Tíminn - 13.05.1995, Page 19
Laugardagur 13. maí 1995
19
Kvenhetjan á Hverabökkum
I’egar eg kom fyrst í Hveragerði
var þar að myndast vísir að
sveitaþorpi. Líklega hefur þó
ekki verið búiö að staðaldri
nema í svona 8-10 húsum, en
þarna var þó þegar orðin eins-
konar miðstöð sveitarinnar.
Þarna var símstöð, barnaskóli,
kvennaskóli og samkomuhús
hreppsins. Og þarna var hið
myndarlega garðyrkjubýli
Fagrihvammur.
Eg kunni fljótlega vel við
þetta litla samfélag þarna undir
Kömbunum. Tveir íbúar þess
vöktu sérstaklega athygli mína.
I>að voru þau Árný Filippus-
dóttir, sem átti og rak kvenna-
skólann á Hverabökkum, og
Lárus Rist, sundkennari, sem
um þetta leyti var kominn vel á
veg með að byggja sundlaug
rétt ofan við Varmána. Þau
voru bæði miklar athafna-
manneskjur, sem börðust langa
ævi ótrauð fyrir hugsjónum
sínum.
Árnýjar hefur nú veriö
minnst og mjög að verðugu,
því aö á síðasta ári kom út ævi-
saga hennar, „Lifir eik þótt lauf-
ib fjúki". Höfundar bókarinnar
eru þær Anna Ingólfsdóttir,
Katrín Jónasdóttir og Margrét
Björgvinsdóttir. í bókinni er
skilmerkilega rakinn æviferill
Árnýjar frá vöggu til grafar og
er það mikil saga og merk.
Hún fæddist að Hellum í
Landsveit 20. mars 1894. For-
eldrar hennar voru hjónin Fil-
ippus Guðlaugsson, bóndi á
Hellum, og kona hans, Ingi-
björg Jónsdóttir, ljósmóðir.
Árný þráði mjög ab mennt-
ast, en þar var auðveldara um
að tala en í aö komast. En 15
ára gömul yfirgaf hún átthag-
ana og réði sig í „vist" til að
byrja með. Haustiö 1910 fór
hún svo vestur að Núpi í Dýra-
firði og stundaði þar nám í tvo
vetur. En „út vil eg" og haustiö
1918 lét hún verða af því og
sigldi til Kaupmannahafnar.
Hugöist nema þar hjúkrun, en
heilsubrestur hamlaði. Varö
hún sér þá úti um vinnu, en
stundaði jafnframt kvöldnám
við Det tekniske Selskabs Skole.
Fór námsferðir til Póllands og
Þýskalands 1924-1925. Hvarf
þá aftur til Kaupmannahafnar
og tók nú að nema margvísleg-
ar listgreinar við Dansk Kunstfl-
BÆKUR
MAGNÚS H. GÍSLASON
idforenings Skole. Heim kom
hún svo árið 1926. Hafði þá
boðist kennarastaða í Ameríku,
en hafnaöi því boði. Seinna
dvaldist hún tvö sumur í Sviss.
Og enn fór hún til Kaupmanna-
hafnar sumarið 1928 til þess að
kynna sér þar ýmis handa-
vinnuverkefni. Þetta sama ár
bauö Arnór Sigurjónsson,
skólastjóri á Laugum í S.-Þing-
eyjarsýslu, henni kennarastarf
við skólann, sem hún þáði og
kenndi þar í þrjú ár. Þá var hún
skólastjóri Kvennaskólans á
Blönduósi frá 1929-1932.
Næstu þrjú árin stóð hún fyrir
námskeiðum á vegum Sam-
bands sunnlenskra kvenna, þar
sem hún kenndi fatasaum, út-
saum, leðurvinnu o.fl.
En nú var þess skammt að
bíða að í starfsævi Árnýjar hæf-
ist sá kafli, sem hún er kunnust
fyrir. Sumariö 1935 hóf hún að
koma upp húsnæði í Hvera-
geröi, og nefndi þaö Hvera-
bakka. Upp úr áramótum 1935-
1936 hélt hún námskeið í hinu
nýja húsnæði. Sóttu það 12-14
stúlkur. Var það upphafið aö
hinu heilladrjúga skólahaldi
hennar á Hverabökkum, sem
stóð til 1954. Þá var tekið fyrir
fjárveitingar til skólans, sem
auðvitað var dauðadómur yfir
honum.
Þótt Árný ætti oft á brattann
að sækja með skólahaldið, þá
naut hún samt velvilja og að-
stoðar margra mætismanna.
Yrði of langt mál að geta þeirra
hér, en skylt er þó aö nefna
hann Hebba — Herbert Jónsson
— sem alla stund var önnur
hönd Árnýjar við skólastarfið.
Enda þótt Árný neyddist til
þess að loka skólanum sínum,
sem verið hafði óskabarn henn-
ar um árabil, var hún þó engan
veginn á því ab leggja árar í bát,
þótt orðin væri sextug. Hún
kom sér upp húsi í Hveragerði
1951, þótt hún flytti ekki í það
fyrr en 1956, er hún seldi
Hverabakka. Og áfram hélt hún
kennslunni, þótt með öðrum
hætti væri en áður, og kenndi
bæði við Hlíðardalsskólann og
Gagnfræðaskólann í Hvera-
gerði.
Bókin um Árnýju er hin
vandaðasta ab allri gerð. Auk
þess að vera ítarleg ævisaga
þessarar sérstæbu athafna- og
hugsjónakonu, prýða bókina
myndir af nokkrum listaverka
hennar, auk fjölskyldumynda.
Og loks eru svo í bókinni skóla-
spjöldin frá Hverabökkum,
nemendatal, ritaskrá Árnýjar og
nafnaskrá.
Árný var ógift, en ól upp fóst-
urbörn. Hún andaðist á Akra-
nesi 2. mars 1977, 83 ára ab
aldri.
„Með menntun þeirri, sem eg
aflaði mér, hafði eg fyrst og
fremst í huga að geta orðið öðr-
um að liði. Þetta hefur alla tíö
verið mitt keppikefli, hvernig
sem annars hefur til tekist,"
sagði Árný eitt sinn. Og það
tókst henni svo sannarlega með
sínu langa, óeigingjarna og far-
sæla lífsstarfi.
DAGBÓK
|U\JUVAAJVAAJU\JU\J!
Lauqardagur
ugaraag
13
X
mai
13B. dagur ársins - 232 dagar eftir.
19. vika
Sólris kl. 4.21
sólarlag kl. 22.30
Dagurinn lengist um
7 mínútur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Brids, tvímenningur, í Risinu
kl. 13 sunnudag og félagsvist kl.
14. Þriðji dagur í fjögurra daga
keppni. Dansað í Goðheimum kl.
20.
Skrifstofan er opin kl. 9 til 16
virka daga.
Skáldakynning í Risinu á
fimmtudag kl. 14. Félagar úr leik-
hópnum ásamt Gils Guðmunds-
syni flytja efni um líf og starf Dav-
íðs Stefánssonar í tilefni aldaraf-
mælis skáldsins.
Vélprjónafélag íslands
heldur vorfund í Grænu smiðj-
unni, Breiðumörk 26, Hveragerði,
í dag, laugardag, kl. 17.
Fuglaskobun á
Seltjarnarnesi
Náttúrugripasafn Seltjarnamess
stendur fyrir fuglaskoðun á sunn-
anveröu Seltjamarnesi á morgun,
sunnudag, kl. 13. Þar er mjög gott
fuglaland og mikið líf um þessar
mundir. Öllum er heimil þátt-
taka. Safnast veröur saman viö
fuglaskiltið við Bakkatjörn. Leið-
beinandi verður Stefán Bergmann
líffræðingur.
Tvennir tónleikar í
Seltjarnarneskirkju
Um helgina veröa haldnir
tvennir tónleikar í Seltjarnarnes-
kirkju. Kl. 15 í dag, laugardag,
efna Þuríöur Baxter, mezzo-sópr-
an, og Ólafur Vignir Albertsson,
píanóleikari, til tónleika. Á efnis-
skránni eru ljóð og óperuaríur úr
ýmsum áttum.
Á morgun, sunnudag, kl. 17
heldur Selkórinn á Seltjarnarnesi
vortónleika. Á efnisskránni eru
bæði íslensk og erlend lög. Að-
gangseyrir 1000 kr., greitt við inn-
ganginn. Stjórnandi Selkórsins er
Jón Karl Einarsson.
Listasafn íslands lokab
vegna vlbgerba
Listasafn íslands verður lokað
um mánaðartíma, frá og með 15.
maí n.k., vegna endurbóta á gler-
hvelfingu tengibyggingar.
Plasthvelfingar í þaki verða
endurnýjaðar og sett í gler sem
dregur úr innrauðri og útfjólu-
blárri geislun sólarljóssins inn í
tengibygginguna.
Verktaki er Álstoð hf., en arki-
tekt er húsameistari ríkisins.
Framkvæmdasýsla ríkisins sér um
eftirlit með framkvæmdinni.
Fundur um utanríkis-
mál á Hótel Sögu
Mánudaginn 15. maí nk. flytur
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra og formaður Framsóknar-
flokksins, erindi á sameiginlegum
fundi Samtaka um vestræna sam-
vinnu (SVS) og Varðbergs. Fund-
urinn verður í Átthagasal Hótels
Sögu, hefst kl. 17.15 og lýkur ekki
síðar en kl. 19.
Þetta er fyrsta opinbera ræða
nýja utanríkisráðherrans um ut-
anríkismál íslands í upphafi nýrr-
ar ríkisstjórnar.
Fundurinn er opinn félögum
SVS og Varðbergs svo og öðrum
sem áhuga hafa á utanríkismál-
um.
Tónlist í Listaklúbbnum
Nk. mánudag munu fjórir ungir
tónlistarmenn halda tónleika í
Listaklúbbi Leikhúskjallarans.
Þetta eru gítarleikararnir Hinrik
Bjarnason og Rúnar Þórisson,
hörpuleikarinn Sophie Schoonj-
ans (belgísk, en býr nú á íslandi)
og flautuleikarinn Guðrún Birgis-
dóttir. Hinrik og Rúnar leika sam-
an spænsk og suöur-amerísk lög
og er efnisskrá þeirra á léttum
nótum. Sophie og Guðrún munu
leika franska tónlist og verk eftir
íslenska höfunda.
Tónleikar í íslensku
Óperunni
Þriðjudagskvöldið 16. maí
munu flautuleikarinn Martial
Nardeau og píanóleikarinn Peter
Máté halda tónleika á vegum
Styrktarfélags íslensku Óperunn-
ar. Báöir tónlistarmennirnir eru af
erlendu bergi brotnir, en eiga þaö
sameiginlegt að hafa sest að á ís-
landi.
Á efnisskránni eru verk eftir
Ferenc Farkas, Georges Enesco,
SergeLProkofjev, G. Bizet, Darius
Milhaud, Francis Poulenc og Ro-
ger Bourdin.
Tónleikarnir verða haldnir í ís-
lensku óperunni á þriðjudag kl.
20.30.
Fréttir í vikulok
Olíufélögin hækka bensín
Olíufélögin hafa hækkaö verð á bensínlítra að meðaltali
um 1,90 kr. Miðað við kjarasamningana rýrir þessi eina
verðhækkun þann ávinning um 25%.
Umdeild HM-keppni
Heimsmeistaramótið í
handbolta hefur verið mik-
ið í umræðunni vegna hás
miðaverðs og lítillar að-
sóknar. Þá hefur lögreglu-
stjórinn í Reykjavík haft af-
skipti af bjórauglýsingum.
Umdeildur síldarkvóti
íslendingar og Færeyingar hafa gert samkomulag um allt
að 250 þús. tonna síldarkvóta í Síldarsmugunni og mæt-
ir sú ákvörðun haröri andstöðu Norðmanna.
Margrét Frímanns í framboö
Margrét Frímannsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér
í framboð til formanns Alþýðubandalagsins. Steingrím-
ur J. Sigfússon og núverandi formaður, Ólafur Ragnar
Grímsson, bjóða sig einnig fram.
Alvarleg áhrif sjónvarps
á börn?
Nýlegar vísindarannsóknir sýna að hætta er á að há-
tíðnibylgjur frá sjónvarpstækjum hafi áhrif á taugakerfi
barna þannig að þau slævist á ákveðnum sviðum, sem
aftur valdi óstöðugleika og jafnvel árásargirni.
íslandi spáö slöku gengi
Björgvin Halldórsson tekur þátt í Eurovision á írlandi í
kvöld. íslandi er spáð slöku gengi og er hlutfali veð-
banka 1 á móti 14 hvað íslenska lagið varðar.
260 milljóna kr. sparnaöur hjá
borginni
Sérstök sparnaðarnefnd hefur gert tillögur um hvernig
megi spara í rekstri borgarinnar. Alls eiga 260 milljónir
að sparast með ýmsum hætti, þar af á að spara 30 millj-
ónir í æskulýðs- og íþróttamálum.
Matarverö hækkar
Matarverð hefur hækkað um 4,6% frá áramótum. Virðist
þar með sem stöðugleiki síðustu ára sé horfinn í matar-
verði.
Hörö deila í Reykholtsskóla
Hörð deila hefur risið vegna ágreinings um hver skuli
stýra Reykholtsskóla. Ólafur Þ. Þórðarson er búinn að
vera 15 ár í leyfi frá skólanum og hyggst setjast á ný í
skólastjórastólinn, en Oddur Albertsson, núverandi
skólastjóri, vill ríkja áfram.