Tíminn - 19.05.1995, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. maí 1995
3
Formabur skólanefndar Reykholtsskóla:
Nefndin vill fá
skoriö úr um
stööu skólans
„Skólanefndin hefur aldrei
tekiö afstöbu til manna.
Skólanefndin hefur ævinlega
lagt megin áherslu á ab þab
verbi skýrt hver er staba skól-
ans," sagbi séra Geir Waage,
formabur skólanefndar Reyk-
holtsskóla, er Tíminn spurbi
hann í gær hvort þab væri
ósk skólanefndarinnar aö
Oddur Albertsson yrbi áfram
skólastjóri viö Reykholts-
skóla í Borgarfirbi, en Ólafur
Þ. Þóröarsson fyrrverandi al-
þingismabur hefur, eins og
kunnugt er, kallab eftir stöbu
sinni sem skólastjóri vib skól-
ann.
Geir sagði aö hann kæmi til
meö að eiga fund meö mennta-
málaráðherra innan tíöar þar
sem hann mundi leggja áherslu
á aö skorið yröi úr um stööu
Reykholtsskóla, en skólanefnd
skólans hefur sent mennta-
málaráöherra bókun frá fundi
sínum 13. þessa mánaðar þar
sem er einnig lögð áhersla á
þaö.
„Skólanefndin hefur stutt
þær áherslur sem hafa verið
mótaðar í starfi skólans nú und-
anfarin þrjú ár. Skólanefndin er
þeirrar skoðunar aö þessar
áherslur í starfi skólnas hafi
skilaö merkilegum árangri sem
ekki megi kasta á glæ. Við nú-
verandi aðstæður þá ítrekar
skólanefndin aö það beri fyrr að
taka afstöðu til skólans og starf-
semi hans, heldur en einstakra
manna sem stjórnenda skólans.
Stofnunin kemur á undan ein-
staklingum," sagöir Geir enn-
fremur.
Hann sagði að skólanefndin
hefði ekki farið út í neina um-
ræðu um einstaka menn í þessu
samhengi, hvorki skipað sér í
sveit með Oddi né Ólafi. Til
þeirra hluta sagði hann að af-
staða hlyti aö verða tekin þegar
fyrir lægi hver væri staða stofn-
unarinnar. TÞ. Borgamesi
Borgarstjóri um ágreining vegna Búseta:
„Ur einhverju verða menn
að búa til pólitík"
Reykjavíkurborg hefur gert
samning til tveggja ára vib Bú-
seta um alla eignaumsýslu
vegna 98 leiguíbúba í eigu
borgarinnar. Minnihlutinn í
borgarstjórn var andvígur
þessari samningsgerb og vildi
ab forval færi fram til ab
kanna hverjir hefbu hug á því
ab taka verkefnib ab sér.
„Ákveðið var að gera tilraun
með það að fela öðrum viðhald
á hluta þeirra íbúða sem borgin
á, í því skyni aö fá samanburð
sem yrði síðan forsenda þess að
bjóða þessa eignaumsýslu út
með venjulegum hætti. Búseti
átti reyndar hugmyndina að
þessu en félagið hefur þegar þró-
að ákveðið viðhaldskerfi vegna
þeirra 250 íbúða sem það á og
rekur, og mér fannst ekki óeðli-
legt að láta félagið njóta þess í
þessari tilraun, í stað þess að
taka af því frumkvæðið og af-
henda verkefnið einhverjum
öðrum," segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri, og þegar
hún er spurð hvernig standi á
andstöðu sjálfstæðismanna í
Ingibjörg Sólrún
borgarstjórn við þessa málsmeö-
ferð segir hún: „Úr einhverju
verða menn að búa til pólitík.
Aðra skýringu kem ég ekki auga
á vegna þessa máls, því að hér er
ekki verið að víkja frá stefnu
meirihlutans í innkaupa- og út-
boðsmálum. Við lítum á þetta
sem tilraunaverkefni sem geti, ef
vel tekst til, leitt til útboðs á eig-
naumsýslu."
„Það skiptir máli í þessu sam-
bandi að eftir viðræður við full-
trúa byggingadeildar og Félags-
málastofnunar þá virðist svo
sem viðhald og rekstur á íbúðar-
húsnæði sé ódýrara hjá Búseta
en okkur. Vera má að það sé
vegna þess aö þeir hagi tilfall-
andi viðhaldi á annan hátt en
borgin, geri t.d. ekki eins mikið
og við, en þá vaknar auðvitað sú
spurning hvort við séum að gera
of mikið innanhúss. Vib viljum
gjarnan fá einhvern samanburð,
m.a. til að sjá hvert viðhaldið er
á tilteknum húseignum en hing-
að til hefur viðhaldskostnaður
vegna íbúða í eigu borgarinnar
verið gerður upp í einu lagi,"
segir borgarstjóri. I samningi
borgarinnar við Búseta um við-
hald og rekstur þeirra 98 íbúða
sem hér um ræbir er gert ráð fyr-
ir 11 milljóna króna kostnaði
þetta árið og 15 milljónum á
hinu næsta, en að sögn borgar-
stjóra mun þóknuri til Búseta
vegna þessarar eignaumsýslu
nema að hámarki 1,9 milljónum
á samningstímanum. ■
Davíö Oddsson, forsœtisrábherra, í stefnurceöu sinni í gœr:
Göngum hægt um dyr efnahagsbatans
Bjartsýnn tonn var í stefnu-
ræbu Davíbs Oddssonar, for-
sætisrábherra, sem hann flutti
á Alþingi I gær. Davíb sagbi ab
nú væri ab verba bati á flestum
svibum efnahagslífsins og
mikilvægt ab þar yrbi enginn
afturkippur. Hinu væri þó
ekki ab leyna ab þab tæki tíma
fyrir þjób ab vinna sig út úr sjö
ára stöbnunarskeibi. „Þab
verbur ekki gert á einum degi
eba einum mánubi, en ekki er
óeblilegt ab ætla ab á fjögurra
ára kjörtímabili megi takast ab
byggja atvinnulífinu traustan
grundvöll, stubla ab bættum
kjörum í landinu og minnk-
andi atvinnuleysi," sagbi for-
sætisrábherrann í ræbu sinni.
Rökrétt framhald
kosningabaráttu
í upphafi stefnuræbu sinnar
sagði Davíð Oddsson að engin
óvissa hefði skapast í lands-
stjórninni í kjölfar kosning-
anna, ríkisstjórn var myndub 15
dögum eftir kosningar. Sú stjórn
hefði verið rökrétt framhald af
kosningabaráttu tveggja flokka
sem vissulega hafi haft ólíkar
áherslur í kosningunum, enda
ólíkrar gerbar og kæmu úr ólík-
um áttum, annar hefði leitt rík-
isstjórn, hinn komið úr stjórnar-
andstöðu.
Davíð sagbi að flokkarnir
legðu áherslu á traust, öryggi og
festu á öllum sviðum þjóðlífsins.
Nokkur áhersluatriði væru tí-
unduð í stefnuyfirlýsingu flokk-
anna, sem fylgja yrði fast eftir.
Jafnframt heföu flokkarnir
ákveðið að vinna sérstaka verk-
efnaáætlun sem verði tilbúin til
kynningar fyrir þingi og þjóð á
haustdögum.
Innvortls meinsemd
velferbarinnar
Forsætisráöherra ræddi vel-
ferðarkerfið sem hann sagði ab
væri ab komast í þrot. Af þessu
hefðu forystumenn í stjórn-
málalífi og leiðtogar verkalýðs-
hreyfingar og atvinnulífs vax-
andi áhyggjur. Kerfið sem slíkt
nyti nánast óskoraðs stuönings
allra stjórnmálaafla í landinu.
Ekki væri vegið að velferðarkerf-
inu utan frá, á pólitískum for-
sendum, meinsemdin væri inn-
vortis, lægi í kerfinu sjálfu og
stjórnlitlum vexti þess, langt
umfram það sem hagvöxtur hef-
ur gefið tilefni til á hverjum
tíma. Varaði forsætisráðherra
við þeirri lausn á vanda kerfisins
að taka lán eða ýta vandanum á
undan sér og efna til stórkost-
legs halla á ríkissjóði og söfnun
skulda.
„Slík stefna myndi springa
fyrr en síðar. Þá myndi blasa við
að sársaukafullur og stórfelldur
niðurskurður væri óhjákvæmi-
legur. Núverandi ríkisstjórn vill
ekki fara þá leiö. Hún vill stöbva
sjálfvirkni í útgjöldum ríkissjóðs
á þessum sviðum sem öðrum í
tæka tíð án þess að raska velferö-
arkerfinu sjálfu," sagði Davíð
Oddsson.
Eyðslu ekki lengur
velt á framtíbina
Sagöi Davíð að ætlunin væri
með kerfisbreytingum að nýta
þá fjármuni sem varið er til
stærstu útgjaldaráðuneyta og
einstakra framkvæmda með sem
bestum hætti. Undirstaðan yrði
treyst þannig að takast mætti
meb ráðdeild og skilvirkni að
veita sambærilega þjónustu og
sambærilegt öryggi með svipuð-
um fjármunum og nú er gert.
Davíð Oddsson sagbi að stefnt
sé að ýmissi nýskipan í ríkis-
rekstri, fjölgun útboða, samein-
ingu stofnana, þjónustusamn-
ingum og breyttu launakerfi
sem efla á ábyrgð og frumkvæði
stjórnenda. Keppikefli ríkis-
stjórnarinnar er að ná jafnvægi í
fjármálum ríkisins á kjörtímabil-
Davíö Oddsson, forsœtisrábherra.
inu. Fagnaði forsætisráðherra
auknum skilningi almennings á
að eyöslu okkar veröi ekki leng-
ur velt yfir á framtíðina. Hér
væri í raun ekki aðeins um ab
ræða skuldir næstu kynslóða,
heldur hefði óhagstæb afkoma
ríkissjóðs þegar áhrif á allt okkar
daglega Iíf.
Ræddi um jafnræði í
skattheimtu
Davíð Oddsson ræddi um
endurskoðun skattkerfisins sem
ríkisstjórnin mun gangast fyrir.
Markmiðið verður ab draga úr
skattsvikum, lækkun jabar-
skatta, sem ráöherrann sagði
bersýnilega orðna truflandi og
ganga gegn réttlætisvitund
manna um jafnræði í skatt-
heimtu. Þá verður leitast vib að
einfalda skattkerfiö þannig að
það megi verða hverjum manni
skiljanlegra en nú er.
Davíð ræddi um að skatta-
ívilnunum yrði beitt til að
hvetja fólk til ab leggja fram
áhættufé í atvinnufýrirtæki.
Ennfremur um þá ætlun ríkis-
stjórnarinnar ab breyta rekstrar-
formi viðskiptabanka og fjárfest-
ingarlánasjóða í eigu ríkisins,
sem og um sölu ríkisfyrirtækja á
kjörtímabilinu.
Vandamál útvegs og
landbúnaðar
Davíð Oddsson ræddi um óró-
leikann sem gætir um skipan
sjávarútvegsmála. Sagði hann
stjórn sína leggja áherslu á að
sjávarútvegurinn búi við festu í
starfsskilyrðum og að þar verði
ekki tjaldað til einnar nætur.
Taldi ráðherrann að uppbygg-
ingarstefna í nýtingu sjávar-
fangs væri farin ab skila sér,
jafnvel fyrr en menn höfðu ætl-
að. Varaði Davíð menn við að
draga of víðtækar ályktanir af of
takmörkuðum upplýsingum,
þótt margt benti til að við vær-
um að komast yfir erfibasta
hjallann varðandi þorskinn.
Davíö fjallaði um erfiðleika
landbúnaðar á íslandi. Búvöru-
samninginn frá 1991 þyrfti að
taka til endurskoðunar, ekki síst
með tilliti til vanda sauðfjár-
bænda. Treysta yrði tekjugrund-
völl bænda og losa um fram-
leiðsluhömlur og auka sveigjan-
leika í framleiðslustjórn. Þá þyrfi
að stuðla að nýsköpun og fjöl-
breyttari atvinnu til sveita og
auðvelda bændum breytingar á
búháttum og búskaparlok. Sagði
Davíð að neytendur og framleið-
endur ættu ríka, sameiginlega
hagsmuni.
Þekking og menntun
— gób fjárfesting
Þá ræddi forsætisráðherra um
gildi menntunar og þekkingar í
nútímaþjóðfélagi.
„Nú þegar margar auðlindir
veraldar virðast fullnýttar þá
horfa þjóðirnar til þekkingar
sem þess brunns sem lengi megi
ausa úr," sagbi Davíð og bætti
við ab fjárfesting í menntun og
þekkingu væri líklegri til ab skila
arði en fjárfesting í sumum öðr-
um þáttum heföbundinnar
þjónustu og framleiðslu.
Varðandi húsnæðismálin
sagði Davíð Oddsson að nú á
tímum væri það erfiðara fyrir
yngra fólkið en áður að koma sér
þaki yfir höfuðið. Ríkisstjórnin
myndi leita leiða til að greiöa
götu þessa unga fólks sem er að
eignast sína fyrstu íbúb. Þá yrbi
hugað að stöðu þeirra sem
skulda í húsnæðiskerfinu.
Heimsstyrjöldin, og
þrefiö vib Norbmenn
Ráðherrann ræddi síðan um
heimsmálin og benti á að fyrir
hálfri öld hefði litlu mátt muna
ab nasistar hefðu sigrað í hern-
aöinum á meginlandi Evrópu,
hefði það leitt til langvarandi
styrjaldar á Atlantshafi og stór-
átaka um ísland.
Undir lok ræðu sinnar gat
Davíð Oddsson um stjórnun
fiskveiða á úthafinu. Sagði hann
íslendinga hafa staðið með
ábyrgum hætti ab stjórnun fisk-
veiöa, heima fyrir og á hinu al-
þjóðlega hafsvæði. Gagnrýndi
hann viljaleysi og þrekleysi
Norðmanna til að útkljá deilur
þjóðanna. Málin væru í einhvers
konar pólitískri klemmu eða
hnút hjá Norðmönnum. Sagði
Davíð að ef ekki yrði höggvið á
hnútinn á næstunni mætti bú-
ast við að málin færu í enn harð-
ari hnút, og það væri ekki í sam-
ræmi við hagsmuni ríkjanna
sem hlut eiga að máli.
Davíð Oddsson benti að lok-
um á nokkrar lykiltölur úr þjóð-
arbúskap íslendinga, vaxandi
hagvöxt, aukna landsfram-
leiðslu og aðrar tölur sem stand-
ast samanburð við okkar helstu
viðskipta- og nágrannaþjóðir.
„Ef við höldum þeirri festu
sem fengist hefur og göngum
hægt um dyr efnahagsbatans er
bjart framundan í íslensku þjóð-
félagi," sagði Davíö Oddsson
forsætisráðherra. ■