Tíminn - 13.05.1995, Side 18
18
ŒPJÍtí,
ilWIW
Laugardagur 13. maí 1995
Bók lífs míns
— segir dálkahöfundur The New York Review of Books í langri grein
um Sjálfstœtt fólk eftir Halldór Laxness
Virtasta bókablað Bandaríkj-
anna, The New York Review of
Books, birtir í tölublaði sínu
þann 11. maí langa grein sem
nefnist Mikil bók frá litlu landi
(„A Small Country's Great
Book"). Greinin, sem er eftir
Brad Leithauser, fjallar um Sjálf-
stætt fólk eftir Halldór Laxness.
Leithauser segir þar að skáldsaga
þessa íslenska Nóbelsskálds sé
bók lífs síns. Hann segir að Sjálf-
stætt fólk minni um margt á
Hundrað ára einsemd eftir Ga-
briel Garcia Marques sem út
kom löngu síðar og hann fékk
Nóbelsverðlaunin fyrir. Þar er
Leithauser raunar á sama máli
og gagnrýnandi danska blaðsins
Information sem sagði fyrir
nokkru að hiö svokallaða suður-
ameríska raunsæi — töfraraun-
sæið — hefðu menn lært af Hall-
dóri Laxness. Að mati Leithauser
er aðalpersóna sögunnar, Bjartur
í Sumarhúsum, ein eftirminni-
legasta persóna í bókmenntum á
20. öld og Sjálfstætt fólk birti
átakanlegustu lýsingu á sálar-
stríði manns sem hann hafi
nokkurn tíma lesið. Brad Leit-
hauser er bókmenntafræðingur
og skáld og einn af föstum
greinahöfundum The New York
Review of Books.
í upphafi greinarinnar segir
Leithauser: „Til eru góðar bækur
og til eru stórkostlegar bækur og
kannski er til bók sem er ennþá
meira: hún er bók manns eigin
lífs. ... Og bók míns eigin lífs?
Fyrstu kynni mín af henni
standa mér ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum. Ég lauk við síðustu
kafla hennar síbdegis á kaffihúsi
í Róm. Úti blésu naprir vindar og
haustregnið lamdi stræti, og ég
grúfði mig yfir blabsíðurnar eins
og ég væri að laumast til að lesa.
Ég gerði það af tveimur ástæð-
um. Birtan hafbi dofnað. Og ég
kærði mig ekki um að nokkur
sæi að ég grét.
Skáldsagan var Sjálfstætt fólk
Halldórs Laxness."
Leithauser segir ab margt sé
líkt með Sjálfstæðu fólki og
Hundrað ára einsemd eftir Ga-
briel Garcia Marques, m.a. séu
báðar sögurnar töfrum slungnar.
Munurinn sé hins vegar sá að
hjá Bjarti í Sumarhúsum sé gald-
urinn svartur; töfrarnir eru hon-
um ekki síöur fjandsamlegir en
hið hversdagslega umhverfi.
Þess vegna sé barátta Bjarts tví-
þætt. Hann berjist við óblíð
náttúruöfl og hið yfirnáttúrulega
— bölvun sem hvíli á dalnum.
Leithauser segir að Bjartur í Sum-
arhúsum sé meðal eftirminnileg-
ustu persóna í bókmenntum 20.
aldar. Hann er þröngsýnn og
hetja, grófur og skáldlegur,
meinyrtur og barnslegur. Leit-
hauser segir að eins og allar aðr-
ar miklar skáldsögur veki Sjálf-
stætt fólk lesandann til umhugs-
unar. Hann heldur því fram að
bókin snúist að miklu leyti um
baráttu feðginanna Bjarts og
Ástu Sóllilju, en bætir við að
kannski sé kjarni sögunnar ann-
ar: barátta manns við sjálfan sig.
Sjálfstætt fólk birti þá átakanleg-
ustu lýsingu á sálarstríði manns,
sem hann hafi nokkurs stabar
lesið, og hugsanlegri endurlausn
hans því að í sigri sínum glati
Bjartur öllu því sem skiptir hann
máli. „Hann verður að glata auð-
legð sinni. Hann veröur að glata
stolti sínu. Hann verður ab glata
sjálfum sér til ab finna sig sjálf-
an." Síðar segir Leithauser: „Per-
sónur Bjarts og Ástu Sóllilju eru
dregnar svo snilldarlegum drátt-
um („brilliantly drawn") að
hætta er á því að þær skyggi á all-
ar aðrar persónur verksins. En
við hvern nýjan lestur á sögunni
(sex, og er enn ekki hættur)
stend ég mig að því að dást að
því hversu fullmótaðar allar hin-
ar persónurnar í sögunni eru."
Leithauser lýkur grein sinni á
því að segja að ást manns á bók-
um sé jafn tilfinn-
ingabundin og
ást manns á öðru
fólki. Hann segist
stöðugt berjast
við þann grun að
hann einn sé
ímynd hins full-
komna lesanda
Sjálfstæðs fólks.
Raunin hafi hins
vegar verib önn-
ur. Halldór Lax-
ness hafi einu
sinni sagt sér
sögu sem augljós-
lega hafi staðið
honum lengi
nærri hjarta. Dag
einn staðnæmd-
ist leigubíll fyrir
utan Gljúfrastein
og út steig
ókunnur maður. Þetta var
Bandaríkjamaöur á hraðferð
(hann þurfti að skipta um flug-
vél í Keflavík) en honum var um-
hugað um að taka í höndina á
þeim manni er skrifaði Sjálfstætt
fólk. „Keflavíkurflugvöllur er í
um 50 mílna fjarlægð frá heimili
skáldsins. Hundrað mílna hring-
ferð í leigubíl hefur kostað hann
mikið fé. ... Hver mundi fara í
slíka pílagrímsferð? Er þab ekki
sá sem telur sig skilja mikla
skáldsögu betur en nokkur ann-
ar maður á jarðkringlunni?" seg-
ir Brad Leithauser að lokum í
grein sinni. ■
„IGILDI '02-'03" yfir-
prentanimar fá uppreisn
Á frímerkjauppboði „North-
land Auctions" á Holiday Inn
hótelinu í Newark í New Jers-
ey, þann 12. nóvember síðast-
libinn, var boðinn upp hluti af
íslandssafni Rogers heitins
Swanson. Þetta þótti nokkur
viðburður, því aö hann hafbi
safnað miklu magni þessara
frímerkja, sem voru yfirprent-
ub til þess að framlengja notk-
unartíma þeirra, en raunar
með ófyrirséðum afleiðingum,
bæði er varðar mistök og
svindl. Öll þau afbrigði, sem
til urðu vegna mistaka, eru án
vafa ekki kortlögð ennþá, auk
þess sem hverskonar tilbún-
ingur er stór flóra.
Hvers vegna yfirleitt var farið
út í það ævintýri að yfirprenta
frímerkin, í stað þess að aug-
lýsa aðeins framlengdan gildis-
tíma þeirrá, þar til kóngafrí-
merkin með mynd Kristjáns
IX. kæmu í notkun, hefir auk
þess aldrei verið útskýrt að
fullu. Því voru þessi frímerki
aðeins í gildi í tvö ár og olli öll
þessi ráðstöfun geysilegu um-
róti og miklum heilabrotum og
rannsóknum innan íslenskrar
frímerkjafræði.
En snúum okkur nú að safni
Swansons og sölu þess. Meðal
efnisins voru tvö pör, sem
telja verður nokkuð sjaldgæf.
Annarsvegar er um að ræða 6
aura gráa, númer í skrá 523 og
prentvillan er ,,'03-'03" í stað
,,'02-'03". Þetta merki er skráð
í íslensk frímerki á kr. 2,500,-,
sem nr. 32, en í Scott sem 46d
og virt á $60,-. Þetta par seldist
hinsvegar á $160,-. Þá var 20
aura parið með villunni „'03-
'03" nr. 528 í skránni. Það er
nr. 47v í Scott og virt á $80,-
en nr. 33 í íslensk frímerki og
þar ekki getið neins verðs.
þetta par fór hinsvegar á
$290,-, eða íkr. u.þ.b. 19,000-.
Fyrra pariö fór hinsvegar á um
10,000,- krónur. Það skal
Skökk yíirprentun.
raunar sérstaklega tekið fram,
að bæði pörin voru einstak-
lega falleg og vel miðjuð.
Þá skulum við aðeins iíta á
20 aurana með svartri yfir-
prentun, nr. 41 í íslensk frí-
merki og nr. 56 í Scott. Af
þessu frímerki voru seld bæði
venjulegt eintak, virt á íkr.
250,000,- eða á $4,500,-. Þetta
merki seldist þó aðeins á
$4,000,- eöa 260,000,-. Þetta
var aðeins undir Scott, en að-
eins yfir íslensk frímerki. Af-
brigði sama merkis með öfugri
yfirprentun, metið á 280,000,-
Ikr. í íslensk frímerki og
$4,750,- í Scott, seldist á
$3,250,-, en var áætlað á
$8,450,-.
Var þó verðiö sæmilegt, ríf-
lega 200,000,- íkr.
Svona mætti lengi teljá.
Næst skulum við taka 25 aura
Scott nr. 48d, íslensk frímerki
nr. 34, með tvöfaldri yfir-
prentun. Það er virt í Scott á
Dýru 50 aura merkin.
$55-, en í ÍF á 22,000,-. Þetta
merki fór hinsvegar á $160,-
eða á um 10,000,- krónur. Þó
fóru 50 aurarnir á enn minna,
eða um 3,000,- krónur. Þeir
eru nr. 44 í ÍF og metnir þar á
1,300,- krónur.
Af öllu þessu má sjá, að það
er tími kominn til að endur-
skoða mikið verðlagningu
þessara frímerkja. Þá verður þó
að gæta þess, að þarna er alltaf
um bestu eintök að ræða. Þá
var enn ein tegund afbrigða,
sem fór á háu verði, en það eru
skakkar prentanir. Slíkum
prentvillum hefði verið skilaö
FRIMERKI
SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON
sem galla.
Það var, eins og áður segir,
íslandssafnarinn Roger A.
Swanson sem átti þetta safn á
sínum tíma. Hann fék bæði
gull- og heiðursverðlaun fyrir
safn sitt í lifanda lífi, en hann
lést 1988. Roger var fyrsti for-
seti Scandinavian Collectors
Club, árin 1960-1962. Þessi
samsteypa þeirra klúbba, er
safna norrænum frímerkjum,
er svo oröin að heimssam-
bandi slíkra klúbba. Síðar varð
hann svo formaður heima-
klúbbs síns í Chicago og
einnig Scandinavian Philatelic
Foundation, sem starfar að
þýðingum og útgáfu bók-
mennta um norræn frímerkja-
fræði. Roger kom nokkrum
sinnum til íslands og sýndi
hér. Þá varb ég, sem þetta
skrifa, þeirrar ánægju aðnjót-
andi, að eftir alþjóðlegu frí-
merkjasýninguna „SIPEX" í
Washington, árið 1966, bauð
hann mér heim til sín og skoð-
uðum við safn hans og rædd-
um í þrjá daga. Var það mikið
ævintýri, allténd fyrir mig.
Roger safnaði íslenskum frí-
merkjum af mikilli alúð í full
40 ár, og sparaði ekkert til að
gera safn sitt sem best úr garöi.
Aðeins í GILDI deildin úr því
var svo seld á uppboði North-
land í 144-númerum. Með
þessari sölu má segja að lokiö
hafi ævistarfi mannsins
Rogers A. Swanson. ■