Tíminn - 13.05.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.05.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. maí!995 Tímomynd CS Jón Kristjánsson: Brestur á stormur? Alþingi kemur saman eftir helgina og þá munu nýju þingmennirnir setjast í stóla sína. Þaö er myndarlegur hópur, sem áreið- anlega mun láta til sín taka á þessum vett- vangi á næstu árum. Síðan ríkisstjórnin komst á laggirnar hefur verið unnið að undirbúningi þess að koma nýju þingi á laggirnar með nýjum nefndum sem fá þá umboð til starfa. Almenn stjórnmálaum- ræða hefur einkennst nokkuð af þessu og bollaleggingum um hvaða stöður ákveðnir einstaklingar munu fá. Stormur eba logn? Fólk veltir því fyrir sér með hverjum blæ þinghaldið sem nú er að byrja verður. Ein- kennist það af harðvítugum átökum stjórn- ar og stjórnarandstöðu eða verður um meinlítið orðaskak að ræöa. Það er ljóst að á fimmtudaginn í næstu viku verða um- ræður um stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar og mun vafalaust sýnast sitt hverj- um. Hins vegar er staðreyndin sú að mjög lítið hefur borið á skoðanaskiptum um stjórnarsáttmálann hingað til. Stjórnar- andstaöan virðist hafa öörum hnöppum að hneppa. Þab verður svo að koma í ljós hvort verður logn eða stormur á vorþing- inu. Skoðanakönnu Ein skoðanakönnun um fylgi flokkanna hefur birst eftir kosningar. Hún leiöir í ljós þá niðurstöðu að stjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi, en stjórnarandstaðan tapar. Þetta kann í fljótu bragbi að þykja mikill fengur fyrir ríkisstjórnarflokkana, en ég vil vara við ab ofmetnast af þessu. Það er hefð fyrir því að fólk vill gefa nýrri ríkisstjórn tækifæri og hún hefur sína hveitibrauðs- daga og vib hverja nýja ríkisstjórn eru bundnar væntingar. Stríðsgæfan í stjórn- málum getur hins vegar verib völt og skjótt skipast vebur í lofti. Því má ekki gleyma þegar litið er á útkomu stjórnarflokkanna úr könnuninni. Því er hins vegar ekki að neita að þessi niðurstaða sýnir að ákvörðunin um að taka upp þetta stjórnarsamstarf nýtur mjög mikils fylgi meðal þjóðarinnar, svo mikils að þótt einhverjir kunni að vera óánægðir þá koma enn fleiri til liðs. Það er reyndar í fullu samræmi vib þá tilfinningu sem greinarhöfundur hefur. Vantrúin á sam- starf á vinstri væng stjórnmálanna var óneitanlega mjög áberandi í kosningabar- áttunni og hef ég ekki orðiö vitni að slíku fyrr í svo miklum mæli. Hvers vegna? Það eru óvissutímar í þjóðfélaginu. Fólk veit að mikil vandamál eru uppi. Atvinnu- leysi er verulegt, og undirstöðuatvinnuveg- ir landsmanna eiga enn við erfiðleika að stríða. Ég hef það á tilfinning- unni að við þessar að- stæður veðji fólk fremur á flokka sem hafa sterka og ákveðna forustu og eru ekki í eilífum um- ræðum um að leggja sjálfa sig niður. Ég hygg að vantrúna á samstarf til vinstri megi ekki síst rekja til hinnar ei- lífu naflaskobunar sem fram fer í þessum flokkum, ásamt þeim furðulegu reglum sem í gildi eru um að skipta út forustu- mönnum flokkanna í miðjum bardaga. Útskiptareglur. Ég er alveg sannfærður um ab útskipta- regla Kvennalistans var það sem gekk næst- um af þeim flokki dauöum í síðustu kosn- ingum. Það er vissulega ekki eina ástæðan fyrir lélegu gengi flokksins, en áreiöanlega sú veigamesta ásamt því að kjósa ekki for- mann líkt og aðrir stjórnmálaflokkar. Nú eru uppi deilur í flokknum um ástæður fylgistapsins, en mér sýnist nokkuð vanta á að forustukonur Kvennlistans dragi réttar ályktanir af atburðarásinni. Útskiptareglan í Alþýðubandalaginu um formanninn er þeim ekki síður þung í skauti. Það er fullvíst að einmitt þessi regla setti Ólaf Ragnar út af laginu í kosninga- baráttunni. Það er ekkert gamanmál að leggja í kosningar og hafa ekki umbob út árið til þess að stjórna flokki sínum, og fá- ránleikinn er fullkomnaður þegar sami maður á að vera í forsvari fyrir stjórnar- myndunarviðræðum. Það heföi verið skrautlegt að vera nú í ríkisstjórn með Al- þýðubandalaginu og vita ekkert hver stjórnar flokknum í haust og forustumenn hans heföu verið uppteknir við það í sum- ar að vega hver annan og skipa sér í fylk- ingar í formannskjöri. Allt þetta grefur undan traustinu hjá þjóðinni á stjórnar- andstöðuflokkunum. Það mun verða harka í formannskjörinu hjá Alþýðubandalaginu og ekki verður séð fyrir um eftirleikinn, hver sem fer með sig- ur af hólmi. „Flokkur fólksins" „ Flokkur fólksins", Þjóðvaki, á þegar við til- vistarkreppu að stríða, enda virðast umræbur innan hans hníga fyrst og fremst ab því hvenær og hvernig eigi að leggja flokkinn niður og sameina hann öðrum flokkum. Þab gefur auövitab auga leið að flokkur þar sem for- ustumennirnir em með hugan bundinn við slíkt á ekki framtíð fyrir sér. Hann er ekki kominn til þess ab vera í íslenskum stjórnmálum, og spurningin er aöeins hvert leiðirnar liggja úr honum. Alþýbuflokkurinn Þar á bæ berjast menn vib timburmenn- ina af því valdafylleríi sem staöib hefur í átta ár. Timburmenn eftir svoleiðis fyllerí virðast svipaðir og eftir hin venjulegu. Þeir lýsa sér í skapvonsku og dæmi um hana má lesa á síðum Alþýðublaðsins þessa dagana. Þar má lesa um það að ríkisstjórnin sé sam- safn heimskingja, og helsta tilhlökkunar- efni flokksins í stjórnarandstöðu er þegar Páll Pétursson leggur fram „póstinn frá Brússel" sem er gælunafn yfir þá lagasetn- ingu sem á rætur að rekja til samninga um Evrópska efnahagssvæöið. Ákvörbunin um EES hefur verið tekin á Alþingi. Páll studdi hana ekki á sínum tíma, en að sjálfsögðu vinnur hann eins og abrir eftir þeim lögum og leikreglum sem í gildi eru. Það er því borin von að timburmennirnir læknist af þeirri ánægju einni að tala við Pál félaga minn um þetta mál. Staðreyndin er sú aö Alþýðuflokkurinn er enn hálfklofinn þar sem Guðmundur Árni er í annarri fylkingunni móti Jóni Baldvin og Sighvati. Ab gera hosur sínar grænar? Hins vegar fékk Alþýöublabið alveg sér- stakt gebvonskukast nú í vikunni sem beindist ab Kristínu Ástgeirsdóttur, þeirri sómakonu. Blaðið helgaði henni forustu- grein og hamaðist leibarahöfundur eins og naut í moldarflagi, svo að gripiö sé til lík- ingar sem okkur sveitamönnunum er töm. Hins vegar var hér ekki um einbera geö- vonsku að ræöa, heldur úthugsaða tilraun til þess ab gera hosur sínar grænar fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, borgarstjóra, en þær flokkssysturnar eru ekki sáttar um þessar mundir. Hvernig til tekst kemur í ljós í fyll- ingu tímans. Ekki traustvekjandi Allur þessi sirkus stjórnarandstöbunnar er því ekki traustvekjandi, enda er útkom- an eftir því. Meirihluti þjóbarinnar er sam- kvæmt skobanakönnunum þeirrar skoðun- ar að þetta liö eigi ab sameinast, en varla nokkur maður hefur trú á ab svo verbi. Þetta er ekki góður vitnisburöur um álit fólks á stjórnarandstöðunni í upphafi kjör- tímabilsins.Samstöðu er þörf. Þrátt fyrir þetta er full þörf á því fyrir rík- isstjórnarflokkanna að gæta aö sér, og ganga ótrauðir og samhentir ab þeim verk- efnum sem framundan eru. Einungis þannig mun þeim vel farnast. Það veröur að skapa fólkinu í landinu grundvöll til þess að lifa, og fyrirtækjunum grundvöll til þess að komast af. Opinberar aðgerðir eiga ab hníga ab þessum markmibum. Þetta er erfitt verkefni sem þarfnast samstöðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.