Tíminn - 05.05.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.05.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. maí 1995 wmwv n sleppa sínum mótherja aöeins lausum. (Skyringarmynd) Sóknarleikur. Sóknarleikurinn er sá hluti leiksins sem vekur mestan áhuga fólks enda koma mörkin jú í gegnum sóknarleikinn. Fólk vill sjá falleg mörk, mörk eftir falleg- ar línusendingar, mörk eftir sam- vinnu leikmanna í formi fallegra leikflétta eða leikkerfa. Hægt er að greina ýmsar tegundir af sóknarleik og hafa flestar þjóðir sína ákveðnu taktík sem er rauö- ur þráður í leik þeirra. En hver eru helstu markmið sóknarleiks- ins: * Ógnun að marki meö bolta milli tveggja manna í því augn- armiði að fá þá í sig og spila bolt- anum áfram til næsta manns (stimplun). Þetta er gert þar til einn sóknarmaður hefur verið spilaður frír. * Skapa svæði fyrir skytturnar til að komast í skotstöðu. * Skapa svæði fyrir leikmenn til að brjótast í gegn maður á móti manni. * Rugla talningu varnarmann- ana og komast þannig í stöðuna einum fleiri eöa koma leikmanni í upplagt marktækifæri. Þær tegundir sóknarleiks eða þær taktikar sem mest eru notað- ar eru stimplun (stöðuspil), klippingar og yfirgangar (þegar leyst er upp af hornamönnum eða bökkurum) Stimplun byggist á því að menn haldi stöðum sínum og framkvæmi fyrrnefnt atriði að ógna milli tveggja og losa bolt- ann til næsta manns. Heims- meistarar Rússa eru sérfræðingar í þessu og gerir engin þjóð þetta betur en þeir. Oft er unun að horfa á hve hratt boltinn gengur á milli manna og fyrr en varir hefur leikmaður verið spilaður frír. Þessi taktík er mjög einföld en viröist aldrei úreldast. ís- lenska liöið gerir þetta oft mjög vel og skapa sér þannig mjög góð færi, þó vantar oft aðeins meiri stööugleika þ.e.a.s. markvissari á- kvaröanatöku á réttum tíma en af því ræðst oft biliö milli taps og sigurs. Stimplun er gjaldgeng gegn hvaða vörn sem er og má segja aö þetta sé sú grunntaktík sem handboltinn byggist á. Taktík sem byggist á klipping- um miðar að því að koma skytt- unum í góða skotstöðu eöa að rugla talningu varnarinnar. Þjóð- verjar hafa löngum verið frægir fyrir slíkan handbolta og virðast þeir enn spila lítið annað. í nú- verandi liði þeirra eru skyttur þerra mjög stórar og þurfa mikið pláss til að athafna sig. Miðju- maðurinn og línumaðurinn eru nánast bara í því að vinna svæði fyrir skytturnar. Dæmi um mun hraöari bolta af þessu tagi eru Kóreumenn en þeir nota mikið klippingar í sóknarleik sinum. Hraöi þeirra gerir þaö aö verkum aö oft er erfitt fyrir andstæðinga þeirra að spila vörnina rétt á móti þeim enda skora þeir ávallt mikið af mörkum. Þessar klipp- ingar eru mest framkvæmdar miðsvæöis á vellinum en þar hefur skotmaöurinn stærstan skotvinkil og góðir möguleikar á línuspili. Klippingar eru mikið notaðar gegn 6:0 vörn og er markmiðið að minnka þéttleika varnarinnar þannig að glufur myndist til að skjóta í gegn. Þetta sást í síöustu leikjum ís- lenska liðsins fyrir HM gegn Austurríki. En Austurríkismenn- irnir voru í stanslausum klipp- ingum þar sem þeim tókst oft að opna íslensku vörnina og finna glufur til aö skjóta aö marki. Gegn 5:1 vörn miðast klipping- arnar að því að vinna senterinn fyrir framan og ná honum af sínu vinnslusvæði. Yfirgangur er spilaður í þeim tilgangi að rugla talningu varnar- mannana og reyna þeir sem hlaupa inn í vörnina jafnframt ab hlaupa inn í eyður sem myndast oft og fá þá sendingu frá útileikmanninum. Sigurður Sveinsson gerir þetta oft snilldar- lega með sendingu á innhlaup- andi hornamann. Möguleikar leikkerfa af þessari tegund eru hins vegar ótal margir. Svíar eru þjóða fremstir í þessu og virðast þeir ná að þróa þessa leikaðferð endalaust, þeir spila einna fjöl- breyttasta sóknarleikinn enda liðib taktiskt mjög vel samæft og má finna flestar tegundir sóknar- leiks í leik þeirra. Yfirgangar eru árangursríkastir gegn 3:2:1 og 5:1 vörnum eins og ég minntist á í umfjöllun minni um vamarleik- inn. íslenska liðið beitir slíkum leikkerfum talsvert meö góðum árangri og vonast ég til að sjá eitthvað af þeim þegar út í keppnina er komið. Þróun handboltans Mig langar til að minnast nokkrum orðum á þróun hand- boltanns á næstu árum. Nú þegar samkeppni milli í- þróttagreina fer vaxandi spyrja forystumenn iþróttagreina sig að því hvernig megi gera viðkom- andi íþróttagrein enn áhugaverð- ari. Þetta er einnig til umræðu í handboltanum. Það sem fólk vill sjá, eins og ég hef áður minnst á, er hraður handbolti, falleg mörk, fallegar leikfléttur o.s.frv. í hand- boltanum hefur það lengi tíökast aö lið hafa verið að vinna á hörðum varnarleik og kannski verið með fábreittan sóknarleik. Þessu vilja menn breyta. Mér sýnist stefnan vera sú að minnka rétt varnarmannsins og þ.a.l. auka rétt sóknarmannsins í því augnarmiöi að fjölga þeim augnablikum sem fólk kemur að sjá, sem myndi sennilega þýða auöveldari markaðsetningu. Nú hafa fyrstu skrefin verið stigin en mun strangar verður dæmt á grófari brot af öllu tagi. Slíkar reglur þurfa hjá bæði leilunönn- um og dómurum oft ákveðinn aðlögunartíma og veröur fróðlegt að fylgjast með hvernig tekst til. Nú eru sumir sem vilja ganga lengra í breytingum á reglunum og sækja jafnvel reglur úr smiðju N.B.A körfuboltans. Erfitt er aö sjá fyrir hvaða afleiðingar það hefði, en ég er þeirrar skoðunar að á næstu 3-4 árum verði að móta ákveðna framtíöarsýn í al- þjóöa handbolta, framtíðarsýn sem ablagar sig aö breyttri sam- keppnisstöðu íþróttarinnar svo og kröfum þjóöfélagsins. Lokaorb. í þessari umfjöllun minni hef ég farið ofan í nokkur grund- vallaratriði sem viðkoma skiln- ingi á því sem er að gerast á handboltavellinum. Margt er þó ótalið eins og t.d. hraðaup- hlaupin sem eru vissulega stúd- ía út af fyrir sig. Ég voria að fólk hafi öðlast meiri skilning á leiknum og viðfangsefnum leikmanna og þjálfara. ■ Gáski frá Hofsstöðum með afkvæmum Feykir fra Hafsteinsstöðiun með afkvæmum IðdSdla hefst í neidnouiniii inðjuddgjnn 2. mdi. s: Sýningar: Föstudaginn 5. maí, kl. 21 Suimudagimi 7. maí, ld. 21 Bamasýning: Sunnudaginn 7. maí, kl 15. Verð aðgöngumiða: Fullorðnir: ístæði 1.000 kr. í sæti 1.500 kr. Böm: 500 kr. Laugardaginn 6. maí, kl. 21 Verð aðgöngumiða: ístæði 1.500 kr. ísæti 2.000 kr. FLUGLEIDIR i Trainliir ísltmkiir ferðafehigi Æ komafram: Svartur frá Unalæk Kjarkur frá Egilsstaðabæ Mjölnir frá Sandhólaferju Trostan frá Kjartansstöðum Galsi frá Sauðárkróki Fáni frá Hafsteinsstöðum Kópur frá Mykjunesi Krafla frá Miðsitju kemur aftur Glæsilegar ræktunarbússýningar Gæðingar og afburðahryssur FflKUR OG SDNHLEKDIHGflfl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.