Tíminn - 19.05.1995, Side 8
8
Föstudagur 19. maí 1995
Bœjarstjórrt Hornafjaröar samþykkti aö þrískipta nemendum milli
grunnskólanna eftir aldri:
Einsetinn heilsdagsskóli
í Hornafirbi haustib 1996
Bæjarstjórn Hornafjaröar hef-
ur samþykkt gagngerar breyt-
ingar á rekstri grunnskólanna
í Hornafiröi frá haustinu 1996.
Megin breytingin felst í því ab
þrískipta skólunum eftir aldri
nemenda, koma á einsetnum
skóla og bjóba upp á heilsdags-
skóla. Eftir breytinguna veröa
1.-4. bekkur í Nesjaskóla, 5.- 7.
bekkur í Hafnarskóla og síban
allir 8.-10. bekkingar í Heppu-
skóla. Aöeins í Mýraskóla verb-
ur skólahald óbreytt, en þar
eru nú alls 19 nemendur á
barnaskólaaldri (1.-7. bekkjar
aldri) sem skiptast nibur á
tvær bekkjardeildir.
Milli Hafnar og Nesjaskóla
eru 7 km og mun skólaakstur
aukast nokkuö meö nýja skipu-
laginu. Annars vegar mun tölu-
veröur fjöldi 1.-4. bekkinga
flytjast frá Hafnarskóla til Nesja-
skóla og hins vegar nokkur
fjöldi 8.-10. bekkinga frá Nesja-
skóla til Heppuskóla.
Þegar Bæjarstjófn Hornafjarö-
ar samþykkti breytinguna meö
öllum atkvæöum (9) þann 11.
maí sl. haföi. hún haft tillögur
Skólanefndar Hornafjarðar um
skólamál í Hornafiröi til um-
fjöllunar frá 30. mars s.l., eöa
aðeins í rúman mánuö. En sá'
tími hefur greinilega veriö vel
notaöur, því í millitíðinni var
leitað umsagnar 9 aöila, þ.e. 2ja
foreldrafélaga, kennara og
starfsliðs allra skólanna, lands-
samtakanna Heimilis og skóla,
fræðslustjóra í umdæminu og
menntamálaráðuneytisins, auk
þess sem Samband austur-skaft-
fellskra kvenna haföi ályktaö
um tillögurnar. Skólanefndin
stóö sömuleiöis fyrir kynningar-
fundum fyrir foreldra og nem-
endur í öllum fjórum grunn-
skólum Hornafjaröar og for-
maðurinn ritaði yfirlitsgrein í
Eystrahorn 27. apríl. Að síöustu
var haldinn almennur borgara-
fundur um málið í Sindrabæ 10.
maí.
í samþykktinni frá 11. maí
segir m.a.: „Bæjarstjórn sam-
þykkir þá stefnumörkun skóla-
nefndar að líta beri á skóla-
hverfið sem eina heild og skipu-
leggja skólastarf með þaö í
huga. Tillaga um þrískiptingu
skólahalds virðist henta aöstæö-
um í Hornafiröi vel og miðar
auk þess ab skynsamlegri nýt-
ingu núverandi húsnæðis
gmnnskólanna".
Jafnframt segir aö nemendum
úr sveitum A-Skaftafellssýslu ut-
an Hornafjarðar veröi séö fyrir
mötuneyti og heimavist í Nesja-
skóla samkvæmt samningi staö-
festum 28. apríl sl.
í samræmi vib ákvæöi nýrra
grunnskólalaga miðast hið nýja
Hornafjörbur.
skipulag við einsetinn skóla.
Sömuleiðis samþykkti Bæjar-
stjórn að stefnt skuli að því aö
því aö bjóða nemendum gmnn-
skóla í Hornafirði upp á lengri
viðveru í skóla en nú tíðkast
(heilsdagsskóla) meö það aö
markmiði aö skólastarf, tónlist-
arnám, íþróttaibkun og ýmiss
önnur tómstundastarfsemi
myndi eina samfellu í daglegu
lífi nemenda. Ákvöröun um
húsnæöismál tónskóla veröi
tekin í nánari útfærslu á tillög-
um skólanefndar.
Þá samþykkti Bæjarstjórn
Hornafjaröar aö strax veröi
hafnar vibræöur viö Mennta-
málaráðuneytiö um framtíðar-
lausn á húsnæðismálum Fram-
haldsskólans í Austur-Skafta-
fellssýslu. ■
Sýning á verkum Leifs Breiöfjörö í Listasafni
Kópavogs, Geröarsafni
Nú líður að lokum sýningar
Leifs Breiöfjörö í Listasáfni
Kópavogs, Gerðarsafni. Leifur
sýnir í þremur sölum og forsal
málverk, pastelmyndir, vatns-
litamyndir, steinda glugga, gler-
málverk og glerskúlptúra. Þar aö
auki frumdrög og vinnuteikn-
ingar aö mörgum stórum gler-
verkum sem em í opinberum
byggingum hér á landi og er-
lendis. Þar á meðal vinnuteikn-
ingar fýrir minningarglugga um
Robert Burns í St. Giles dóm-
kirkjunni í Edinborg. Flest verk-
anna em frá seinustu ámm.
Þetta er stærsta einkasýning
Leifs til þessa.
Leifur Breibfjörð lauk námi
frá Edinburgh College of Art
1968 og hefur unnib aö list
sinni hér á landi síðan. Verk
hans em í fjölmörgum kirkjum
og opinberum byggingum hér á
landi auk þess sem hann hefur
unnið mörg verk í Þýskalandi á
síðustu ámm.
Mál og menning hefur gefið
út veglega listaverkabók með
verkum Leifs. Texta í bókina
hefur Aðalsteinn Ingólfsson list-
fræöingur skrifað á íslensku og
ensku en aö auki er hann þýdd-
ur á þýsku. Bókin er 64 blaðsíð-
ur og í stóru broti, þar eru yfir
40 litmyndir, meöal annars af
fjölda verka eftir Leif sem til
sölu em á erlendri grund.
Sýningin hefur hlotiö mjög
góöar viðtökur og mikill fjöldi
fólks hefur sótt sýninguna.
Sýningunni lýkur sunnudaginn
21. maí. Opið er frá 12-18
daglega. ■
Efla þarf sjálfstceöi skóla og draga úr miöstýringu í menntakerfinu. Nemendur
þurfa aö tileinka sér ábyrgö, aga, nákvœmni og vinnusemi. VSÍ:
Lengra skólaár vegna
breyttra atvinnuhátta
í tillögum um stefnu og mark-
miö VSÍ í menntamálum, sem
kynntar vom á aöalfundi sam-
bandsins I vikunni, kemur m.a.
fram ab vegna breyttra at-
vinnuhátta sé ekki líklegt aö
skólafólk geti fengiö vinnu í
jafn ríkum mæli og áöur á
sumrin. Af þeim sökum sé mik-
ilvægt að ráöist verbi í endur-
mat á skipulagi skólastarfs og
m.a. meö lengra skólaári.
VSÍ telur að menntakerfið
veröi að aölaga sig að þörfum at-
vinnulífsins ef takast á aö bæta
lífskjörin í landinu. Á öllum
skólastigum þarf aö veita nem-
endum innsýn í gmndvöll verö-
mætasköpunar og hvaöa þýð-
ingu atvinnulífið hefur fyrir þró-
un lífskjara og lífsgæða í þjóðfé-
laginu. Lögð er áhersla á ab ný
lög um gmnnskóla komist sem
fyrst til framkvæmda og fmm-
varp um framhaldsskóla veröi að
lögum. Auka þarf og efla sjálf-
stæði skóla, bæði hvað varðar
rekstur, fjárhag og stjórnun. Tal-
ið er nauðsynlegt að skólarnir fái
fjárhagslegt sjálfstæði og ábyrgö
á eigin rekstri sem gefur tækifæri
til að umbuna og ráða starfs-
menn sem skara fram úr. Til að
örva frammistöðu og metnað í
skólastarfi telur VSÍ vel hugsan-
legt að framlög ríkis- og sveitarfé-
laga verði látin fylgja nemend-
um, þannig að þeir skólar fengju
rýmri fjárráö sem þykja eftir-
sóknarverðastir á hverjum tíma.
Jafnframt þarf að þróa skilvirkt
eftirlit og aðferðir til að meta ár-
angur starfsins, gæðaeftirlit með
náminu og námsárangri nem-
enda.
VSÍ telur mikilvægt ab við
undirstööumenntun verði eink-
um lögö áhersla á stærðfræöi, ís-
lensku, erlend tungumálum og
að nemendur fá þjálfun í að tjá
sig bæbi munnlega og skriflega
og ab beita upplýsingatækni á
sem flestum sviðum. í skólastarf-
inu á aö leggja áherslu á gæði og
gæðahugsun þar sem nemend-
um er kennt mikilvægi þess aö
gera hlutina rétt í upphafi og
forðast endurtekningar og mis-
tök. Þá á skólinn aö rækta með
nemendum ábyrgð, aga, ná-
kvæmni og vinnusemi þar sem
traust og virðing sé forsenda fyrir
árangursríkum samskiptum ein-
staklinga. í skólastarfinu þarf
einnig að leggja rækt við frum-
kvæði einstaklinga, aðlögunar-
hæfni, áræði og sköpunarkraft,
en mikil þörf er á fólki með þessa
eiginleika í atvinnulífinu. ■
Karlakórinn Söngbrœbur á tónleikum í Logalandi um síbustu helgi.
Tímamynd: TÞ.
Karlakórinn Söngbrceöur í Borgarfiröi:
Vel sóttir tónleikar
Karlakórinn Söngbræöur í Borg-
arfiröi hélt tónleika í Logalandi
um síðustu helgi. Þetta voru
lokatónleikar kórsins á þessu
starfsári. Stjórnandi Söng-
bræöra hefur verib Jerzy Tosik-
Warszawiak í vetur og tók hann
viö kórnum í haust af Sigurbi
Guðmundssyni frá Kirkjubóli
sem hefur stjórnab kórnum
undanfarin ár.
Dagrún Hjartardóttir, söng-
kennari hjá Tónlistarskóla Borgar-
fjarðar, söng einsöng á tónleikun-
um. Einnig söng Snorri Hjartar-
son einsöng og tvísöng ásamt
Gunnari Erni Guðmundssyni.
Tónleikarnir voru vel sóttir og
var geröur góöur rómur aö söng
kórsins, en einna mesta athygli
áheyrenda vakti Pílagrímakórinn
eftir Richard Wagner.
TÞ, Borgamesi