Tíminn - 05.05.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.05.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. maí 1995 7 Kirkjulistavika hefst á Akureyri á morgun kirkjunnar. Yfirskrift málþingsins er „Kirkjan fræðir" og fundar- stjóri veröur dr. Haraldur Bessa- son, fyrrverandi rektor Háskóians á Akureyri. Af föstum liöum í safnaðarstarfi Akureyrarkirkju má nefna mömmumorgna í safnaöarheim- ilinu, en þar hittast foreldrar reglulega meö börn sín. Á kirkju- listavikunni verður efnt til sér- staks mömmumorguns þar sem foreldrar og börn hlýða á érindi um börn og barnauppeldi, auk þess sem leikarar frá Leikfélagi Akureyrar skemmta viðstöddum. Fundir eldri borgara eru einnig fastur liður í safnaðarstarfinu, og í tilefni af kirkjulistavikunni verö- ur efnt til sérstaks fundar þar sem Bjarni Guðleifsson flytur erindi um listir og Tjarnarkvartettinn syngur. Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Kirkjulistavika í Akureyrar- kirkju er orðin fástur liður á vor- dögum í lista- og menningarlífi á Akureyri. Markmið með kirkjulistavikunni er að auka tengsl listafólks og kirkjunnar og menningarviðburður af þessu tagi er einnig vel fallinn til þess að efla tengsl hinna ýmsu listgreina sem stundaðar eru í bænum, auk þess sem bæj- arbúum og gestum gefst kostur á að njóta fjölbreyttra listvið- burða á þessum vikutíma. Þekkt myndlistar- fólk frá Noregi Á morgun, laugardag, hefst fjórða kirkjulistavikan á Akur- eyri og er dagskrá hennar byggð upp af mörgum áhugaverðum viðburðum. Fyrstan þeirra má nefna sýningu á verkum norsku mynd- og veflistakonunnar Else Marie Jakobsen í Listasafninu á Akureyri. Hún er á meöal fremstu listamanna Noregs og hefur unnið mörg verk um trú- arleg efni. Hún sækir fyrir- myndir í táknmál kirkjunnar og helgisögur og prýða mörg verka hennar kirkjur í heimalandinu. Auk sýningar Else Marie í lista- safninu verbur efnt til sýninga á verkum tveggja annarra norskra listakvenna: sýning á verkum Ninu Gjestland veröur í Heklu- salnum á Gleráreyrum og verk Ann Rasmussen verða til sýnis í Heklusalnum og einnig í Gallerí AllraHanda, sem er í sama húsi og listasafniö í Grófargili. Ann Rasmussen er af dönsku bergi brotin, en hefur búið í Noregi frá 1973. Hún er kunn fyrir kirkjulist og prýða verk hennar margar kirkjur, einkum í Nor- egi. Ann Rasmussen lauk námi 1986 og starfaði fyrstu árin sem aðstobarmaður hjá Else Marie Jakobsen, en hefur rekið eigið verkstæði frá 1991. Nina Gjest- land er einnig þekkt textíllista- kona í Noregi, er sótt hefur menntun sína til Sviss og Aust- urríkis auk Suður-Evrópulanda. Verk Ninu er meðal annars að finna í eigu margra stofnana í heimalandi hennar og norrænu menningarmálanefndarinnar. „Magnlficat7' í Akur- eyrarkirkju Af öðrum listviöburðum má nefna flutning Kórs Akureyrar- kirkju á „Magnificat" eftir Johann Sebastian Bach. Kórinn er 50 ára á þessu ári og efnir af því tilefni til hátíðartónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 7. maí kl. 17.00. Einsöngvarar með kórnum verba: Margrét Bóasdóttir, sópran, Marta G. Halldórsdóttir, sópran, Óskar Pétursson, tenór, Sverrir Guð- jónsson, kontratenór, og Michael Jón Clarke, bassi. Stjómandi og einleikari meb kórnum verður Björn Steinar Sólbergsson. Kórinn kemur oftar fram á kirkjulistavik- unni, því að loknu málþingi í safnaðarheimilinu laugardaginn 13. maí eða kl. 18.00 flytur hann aftansöng eða vesper eins og söngurinn nefnist á latínu og er ein hinna klassísku tíðagjöröa kirkjunnar er rekja má til fyrri alda. Prestur við aftansönginn veröur sr. Þórhallur Höskuldsson og stjórnandi kórsins Björn Stein- ar Sólbergsson. Myndverk barna Þá má geta fjölskyldumessu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 7. maí. Þar setur Guðríður Eiríks- dóttir, formaður sóknarnefndar Akureyrarsóknar, Kirkjulistaviku 1995, sr. Svavar A. Jónsson, nýráðinn héraðsprestur á Norður- landi eystra og fyrrum sóknar- prestur í Ólafsfirði prédikar og Barnakór Akureyrarkirkju syngur. Að messu lokinni verður kirkju- gestum bobið að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu og þar mun Rósa Kristín Júlíusdóttir, mynd- listarkennari, opnar sýningu á myndverkum barna sem stunda nám við Myndlistarskólann á Ak- ureyri, en þemað í myndunum er tengt páskahátíðinni. Kirkjulistavikuna ber að á sama tíma og heimsmeistaramótið í handknattleik, sem að þessu sinni verður haldið hér á landi. Hluti mótsins fer fram á Akureyri og af því tilefni verður helgistund í Ak- ureyrarkirkju í tengslum við HM frá kl. 12 á hádegi til 12.20 alla daga kirkjulistavikunnar. Hróbmar Ingi Sigurbjörnsson. dr. Hjalti Hugason, dósent, og í lok messunnar frumflytur Asako Ichihashi dans vib brúbkaupið í Kana ásamt átta dönsurum, en tónlistin er eftir tékkneska tón- skáldið Petr Eben. Þann dag verð- ur frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, sérstakur gestur kirkjulistavikunnar. Kirkjan fræöir Efnt verður til málþings í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju laug- ardaginn 13. maí, þar sem séra Bolli Gústavsson, vígslubiskup, Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, dr. Hjalti Hugason, dósent við Guðfræði- Akureyrarkirkja. GUÐ/jón bak viö tjöldin Leikfélag Akureyrar og Tjarnar- kvartettinn flytja nýstárlegt leik- húsverk á kirkjulistavikunni. Nefnist það „Hvar er ekki GUÐ/jón bak við tjöldin?" og er handrit þess og leikstjórn í um- sjón Viðars Eggertssonar, leikhús- stjóra á Akureyri. Verkið er byggt á textabrotum og myndum eftir ýmsa fræga sem ófræga höfunda, er fjalla um manninn andspænis almættinu. Verkið verður frum- flutt í Safnabarheimili Akureyrar- kirkju þriöjudaginn 9. maí, en síðasta sýning þess verður sunnu- daginn 14. maí. Ljóöatónleikar, frum- flutningur sálmfor- leiks og dans Á kirkjulistavikunni gengst Tónlistarfélag Akureyrar fyrir Ijóðatónleikum Jóns Þorsteins- sonar, óperusöngvara, og Gerrits Schuil, píanóleikara, þar sem trú- arleg ljóð verða uppistaða í efnis- skrá. Þá verbur einnig frumflutt trúarlegt tónverk, því vib guðs- þjónustu sunnudagirm 14. maí verður fluttur sálmforleikurinn „í þennan helga herrans sal" eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og er það frumflutningur verksins. Viö þessa guðsþjónustu prédikar deild Háskóla íslands, séra Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur á Dalvík, og Margrét Bóasdóttir, sópransöngkona, verba fyrirlesar- ar um málefni sem snerta starf Vibar Eggertsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.