Tíminn - 13.05.1995, Page 7
Laugardagur 13. maí 1995
7
Frá Landsmóti hestamanna á Caddstaöaflötum vib Hellu síbastlibib sum-
ar, þar sem Raubhetta stób efst kynbótahrossa og hlaut ab launum vib-
eigandi þakklæti Sigurbar. Knapi er Þórbur Þorgeirsson tamningamabur,
sem unnib hefur meb Kirkjubœjarhrossin undanfarin ár. Tímamynd Pjetur
Reiðmennskunni far-
ið mikið fram
— Nú var undirstaða hrossa-
rœktar áður fyrr á Norðurlandi, en
nú virðist þetta að nokkru leyti vera
að fœrast suður yfir heiðar. Hvemig
skýrir þú þetta?
„Ég veit ekki hvort hrossarækt-
in hefur verið ab færast meira
suður. Það hafa alltaf verið hross
á Suðurlandi, en þau voru
kannski ekki eins mikið í sviðs-
ljósinu, fyrr en nú á síðustu ár-
um, þegar framfarir í reið-
mennsku verða gríðarlega mikl-
ar. Mín skoðun er sú ab framfarir
í reiðmennsku hafi orðið miklu
meiri en í ræktun. Menn sáu
ýmsa gæbinga á Norðurlandi í
„rauðu ljósi" og menn höfðu þá
trú að þar væri betri hesta að
finna. Sannleikurinn er hins veg-
ar sá, að það eru að koma upp
gób kynbótahross út um allt
land, sem eiga ekki ættir sínar að
rekja til Norðurlands. Ég held
líka að ástæður megi rekja til
þess að Norðlendingar hafa átt
svo snjalla sögumenn, sem hafa
gert norðlenska gæðinga að æv-
intýraskepnum í augum Sunn-
lendinga sem og annarra. Sunn-
lendingar hafa hins vegar ekki
sagt eins frá sínum hrossum."
— Er munur t.d. á norðlenskum
og sunnlenskum hrossum?
„Já, það er munur á hrossum
eftir því hvaðan þau koma. Skag-
firsku hrossin eru léttbyggð, en
hornfirsku hrossin t.d. eru þyngri
og um leið sterkbyggðari, sem
má kannski rekja til þess ab
Hornfirbingar hafi þurft ab rækta
upp sérstaklega sterka ferðahesta
vegna erfiðra samgangna, yfir
stórfljót og slíkt."
Landfræðilegir þætt-
ir skipta miklu máli
— Það má því rekja byggingu
hrossanna og eiginleika til land-
frœðilegra þátta?
„Já, ég tel það. Ég tel einnig að
það skipti miklu máli að hross
séu frjáls og gangi á afréttum
hluta árs, eins og þau hafa gert
fyrir norðan. Sunnanlands hafa
þau ekki getað gert það, a.m.k.
ekki í Rangárvallasýslu og
Skaftafellssýslum. Okkur vantar
fjöll fyrir hrossin, grjót og fjöl-
breyttara landslag. Þau ganga á
sléttlendi og alast upp vib fá-
breyttari hreyfingarmöguleika.
Það má segja að þau alist upp í
verndaðra umhverfi."
— Hvað með tamningamál?
Ertu sáttur við aðferðir tamninga-
manna nú?
„Ég segi bæði já og nei. Mér
finnst aö tamningar í dag beinist
alltof mikið út á að búa til sýn-
ingarhross. Það er gengið orðib
framhjá því að fá fram reiðhross.
Það er sýningarhesturinn sem er
í sviösljósinu og gert alltof mik-
ib að því að mínu mati að fá
fram ýktar og tilbúnar hreyfing-
ar í hestana. Menn gæta þess
ekki að þeir eru ab týna mýkt-
inni úr reiðhestunum."
Peningar mikil áhrif
— Má ekki rekja þetta til að það
em stöðugt meiri peningar í grein-
inni?
„Jú, ég held að þab sé nú
þungamiðjan í málinu. Peningar
stjórna þessu alltof mikið. Það
gefur ekki peninga að temja
hestinn til sérstakrar fimi og
mýktar sem reiðhestur til frjálsra
útreiða, heldur gefur það pen-
inga að temja hest til sýninga á
takmörkuðu svæði. Ég las þab
nýlega í grein að hestar væru
hættir að kunna að stökkva,
heldur kynnu þeir nú einungis
að klappa götunni."
— Ertu ánœgður með þessa þró-
un?
„Nei, ég er afskaplega óánægb-
ur með hana. Þetta er langt frá
því að vera í mínum anda, en
það er ekkert hægt að gera til að
sporna við þessu annað en að
breyta hugarfari og vibhorfi
fólks. Ég vil að við varbveitum
íslenska hestinn sem reiðhest,
eins og hann hefur verið í ellefu
aldir, en ekki bara sem sýningar-
hest. Þetta eru innflutt áhrif, á
því er ekki nokkur vafi. Þetta eru
kröhrr sem útlendingar hafa gert
og íslendingar eru að elta þær,
til þess að fá fleiri krónur fyrir
hestana."
Peningar ab eyði-
leggja greinina?
— Er hœgt að ganga svo langt
að segja að peningar séu að eyði-
leggja þessa grein?
„Það má kannski segja ab það
sé dálítið stórt upp í sig tekið og
ýkt, en það jaðrar við að það sé
mín skoðun."
— Angi afþessu máli er Gýmis-
málið. Hvað fmnst þér um það í
heild sinni, án þess að nokkur sé
dcemdur?
„Ég vil ekki dæma neinn, en
þetta er jú einn angi af þessum
peningamálum. Þetta er vont
mál, nákvæmlega sama hvernig
það fer. Ég kenni í brjósti um þá
menn, sem hafa lent í þeirri
ógæfu að tengjast þessu máli."
Ekki ríkur
— Hefur þú orðið ríkur á hrossa-
rœkt?
„Nei, það er ákaflega Iangt frá
því, enda hef ég ekki náð þeirri
tækni að elta þær kröfur sem
gefa peninga og hef ekki smekk
fyrir það. Eg hef verið að reyna
ab búa til reiðhesta, ekki sýning-
arhesta, og minn hugur hefur
allur stefnt að því. Ég hef hins
vegar fengiö ágætt verð fyrir
mín hross, vegna þess að þau
hafa haft svo margt annað til ab
bera, sem almenningur kann að
meta."
— Hefur þú selt á innanlands-
markað eða erlendis?
„Ég hef langmest selt innan-
lands, en að vísu fariö öðru
hverju eitthvað út."
— Þú hefur nú ekki einungis
rœktað upp afburðahross, heldur
hefur þú einnig alið afþér afburða
skemmtikrafta.
„Já, en ég var nú ekki einn um
þab."
Sá strax skemmti-
kraftana í þeim
— Var það eitthvað svipað og
með Rauðhettu? Sástu það strax í
þeim?
„Já, ég verð að játa það. Ég sá
það nú fljótt í þeim. Ég á reynd-
ar sjö syni og þeir em meira og
minna allir af þessari gerb, þó
fimm þeirra hafi ekki verið mik-
ið í sviðsljósinu. Þab fór ekkert á
milli mála með Þórhall (Ladda),
strax. Hann var dálítiö sérstakur
frá upphafi, hann var mikið
með það sem maður kallar fífla-
gang á þeim árum, og reyndar
finnst mér nú margt af því fífla-
legt sem hann er að gera. Það fór
ekkert á milli mála að hann
hafði mjög gaman af því að fá
fólk til að hlæja."
— Staða Ladda í dag hefur þá
ekkert komið þér á óvart?
,Ja, ég gerði nú aldrei ráð fyrir
því að hann yrði þjóðfrægur,
eins og raunin hefur orðið."
Texti: Pjetur Sigurðsson
tækniskóli |B J ísiands
Háskóli - framhaldsskóli
Höfðabakka 9 112 Reykjavík sími 91 -874933
netfang: http//taerkn.is//
Tækniskóli Islands er skóli á háskólastigi sem hefur frá upphafi boðið
upp á fjölbreytt nám, lagað að þörfum íslensks atvinnulífs. Námsaðstaða
nemenda er góð og tækja- og tölvukostur er í sífelldri endumýjun.
Allt nám í Tækniskóia íslands er lánshæft hjá LÍN.
Innritun nýnema
Móttaka umsókna um skólavist fyrir skólaárið 1995-96 er hafín.
Aætlað er að taka inn nemendur í eftirfarandi nám:
Námsbrautir með umsóknarfresti til 31. maí n.k.:
Frumgreinadeild:
Fjögurra anna nám til raungreinadeildarprófs, sem veitir réttindi til náms
á háskólastigi. Teknir eru inn umsækjendur sem
a) hafa lokið iðnnámi eða hliðstæðu bóklegu og verklegu námi
b) hafa tveggja ára starfsreynslu, em 20 ára eóa eldri og hafa lokið að
jafnaði 20 einingum á framhaldsskólastigi með áherslu á íslensku,
dönsku, ensku og stærðfræði.
Námsbrautir til iðnfræðiprófs:
í Véladeild, Rafmagnsdeild (veikstraums og sterkstraums) og Bygging-
ardeild.
Inntökuskilyrði er iðnnám.
Námið tekur 3 annir.
Námsbrautir til tæknifræðiprófs, B.S.-gráðu.
Inntökuskilyrði er raungreinadeildarpróf eða stúdentspróf af eðlisfræði-
eða tæknibraut.
Stúdentar af öðmm brautum eiga kost á að bæta við sig í raungreinum í
Frumgreinadeild skólans.
Lágmarkskröfur um verklega kunnáttu em tveggja ára viðurkennd starfs-
reynsla á viðeigandi sviði, en umsækjendur, sem lokið hafa iðnnámi,
ganga fyrir öðmm umsækjendum.
Auk þeirra sem uppfylla inntökuskilyrði hér að framan getur Véladeild
tekið inn nokkra stúdenta af eðlisfræðibraut án verkkunnáttu að því til-
skildu að þeir fari í skipulagt eins árs starfsnám áður en nám er hafið á
öðm ári.
Byggingadeild: 7 annir til B.S.- prófs í Byggingatæknifræói. í boði em
fjögur sérsvið: húsbyggingasvið, mannvirkjasvið, lagnasvið og umhverf-
issvið.
Rafmagnsdeild: 2 annir til að ljúka 1. árs prófi. Nemendur Ijúka nám-
inu í dönskum tækniskólum.
Rekstrardeild: 7 anna nám í Iónaðartæknifræði til B.S prófs.
Véladeild: Tveir möguleikar em í boði.
2 annir til að Ijúka fyrsta ári í Véltæknifræði og námi síóan lokið í
dönskum tækniskólum
eða
7 annir til að ljúka B.S. prófi í Vél- og orkutæknifræði sem er ný náms-
braut við Tækniskólann.
Nám í rekstrarfræðum:(námið hefst um áramót)
Iðnrekstrarfræði: Námið tekur 4 annir. Inntökuskilyrði er stúdentspróf
og tveggja ára starfsreynsla. Innan iðnrekstrarfræðinnar em í boói þrjú
sérsvið: framleiðslusvið, markaðssvið og útvegssvið.
Utflutningsmarkaðsfræði til B.S.- prófs. Námið tekur 3 annir og
inntökuskilyrði eru: próf í iðnrekstrarfræði, rekstrarfræði eða
sambærilegu.
Vegna mikillar aðsóknar er umsækjendum ráðlagt að sækja um
fyrir 31. maí til að komast hjá aö lenda á biðlista.
Með umsóknarfresti til 10. júní.
Nám í Heiibrigðisdeild:
Inntökuskilyrði er stúdentspróf.
Námsbraut í meinatækni; 7 annir til B.S. -prófs
Námsbraut í röntgentækni; 7 annir til B.S.- prófs.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans (umsækjendur, sem
búsettir eru utan höfuóborgarsvæðisins geta fengið þau send í
pósti).
Kynningarfulltrúi skólans og deildarstjórar einstakra deilda veita
nánari upplýsingar í síma
91-874933. Athugið að símanúmer skólans veróur 577-1400 eftir
3.júní.
Skrifstofa skólans er opin alia virka daga kl. 8:30 - 16:00
Öllum umsóknum, sem póstlagðar eru fyrir lok umsóknar-
frests, verður svarað ekki seinna en 16. júní.
ÚTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfraeöings er óskab eftir tilbo&um í end-
urnýjun glugga í Hlíbaskóla.
Helstu magntölur:
Gluggar 34 stk.
Gler 220 m2
Verktími: 1. júní -1. ágúst 1995.
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,
gegn kr. 10.000 skiiatryggingu.
Tilboöin veröa opnuö á sama staö fimmtudaginn 18. maí 1995, kl. 11.00
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800