Tíminn - 13.05.1995, Síða 14

Tíminn - 13.05.1995, Síða 14
14 WtMtWU Laugardagur 13. maí 1995 Hagvrðingaþáttur Astin sigrar Ástin er fógnr að allra dómi, þó enginn sjái hana. Óholl og bragðgóð eins og rjómi, efaldraðir fá hana. Óeðlilegt langlífi Ekkert lœrt til gagns hér geta gamlir hreystimenn, hangiket og hákarl éta og helvítin lifa enn. Aðalsteinn Ólafsson sendi þessar vísur, en Bragi Björns- son yrkir líka um aldurinn: Við árslok 1994 Alduritin fœrist yfir sko, en hvað það er skrýtið. Allter að verða eitthvað sko œvintýralítið. Og áfram heldur Bragi: Gróusöguferill Þótt oft sé við uþþhafdaga átakasmá að gerö, hin ganglétta Gróu-saga gerist á langri ferð. í fjöldasamkvæmi Oft hefur hrœsnin brögðum beitt, bceði ceþt og staþþað, en hafi ég ekkert hrifist neitt hefég aldrei klaþþað. Að venju var þrasað um helgi páskanna og lokunarár- áttu þeim tengda í síðasta mánuði. Af því tilefni orti „Strandaglópur": Afslöppun Nú höldutn við heilaga þáska og hcegjum á léttiið oggáska, en þenkjum um það sem þrengir mest að: um siðferði og sálarháska. Ólafur í Neðrabæ kveður dýrt: Norðurljós Sindri gjósa og sveiflast ótt segulrósaslœður. Dansins kjósa að njóta um nótt norðurljósaslceður. Litlu „n" var ofaukiö í vísu eftir Ólaf, sem birtist í þætt- inum 22. apríl sl., og brenglaði merkingu hennar. Rétt er vísan svona: Umræðan Úr sér skvaldri auli hver eys með galdrakrafti, en visku aldir andar hér allir halda kjafti. Gamall fyrripartur Efégsmíða cetti brag um ungar, fríðar snótir, Botn: þarfað vanda vel sitt fag, svo virðing afþví hljótir. Strandaglópur eöa: fyllast kvíðans kalda hag karlar gríðarljótir. Búi Nýr fyrripartur (hringhenda) Bráðum valda börtmm lands blessun aldamótin. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 Eyðileggib ekki lífib meb þráhyggju um „rétt" holdafar Margar eru þær og margir sem vilja fá hughreystandi svör frá sérfræöingi um miður æskilegt holdafar. Fegurðardísir eru steyptar í sama mót, eins og best sést í fegurðarsamkeppni og tískusýningardömur og -herrar eru öll sömun nærri eins í laginu og á viðurkenndu aldursskeiði. Utan á svona fólk eru föt hönnuð og sýnd. Af þessu leiðir að sífellt vakna spurningar um hvort það sé meining forsjónarinnar að allir séu ávallt ungir og hressir, grann- ir og spengilegir, síhungraðir í erfiðum líkamsæfingum og yfir- stressaðir af áhyggjum um að skrokkurinn taki á sig form sem tísku- og líkamsræktarheimurinn viðurkennir ekki. Eða þá hitt að vera í sæmilegum holdum og líða bærilega, en hafa samt eilífar áhyggjur af holdafarinu, sem ekki er samkvæmt ströngustu kröfum um líkamsvöxt sýningar- gína í búðargluggum. Leibinleg kjörþyngd Svar: Ég svara þessu alltaf á þann máta, að ég vildi ekki lifa í samfélagi þar sem allir væru í kjörþyngd. -Sumum er áskapað að vera grannir og spengilegir og hafa lít- ið fyrir því. Öðrum er það bara ekkert áskapað og þá þýðir ekkert að vera að lenda hálfpartinn inni á geðdeildum út af því að vera að reyna þetta. Þessi óskaplega áhersla, sem nú er lögð á líkamsrækt og kórrétt útlit, er í sumum tilfellum orðin dálítið öfugsnúin eða pervers. Það er þegar fólk er að reyna að gera eitthvað úr sjálfu sér sem það alls ekki er. Módelmanneskj- an er kannski alls ekki til eða hún er ekki eins í laginu í dag og hún var í gær eða verður á morgun. Svo er hitt, að í sumum heims- hlutum er flott að vera þéttholda en í öðrum að vera tággrönn. Náttúran ekki sanngjörn Aftur á móti er sjálfsagt að vera í góðri þjálfun. Fólk fær mikla orku af því og sé það í sæmileg- um holdum, finnst mér full ástæða til að gera eitthvað í því að holdin séu á réttum stöðum. En náttúran er ekki alltaf sann- gjörn, að okkur finnst. Karlmenn eiga betra með að halda sér til- tölulega grönnum vegna þess að þeir eru ekki með vatnsmettaöa fitu eins og konurnar. Þaö þýðir aö karlarnir geta meir brennt af sér spikið. Karl getur grennt sig meö því að fara út í mikla hreyfingu án þess að minnka mikið við sig í mat. Hann brennir meiru en kon- an. Þannig í rauninni að karl- maður með ístru og kona með bumbu eru ekki alveg sambæri- leg, vegna þess að ég tel aö konan eigi meiri rétt á að vera með bumbuna en karlinn ístruna, ef svo má segja. Það er nefnilega miklu erfiöara fyrir hana að losna við hana. Karlmaður á að eiga heldur auðveldara með aö losna við aukakílóin, hversu óréttlátt sem það kann að sýnast. Það er að segja ef hann endilega vill. Hann á auðveldara með að ná Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvernig áég a 5 vera? af sér óæskilegum kílóum með hreyfingu, en konan lagar sig aft- ur á móti fremur í laginu með lík- amsæfingum. Eilífar áhyggjur Það er orðið sífellt áhyggjuefni nútímamannsins að halda ung- um og íturvöxnum líkama sínum í því standi fram á elliár. Nú er það svo að tískuheimurinn virð- ist allur snúast um þá ungu, grönnu og spengilegu. Það er ein- faldlega vegna þess að æskan og horgrindin selur. Það ér bara svona einfalt. Fulloröin manneskja, sem er vel í holdum, selur ekki tískuvöru jafnvel og hin. Þetta er bara angi af þeirri áráttu aö dýrka æskuna og leitast við að viðhalda henni löngu eftir að fólk er orðið full- orðið. Breyttar áherslur Ég er mjög ánægður með að bandarísk snyrtivörufyrirtæki hafa tekið sig saman um að hætta að nota tvö orð í auglýsingum, sem eru annars vegar ungur eða yngri og hins vegar æska og í æskublóma. í staðinn eru notuð lýsingarorð sem minna á glæsi- leika, virðuleika, þroska og svo fallegan þroska og fleira í þeim dúr. Æskudýrkunin lætur sem sagt í minni pokann. Þannig sést að bandarísku snyrtivörufyrirtækin eru búin að taka sig saman um að gera sitt til að breyta þessu og hætta að minna sífellt á að æskan ein sé falleg og eftirsóknarverð. Sem dæmi má nefna þessi ávaxtasýrukrem, sem farið er aö auglýsa af miklum móð. Þá er tekið fram að þau hafi áhrif á hrukkur, gefi betri litarhátt og að húðin líti betur út ef þau eru not- uð. En minnast aldrei á að mann- eskjan líti út fyrir að vera yngri þegar hún notar ávaxtasýrukrem. Svona eru fyrirtækin búin að koma sér saman um að láta af einhliða dálæti á æskublóman- um, en taka upp feguröardýrkun í staðinn. Þetta þykir mér mjög æskileg og eðlileg þróun. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.