki að móðga formanninn og í raun til þess fallin að stuðla að sáttum milli hans og Moggans. Eftir þessa frammistöðu Árna er Garri sannfærður um að fari svo í framtíðinni að Árni detti út af þingi, hljóti hann að geta fengið starf sem safnaðarfulltrúi og prédikari hjá Betel í Eyjum, svo prestlega er hann vaxinn. Og ekki spillir fyrir að Árni gæti sem hægast sungiö og spilað með, ef svo ber undir. Garri Geðvondi úlfaldinn í fjölmiðlaumfjöllun síðustu helgar um vaxtamál lét Sverrir Hermannsson svo um mælt, ab Finnur Ingólfsson talabi eins og flón um þau mál. Ýmsa hef ég heyrt tala um aö þab sé dæmalaust ab bankastjóri ríkis- banka tali svo um viðskiptaráö- Herrann. Þab er auðvitað dæmalaust, en ég hef kenningar um það af hverju þetta stafar, og byggi það á eigin lífsreynslu og ann- arra. Nýr úlfaldi í hópinn Það var fyrir fjórum árum, að séra Gunnlaugur Stefánsson kom inn í þingmannahópinn á Austurlandi. Stundum halda kjördæmisþingmennirnir fundi, og á einum þeirra kom í ljós ab Egill Jónsson hafbi sitt- hvað við málflutning Gunn- laugs að athuga. Og ég man ekki betur en Hjörleifur tæki í sama streng og Egill. Gunn- laugur sagði mér eftir fundinn, að ein af ástæðunum fyrir þessu væri hliðstæð því þegar nýr úlfaldi kæmi inn í úlfalda- hjörð, þá yrðu þeir gömlu skap- vondir. Mér fannst samlíkingin skondin. Séra Gunnlaugur er biblíufróður mabur, en þar koma þessar merkilegu skepnur við sögu. Nýr viðskiptaráð- herra Viðskiptaráðherrann nýi er maður á besta aldri og leyfir sér ab láta í ljós þá skoðun, að leita eigi leiða til þess að vextir rjúki ekki upp úr öllu valdi. Þetta fellur ekki í kramib hjá gömlu úlfaldahjörbinni í Landsbank- anum. Einn þeirra er geðvond- ari en aðrir og hreytir í þennan nýja úlfalda í viðskiptaráðu- neytinu. Viðskiptaráðherra mun hafa tekið þá skynsam- legu stefnu að minna „þjóð- bankastjórann" á að menn skyldu vera kurteisir í tali hver við annan. Pakkhúsmaður að austan Ég minnist Sverris Her- mannssonar úr pólitíkinni að austan. Þar iðkaði hann þá list sem við kölluðum í sveitinni að Á víbavangi „rífa kjaft". Ég viðurkenni fús- lega að ég hafði oft gaman af honum og tók munnsöfnuðinn hæfilega hátíðlega. Hann hefur enn ekki með öllu gleymt þess- um eiginleika. Ég var forseti neðri deildar Alþingis á árunum 1987-88. Sverrir talaði oft um þingsköp á þeim tíma og var ekki alltaf ánægður með mig. Eitt sinn sagbi hann úr ræbustól að ég væri „pakkhúsmaöur að aust- an, sem skolað hefði upp í for- setastól á Alþingi". Flokksbræð- ur mínir og aðrir kollegar á þingi úr öðrum flokkum komu til mín eftir fundinn alveg æfir yfir þessum ummælum og spurðu hvers vegna ég hefbi ekki vítt manninn. Ég svaraöi því til að það væri engin minnkun að því að hafa verið verið pakkhúsmaður og ekki ástæða til að víta fyrir þab. Ég var þá ekki búinn að heyra úlfaldakenningu Gunnlaugs Stefánssonar. Kannski hefur Sverri fundist nýr úlfaldi vera kominn inn í hópinn. Þetta jafnar sig Tilraunir til þess að tala niður til nýliða í störfum, háum og lágum, eru ekki nýjar, en auð- vitað jafnar gamli úlfaldinn sig og þrammar áfram undir þeirri byrði að stjórna „þjóðbankan- um". Sú byrði er stundum æði þung og þörf er á að einbeita sér að henni. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.