Tíminn - 19.05.1995, Síða 2

Tíminn - 19.05.1995, Síða 2
2 ®ÍIÖÍWÍÍ Föstudagur 19. maí 1995 » Tíminn spyr... Eiga ráöherrar jafnframt a& vera þingmenn? Siv Fribleifsdóttir alþingismabur Nei, ég var einn flutnings- manna þeirrar tillögu innan Framsóknarflokksins á síðasta flokksþingi að ráöherrar skuli ekki jafnframt vera þingmenn, svo tryggt væri að skýr skií væru milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Menn voru ekki tilbúnir að samþykkja til- löguna á flokksþinginu, heldur var ákveðið að kanna hug ann- arra þingflokka til málsins. Þá vorum við í Reykjaneskjör- dæmi með þetta á stefnuskrá okkar fyrir kosningarnar og hlutum m.a. kosningu út á það. Því fagna ég því að nýr forseti Alþingis skuli leggja málinu lið og vona að umræða hefjist um þetta mikilvæga mál sem allra fyrst. Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismabur Eg held að það sé mjög til at- hugunar að breyta þessu frá því sem nú er, en ég er ekki tilbúin að segja af eða á um þetta nú. Þetta varðar þrígreiningu ríkis- valdsins og framkvæmdavaldið er býsna sterkt, miðað viö lög- gjafarvaldið, að mínu áliti. Lúövík Bergvinsson alþingismabur Það er vafasamt að ákvæði stjórnarskrárinnar um þrígrein- ingu valdsins nái tilgangi sín- um meö því móti að ráðherrar séu jafnframt þingmenn, enda er ég ekki frá því að núverandi fyrirkomulag sé aö hluta til ástæba þess sem sumir halda fram, ab Alþingi hafi sett nibur gagnvart framkvæmdavaldinu. Því fagna ég því mjög að forseti Alþingis hefur tekib þetta mál upp. 52 þingmenn starfa í nefndum þingsins Árni Ragnar er nefndakóngur Nefndakóngur Alþingis erÁrni Ragnar Árnason, alþingismab- ur fyrir Reykjaneskjördæmi, Kópavogsbúi frá því í vor. Hann á ab baki setu á Alþingi í eitt kjörtímabil. Árni Ragnar situr í fjórum nefndum: alls- herjarnefnd, sjávarútvegs- nefnd, utanríkismálanefnd og iðnabarnefnd. „Þab verbur auðvitað nóg að gera þegar þingib kemur saman í haust. Eg sé fyrir mér að mikib verbi að gera í iðnaðarnefnd, ef eitthvað hreyfist í stóriðjumál- um og ýmsum smærri ibjumál- um," sagði Árni Ragnar í samtali við Tímann í gær. Hann sagbi að störfin í sjávar- útvegsnefnd og utanríkismála- nefnd gætu líka orbið mikil. í sjávarútvegsnefnd er Steingrím- ur J. Sigfússon formaður. Sjálf- stæöismenn gáfu stjórnarand- stöðunni eftir formennsku í nefndinni. „Steingrímur var varaformað- ur í nefndinni síbustu árin á síð- asta kjörtímabili og þá var Matt- hías Bjarnason töluvert mikib frá. Þegar þannig var, stóð Stein- grímur sig mjög vel og vann málefnalega," sagbi Árni Ragnar ígær. Alls 52 þingmenn munu sinna störfum í 12 nefndum Alþingis. Aðeins rábherrarnir 10 og Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, standa utan við nefndastörf. Það er talsvert mismunandi hversu mikil störf einstaka þing- menn axla í nefndastörfum þingsins. Fjórtán þingmenn munu starfa í þrem nefndum, allt þingmenn stjórnarflokk- anna. Alls munu 24 þingmenn starfa Við rannsóknir lyfjafyrirtæk- isins Roche kom fram nýtt lyf (Ro 15- 4513), sem hindrar verkun alkóhóls þannig ab drukknir einstaklingar virðast algábir. „Hugmyndin um alkóhól-mótherja er einföld, en mörg vandkvæbi eru því samfara ab setja þannig lyf á markað," segir í Lyfjatíbind- um, þar sem greint er lítillega í tveim nefndum — og 13 sinna störfum í einni nefnd. Meðal þeirra, sem sinna einni nefnd á þessu kjörtímabili auk annarra þingstarfa, eru krataráðherrar frá síðasta kjörtímabili, þau Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guð- mundsdóttir. Ólafur Ragnar Grímsson er aðeins í utanríkis- málanefnd, Svavar Gestsson í ibnaðarnefnd og Ragnar Arnalds í samgöngunefnd. ■ frá þessari nýjung. Einstak- lingar, sem innbyrtu alkóhól og Ro 15-4513, yrðu tæknilega drukknir samkvæmt mæling- um á alkóhólmagni í blóbi, en atferlislega algábir, sem mundi skapa óútreiknanleg lagaleg vandkvæbi, að sögn blabsins. Lyfið hindrar hins vegar ekki skemmdir á líffærum, sem fram koma við langvarandi drykkju, og meira áfengi þarf að inn- byrða til að yfirvinna áhrif þess. Lyfjatíðindi segja einnig frá nýju lyfi, sem hlotið hefur sam- þykki bandarískra yfirvalda til notkunar við áfengissýki, sem hluti af annarri mebferð. Lyfið hefur veriö notað við vímuefna- notkun í nokkurn tíma. Þróun þess við áfengissýki byggðist á kenningunni um að alkóhól auki beta-endorfín virkni hjá sumu fólki. Héldu rannsóknar- aðilar fram ab þessi aukning væri ábyrg fyrir vellíðunarsvör- un við áfengisnotkun, sem gæti þannig stuðlað ab aukinni drykkju og skorti á drykkju- stjórnun. Samanborið vib ly- fleysu jók lyfiö bindindishlut- fall og fækkaöi drykkjudögum og bakslögum eftir meðferð ■ Kaffileikhúsiö frumsýnir sibasta verk leikársins, Herbergi Veroniku eftir Ira Levin, í Hlabvarpanum nk. fimmtudag, 25. maí. Leikarar eru Rú- rik Haraldsson, Þóra Fribriksdóttir, Ragnhildur Rúriksdóttir og Gunnlaugur Helgason. Þess má geta ab febginin Rúrik og Ragnhildur hafa ekki leikib saman á svibi ábur. Nýfundiö lyf, sem hindrar verkun alkóhóls, gaeti skapab óútreiknanleg lagaleg vandkvœöi: Lyf fundið sem lætur drukkna virðast algáða Sagt var... Biddu nú vib... „ Hennar stœrsti veikleiki er ab hún vinnur ofmikib og gefursér ekki tíma til ab slappa af. Þab getur komib nib- ur á vinnunni." Jón Gunnar Ottósson eiginmabur Margr- étar Frímannsdóttur um hana sjálfa f HP. Stutt í brjálæbfb „Ég neita því ab mála skrattann á vegginn í mibri keppni ... ég yrbi bara brjálabur ef ég vceri ab velta mér upp úr því hvort ég tapa á þessu eba ekki." Halldór Jóhannsson „mibasali" í HP. Alblinda „ Ég er litblindur. Ég er sibblindur. Líka ritblindur og auk þess hálf heyrnarlaus. Þetta eru miklar þján- ingar. já, svo er ég líka náttblindur." Cubbergur Bergsson rithöfundur í HP. Einn í vinnu en hinir í fríi „Grátlegast af öllu er ab Berg- sveinn Bergsveinsson kom í markib í seinni hálfleik og sýndi bestu mark- vörslu íslands í keppninni og þá fóru félagar hans í frí." Víbir Sigurbsson í DV í gær. Baneitrub blíbuhót „Stuttu síbar fann- Bono blíbar strokur eftir kvibnum og sagbi þá enn og aftur ab hann hefbi engan áhuga á ástarleikjum. En þegar ekk- ert svar barst opnabi hann augun og sér til skelfingar sá hann slöngu skríba eftir maganum á sér." Svibljós DV Draumur karlmannsins „Einhvers stabar hef ég séb því haldib fram ab fimm af hverjum hundrab karlmönnum gœtu haft gaman af ab klœbast kvenmanns- fötum." Helgi Hálfdanarson í Mogga í gær. Álfur um áifa „Dags daglega erum vib ekki nema þrír íslendingarnir sem berum nafnib Álfur. Einu sinni á ári verbur hins vegar hressileg fjölgun á nöfn- um okkar, þegar sölufólk SÁÁ býbur landsmönnum ab kaupa álfa til styrktar starfsemi sinni." Álfur Ketilsson í Mogga. í heita pottinum... Eins og áður hefur komið fram í heita pottinum, er mikill áhugi á setu í út- varpsráði, en óöum styttist í aö ávörð- un verði tekin um þetta mál. A.m.k. 10 framsóknarmenn hafa veriö að láta vita af sér og „lobbýa" fyrir setu í ráðinu; framsóknarmenn munu fá tvö sæti í ráðinu, en höfðu aðeins eitt áður. Nú er það Gissur Pétursson sem sækist eftir áframhaldandi setu, en auk hans munu þau sækjast eftir sæti í ráðinu Sigmar B. Hauksson, Arnþrúður Karlsdóttir og Kristjana Bergsdóttir. • Og enn af nefndarskipunum hjá Fram- sóknarflokknum. Ljóst er ab skipt verð- ur um formann í stjórn Húsnæöisstofn- unar, en þar hefur Magnús Norödahl verib fulltrúi krata. Fulltrúi Framsóknar hefur verib Hákon Hákonarson og er fastlega búist við að Páll Pétursson muni vilja fá Hákon sem formann. Framsóknarmenn munu fá annan full- trúa í nefndina og er enn óljóst hver kemur þar inn, en Gubmundur Gylfi Guðmundsson, hagfræöingur ASI, er talinn líklegur, þar sem hann hefur unnið mikiö í húsnæbismálastefnu flokksins. • Altalab er á Alþingi hversu mikiö plott og pískur er í gangi meöal alþýbu- bandalagsmanna. Hafa menn verið að velta því fyrir sér hvað sé í gangi, en eftir ab þingiö kom saman og þing- mennirnir eru undir einu og sama þaki eru óvenju algengt að sjá tvo til þrjá al- þýbubandalagsmenn stinga saman nefjum úti í horni, leyndardómsfulla í framan. Helstu skýringarnar á göngum eru taldar vera þær að ákvebin tauga- veiklun sé í gangi vegna formanns- kjörsins og menn séu að velta því fyrir sér, hvort Steingrímur J. hafi ekki feng- iö ósanngjarnt forskot á Margréti meö því ab fá ab vera formabur í hinni áber- andi sjávarútvegsnefnd og þar meö óhjákvæmilega líka mikib í umræbunni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.