Tíminn - 13.05.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.05.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. maí 1995 fjfpttim UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . Rússland: Sértrúarhópar valda taugatitringi Moskvu — Reuter Taliö er aö hundruö þús- unda Rússa hafi gengiö í sér- trúarhópa frá því aö kommún- istastjórnin féll fyrir fjórum ár- um. Alexander Dvorkin^ sem rekur rannsóknarstofnun á vegum rússnesku rétttrúnaö- arkirkjunnar sem sérhæfir sig i málefnum sértrúarhópa, segir að allir helstu sértrúarsöfnuðir sem þekkjast í heiminum hafi náð að skjóta rótum í Rúss- landi á upplausnarárunum eft- ir fall kommúnistastjórnar- innar. „Nefndu hvaða trúar- söfnuö sem er, hann er hér," sagði Dvorkin. Leiðtogar rétttrúnaöarkirkj- unnar í Rússlandi hafa af þessu miklar áhyggjur og vilja margir hverjir láta banna þá vegna þess aö hætta getur staf- að af þeim. „Sameiginlegt ein- kenni þessara hópa, þótt kenningarnar geti verið breytilegar, er að þeir hafa stjórn á hugsun meðlim- anna," sagði Dvorkin. „Þeir geta hreinlega breytt fólki í þræla, og það er þá sem þeir verða hættulegir." Stjórnvöld í Moskvu hafa bannað starfsemi trúarsafnað- arins Aum Shinri Kyo („æðsti sannleikur") sem vakið hefur heimsathygli vegna gasárás- anna í Japan undanfarið. Talið er að 30.000 meðlimir séu í honum í Rússlandi, sem er þrisvar sinnum fleiri en í Jap- an. Leiðtogar annars trúarhóps, Hvíta bræbralagsins, hafa ver- ið kærðir fyrir að valda fjöld- ausla í Úkraínu. Æðsti leiðtogi Hvíta bræðralagsins, sem inn- an hópsins er kallaður „lifandi Guð á jörðu", hvatti meðlimi hópsins til að safnast saman í Kænugarði, höfuðborg Úkra- ínu, á dómsdegi, sem átti sam- kvæmt kenningu þeirra að verða 14. nóvember 1993. Dómsdagur lét á sér standa í þetta skiptið, en leiðtogar hópsins voru handteknir og mál þeirra er nú fyrir dómi. Patríarki rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar, Alexiy II., skrifaði opið bréf til rússneska þingsins í síðasta mánuði, þar sem hann hvatti til þess að Fífldjarfir geimfarar Moskvu — Reuter Tveir rússneskir geimfarar tefldu í tvísýnu í gær þegar þeir voru 15 mínútum lengur í geimgöngu en sérfræðingar telja vera óhætt. Flugstjórinn Vladimir Dez- hurov og vélstjórinn Gennady Strekalov vom alls sex klukku- stundir og 15 mínútur úti í geimnum, en það er klukku- stund lengur en þeir ætluöu sér upphaflega að vera. Þeir voru að færa til rafhlöðu um borð í Mír geimstöðinni og undirbúa móttöku á tækjum sem eiga að koma til þeirra með mannlausri geimflaug 27. maí nk. ■ hömlur verði settar á trúar- hópa af erlendum uppruna. „Öfgatrúarmenn úr sértrúar- hópum hafa hafið ódulbúna árás á einstaklinga og þjóðfé- lagið, og nota sér út í æsar ... það lagalega tómarúm sem er varðandi eftirlit ríkisins með athöfnum trúarhópa," sagði m.a. í bréfinu. Hann krafðist þess að starfsleyfi trúarhópa sem hafa orðið uppvísir að lögbrotum verði þegar í stað afturkölluð, og að strangari skilyrði verði sett fyrir skrán- ingu trúarhópa. Af þeim sértrúarflokkum, sem starfa í Rússlandi, hefur Aum Shinri Kyo orðið fyrir langmestri gagnrýni. Áður en hann var bannaður, starfrækti söfnuðurinn sjö stöðvar í Moskvu einni og útvarpaöi daglega fyrirlestrum í útvarp- inu. Réttrúnaðarkirkjan vonast til að sú neikvæða umfjöllun sem Aum Shinri Kyo hefur fengið hafi víðtæk áhrif. Leið- togar kirkjunnar reyna nú að nota þessa athygli til þess að ganga í skrokkinn á öðrum trúarhópum sem skotið hafa rótum síðustu ár. Meðal þeirra eru Sameiningarkirkjan (Mo- onistar), Vottar Jehóva, Hare Krishna hreyfingin og Vís- indakirkjan, sem rétttrúnaðar- kirkjan telur alla vera hættu- lega hópa. A rússneska þinginu er starf- andi þingnefnd sem fjallar um málefni sértrúarhópa. Nefndin hefur lagt til að miklar endur- bætur veröi gerðar á lögum um trúfrelsi, þannig að hóp- um á borð við Aum Shinri Kyo verði gert ókleyft að láta skrá sig í Rússlandi og fái þannig ekki leyfi til að vera með neina starfsemi. „Eðli þessara trúar- hópa er þannig ab við getum ekki útilokað ofbeldi frá þeirra hálfu," sagði Viktor Zor- kaltsev, formaður nefndarinn- ar. „Þeir hata fólk. Þeir afvega- leiða fólk, dregur það úr skóla og út úr samfélaginu, þvingar það til að láta eigur sínar og fé af hendi." Ekki vildi hann þó kannast vib að nefndin væri á nornaveiðum og legði öll óhefðbundin trúarsamtök í einelti. Lagabreytingarnar gera ráð fyrir að allir trúarhópar sem valda „líkamlegum, sálrænum eða siðferðilegum skaða" eða hindri fólk í að njóta mennt- unar eða uppfýlla borgaralegar skyldur sínar, verði bannaðir. Tvœr serbneskar konur tárast þar sem þcer sitja fyrir framan flutningavagn sem öllum eigum þeirra hefur veriö komib fyrir á. Þær hafa yfirgefib heimkynni sín í Vestur- Slavoníu, ásamt 14.000 öbrum Serbum sem flestireru á leibinni tilyfir- rábasvœba Serba í Bosníu. Króatar nábu nýverib Vestur-Slóveníu á sitt vald úr höndum Serba. Reuter ilamtök wvoitarf^ 1 ao-n 1 Testurlandslcjördæmi Landeigendur á Vesturlandi Sorpnefnd Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi (SSV) auglýsir hér með eftir landsvæbi til urbun- ar sorps á Vesturlandi. Mebferð og frágangur sorps á urðunarstab skal verba eftir þeim kröfum, sem gerðar eru. Möguleikar eru á því fyrir landeigendur að annast sjálf- ir urbun og flutninga. Áhugasamir sendi skriflegar umsóknir fyrir 2. júní nk. til skrifstofu SSV,k Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, sími 93- 71318, þar sem nánari upplýsingar verða veittar. Sorpnefnd SSV LANDSVIRKJUN Útboð Fjarskiptahús á Búrfelli Landsvirkjun óskar eftir tilbobum í byggingu 44 m2 húss úr steinsteypu ásamt undirstöðu fyrir stálmastur á Búrfelli í Þjórsárdal, í um 670 metra hæð yfir sjávarmáli. Húsið er hugsað þannig að sökklar, gólfplata, loftplata og þakbiti verbi steypt á staðnum en útveggir og inn- veggir verði forsteyptir í verksmiðju. Mastursundirstaða verður steypt á staðnum og fest niður með bergbolt- um. Verkinu skal Ijúka í september á þessu ári. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar ab Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með þriðjudeg- inum 16. maí 1995 gegn óafturkræfu gjaldi að upp- hæb 3.000 krónur. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykja- vík fyrir klukkan 14, þribjudaginn 30. maí 1995, en þá verða þau opnub að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 12. maí 1995 Landsvirkjun MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskóla- náms í Mexíkó Mexíkönsk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa íslending- um til framhaldsnáms vib háskóla þar i landi á háskólaárinu 1995-96. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4,150 Reykjavík, fyrir 28. maí 1995, og fylgi staðfest af- rit prófskírteina, asamt meðmælum. Sérstök eyðublöð ásamt leiðbeiningum fást í afgreiðslu rábuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 12. maí 1995 ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskab eftir tilbobum í verkib „Safn- æbar á Reykjum, endurnýjun — 1. áfangi." Verkib felst í ab endurnýja safnæb hitaveitu á um 350 m löngum kafla subaustan vib dælustöb Hitaveitu Reykjavíkur á Reykjum í Mosfellsbæ. Fjarlægja skal steyptan stokk ásamt tveimur DN-450 stálpípum sem eru í honum og leggja í stabinn DN-500 stálpípur í plastkápu. Einnig skal leggja grennri pípur í jörb, steypa brunn, stobveggi og endurnýja göngubrú. Verkinu skal ab fullu lokib 15. ágúst 1995. Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og meb þribjudeginum 16. maí, gegn 15.000 kr. skila- tryggingu. Tilbobin verba opnub á sama stab fimmtudaginn 1. júní 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 ÚTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskab eftir tilbobum ífulln- abarfrágang á göngustígum í Fossvogsdal. Verkib felst í abalatrib- um í malbikun og frágangi á 2,9 km löngum göngustíg frá Foss- vogsvegi ab Reykjanesbraut auk jarbvinnu vib hluta stígsins. Verkib nefnist: Göngustígur í Fossvogsdal, 2. áfangi. Heildarmagn gangstíga er u.þ.b. 8.400 mJ jarbvegsskipti u.þ.b. 600 m3 Heildarmagn ræktunar er u.þ.b. 6.000 m2 Skiladagur verksins er 1. ágúst 1995 Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og meb þribjudeginum 16. maí, gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Tilbobin verba opnub á sama stab mibvikudaginn 24. maí 1995, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.