Tíminn - 13.05.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 13.05.1995, Qupperneq 4
4 Laugardagur 13. maí 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sfmi: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Rafeindatækni passar börn Barniö og hin sívaxandi tækni er dagskrárefni ráðstefnu, sem haldin veröur í Reykjavík um þessa helgi. í frétt, sem birtist hér í blaðinu í gær, var rakið hve óhóflegt sjónvarpsgláp og leikjaskjáir geta haft slæm áhrif á hugmyndaheim barna á viðkvæmu þroskaskeiði. Þá benda rannsóknir til að slímset- ur framan við rafeindaskjái geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar barna og geti þær orðið varanlegar. Væntanlega kemur fram á ráðstefnunni hve mikil brögð eru að því að börn bíði skaða á lík^ma og sálarlífi af þeim ástæðum sem hér er minnst á. Er full ástæða fyrir uppalend- ur til að fylgjast meö hvað sérfræðingar hafa um þessi mál að segja og hverju þeir vara helst við. Börn eru oft furðu fljót að tileinka sér tækni sem margir fullorðnir hafa ekki á valdi sínu. Margir kannast vib að oft eru þau öðrum fljótari ab læra á margbrotin stjórntæki ný- tískulegra sjónvarpa, og tölvuleikir, sem eru fullorönum framandi, leika í höndum krakka, jafnvel kornungra. En samkvæmt Tímafréttinni eru þetta ekki alsaklausir leikir, því ástand barnanna við rafeindatækin er einna líkast því að þau gangi í svefni og þau missa hæfileikann til gagn- rýnnar hugsunar. Veröld rafeindanna er þeirra heimur og sú veröld, sem umlykur okkur og við köllum náttúrulega, er þeim framandi. Af sjálfu leiðir aö gjá myndast milli barna, sem þroskast við rafeindaskjái, og foreldra og annarra náinna. Sjónvarp er notab til að losa fólk við að sinna börnum. Barnaefni sjón- varpanna á morgni frídaga er lýsandi vottur um hverjir sjá um krakkana á meðan foreldrarnir sofa. Síðan taka tölvuleik- ir við umsjón og þroska barnanna. Tækniuppeldi af þeim toga, sem hér er minnst á, vekur upp spurningar um hvernig fjölskyldan og samfélagið hlúir að börnum sínum. Uppi eru miklar og viðvarandi kröfur um að foreldar losni við þá kvöð að annast börn sín og ala þau upp. Reynt er að uppfylla þær óskir með öllum tiltækum ráð- um og skortur á fjármagni er helsta afsökunin fyrir því að ekki sé hægt að sjá um nema takmarkað uppeldi barnanna utan heimilis. En innan fjölskyldunnar gæta elektrónísku tækin þess að börn séu uppalendum ekki til trafala, þegar þeir þurfa að sinna flestu öðru en afkvæmum sínum. Vonandi er hér fariö með ýkjur, en nauðsyn þess aö halda ráðstefnu um skaöleg áhrif rafeindauppeldis bendir til að svo sé ekki. Því miður. í gildi eru lagabálkar um vernd barna, réttindi þeirra og skyldur uppalenda. Þar eru hagsmunir barnanna undantekn- ingalítið í fyrirrúmi af augljósum ástæðum. í kröfugerö og umræðu, sem varðar fjölskylduna, er þó hagsmunum barnanna vikið til hliðar, en þeim mun meira gert úr frjálsræði uppalenda og að okinu sé af þeim létt. Oft verða hagsmunir barna aukaatriði, þegar verið er að fjalla um rétt uppalenda á opinberum vettvangi. Þegar fyrir- gangur fjölmiðla er hvab mestur vegna forræbismála, til dæmis, verður velferö barnanna aukaatriði, en þeim mun meira gert úr harmsögulegu hlutverki annars eða beggja for- eldra. Ráðstefnan um slælegt og jafnvel hættulegt barnauppeldi vekur upp spurningar um hver afstaða velferðarþjóðfélagsins sé til barna í raun og veru og hvar fjölskyldan sé á vegi stödd. Foreldrum sem öðrum veitir ekki af duglegri naflaskoðun til að komast ab því hvort fjölskyldan og samféfagið sé ekki orðiö barnfjandsamlegt, þrátt fyrir síbyljandi glamur um hið gagnstæða. Birgir Cuömundsson: Leðjuslagur og rósastríb Hafin er kosningabarátta um formannsstól í Alþýðubanda- laginu eina ferðina enn. Tími ólafs Ragnars er búinn og bar- ist um hvers tími er að koma, Þingeyingsins Steingríms J. eða Sunnlendingsins Margrét- ar Frímannsdóttur. Baráttan hefur farið kurteisislega af stað en menn eru við öliu búnir eins og marka má af þeim um- mælum Steingríms að kosn- ingabaráttan geti verið gagn- leg flokknum ef hún leibist ekki út í leöjuslag. Steingrímur J. hefur lengi haft augastað á formanns- stólnum enda hefur hann gegnt öllum helstu trúnaðar- störfum flokksforystunnar nema að vera formaöur. Það hversu mikla reynslu af for- ustu flokksins Steingrímur hefur er hvort tveggja í senn einn hans helsti styrkleiki og hans helsti veikleiki. Stein- grímur, þó ungur sé og hafi aldrei lært í Austur-Þýska- landi, er fulltrúi fyrir flokks- eigendaarminn í flokknum, Hann tengist gömlu forust- unni sem af sögulegum ástæð- um hefur, með réttu og röngu, yfir sér „austan járntjalds" ásýnd í hugum fólks. Þess utan er Steingrímur búinn að vera lengi áberandi á þingi, hann hefur verið ráðherra og hann hefur verið varaformaður. Hann er þess vegna gróinn hluti forustunnar og óaðskilj- anlegur hluti af sviðsmynd Al- þýðubandalagsins, sviðsmynd sem vaxandi fjölda flokks- manna þykir orðin dálítið þreytt. Rósastríbib Eitt höfuðeinkenni á Al- þýðubandalagspólitíkinni hef- ur á undanförnum árum veriö barátta armanna sem jafnan eru kenndir við Ólaf Ragnar og flokkseigendafélagiö. Þetta rósastríð er orðið svo lang- vinnt og flókið að ‘flestir venjulegir flokksmenn eru fyr- ir löngu búnir að gleyma hvers vegna það er háð ef þeir þá nokkurn tíma skildu um hvað það snerist og í því liggur ein- mitt vandi Steingríms J. Það ab kjósa Steingrím til for- mennsku hlýtur því í huga hins almenna formanns að þýða að flokkurinn heldur áfram að spóla í þessu sama gamla rósastríðsfari að fylk- ingar halda einfaldlega áfram að takast á eins og venjulega. Og það mun líka skipta sköp- um varöandi þennan for- mannsslag að nýjar reglur eru um kjörið, því nú er þab ekki elítan sjálf sem kýs sér for- mann á landsfundinum held- ur er það hinn almenni flokks- maður sem gerir það í undan- fara landsfundarins. Rósastríð- ið kann að vera elítunni enn hugleikið, þó trúlegt sé að hin- um finnist það ekki aðeins óskiljanlegt heldur líka óæski- legt, þreytt og pirrandi. Upp úr hjólförunum í því liggur styrkur Margrét- ar Frímannsdóttur. Hún hefur yfir sér hæfilegan ferskleika- blæ vegna þess ab hún hefur ekki tilheyrt þungamiöju for- ustunnar, en er samt ekki ný- liði. Hún er ung kona og af landsbyggðinni sem er heppi- legt upp á ímyndina og síðast en ekki síst kemur framboð hennar á réttum tíma, þegar útbreiddur vilji virðist vera fyrir því meðal fótgönguliðs- ins í flokknum að komast upp úr hjólfari rósastríðanna og endurskapa umgjörðina um pólitíkina. Á þeim grundvelli er ekki ólíklegt að Margrét geti unnið þennan slag, ekki síst ef henni tekst að hrista af sér þær grunsemdir að hún sé ein- hvers konar framlenging af Ólafi Ragnari. Möguleikar Margrétar eru m.ö.o. þeir að fara fram sem formannsefni sem ætli að ná Alþýðubanda- laginu út úr sjálfheldu gömlu flokkadráttanna. Ekki verbur annab séð en Margrét eigi góða möguleika á að hreppa formannsstöðuna. Sumir benda í því sambandi benda á afstöðu Svavars Gestssonar og raunar fleiri gamalla stjórn- málarefa úr flokkseigendaarm- inum, sem ekki taka af skarið til stuðnings Steingrími eins og búast hefði mátt við. Þess í stað ætli þeir að „bera klæði á vopnin", sem sé afstaða þess sem telur úrslitin tvísýn og vill hvorugan frambjóðandann styggja. Sameining jafnabarmanna Nýr formaður sem kemur inn á þessum forsendum mun breyta verulega sviðsmynd- inni í Alþýðubandalaginu og er líklegur til að höfða með allt öðrum hætti til „sameiningar" jafnaðarmannanna í Þjóð- vaka, Kvennalista og Alþýðu- flokknum. Margrét er raunar þegar búin ab lýsa því yfir að hún vilji leggja áherslu á sam- einingu vinstri flokkanna. Vitaskuld væri þetta ekki í fyrsta sinn sem þessi samein- ingardraumur kemur upp og er skemmst að minnast hinna rauöu Ijósa Ólafs Ragnars og Jóns Baldvins. Þeirra tilraun heppnaðist ekki og er enn föst á rauðu ljósi. Hins vegar er hugsanlegt að Margrét lendi á grænu ljósi og gæti komið um- ræðunni á hreyfingu. Með endurnýjun í forustu AB og ef flokkurinn losnaði út úr innri flokkadráttum má búast við ab sameiningartilboð hans yrði trúverðugra en ella og það gæti haft keðjuverkandi áhrif þannig að krafa kæmi um ab skipta gamla genginu út af í Alþýðuflokknum líka og að Þjóðvaki leystist hreinlega upp. Sagbi ekki Össur Skarp- héðinsson í blaðaviðtali ný- lega að hann stæði í pólitísku ástarsambandi við Margréti Frímannsdóttur? Fyrir nokkrum árum skaut alltaf með vissu millibili upp umræðunni um sameiningu Blaðaprentsblaðanna, Tímans, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins í eitt stórt blað til mótvægis við hægri pressuna. Sú um- ræða náði sér aldrei almenni- lega á strik nema þegar öll blöðin stóðu mjög illa. Ef allir áttu bágt í einu virtust menn geta talað saman, þó ekkert hafi orðið úr sameiningu á endanum af ýmsum ástæðum. Sennilega gildir svipað um jafnaðarmannaflokkana, sem standa ekki mjög vel um þess- ar mundir og verða að öllum líkindum næstu fjögur ár í stjórnarandstöðu þannig ab miðað vib reynsluna ætti að vera lag til sameiningar. Margir vilja vera Ingibjörg En það er auðvitað eitt að tala um sameiningu vinstri manna og annað ab ná henni fram. Augljós stefnuleg spurn- ingamerki er hægt að setja við við samvinnu og sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags í því samhengi. En það sem fróðlegast verður að fylgjast með, ef Margrét nær formennskunni, er að hún mun ábyggilega freista þess að gerast „Ingibjörg Sólrún" jafn- aðarmanna á landsvísu. Vand- inn er bara sá að það eru þegar fyrir hendi svo margar slíkar „Ingibjargir" í hinum flokkun- um líka sem telja einmitt að sameining jafnaðarmanna hljóti ab verða utan um sig. Hvort sem formannsslagur- inn í Aþýðubandalaginu á eft- ir ab marka nýja tíma í sam- einingarmálum jafnaðar- manna eða ekki, þá er trúlegt að veruleg hreyfing komist á þessi mál. Og hver veit nema Margrét Frímannsdóttir nái ár- angri og verði ekki abeins fyrsta konan til formennsku í flokknum heldur verbi hún líka síðasti formaður Alþýðu- bandalagsins eins og við þekkjum þab í dag?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.