Tíminn - 19.05.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.05.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. maí 1995 Wtmxmw 7 Menntasmiöja kvenna: Athyglisvert þróunarstarf á Akureyri Frá Þór&i ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Á Akureyri hefur verið unn-’ ið að áhugaverðu þróunar- verkefni á liðnum vetri. Nefn- ist það Menntasmiðja kvenna og er markmið þess að gefa konum, sem ekki eru starf- andi í atvinnulífinu, kost á menntun auk samveru og sjálfsstyrkingar. Hugmyndin að menntasmiðjunni er feng- in frá Norðurlöndunum óg þá einkum Danmörku þar sem svonefndir „Kvennadaghá- skólar" starfa og byggja að miklu leyti á sömu hug- myndafræði og lýðháskólarn- ir. Til dagháskólanna hafa konur meðal annars sótt sér hagnýta þekkingu, þjálfun í að byggja upp'samstöðu og styrk til þess að koma fram með hugmyndir og skoðanir. Náminu í Menntasmiðju kvenna lýkur án prófa og gef- ur því ekki ákveðin starfsrétt- indi, en konurnar fá umsagnir um að þær hafi tekið þátt í námskeiðum. Má þar meðal annars nefna tölvunotkun, en mörg störf á almennum vinnumarkaði í dag gera kröf- ur til fólks um þekkingu á því sviði. Námiö skiptist nokkuð á milli almennra námsgreina og efnis sem fremur er ætlað að styrkja sjálfsímynd kvenn- anna en auka beina þekkingu þeirra á einstökum náms- greinum eða fögum. Af eigin- legum námsgreinurh, sem kenndar eru við mennta- smiðjuna, má nefna íslensku, ensku, þýsku, tölvunotkun, bókhald og markmiðasetn- ingu. Þá er einnig kennd tján- ing, umhverfisvernd og ýmis hagnýt fræði, er Iúta að heim- ilishaldi, eins og matargerðar- list og handprjón. Þá gefst konum einnig kostur á námi í myndmennt, auk líkamsrækt- ar, sjálfsstyrkingar, jóga og slökunar. í Menntasmiðjunni er fyrst og fremst lögð áhersla á heildstætt nám, er orðið get- ur konunum sterkur grunnur að ýmsum störfum, frekara námi í hinu almenna skóla- kerfi og þátttöku í daglegu lífi. Margar konur meb styttri skólagöngu Forstöðumaður Mennta- smiðjunnar er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, leiðbein- andi og listmálari, og hefur hún ásamt Valgerði H. Bjarna- dóttur, jafnréttisfulltrúa á Ak- ureyri, unnið að skipulagn- ingu þessa þróunarverkefnis. Auk Guðrúnar Pálínu starfa Hallfríður Benediktsdóttir og María Ólafsdóttir Grenó sem leiðbeinendur við Mennta- smiðjuna, en einnig taka nokkrir stundakennarar þátt í kennslustörfum. Guðrún Pálína benti á að á undan- förnum árum hafi atvinnu- leysi kvenna aukist verulega og í lok apríl hafi 282 konur verið skráðar án atvinnu á Ak- ureyri. Þá séu ekki taldar með þær heimavinnandi konur, sem eru í atvinnuleit eða myndu vera starfandi á vinnumarkaðnum, ef þær ættu kost á störfum við sitt hæfi. Guðrún Pálína benti einnig á að konur séu að jafn- aði með minni skólagöngu en karlar og segi það fljótt til sín á almennum vinnumarkaði þar sem sífellt séu gerðar meiri kröfur til hæfni og þekkingar. Frá 17 ára tíl 70 Menntasmiðjan hóf göngu sína 22. ágúst á síðasta ári og því er annarri starfsönn henn- ar að ljúka þessa dagana. Guð- rún Pálína sagði að æskilegur fjöldi nemenda sé um 20 kon- Þetta er röddin íslenskukennsla er hluti af námsefni í Menntasmiðju kvenna. Á síðari hluta annarinnar hefur einkum verið unnið með bókmenntir og nemendur meðal annars samið stutta texta í tengslum við lesefni og umræður um það. Þeir hafa einnig gefið út blað með efni, sem unnið hefur verið á önn- inni, og hér er stuttur texti eftir Hönnu Rúnu Jóhannsdóttur úr Smiðshögginu, blaði Menntasmiðjukvenna, og er hann birt- ur með góðfúslegu leyfi höfundar. Eitt lítiö andartak getur sagt svo ótalmargt. Þú ert skelfingu lostin hrcedd óörugg unglingsstúlka, sett til ábyrgöar sem fullorðin örugg mannvera. Innscei þitt og þín ákveðna skaþgerð hvísla hughreystandi og staþþa íþig stálinu, þú hlustar vel því þetta er röddin sem þú treystir best og veist að svíkur aldrei. Þetta er undurfagri, sterki, blíði vemdarinn þinn, hann er indíáni að auki og um tveggja metra hár. Er hann birtist veistu að allt fer vel, líka á þessu andartaki. Þú andar djúþt ofan í maga og blcest síðan frá þér, og aftur, þá kemur ró og friður yfir þig. Allt í lagi nú er ég tilbúin, en bara afþvíþú ert með mér, segir þú og bíður þess sem þú veist að mun gerast. Rœbst við á opnum degi þar sem Menntasmiðja kvenna kynnti starfsemi sína nýverið. ur á önn, en á vorönninni nú hafi 24 konur innritast. Um aldur kvennanna sagði hún að hann væri verulega dreifð- ur; yngsta konan hafi verið 17 ára, en sú elsta um sjötugt. Þessar konur hafi einnig mjög misjafnan undirbúning: allt frá því að hafa ekki lokið framhaldsskóla til þess að vera með háskólapróf. Undir- búningurinn skipti þannig ekki máli, heldur sé þess að- eins krafist að viðkomandi starfi ekki á vinnumarkaði meðan á námstímanum stendur. Hún sagði einnig að námið sé þannig byggt upp að það krefjist mikils af kon- unum, einkum þeim sem lengi hafi verið án skólagöngu eða þátttöku í atvinnulífinu, og miðist við að skila þeim færari út í lífið. Skólatíminn er frá kl. 9.00 á morgnana til kl. 15.00 á daginn, með hálfr- ar klukkustundar matarhléi, en ekki er gert ráð fyrir að um heimanám sé ab ræða. Guð- rún Pálína sagbi ab þótt nám- ið byggist upp á ákveðnum grunni, þá séu það fyrst og fremst konurnar sjálfar sem skapa það andrúmsloft sem ríkir innandyra í Mennta- smiðjunni. Engar tvær annir séu heldur byggðar nákvæm- lega eins upp, því markmiðið sé að verkefnið þróist áfram í samræmi vib reynslu og þarfir þátttakenda. Þróunarverkefn- ið er í raun samnorrænt og að sögn Guörúnar Pálínu gott dæmi um samstarf sem skili áþreifanlegum árangri. Abrir Norðurlandabúar hafi búið mun lengur við atvinnuvanda en vib, einkum Danir, og því getum vib ýmislegt af þeim lært á hvern hátt megi mæta vandamálum er snerti ein- staklinga, sem búa við tak- markaða möguleika til að komast inn á vinnumarkað. Erum rétt aö byrja Menntasmiðjan hefur hlot- ib fjárveitingu til tveggja starfsanna. Nú er hinni síðari að ljúka og sagði Guðrún Pálína mikils um vert að þetta starf haldi áfram. „Vib erum í raun rétt að byrja að þróa þetta og viðbrögð þeirra kvenna, sem hafa komið og tekið þátt í þessu, sýna að þörfin er mikil. Því reynir nú á bæjaryfirvöld á Akureyri og einnig menntamála- og fé- lagsmálaráöuneytin að standa vörð um þessa starfsemi, því ef hún hættir veröur erfiðara að hefjast handa á nýjan leik, auk þess sem sú reynsla, sem við höfum aflað okkur á þess- um vetri, mun að öllum lík- indum ekki nýtast í framtíö- inni," sagði Guðrún Pálína Gubmundsdóttir að lokum. Ingibjörg meb skófluna Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigb- is og tryggingarábherra, tók fyrstu skóflustunguna á sínum rábherraferli síbastlibinn föstu- dag þegar framkvæmdir hófust vib nýja heilsugæslustöb í Laug- arási í Biskupstungum. Stöbin verbur rösklega S00 fermetrar og stefnt er ab því ab hún verbi tek- in í notkun eftir tvö ár. Læknar og annað starfsfólk við stöðina þjónusta íbúa í sex sveitar- félögum í uppsveitum Árnessýslu, en þau aftur mynda svonefnt Laug- aráslæknishérab. Núverandi heilsu- gæslustöb er um 100 fermetrar og þjónar ekki lengur þeim kröfum sem gerðar eru til bygginga af þessu tagi. Ríki og sveitarfélög kosta bygg- ingu nýju heilsugæslustöövarinnar sameiginlega. Ríki greiðir 85% kostnaðar, en sveitarfélög 15%, þess má geta að stöðin í Laugarási er sú síðasta sem byggð er að sinni, en með henni er lokið gildandi áætlun um byggingu heilsugæslu- stööva í landinu. -SBS, Selfossi Ingibjörg mundar skófluna. Tímamynd: Sigurbur Bogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.