Tíminn - 05.05.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.05.1995, Blaðsíða 16
16 wtrntwu Föstudagur 5. maí 1995 „Ólympíusæti er stóra markmiöib" segir Þorbergur Abalsteinsson, landsliösþjálfari „Umgjöröin kringum undirbúning strákanna hefur verið í fínu lagi. Það hefur veriö reynt að vinna æf- ingarnar eins vel og hægt er með aðstoð þrekþjálfara, sálfræðings og annarra. Síðan höfum við reynt að hafa þetta svolítið vísindalegt þannig að þær tölur sem við fáum þar gefa okkur línuna þó það sé að- eins hluti af öðru stærra dæmi," segir Þorbergur Aðalsteinsson, þjálf- ari handknattleikslandsliös íslands, aðspurður um hvort hlutirnir séu að smella saman á réttum tíma hjá landsliðinu okkar, nú rétt fyrir HM. Hættur að taka eftir neikvæöri umræöu Hann segir fátt hafa verið nei- kvætt í umræðunni í undirbún- ingi landsliðsins. „Maður er hætt- ur aö taka eftir neikvæðri um- ræðu. Maður horfir meira á það jákvæða og reynir að halda sínu striki og láta hlutina ekki fara í taugarnar á sér þó á móti blási," segir Þorbergur. Hann segir að það sé ekkert eitt atriði sem hann hræðist mest fyrir HM og haldi fyrir honum vöku þessa dagana. „Þetta verður álag en umfram allt spennandi dæmi, en það kemur bara í ljós hvað verður. Það er ekki neinn endir á neinu." Stóra markmiöiö er ólympíusæti Þorbergur segir að markmið landsliðsins á HM sé ólympíu- sæti. „Stóra markmiðið er að ná ólympíusæti og síðan sjá hvort hægt sé að gera eitthvaö meira en þaö." Andlegi þátturinn mikilvæqur nú veqna heimavallarins Fyrir HM í Svíþjóð fyrir tveimur árum sagði Þorbergur í Tímanum að hann teldi ekki þörf á sérstakri sálfræðiaðstoð. Nú hins vegar er lögö mikil áhersla á andlega þátt- inn í undirbúningnum. „A þeim tímapunkti taldi ég ekki þörf á þeirri aðstoð. Við höfum alltaf unnið eitthvað smávegis á þess- um nótunum en ekki eins bein- línis og nú. Þessi þáttur er sérstak- lega nauðsynlegur núna aðallega vegna þess að við erum á heima- velli. Það er miklu meira álag og pressan meiri á okkur heldur en að vera spila erlendis. Bæði er bú- ist við meiru af okkur hér heima og síðan er allt á staðnum. Við er- um búnir að velta okkur upp úr aðdragandanum í mörg ár. Það er erfitt að lýsa þessu með orðum en þetta er allt öðruvísi. Á þeirri pressu höfum við tekið sérstak- lega," segir Þorbergur. Hann segir það rétt aö oft áður hafi verið haldið uppi meiri kröfu um góð- an árangur en fyrir þessa HM- keppni. „En nálægðin við leik- menn hefur ekki verið eins og í dag. Það er gaman að þessu og í raun er þetta mjög mikil lífs- reynsla. Maður veröur einhvern veginn miklu meira var við allt sem tengist mótinu heldur en þegar mótin eru erlendis." Þorbergur er ekki á þeirri skoð- un að handbolti sé bara leikur. „Þetta er ekki bara leikur. Þetta er upp á líf og dauða. Þarna er um að Þorbergur Abalsteinsson, landslibsþjalfari Islands, segir ab stora markmib- ib á HM sé ab tryggja sér ólympíusœti í Atlanta á næsta ári. ræða 20 manna íslenskan hóp sem er búinn að leggja á sig ótrú- lega mikla vinnu til geta náð ár- angri og síðan verður bara að koma í ljós hvað gerist. Þetta er alvara." Ekki viöunandi aö tryggja ekki sæti á Ol Hann segir árangur liðsins ráða miklu um sitt áframhald sem þjálfara liðsins. „Það er bara með mig eins og alla aðra þjálfara að ef ég næ ekki árangri þá er það bara búið," segir Þorbergur en það reyndist erfitt að veiða upp úr honum hvað teldist slappur ár- angur. „Við getum sagt það að ná ekki sæti á ólympíuleikunum núna á HM sé ekki viðunandi ár- angur. Það kemur að því að mjög gott lið dettur úr í 16 liða úrslit- um og þá dæmist það sem lélegur árangur. En liðið getur verið gott og þjálfarinn góður þrátt fyrir það. Eg hef í raun ekkert hugsað mikið um mitt áframhald í þessu en það muna skýrast eftir keppn- ina eins og reyndar margt ann- að," sagði Þorbergur að lokum. Landslibsmennirnir Sigurbur Sveinsson og Patrekur Jóhannes- son sjást hér í glœsilegum peysum sem Folda lét gera sérstaklega fyr- ir HM-keppnina. Folda meö sérmerktar HM-ullar- vörur Folda hf. á Akureyri hefur framleitt minjagripi í sam- vinnu við framkvæmdarnefnd HM og er óhætt ab segja aö þar fáist nærri allt frá toppi til táar. Um er að ræða ullarvörur sem Folda sérhæfir sig í. Hægt er ab fá trefla, peysur, minnisbækur í fílofaxformi, lyklakippur, teppi, derhúfur, vesti, sessur og axlapoka svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölbreytileika sem Folda framleiðir af sérmerktum HM-ullarvörum aöeins fyrir þetta HM-mót. Allir hlutirnir bera HM-merkið og lifa því áfram eftir mótið. Hönnuðir þessara glæsilegu vara, sem eru íslenskar frá A-Ö, eru þær Guð- rún Gunnarsdóttir og Valgerö- ur Melstað. Vörurnar koma til með að fást m.a. á öllum keppnisstöðum HM, Ullarhús- inu í Austurstræti og HM- básnum í Kringlunni. ■ Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSl sér um öll lyfjaprófá HM og hefur í nógu aö snúast: Allt aö fimm milljónum variö til lyfjaprófa Gubmundur Gíslason er starfsmabur Lyfjaeftirlitsnefndar ISI og er einn þeirra sem munu hafa í nógu ab snúast á meban á heimsmeistarakeppninni stendur, en hann er einn þeirra sem sér um sýnatökuna. Hér er hann meb sýnishorn af glösunum, sem landslibsmenn þjóbanna munu létta afsér í, ábur en sýnin eru send meb hrabi til Noregs. Tímamynd CS Lyfjaeftirlitsnefnd ISÍ mun sjá um ab taka öll lyfjapróf á Heimsmeistarakeppninni í handknattleik, en um gríðar- lega umfangsmikið verk er að ræða. Birgir Gubjónsson læknir situr í Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ og er ab eigin sögn ein abalspraut- an, samtímis og hann hlær vib. Að hans sögn er um ab þrefalda ársveltu nefndarinnar, aðeins á þeim tveimur vikum sem mótiö stendur. Gera má ráö fyrir að framkvæmd verði á bilinu 150- 200 lyfjapróf, á meðan hér á landi eru framkvæmd um 50 próf ár- lega. Birgir segir þetta ekki eiga sinn líka erlendis ab margfeldið sé svo mikið þegar haldið er mót sem þetta. Birgir segir að kalla hafi þurft út aukalið til að sinna verkinu, eða alls á bilinu 15-20 manns, og unnib hafi verið að því undanfar- ið ab þjálfa mannskapinn. Auk þessa fólks mun nefndin sjálf, sem séb hefur um framkvæmd lyfjaprófa hér á landi, einnig verða að störfum, svo heildar- fjöldinn er um 25 manns. Hópn- um veröur skipt í fjóra hópa, einn hópur á hverjum stað og verða hóparnir viðstaddir alla leiki sem fram fara á mótinu. Það er naub- synlegt að þeir sem framkvæmi prófið fái rétta þjálfun, enda mik- ilvægt aö rétt sé farið að. Birgir segir að ekki sé ákveðið fyrirfram hvaöa leikmenn og úr hvaba leikjum og liðum verði prófaðir, enda sé það ekki nefnd- arinnar að ákveða það. Það er hins vegar á valdi læknanefndar IHF, sem verður hér á landi að gera það, sem síðan kemur fyrir- mælum til lyfjanefndar, sem sér um framkvæmdina. Læknanefnd Alþjóða handknattleikssam- bandsins veröur á öllum leikjum. Framkvæmd lyfjaprófanna verbur með þeim hætti að leik- menn verða bobaðir strax að leik loknum til herbergis þar sem lyfjaprófið fer fram. Fylgja verður viðkomandi alveg þangað til til herbergis er komiö. Þegar sýna- töku er lokið, er sýninu komið með fyrstu vél til Noregs, þar sem íslenskur námsmaöur, búinn bíla- leigubíl tekur strax við því og kemur því að Akers sjúkrahússins í Ósló. Þar er sýnið greint með forgangshraða og niðurstöður eiga að liggja fyrir innan sólar- hrings. Alþjóða handknattleiks- sambandið leggur mikla áherslu á að þetta gangi vel, því reglur sam- bandsins vegna notkunar ólög- legra lyfja eru mjög strangar. Vegna þess að um forgangs- verkefni er að ræða er greining sýnanna og í raun allur ferillinn mun dýrari. Greining með venju- legum hraða er um 15-16 þúsund krónur, en þar sem um forgangs- verkefni er að ræöa kostar prófib á bilinu 24-25 þúsund krónur. Það má því ætla að kostnaður vegna lyfjaprófanna nemi á bil- inu 3,7-5 milljónum króna, fyrir utan laun vegna lyfjaprófanna og flutningskostnaöar. Birgir segir að það tíðkist aö þeir sem starfi á vegum Lyfjaeftirlitsnefndarinnar fái greidda þóknun fyrir verkib, enda ákaflega tímafrekt. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.