Tíminn - 19.05.1995, Qupperneq 10
10
Föstudagur 19. maí 1995
Um gengisfall dollars
Rafrœn greiöslukortaviöskipti í leigubílum:
„19 af stöðinni" meb posa
Undir lok apríl 1995 seldist
dollar á gjaldeyrismörkubum á
kringum 80 jen (jafnvel rétt
undir 80 jenum). Seblabankar
heims hafa ekki undanfarnar
vikur kostab kapps ab draga úr
þessu gengisfalli dollars, hvab
þá ab stöbva þab — ef þeir eru
þá þess megnugir. Á fundi fjár-
málarábherra helstu ibnveld-
anna sjö í Washington 25. apr-
íl 1995, daginn fyrir ársfund
Alþjóblega gjaldeyrissjóbsins,
voru uppi skiptar skobanir um
hvernig bregbast beri vib fall-
andi gengi dollars, en fyrir rétt-
um 10 árum, í apríl 1985, seld-
ist dollar á 238 jen.
í forsíöufrétt Intemational Her-
ald Tribune 26. apríl 1995 gagn-
rýndi abalbankastjóri Bundes-
bank á fundi fjármálarábherra
helstu ibnríkjanna sjö í Wash-
ington daginn áöur stefnu
Bandaríkjanna í efnahagsmál-
um. Sagbi aöalbankastjórinn,
Hans Tietneyer, „markaöi ganga
of hart aö dollarnum, en skyggn-
ast þyrfti til grundvallarvanda-
mála aö baki þess." Kvaö hann
þörf á „traustvekjandi stefnu"
Bandaríkjanna vegna greiöslu-
halla síns við útlönd og fjárlaga-
EFNAHAGSMAL
og VIÐSKIPTI
halla. Taldi Tietmeyer ekki kost á
samhæföum aðgerðum helstu
iönríkjanna sjö til aö koma á
stöbugleika í gengismálum fyrir
sakir tilfærslna á vöxtum, „sem í
besta falli dygðu um skamman
tíma." Aftur á móti lét Clinton
forseti þau orö falla í vibtali viö
Des Moines Register, aö sögn Int-
ernational Herald Tribune 26.
apríl 1995, aö „vel færi ekki á að
stofna til efnahags bakfalls hér
innanlands meö því aö hækka
vexti frekar."
Hver tök hafa seðla-
bankar á gjaldeyris-
mörkubum?
Tveir bandarískir háskóla-
kennarar, Kathryn Domingues
og Jeffrey Frankel, hafa nýlega
greint frá athugunum sínum á
tökum tveggja seðlabanka á
gjaldeyrismörkum, hins banda-
ríska og hins þýska, frá 1985 til
1991. Á þeim árum tóku seðla-
bankar 11 sinnum höndum sam-
an um íhlutun á þeim og heppn-
aðist hún 10 sinnum. Þess má
geta, aö hin fyrsta þeirra var aö
Plaza-samkomulaginu í septem-
ber 1985, þegar seölabankar
þröngvuöu niður gengi banda-
rísks dollars, þá ofmetins. Á fjór-
um mánuðum, fram til janúar
1986, var gengi dollars lækkað
um 25%.
í nýútkominni ársskýrslu
Bundesbank, þýska seölabank-
ans, kemur fram aö fyrsta fjórð-
ung ársins 1995 hafa evrópskir
seðlabankar varið jafnvirði $
29,2 milljaröa til að halda uppi
gengi gjaldmiðla sinna gagnvart
þýsku marki, en frá lokum mars
mun gengi þeirra hafa veriö all-
stööugt. Samkvæmt birtum töl-
um bandaríska seðlabankans
varði hann 1994 um $ 6,11 millj-
örðum til aö halda uppi gengi
dollars á gjaldeyrismörkuöum. í
þessu tilliti er þó hvað athyglis-
verðast, að gjaldeyris- og gull-
forði Japans jókst um $ 27,3
milljarða 1994 og enn um $ 18
milljarða fyrstu mánuði þessa
árs, 1995. ■
Nú hefur fyrsti leigubíllinn á
íslandi veriö búinn posa og
prentara, jafnt fyrir debet- sem
kreditkort. Er þar um ab ræöa
hinn sögufræga bíl, „79 af
stöbinni".
Unnið hefur verið aö því
verkefni aö undanförnu, í sam-
vinnu VISA og Hreyfils, að þróa
hagstæba lausn sem gerir raf-
ræn greiöslukortaviðskipti í
leigubílum möguleg. Þetta er
orðið mjög brýnt eftir að debet-
kortin urðu almenningseign
auk þess sem mjög algengt er að
fólk greiði fyrir aksturinn með
kreditkortum sínum. Þá hefur
hlutfall „gúmmítékka" í leigu-
bílum verið hærra en annrs
staðar.
Lausnin byggir á venjulegum
posa, sem tengdur er farsíma
bílsins og nettum hitaprentara.
Auk spennubreytis er komið fyr-
ir sérstöku millistykki til að auð-
velda boðskiptin.
Búast má vib að margir leigu-
bílstjórar muni nú hugsa sér til
hreyfings ab þessu leyti og fá sér
slíkan búnað í bíla sína, bæði til
að auka greiðsluöryggi og bæta
þjónustu við viöskiptavini. ■
Bridqe
UMSJÓN: BjÖRN ÞORLÁKSSON
íslandsmótiö í paratvímenningi:
Dröfn og Ásgeir höfðu
öruggan sigur
Síðasta íslandsmóti vertíbarinnar, paratvímenningi, lauk í
Þönglabakkanum um síbustu helgi. Dröfn Gubmundsdóttir
og Asgeir Ásbjörnsson höfbu öruggan sigur eftir ab hafa leitt
allan síbari hluta mótsins.
Sigurinn var næsta öruggur,
Dröfn og Ásgeir skoruöu 444
stig yfir meðalskor en í öðru
sæti urbu Anna Þóra Jónsdóttir
og Sverrir Ármannsson með
366 stig og Esther Jakobsdóttir
og Aron Þorfinnsson urbu í
þriðja meö einu stigi minna,
365 stig.
Alls tóku 52 pör þátt og fór
mótið hið besta fram undir
keppnisstjórn Kristjáns Hauks-
sonar.
Þess má geta að Anna Þóra og
Aron eru börn landsliöskon-
unnar kunnu, Estherar Jakobs-
dóttur, og er árangur þeirra
glæsilegur.
í 4.-8. sæti uröu:
4. Jakobína Ríkharðsdóttir-
Þorlákur Jónsson 349
5. Erla Sigurjónsdóttir-Jakob
Kristinsson 271
6. Guðný Guðjónsdóttir-Jón
Hjaltason 241
7. Hrafnhildur Skúladóttir-
Jörundur Þórðarson 221
8. Gunnlaug Einarsdóttir-
Hrólfur Hjaltason 216
Það er skondiö að aðeins tvö
af 8 efstu pörunum tengjast
ekki einhvers konar vensla-
böndum. Þannig em 4 pör í
sambúð eða gift; Dröfn og Ás-
geir, Jakobína og Þorlákur,
Guöný og Jón og Jörundur og
Hrafnhildur. Esther og Aron
eru mæbgin og Gunnlaug er
frænka Hrólfs.
Kíkjum á spil úr næstsíbustu
umferö íslandsmótsins þar sem
Dröfn og Ásgeir fengu nánast
toppskor:
Subur/AV á hættu
+ ÁKT6
¥ G874
♦ Á832
+ D
+ 82 N + GT73
¥ T63 ¥ 5
♦ KT75 V A ♦ DG64
+ ÁT42 S + 9765
+ 954
¥ ÁKD92
♦ 9
+ KG83
Subur Ásgeir Vestur Noröur Dröfn Austur
1 V pass 4* pass
4* dobl 4a pass
4grönd 6v pass allir pass 5v pass
Vestur hitti á ágætt útspil,
lítið hjarta en það var ekki nóg.
Ásgeir drap heima og spilaði
strax laufi (eins og verður að
gera). Vestur drap og spiiaði
aftur hjarta sem Asgeir drap í
borði. Nú tók hann tvo efstu í
spaða, tígulás og trompaði tíg-
ul. Þá komu kóngur og gosi í
laufi og báöum spöðunum
kastað í blindum. Eftir þab
víxlaði Ásgeir rest sem gaf
mjög góða skor. Snoturt hand-
bragð og vel sagt á spilin hjá ís-
landsmeisturunum.
í spili 10 síðari daginn stóbu
margir norðurspilarar fyrir erf-
iðri ákvörðun:
Dröfn Cubmundsdóttir hefur
ástœbu til ab brosa ásamt eig-
inmanninum Ásgeiri Ásbjörns-
syni en þau eru nýbakabir ís-
landsmeistarar í paratvímenn-
ingi.
+ ÁK8
V C
♦ ÁG7
+ KG9752
+ D97643
¥ 932
♦ K4
+ ÁD
N
V A
S
+ GT52
¥ ÁKDT7
♦ T6
* T8
A -
¥ 8654
♦ D97643
+ 643
Austur opnar á hjarta í spil-
inu, vestur segir spaða en fram-
haldið er mismunandi. Sumir
völdu að dobla á noröurhönd-
ina á meðan aðrir sögðu 3 lauf
en það er ekki vandamáliö.
Segjum að sagnir gangi líkt og
á einu borðinu:
Austur Subur Vcstur Noröur
lv pass 1* dobl
4* pass pass ?
Það er meir en freistandi að
dobla og þannig endubu sagnir
í flestum tilvikum. Norður spil-
ararnir urðu þó ekki feitir af
því, þar sem spilið er óhnekkj-
andi með öllum útspilum og
hvaöa framhaldi sem er. Norð-
ur fær tvo slagi á spaða og tígu-
lás en fleiri verba þeir ekld.
Annað er athyglisvert: NS
eiga bæði 5 lauf og 5 tígla í spil-
inu. Þeir sem hörkubu sér í 3
tígla á jöfnum hættum yfir
hjarta austurs uppskáru því
ríkulega.
Flestir spilarar kannast viö að
hafa látið það eftir sér ab „fúla"
einhvern tíma í spilinu. Spil 25
er dæmi um velheppnaða
blekkisögn en það er skammt á
milli lífs og dauða í slíkum
stöðum.
A D97
¥ T64
♦ T743
* ÁT9
♦ KGT5
¥ Á2
♦ D962
♦ K84
N
V A
S
A Á8
¥ D853
♦ KG8
+ D732
A 6432
-.¥ KG97
♦ Á5
+ G65
Austur Subur Vestur Norbur
1* dobl! redobl 1 grand
pass pass dobl pass
pass 2v 2a pass
2grönd pass 3 grönd a/pass
Suöur ákvab ab opnunardo-
bla með ljóta níu, redobl vest-
urs lýsti a.m.k. 10 háp., norður
ströglaði á grandi en eftir refs-
idobl vesturs breytti suöur því í
2 hjörtu sem eru ekki svo
slæm, aðeins 2 niöur utan
hættu. Vestur sagði þá frá spað-
alitnum og hækkaöi síðan 2
grönd í 3 grönd sem voru spil-
uö um allan sal.
En í þessu tilviki vissi suöur
af hjartafyrirstöðu austurs og
spaða vesturs og fann því gott
útspil, lítið lauf. Sagnhafi setti
lítið í blindum, norður níuna
og drottningin átti slaginn. Þá
kom tígulkóngur sem suður
drap og spilabi laufgosanum
sem fékk að eiga slaginn. Meira
lauf og norður skipti nú í lítiö
hjarta. Átta, nía og ás. Nú á
sagnhafi minnst 7 slagi og 8
með því að finna spaðadrottn-
inguna og e.t.v. níu ef tígullinn
brotnar. Sagnhafi þóttist viss
um að spaðadrottningin væri
hjá suðri eftir opnunardoblið
og spilabi spaða á ás og spaða á
tíuna. Þegar noröur drap með
drottningu var martröðin orð-
in að veruleika fyrir AV. Hjarta-
tíunni var spilað og meira
hjarta og NS fengu því 1 á
spaða, 3 á hjarta, einn á tígul
og 2 á lauf. 300 í NS gaf hrein-
an topp. Á næstu borðum gaf
ab líta 630-660!
Búiö ab draga í 1. um-
ferb bikarsins
Eftirtaldar sveitir drógust
saman í Bikarkeppni BSÍ, en
dregiö var í fyrrakvöld. Um-
ferbinni á að ljúka fyrir sunnu-
daginn 25. júní nk.
1. Garðar Garbarsson, Keflavík-
Helgi Bogason, Borgarfirði eystri
2. Bjarni Á. Sveinsson, Egilsstöð-
um-Sævin Bjarnson, Reykjavík.
3. Haraldur Sverrisson, Mosfeils-
bæ-Guðmundur H. Sigurösson,
Hvammstanga
4. Eðvarð Hallgrímsson, Bessa-
staðahreppi-Heiðar Agnarsson,
Keflavík
5. Sigmundur Stefánsson,
Reykjavík-Jón Þ. Daníelsson,
Reykjavík
6. Kristinn Þórisson, Reykjavík-
Jóhannes Ágústsson, Reykjavík. •
7. Gunnar P. Halldórsson,
Hornafirði-Sigurjón Harðarson,
Hafnarfiröi
8. Lyfjaverslun íslands, Reykja-
vík-Páll Þ. Bergsson, Reykjavík
9. TVB 16, Reykjavík-Hjólbarða-
höllin, Reykjavík
10. HAKK, Reykjavík-Elín Jó-
hannsdóttir, Reykjavík
11. Héðinn Schindler lyftur hf.
Reykjavík-Guðmundur Ólafsson,
Akranesi
12. Skytturnar, Reykjavík-Sveinn
Aðalgeirsson, Húsavík
13. Valdimar Elíasson, Hafnar-
firði-Sparisj. S.-Þing. Húsavík
14. Neon, Kópavogi-Guðrún
Óskarsdóttir, Reykjavík
15. HXH, Egilsstöðum-Anton
Haraldsson, Akureyri
16. Sveinn R. Eiríksson, Reykja-
vík-Karl G. Karlsson, Sandgerði
17. Aðalsteinn Jónsson, Eski-
firði- Esther Jakobsdóttir, Reykja-
vík
18. Guðni E. Hallgrímsson,
Grundarfirði-BÍNA, Reykjavík
19. Guðiaugur Sveinsson,
Reykjavík-Loðnuvinnslan hf,
Stöövarfirði
20. Gísli Þórarinsson, Selfossi,
Grallarar, Keflavík
21. FriðrikJónsson, Húsavík-Erla
Sigurjónsdóttir, Kópavogi
22. Ragnar T. Jónsson, ísafirði-
Metró, Reykjavík
23. Guðmundur T. Gíslason,
Reykjavík-Jóhann Magnússon,
Dalvík
24. Runólfur Jónsson, Hvera-
gerði-Alfreö Kristjánsson, Akranesi