Tíminn - 19.05.1995, Blaðsíða 4
4
VMkh
Föstudagur 19. maí 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: |ón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 5631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Ábyrgðarlaus
lánastarfsemi
Peningastofnanir eru lagnar viö aö koma ábyrgö á eigin
viöskiptum yfir á aöra. Þær draga úr eigin áhættu meö því
aö fá þriöja aöila til aö til aö taka á sig fjárskuldbindingar
ef hinir eiginlegu viöskiptavinir standa ekki í skilum.
Þannig þurfa starfsmenn lánastofnana hvorki aö treysta
eigin viöskiptavinum né eigin fjármálaviti og dómgreind
þegar fé er lánaö út. Þegar illa fer lendir skellurinn á öör-
um, fólki sem ekki kemur á annan hátt að málinu en að
skrifa upp á pappírana til aö fullnægja þeim skilyrðum
sem banki setur til aö lána fé út.
Mjög færist í vöxt aö fullorðið fólk missi aleiguna vegna
uppáskrifta og verður að leita til félagsmálastofnana vegna
þess aö þaö ræöur ekki lengur viö aö sjá sér farborða. í frétt
um þetta efni sem birtist í Tímanum s.l. miðvikudag, er
haft eftir félagsmálastjóra Kópavogs að dæmin um svona
meðferð á fullorönu fólki séu sorglega mörg.
Oft eru þeir fullorönu aö skrifa upp á fyrir börn sín sem
eru aö reyna fyrir sér í viðskiptalífi eöa þurfa á lánafyrir-
greiöslu aö halda af öörum ástæðum. Þegar útreikningar
standast ekki og lántakendur geta ekki endurgrett lánin er
gengið að þeim sem skrifa upp á og þeir geröir ábyrgir fyr-
ir umsvifum sem þeir hafa í raun aldrei komiö nærri.
Félagsmálastjórinn spyr hvaöa siðferöi sé á bak við
svona viðskipti hjá peningastofnunum og hver sé ábyrgð
þeirra „þegar háaldraö fólk er aö standa í flóknum pen-
ingalegum aögeröum í nútímasamfélagi sem það þekkir
ekki inn á og gerir sér ekki grein fyrir þeim afleiöingum
sem svona uppáskriftir geta haft í för meö sér."
Þótt hér sé aðeins vitnað í félagsmálastjóra í einu sveit-
arfélagi er þaö ekki vegna þess aö Kópavogur sé neitt eins-
dæmi í þessum efnum né að meiri brögö séu aö því að pen-
ingstofnanir hiröi aleiguna af fórnarlömbum uppáskrift-
anna þar en annars staöar. Og þótt aö hér sé minnst á
dæmin um aldrað fólk sem heldur aö þaö sé aö gera börn-
um sínum greiða er vandamálið miklu víðfeðmara og al-
varlegra en svo þaö sé bundiö viö tiltekin aldursflokk eða
sveitarfélag.
Siðferöi lánastofnana sem leyfa sér svona vinnubrögð er
ekki upp á marga fiska. Þær hafa yfirfært viöskiptavíxlalán
yfir á almenn skuldabréfaviöskipti og þykir sjálfsagt aö
gera þriöja aöila ábyrga þegar þeirra eigin viðskiptavinir
standa ekki viö skuldbindingar.
Skyldmenni og vinir lántakenda eru nánast neyddir til
aö gangast í ábyrgö fyrir lánum án þess aö hafa aöstöðu til
aö vita um fjárhagsstöðu þeirra sem lánin fá. Því eiga
bankanir aftur á móti aö geta komist aö og er ekkert sjálf-
sagðara en aö þeir taki á sig skellinn af vafasömum útlán-
um en ekki eitthvert fólk úti í bæ.
Krítarkortafyrirtækin leika sama leik, að taka ekki
ábyrgö á eigin viðskiptavinum, þeim sem þeir láta plast-
kort í té, heldur á annaö fólk aö ábyrgjast aö fyrirtækin
verði ekki fyrir tjóni af greiösluþroti eigin viðskiptavina.
Viöskiptasiöferöi af því tagi sem hér er minnst á er
virðulegum lánastofnunum tæpast sæmandi. Lánastarf-
semi er áhættusöm og á aö vera það. En þaö er lágmarks-
krafa aö áhættan lendi á þeim sem viöskiptin stunda en
ekki þeim sem hvorki lána né taka lánin. Þegar betur er að
gáö er þaö varla annaö en ósvífinn aulaháttur að lánstofn-
anir geti ekki treyst eigin viöskiptavinum og láti annað
fólk bera ábyrgö á útlánunum.
Er mál til komið að farið veröi aö athuga þennan veiga-
mikla þátt í rekstri lánastofnana og aö þeim veröi gert aö
axla meiri ábyrgð á eigin viðskiptúm við raunverulega lán-
takendur sína.
Enginn stybur Steingrím
Mikils vænst
af Margréti
Þaö er blásið öl formannskosn-
inga í Alþýöubandalaginu. Þannig
eru reglumar og ekki um annað
aö ræöa en búa sig til leiks. Reglum
veröur ekki breytt nema á lands-
fundi í haust og fyrir þann tíma
skal allsherjarkosning um for-
mann og varaformann eiga sér
staö. Þar scm sjállkjönö var siöast
þá er þetta i fyrsta sinn sem stjóm-
málaflokkur velur sér æöstu for-
ystu í almennri kosningu meöal
félaga.
Hér er því á feröinni tilraun scm
ætti aö geta hleypt krafti i Alþýöu-
bandalagiö ef rétt er á haldiö. Um-
boö nýrrar forystu kemur þá ekki
frá flokksklíkum heldur bcint frá
flokksmönnum sjálfum.
Forystukona sem formaöur
Allsherjarkosning formanns og
varaformanns er tækifæri fyrir A1
„Alþýðubandalagið þarf á að halda
óumdeildum forystumanni sem getur
laðað framjákvætt samstarffjöl-
margra aöila sem þurfa að vinna sam-
an tilþess að styrlya málstað jafnaðar-
manna og launafólks almennt."
„Þaö er miklö happ tyrir flokkinn aö Margrét Frimannadóttir skull \
gefa kost á sér tii þessa erliöa starfs," segir Lettur m.a. i greininr
Margrét Frimannsdóttir alþm.
Myndin sem Leifur birti af Margréti í DV ígœr.
Dag eftir dag birtast greinar í
blöðunum þar sem Margrét Frí-
mannsdóttir er lofuö og prísuð
og talað um að verði hún næsti
formaður Alþýðubandalagsins,
muni ásýnd flokksins breytast
til mikilla muna og allt muni
aftur verða gott á vinstri
vængnum. Einkum og sér í lagi
hafa verið áberandi marskálkar
úr rauða hernum á Neskaup-
stað, en sem kunnugt er hefur
Alþýöubandalagið jafnt og þétt
verið að tapa fylgi í Austur-
landskjördæmi frá því að Hjör-
leifur bauö sig þar fyrst fram.
Hjörleifur hins vegar hefur ver-
ið settur í sama dilk í flokknum
og Steingrímur J. og því má líta
á öll tilskrifin úr þessari átt frek-
ar sem gagnrýni á Hjörleif en
stuðning við Margréti.
Enginn skilur
forustuna
í gær ryðst svo gömul Dags-
brúnarhetja, Leifur Guðjóns-
son, fram á ritvöllinn í DV og
hrósar miklu happi yfir því ab
Margrét skuli vilja fara fram
gegn Steingrími J. Leifur bendir
á að Margrét sé einmitt svo vel
fallin til að vera formaður, því
hún nái svo vel til verkafólks.
„Henni mun takast betur að
verða málsvari þessa fólks en
fyrri formönnum vegna þess að
hún talar mál sem það skilur."
Það er ekki seinna vænna ab
upplýsa um þá fötlun forustu
Alþýbubandalagsins ab hin
vinnandi alþýða hefur allan
þennan tíma ekkert skiliö hvað
forusta flokksins er að segja.
Leifur bendir á aö það geti
verið sterkt fyrir Alþýðubanda-
lagið aö fá konu í formanns-
embættið og greinilegt ab hann
er sammála öðrum, sem skrifab
hafa Margréti til stuðnings, að
hún komi sem nýtt afl inn í for-
ustuna og hleypi þannig nýjum
krafti í flokkinn. Eins og til að
undirstrika þennan æskuþrótt,
sem hann telur að Margrét
komi með inn í forustuna, þá
birtir hann gamla mynd af
Margréti þar sem hún er u.þ.b.
18 ára.
En auk þess að undirstrika
ferskleikann, sem Margréti fylg-
GARRI
ir, þá dregur svona myndbirting
úr umræðum, sem komnar voru
af stab, að Margrét sé í rauninni
eldri en Steingrímur J. Þannig
að æskuþróttur Skallagríms sé,
þegar allt kemur til alls, meiri
en Margrétar.
En þessi útbreiddi stubningur
við Margréti felur í sér að stuðn-
ingurinn er ekki eins útbreiddur
vib Steingrím. Hans stuðnings-
menn halda sig til hiés á meðan
hver flokksmaðurinn á fætur
öðrum kemur og vitnar fyrir
Margréti. Þetta fer ab vera hálf-
vandræðalegt og fólk um allar
trissur hefur að undanförnu
verið ab spyrja hvert annað:
Hver styður Steingrím? Nú hins
vegar eru menn í alvöru farnir
að spyrja hvort einhver styðji
Steingrím.
Eitrab peö
Það eina, sem upplýst fæst, er
að Steingrímur getur ekki orðið
varaformaður áfram af sömu
ástæðu og Ólafur Ragnar getur
ekki verib formaður afram. Þeg-
ar menn eru nú farnir að full-
yrða að venjulegt fólk eigi í erf-
iðleikum með að skilja vaðalinn
í núverandi forustu, þ.e. Ólafi
Ragnari og Steingrími, þá fara
menn líka að velta fyrir sér
hvort „umbótasinnar" úr stuðn-
ingsliði Margrétar láti sér nægja
að setja þessa menn úr for-
mannsstólunum. Verður ekki
bara farið út í að koma þeim alla
leið úr flokknum?
Sé slíkt í uppsiglingu, er skilj-
anlegt að enginn skrifi stuðn-
ingsgrein í blöðin fyrir Stein-
grím — hann er einfaldlega orð-
inn að eitruðu peði. Garri
Ab leika hrabar og skjóta fastar
Nú eru íslendingar dottnir út úr
heimsmeistaramótinu í hand-
bolta og þjóðarstoltið margfræga
hefur beöið óbætanlegan hnekki.
Menn eru bæði svekktir og sárir.
Ég verð aö viðurkenna að ég sit
ekki löngum stundum við að
horfa á handbolta, hvorki á vett-
vangi né í sjónvarpi, og hef ekki
stundab þessa íþrótt mér til gam-
ans, eins og fótbolta. Hins vegar
horfi ég þegar mikið liggur vib. Þá
eru það einkum úrslitaleikir og
viðureignir íslendinga í heims-
meistarakejipninni sem verða fyr-
ir valinu. Eg hef ekki vit á íþrótt-
inni sjálfri. Það er spennan sem
heldur mér við tækiö, og ég verð
að viðurkenna að þegar munur-
inn er orðinn yfir fimm mörk og
komið er fram í seinni hálfleik, þá
hverfa vonirnar og slaknar á
spennunni. Þegar komið var fram
í seinni hálfleik í leiknum við
Rússana bauðst ég til að skutla
gesti, sem var staddur heima hjá
mér, milli húsa. Þegar ég kom
heim aftur var leikurinn búinn,
og íslenska liðið haföi fengiö um
10 mörk á sig á meðan.
✓
I ökkla eða eyra
Þegar „strákamir okkar" gera
vel eru þeir hetjur, en það gildir
ekki ef þeir geta illa. Þá bíba þeirra
leiðar stundir. Þjóðin tryllist og
íþróttafréttamennirnir draga upp
vondar fyrirsagnir svo sem
„hneyksli í Laugardalshöllinni"
eins og lesa mátti í DV eftir leik-
inn. Þetta er ekki mikið umburð-
arlyndi. Þótt ég hafi lítið vit á
handbolta, þá hafði ég á tilfinn-
Á víbavangi
ingunni að Rússarnir væru góðir.
Ég ber líka' mikla virðingu fyrir
þeim sem eru heimsmeistarar.
Þess vegna varö ég ekki eins voba-
lega svekktur og margir aðrir.
Mínar skoðanir eru svo gamal-
dags að telja það eðlilegt að
stundum eigi menn slæman dag
og stundum góðan og það sé ekki
hneyksli að tapa við og við. Ég
veit hins vegar að mikil fjölmiðla-
umfjöllun byggir upp þaö mikla
spennu að óbærilegt bakslag verö-
ur þegar illa fer.
Er markaðurinn
ekki til?
Ég ætla því ekki að taka þátt í
því að stappa á handboltamönn-
unum okkar eftir hið hrapalega
tap gegn Rússum. Það verba nógu
margir til þess að hrópa þá niður.
Ég veit hins vegar aö þetta hefur
áhrif á aðsókn að heimsmeistara-
keppninni. Þab eru þrátt fyrir allt
til fieiri sem eru á svipuðum nót-
um og ég í handboltaáhuganum
ab fylgjast með íslandi og úrslita-
leikjum. Þetta er alvarlegt mál fyr-
ir buddu mótshaldarans, sem ég
veit að var ekki þykk fyrir mótið.
Hins vegar er ijóst að land-
kynning varöandi keppnina hef-
ur ekki orbiö til þess að draga
ferðamenn að í neinum mæli.
Það er full ástæða til þess að
kanna grannt hvaö veldur. Til
þessara mála voru lagðir fjármun-
ir meðal annars af opinberu fé.
Það er nauðsynlegt fyrir alia aðila
sem að ferðamálum vinna ab gera
sér grein fyrir því hvers vegna
áhugamenn um handbolta lögðu
ekki leið sína hingað til lands.
Eru þeir einfaldlega of fáir, eða
erum vib úr leið fyrir íþrótta-
áhugafólk? Er þessi markaður ein-
faldlega ekki aðgengilegur okkur?
Þessar spurningar krefjast svara,
ekki síöur en hin íþróttalega hliö
málanna sem mjög verður rædd
áfram.
Jón Kr.