Tíminn - 05.05.1995, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.05.1995, Blaðsíða 17
Föstudagur 5. maí 1995 17 MnH -HM'95 Ólafur Schram, formaöur HSÍ, á tímamótum: „Kominn söknubur í mig" „Það er kominn söknu&ur í mig," segir Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, þegar hann er spurður hvort það sé ekki þægilegt að sjá alla vinnuna bera loksins árangur. „Þetta er búið að vera svo æðis- lega gaman, nú fer maöur að sjá fyrir endann á aö þetta verði bara hreinlega búið." Ólafur segir þetta eitt stærsta verkefnið sem hann hefur tekið sér fyrir. „Það er stærsta, fjárfrekasta og mannmesta verkefni sem ég hef komið nálægt. En maður hefur ekki nema 18 klukkustundir á sólarhring til að vaka og það er svosum ekki nýtt að ég hafi notað þær vel áður. Það eru margar ákvarðanir sem þarf að taka en ég kvarta ekki. Álagið er jú mikið en ég vinn hraðar og er af- kastameiri þegar ég hef úr miklu að vinna." 24 ár í næsta HM á íslandi Ólafur segir að íþróttamót á borð við HM í handknattleik sé í raun viðburður sem er haldinn bara einu sinni á öld hér á landi og það séu allavega 24 ár í næsta HM á íslandi. „Ég mundi segja að það væru u.þ.b. 12 þjóðir sem væru á undan okkur áður en við getum farið að gera okk- ur alvarlegar vonir um að halda HM aftur. Þetta eru þjóðir á borð við Spán, Þýskaland, Danmörku og Jap- an svo einhver séu nefnd. HM er haldið annað hvert ár þannig að það gætu verið u.þ.b. 24 ár í næsta HM á íslandi." Skemmtilegasta HM-keppnin „Þetta verður alveg æöislega gaman og ég er á því aö þetta mót veröur langbesta og skemmtileg- Ólafur B. Schram, formaöur HSÍ, sést hér í fréttamannamibstöbinni þar sem hundrub frétta- og blabamanna munu hafa abstöbu sína á heimsmeistarakeppninni. Meb Ólafi á myndinni er hans helsti „fyiginautur" síbustu vikurnar, GSM-síminn, sem getib er annars stabar í HM-blabi Tímans. Ólafur Schram: „Veistu um símann minn?" Álag á stjórnendur HM-móts- ins er mikiö og þessi litla dæmisaga hér á eftir, sem er svo sannarlega með öllu sönn, segir örugglega margt um þetta álag. Blaðamaður Tímans hringdi snemma dags í vikunni í Ólaf B. Schram, formann HSÍ, og vildi eiga við hann viðtal. Þetta var símaviðtal sem fór gegnum hina margfrægu GSM- síma, sem Ólafur lítur á þessa dagana sem sinn helsta fylgi- naut, og var hann þá staddur í bíl sínum á leið til vinnu. Vert er aö taka fram að venjulega, þegar hann er í bílnum og ekki að tala í símann, þá leggur hann símann í farþegasætið. Þegar blaðamaður nær loksins í formanninn þá leggur hann að sjálfsögðu bílnum til aö geta einbeitt sér að viðtalinu og heldur á GSM-símanum í vinstri hendi. í miðju viðtali hættir Ólafur allt í einu að tala og blaðamaður heyrir að eitt- hvað mikið gengur á. Þá er Ól- afur að leita út um allan bíl með hægri hendi að farsíman- um, en heldur áfram aö tala í símann, sem hann er með í vinstri hendi, við blaðamann. Hann kemur síðan inn í viðtal- ið aftur og spyr skömmu seinna: „Veistu um símann minn?" Ólafur var sem sagt að leita að símanum sem hann var að tala í! ■ asta HM- keppnin sem hefur verið haldin. Hér verður náttúrulega mesti fjöldi forystumanna innan alþjóðlegu handknattleiksforyst- unnar sem hefur komið saman í svo langan tíma." Ólafur segir að það verði haldinn fundur með þessum forystumönnum meðan á dvöl þeirra stendur. „Það er mein- ingin að fara í gegnum þau skref sem hafa verið tekin í undirbún- ingnum. Þar ætla ég aö skýra út hvað ég tel að hefði mátt betur fara í undirbúningnum, hvar t.d. ákvaröanataka á að liggja í hinum og þessum hlutum. Þá ætla ég líka að koma inn á hvaða breytingar þurfa að komast á, t.d. fyrir Japan. Þetta er kannski ekki partur af góöri móttöku en það verður fariö ljúfum höndum um þá." „Á Islandi er allt sem til þarf til að halda stórmót. Hér er alþjóöleg- ur matur, samgöngur eru í góðu lagi og þessum forystumönnum líður því eins og þeir séu heima hjá sér. En það má því segja að þetta séu þeir þættir sem þeir hafi ekki trúað sumir hverjir að væru fyrir hendi á íslandi þegar við við vorum að sækja um að halda mót- ið. Fyrir skömmu kom sjónvarps- fólk frá þýskri íþróttasjónvarps- stöð og þeir göptu allan tímann sem ég var með þá, á mörgleikana í boði voru. Þeir furðuðu sig á því hvers vegna þeir hafi ekki vitaö af þessu landi, hér væri fullt af myndatökuplássum. Þetta er það sem slær menn mest, þ.e. aðbún- aöurinn. Það má segja að þetta hafi verið erfiöasti þátturinn í Tímamynd CS undirbúningum að sannfæra menn að hér væri allt fyrir hendi." Innlendir ráöamenn enn vantrúaöir „Það hefur verið erfitt að sann- færa innlenda ráðamenn um að þetta væri stórviðburður. Það kom fram hjá einum ráðamanni borgar- innar þegar var verið að ræða bjór- máliö í sjónvarpi að þá talaði við- komandi um „að þó fari hér fram eitthvert handboltamót". Þetta seg- ir margt. Ég er því á þeirri skoðun að margir innlendir ráðamenn hafa ekki enn áttað sig því hversu stórt þetta mót er. Þetta á líka við um landann því vertu viss að fólk kem- ur rétt fyrir leik á sunnudag og verð- ur reitt yfir því að fá ekki miða." ■ Reynsluleysi ungu strákanna veikleiki segir Guöríöur Guöjónsdóttir sem spáir Svíum og Rússum í úrslitaleikinn „Ég held nú að það sé frekar erf- itt að miða við æfingaleikina gegn Austurríki þegar meta skal mögulega frammistööu á HM enda var liðið svo rt >salega þreytt," segir Guðríður Gi ðjóns- dóttir, þjálfari og leikmaði r bik- armeistara Fram í handkna tleik. „Eftir því sem maður s >r og heyrir af frammistöðu an tarra landsliða þá er það mín skoðt n að það eru nokkur lið sem eru k 'assa fyrir ofan okkur. Þetta eru liö eins og Svíar, Rússar og Spánverjar. Ég held líka að það sé útilokaö að vinna Svía og Rússa þó svo við sé- um á heimavelli. Ef við bara mið- um við opna Reykjavíkurmótið þá áttum við ekki möguleika gegn Svíunum. Þeir vita allir nákvæm- lega hvaö þeir eru að gera og hvað næsti maður er að gera. Mér fannst þetta bara vera allt önnur íþrótt sem þeir voru að sýna," seg- ir Guðríður og spáir Svíum og Rússum í úrslitaleikinn. „Ég verö aftur á móti mjög ánægð ef ís- lenska liðið nær sjötta sæti. Þetta er kannski ekki mjög mikil krafa en mér finnst liðið t.d. ekki eins sterkt og fyrir heimsmeistara- keppnina í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Auövitað eru þetta góðir Gubríbur Gubjónsdóttir, þjálfari og leikmabur bikarmeistara Fram. strákar en liöið sem Þorbergur er að stilla upp í byrjunarliðið núna er rosaiega ungt. Ólafur (Stefáns- son), Dagur (Sigurðsson) og Pat- rekur (Jóhannesson) eru allt fram- tíbarleikmenn. Ef HM-keppnin hefði verið 2-8 árum seinna þá hefðum kannski getab gert kröfu um 3ja sætið. Það mætti segja að þetta reynsluleysi sé helsti veik- leiki liðsins í dag. Það er t.d. langt bil milli Ólafs og Sigurðar (Sveins- sonar)." Guðríður segir að eftir opna Reykjavíkurmótið þá hafi henni fundist íslenska liðið leika mjög ómarkvist. „Það bar líka svolítið á því í leikjunum gegn Austurríki, eins og á síðustu 20 sekúndunum í seinni leiknum þegar vib vorum með boltann, að þá var ekki stillt upp í leikkerfi eða neitt. Þab var allt of mikið happa og glappa. Ég trúi ekki öðru en Þorbergur sé bú- inn að finna einhverjar leiðir til spila markvisssara. En það er kannski ekki skrýtið að hann sé ekki ab flíka einhverju nýju svo stuttu fyrir mótið." Guöríður sagði að helsti styrk- leiki liðsins fælist í hornamönn- unum Valdimar Grímssyni og Bjarka Sigurössyni. „Þeir klikka yf- irleitt aldrei. Ég myndi þó ekki segja að íslenska standi og falli með þessum tveimur mönnum," sagði Guðríður en svona stillir hún upp sínu HM-byrjunarliöi ís- lands: Sigmar Þröstur Óskarsson í markið, Valdimar Grímsson í hægra hornið, Ólafur Stefánsson hægri skytta, Dagur Sigurðsson á miðjunni, Patrekur Jóhannesson í vinstri skyttuna, Gústaf Bjarnason í vinstra horninu og Geir Sveins- son á miðjuna. í vörnina kæmu svo Einar Gunnar Sigurðsson og Júlíus Jónasson fyrir þá Ólaf og Gústaf. ■ f hvaða sæti lendir ísland á HM '95? Herbert Arnarson, körfuboltakappi úr ÍR: „Ég spái þeim sjötta sæti, en það verður að teljast mjög góð- ur árangur, því það sæti veitir m.a. farseðilinn á Ólympíuleik- ana. Ég held að HM-keppnin sé sterkt mót og því er það rosaleg bjartsýni að ætla að við lendum í einu af þremur efstu sætun- um." Broddi Kristjánsson, badmintonspilari úr TBR: „Áttunda sætið verður hlut- skipti íslenska liðsins, því ég held að það séu a.m.k. sjö betri landslið en það íslenska í þessari HM-keppni. Við komum til með að spila um 7. sætið, en hugsunin um að komast á ÓL verður okkur ofviða og við töp- um og sitjum heima á næstu ólympíuleikum." Martha Ernstdóttir, frjálsíþróttakona: „Ég spái þeim alveg hiklaust 6. sætinu, því þeir eru þab góbir og svo eiga þeir eftir að fá góðan stuðning frá áhorfendum. Heimavöllurinn er svo mikil- vægur." Jón Oddsson, frjálsíþróttamabur: „Þeir spila um þriðja sætið, en því miður tapa þeir þeim leik. Ég hef mikla trú á þessu liöi og þaö kannski skýrir bjartsýnina." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.