Tíminn - 25.05.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.05.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 25. maí 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sfmi: 631600 Símbréf: 16270 Pósthóif 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Gen^isfall yfirlýsinganna Því er oft haldiö fram, aö þegar þrengir að í fjárveit- ingum í heilbrigðiskerfinu vegna aðhalds og sparn- aðar, grípi sjúkrahúsin til gagnaðgerða, sem felist í eins konar áróðursstríði gegn stjórnmálamönnum. Snýst þetta áróðursstríð þá um að ef fjárveiting til einhverrar tiltekinnar deildar á spítalanum sé skorin niður, muni það bitna á þeim sem síst skyldi og valda miklum erfiðleikum. Einkum eru læknarnir sakaðir um að beita sjúklingum fyrir sig í þessu áróðursstríði með yfirlýsingum um að svo og svo mörg mannslíf séu í hættu og að biðlistar fársjúks fólks lengist með tilheyrandi aukningu í kvöl og þjáningu þessa fólks. Ekkert skal fullyrt hér um það, af hvaða hvötum viðbrögð lækna almennt við niðurskurði eru sprott- in, en hitt er víst að þeir hafa verið ósparir á að túlka niðurskurð fjárveitinga sem sjálfkrafa lengingu bið- lista eða beina ógnun við sjúklinga. Um langt skeið hafa læknar keppst við að mála biksvarta mynd af ástandinu, ef minnst er á sparnað, án þess þó að þær hörmungar, sem þeir tala um, hafi komið fram. Er nú svo komið að aðvaranir þeirra eru farnar að hafa miklu minni áhrif en þær höfðu áður, og stórfellt gengisfall hefur orðið á öllum yfirlýsingum og skoð- unum sem frá læknum, sem stétt, kemur. Með þessu er á engan hátt verið að gera lítið úr þeim erfiðleikum sem sparnaður í heilbrigðiskerfinu veldur, né er verið að neita því að rangt og óskyn- samlega hafi verið staðið að slíkum sparnaði oft á tíðum. Það verður hins vegar að teljast mjög alvarlegt mál, ef orð læknastéttarinnar — stéttar sem þjóðin hefur trúað til að sjá um heilsu sína og líf — eru ekki lengur tekin alvarlega vegna þess að þeir hafa verið að kalla úlfur úlfur árum saman, jafnvel vegna þess að þeir séu sjálfir í einhverri hagsmunabaráttu. Ekki hefur það hjálpað læknastéttinni að þeir hafa í allan vetur háð hatramma innbyrðis baráttu þar sem hver hópurinn níöir niður hinn, eins cg gerst hefur í tengslum við umræöuna um tilvísanakerfið. í því máli hafa menn ekki hikað við að blanda saman fjárhagslegum eiginhagsmunum og „faglegum rök- um", þannig að trúverðugleiki þessara manna gagn- vart faginu verður lítill. í vikunni hefur eitt dæmiö um gengisfall yfirlýs- inga lækna verið áberandi. Yfirlæknir á geðdeild tók stórt upp í sig um hvað myndi gerast, ef fyrirhugað- ur sparnaður næði fram aö ganga á „sinni deild". Málið varð tilefni til dálítils reyks í utandagskrárum- ræðu, smá krydds í málflutningi stjórnarandstöð- unnar, en síðan hafa aðrir læknar vísað ummælum yfirlæknisins á bug sem fjarstæðu. Enginn tók þó yf- irlækninn bókstaflega, vegna þess að allir vissu að hann var að skapa þrýsting á pólitíkusana. Greinilegt er aö læknar eru sjálfir farnir að gera sér grein fyrir að vægi skoðana þeirra í þjóðfélagsum- ræðunni fer minnkandi og em farnir að leita inn- byrðis sátta og stilla yfirlýsingagleði sinni í hóf. Það er vel, því það hefur ekki farið læknum vel að standa í stjórnmálabaráttu á torgum. Þaö sem þeir kunna, er aö stunda lækningar og það gera þeir vel. Afreksiþróttir og kynþroski Þab horfir ekki vel í afreksíþrótt- um landsmanna um þessar mundir. Um árabil höfum vib tal- ib okkur trú um ab íslendingar væru bara slarkfærir í handbolta og þab var aubvitab ástæban fyrir því ab vib héldum heimsmeistara- keppnina meb tilheyrandi til- kostnaöi. Nú hefur komiö á dag- inn aö afreksverk okkar á þessu sviöi eru ekki meiri en þaö aö viö værum B-þjóö en ekki A-þjób, ef enn væri notuö sú flokkun. En óþarfi er aö fjölyröa um niöur- stööu HM fyrir okkur, hún er átakanlega fersk í minni. Ekki gengur þetta betur í fót- boltanum. I>ar eru íslendingar búnir aö spila nokkra leiki í Evr- ópukeppni landsliða og ekkert gengiö, við erum með 0 stig þar. Upphaf sparktímabilsins lofar heldur ekki góðu, í þaö minnsta ekki fyrir Reykjavíkurliðin, sem eru tekin í nefib af knattspymu- liðum utan af landi, úr fámenn- um sjávarplássum, sem ættu í raun ekki aö eiga möguleika gegn stórliöunum. Og körfuboltinn er engin und- antekning frá reglunni. Þar eru ís- lendingar aö tapa líka, nú síöast fyrir Sviss í C-riöli Evrópukeppn- innar, og útlitiö er því hreint ekki glæsilegt. Ljósu punktarnir Er von að menn velti fyrir sér stöðu afreksíþróttanna? Víkinga- þjóöin á einfaldlega afar erfitt meö aö sætta sig viö aö vera enda- laust í tapliðinu, og manna á meöal stendur yfir víötæk leit aö ljósum punktum, einhverju já- kvæöu sem hægt er aö oma sér viö í skugga endalausra tapa. Og sem betur fer er ljós í myrkr- inu. ísland á afreksíþróttamenn sem standa upp úr, þó þeir séu ekki endilega háir í loftinu. Tólf ára borötenniskappi er t.d. bjart- asta von okkar nú um stundir, piltur sem sýnt hefur og sannaö að hann er í sérflokki, þó hann sé enn barn aö aldri. Og fleiri meist- ara á raunar þjóðin líka, því barna- og unglingalandsliðiö í skák var aö vinna gull á ólympíu- leikum á sama tíma og íslenska GARRI landsliöið í handbolta var að tapa hér heima. Það viröist meö öörum oröum vera komin upp sú staöa aö ís- lenskir íþróttamenn missi mátt- , inn og forskotiö, sem þeir hafa á erlenda íþróttamenn, eftir að hafa gengiö í gegnum gelgjuskeiðiö, fariö í mútur og allt þaö sem slíku fylgir. Drengjalið og bamungir íþróttamenn ná árangri, en karla- liöin ekki. Eflaust geta verið margar ástæö- ur fyrir slakari árangri eftir aö íþróttamenn verða kynþroska. Fé- lagsleg sjónarmiö koma þar við sögu. Víst er aö áhugi íþrótta- manna beinist í fleiri áttir eftir aö þeir fá hvolpavitiö, og tilhugsun- in ein um konur truflar einbeit- ingu þeirra að íþrótt sinni. Komið í veg fyrir áhrif kynþroskans Þetta eru raunar vel þekkt vandamál úr heimi húsdýranna, og í hestamennskunni hafa menn brugðist við erfiðleikum varöandi graöhesta með því aö gelda þá. Rússar beittu svipuðum aöferðum í eina tíö, þegar þeir vildu tryggja árangur og afrek Kósakkakórsins, og létu tærar tenór- og kontraten- órraddir hljóma í efri röddum kórsins úr barka söngvara sem ekki þurftu lengur aö hafa áhyggj- ur af því aö missa niður einbeit- inguna, þó þeir færu aö hugsa um konur. íslenskir íþróttarekendur, sem leiba og reka íþróttahreyfinguna og hafa viljað hampa afreksíþrótt- um hvað mest, hljóta nú að hug- leiöa það í alvöru hvort ekki er hægt aö taka upp stefnu af þessu tagi og freista þess að koma í veg fyrir að efnilegir ungir afreks- íþróttamenn gangi í gegnum þetta skelfilega gelgjuskeið, meö því aö fá þá til aö fallast á aö láta gelda sig. Trúlega er þó orbiö of seint að gera neitt í þessu meö handboltalandsliðið, sem er hvab mest í sviðsljósinu núna, en rétt aö ræöa þetta sem valkost í lang- tímaáætlun íþróttarekenda viö að bjarga íslenskum afreksíþróttum. En rétt er þó aö brýna fyrir íþróttaforustunni aö gæta þess að ná báöum eistum íþróttamanna, svo ekki fari eins og í sögu Indriða G. „Blástör", þar sem aðeins náð- ist annað eistaö úr Stóra-Grána og varð til þess að hann var laun- graður og hljóp á fjöll í meraleit á nóttum. Garrí Gleöigjafar sumarsins Verkalýðsleiötogar hafa veriö svo uppteknir af að passa upp á vext- ina í nokkrum síðustu kjarasamn- ingum, að kaup umbjóðenda þeirra gleymdist eöa er algjört aukaatriði, þegar hin miklu sam- bönd treysta þjóöarsáttir við at- vinnurekendur. Launþegaforingjarnir sitja í stjórnum digurra sjóöa og telja sig bankastjóraígildi á peningamark- aði. Þeir tala af yfirgripsmiklu viti um þróun peningamála og eru vaxtamálin þeim svo hugleikin að þau ein og sér eru helstu hags- muna- og baráttumál hins strit- andi fjölda. Á stjómmálasviðinu eru laun- þegasjóöimir miklir örlagavaldar. Þeir sem ráöa lífeyrissjóðum eiga auðvelt með að setja stjórnvöld- um stólinn fyrir dyrnar, þegar þeim býöur svo við aö horfa. Þegar horft er á kjaramálin úr fílabeinsturnum sjóöagreifanna, er þeim kannski vorkunn aö telja sjálfum sér trú um aö eitthvert vaxtabrot til eða frá skipti sköp- um, þegar verið er aö meta lífskjör almúgans. Hetjutilburðir Þjóöarsáttirnar um vextina eru farnar aö missa mesta ljómann meöal launþega. Eru þá skörbótt og deig verkfallsvopnin tekiji upp og þau skekin framan í þjóöina án mikils sýnilegs árangurs. Kennarar og sjúkraliöar héldu aö hraömælskir foringjar væru ab vinna stórvirki í langvgrandi verkföllum í vetur. En þegar upp var staöiö hefði venjubundinn kjaftháttur um vextina dugað allt eins vel til aö fá kjarabætur eins og hetjutilburðir leiötoganna í loftmiðlunum, þar sem þeir leiddu baráttuna í nokkrum fréttatímum daglega. Nokkur ágæt verkföll hafa dun- ið yfir síöan, svona rétt til að minna á að þjóðarsáttin stendur sig vel í því að halda lífskjörunum í lágmarki og skattheimtu í há- marki. Kjarabæturnar eru allar í svipuöu fari og vaxtapólitíkusarn- ir í Garðastræti og við Grensásveg ákveöa sín á milli. Talsvert líf er aö færast í kjara- baráttuna á ný, eftir aö flugfreyjur björguöu heimsmeistarakeppn- Á víbavangi inni meö því ab semja um vaxta- sáttmálann. Rútubílstjórar — sem þéna tæpan þriöjung miöaö viö flugfreyjur, samkvæmt tölum sem báðar starfsstéttirnar gefa upp — stoppa strætó til aö ná fullum þriðjungi launa kvennastéttarinn- ar í háloftunum. Fiskvernd og gluggapóstur Sjómenn á fiskiskipaflotanum eru að hefja verkfall og heimta meira af gróða sægreifanna en þeir hafa fengiö til þessa. Þegar flotinn stöðvast, dettur fisk- vinnslan niður og fleiri þúsund manns bætast á atvinnuleysis- skrá. Vísir menn telja, að engin von sé til að sjómannaverkfallið leys- ist í bráð, og ef þaö stendur nógu lengi getur það oröið til góðs. Ekki þarf að tíunda það, að allir fiski- stofnar eru í útrýmingarhættu og friðunar veiðislóöarinnar er þörf. Hafís og heimsstríö hafa til þessa verndaö fiskinn betur en nokkrar kvótasetningar. Langt og strangt sjómannaverkfall gæti gert sama gagn, ef svo vill lukkast. Vaxtabrotib Þá boöar ein fjölmennasta at- vinnustétt landsins verkfall og lætur ekki bjóða sér tómar vaxta- lækkanir sem kjarabætur. Banka- menn kolfelldu síðustu þjóðar- sáttarsamninga og vita enda öör- um launþegum betur hve vafa- samur ávinningur er að goðsögninni um vaxtabrotiö, sem einatt er verib aö telja láglauna- fólki trú um ab skipti sköpum um afkomu þess. Dragist sjómannaverkfall á langinn, fer vel á því ab bankarnir loki hjá sér. Verömætasköpunin hríðfellur, útflutningurinn minnkar um meira en helming og kaupmennskan verbur varla svip- ur hjá sjón. Þá verður líka mesti óþarfi aö halda bönkunum opn- um og getur þjóðin þá andaö létt- ara. Hún mun nefnilega losna viö gluggapóstinn, sem gerir mörgum lífib svo leitt. Ef vel tekst til, eru því hin bestu verkföll framundan meö fisk- vernd og afléttingu strits og gluggapósts, og ef vel tekst til get- ur þjóðin átt hiö gleðilegasta sum- ar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.