Tíminn - 25.05.1995, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 25. maí 1995
Hvít-Rússar eru
sagöir efablandnir
um aö þeir séu til
sem sérstök þjóö og
margt bendir til
þess aö endursam-
eining lands þeirra
og Rússlands sé
framundan
Yfir 85% Hvít-Rússa vilja
að efnahagslíf lands
þeirra renni saman vib
efnahagslíf Rússlands og næst-
um eins margir eru því fylgj-
andi að rússneska verði opin-
bert mál auk hvítrússnesku.
Þrír af hverjum fjórum íbúum
Hvíta-Rússlands vilja að það
taki aftur upp fánann og
skjaldarmerkib, sem það hafbi
meban það var sovétlýbveldi,
þó án hamars og sigðar og víg-
orðsins: „Öreigar allra landa
sameinist!"
Til þessa benda a.m.k. niöur-
stöður almennrar atkvæða-
greiðslu, sem fram fór samfara
fyrri umferð þingkosninga fyrr
í mánuðinum. En kjörsókn
var þá áð vísu svo léleg að taka
verður niðurstöðum með
nokkrum fyrirvara. Vegna lé-
legrar kjörsóknar varð ekki
löglega kosið í nema tíunda
hluta þingsæta. Það er talinn
ljós vottur um áhuga þessarar
nýsjálfstæðu þjóðar á stjórn-
málum og stjórnmálamönn-
um sínum.
„Sovéskastir allra
þjóða"
í apríl undirrituðu Víktor
Tsjernomyrdín, forsætisráb-
herra Rússlands, og Vjateslav
Kebitsj, starfsbróðir hans í
Hvíta- Rússlandi, samning
þess efnis að gjaldmiðlar ríkj-
anna skuli sameinaðir. Sam-
kvæmt þeim samningi skal
Rússland eitt hafa ákvörðun-
arvald um að setja peninga í
umferð í báðum ríkjum. Auk-
reitis grein í samningnum
kveður svo á um ab Rússland
hafi rétt á að hafa her í Hvíta-
Rússlandi.
Ekki að ástæbulausu telja
margir ab þessi atburðarás
bendi til þess að Hvíta-Rúss-
land (sem er um helmingi
stærra en ísland og hefur rúm-
lega 10 milljónir íbúa) sé í
þann veginn ab gefa fjögurra
ára gamalt sjálfstæði sitt upp á
bátinn og sameinast „Móður
Rússlandí" á ný.
Þetta á ekki að þurfa að
koma á óvart meb hliðsjón af
því, að þegar Sovétríkin leyst-
ust upp 1991 var viljinn til að
stofna sjálfstætt þjóðríki
hvergi minni en í Hvíta- Rúss-
landi af öllum sovétlýðveld-
unum fimmtán. Fáeinir
stjórnmálamenn og mennta-
menn vildu sjálfstæði, en al-
menningur var áhugalítill um
það. „Hvít-Rússar voru sovésk-
astir allra þjóða Sovétríkj-
anna," skrifar Ib Faurby í
danska blaðið Politiken. „Þeir
vildu að Sovétríkin yrbu áfram
til og fannst skilnaðurinn við
Rússa bera brátt að og vera
óeðlilegur."
Gagnstætt þvi sem er í Úkra-
ínu, öðru austurslavnesku
landi, hefur aldrei verið nein
sterk þjóðernishreyfing í
Hvíta-Rússlandi. Og sagt er að
þjóötunguna, hvítrússnesku,
tali nú ekki nema lítill minni-
hluti landsmanna.
„Af öllum þeim 15 ríkjum,
sem risu á rústum Sovétríkj-
anna, er Hvíta- Rússland þab
svipminnsta," skrifar Ib Faur-
by ennfremur. í riti, sem Al-
eksandr rithöfundur Solshen-
ítsyn sendi frá sér 1990 undir
titlinum: Hvemig á að endur-
reisa Rússland? lýsti hann
Hvít-Rússum sem „auðmjúku
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
fólki". í grannlandinu Lett-
landi er Hvít-Rússum gjarnan
lýst sem hógværu og yfirlætis-
lausu fólki.
40.000 rúblur fyrir
dollarann
Anatol Maisenja, forstöðu-
maður rannsóknastofnunar
um alþjóðamál í Mínsk, höfub-
borg Hvíta-Rússlands, segir
lýðveldið eiga í erfiðleikum
meb að skapa sér „sjálfs-
ímynd". Það stafi m.a. af því að
aldrei áður hafi verið til hvít-
rússneskt ríki. (Hvít-Rússar
reyndu aö vísu að „eigna sér"
litháíska stórveldið, en hafa
líklega gefist upp á því.) „Ég
held ekki að til séu fræbimenn,
af þeim sem ástæða er til að
taka alvarlega, sem halda því
fram að Hvít-Rússar hafi eigin
þjóðarskapgerð, heföir og
menningu að því marki ab það
réttlæti að fullyrt sé að til sé
hvítrússnesk þjóð," segir ný-
nefndur Maisenja.
í efnahagsmálum á Hvíta-
Rússland í miklum bágindum.
Frá því í lok níunda áratugar
hefur framleiðsla þar minnkað
ár frá ári. Verðbólga er hins
vegar mikil og á uppleið. E.nn
dollar gildir nú á við um
40.000 hvítrússneskar rúblur.
Landið er mjög upp á Rúss-
land komið í efnahags- og við-
skiptamálum, fær þaðan um
90% orku sinnar og 80% inn-
fluttra hráefna. Hvít-Rússum
gengur illa að standa í skilum
með greiðslur fyrir þetta, og því
hafa Rússar svarað með því að
stöðva innflutninginn til Hvít-
Rússa annað veifið eba setja
skilyröi um eftirgjöf í stjórn-
málum fyrir því að innflutn-
ingurinn haldi áfram.
Önnur fyrrverandi sovétlýð-
veldi eru einnig háð orkuinn-
flutningi frá Rússlandi og hafa
sum orðiö þess vegna og ann-
ars að gefa eftir fyrir því í ýmsu,
m.a. á vettvangi her- og örygg-
ismála. En öll hafa þau sterkari
sjálfsímynd en Hvíta-Rússland,
byggða á þjóðerni og/eða trúar-
brögðum. Ráöamönnum þar,
einnig þeim sem tilheyrðu nó-
menklatúru sovéska tímans, er
og annt um völdin. Þar er því
fyrir hendi almennur og víbast
sterkur vilji fyrir því að varð-
veita sjálfstæðið.
Afstaba granna í
suðri og vestri
í Hvíta-Rússlandi ræbur
gamla nómenklatúran mestu,
sem víðar, en þar er hún mjög
höll undir Rússa, sumpart
vegna þess að vöntunin á sjálfs-
ímynd nær til hennar, sumpart
af því ab á sovéska tímanum
var hún einkar íhaldssöm og
hefur átt erfitt með að setja sig
inn í nýjar kringumstæöur,
sem sjálfstæðinu hafa fylgt.
Nokkur ástæða er til ab ætla
ab nágrannar Hvíta-Rússlands
abrir en Rússland — Úkraína,
Pólland, Litháen, Lettland —
séu ívið áhugasamari um að
Hvíta-Rússland verði áfram
sjálfstætt ríki en Hvít-Rússar
sjálfir. Pólverjum og Litháum
hefur líklega þótt betra en ekki
að hafa Hvíta-Rússland milli
sín og Rússlands. Renni Hvíta-
Rússland saman vib Rússland,
veröur nálægð Rússlands vib
nýupptalin fjögur ríki vissulega
meiri. Ákefb þeirra eftir nánara
samstarfi í öryggismálum vib
Vesturlönd myndi þar með
aukast, en staða Rússlands til
að hindra þá þróun líklega
styrkjast.
Fyrir sameiningu Rússlands
og Hvíta-Rússlands gæti að vísu
tafið að í Moskvu — þar sem
menn einnig hafa við ærin
efnahagsvandamál að stríða og
eru farnir að verða kapítalískir I
hugsun — kváðu ýmsir áhrifa-
menn horfa til hugsanlegrar
innlimunar Hvíta-Rússlands í
Rússland með takmarkaðri
hrifningu, vegna þess að þá
fengju Rússar efnahagsvand-
ræði þessarar bræbraþjóðar
sinnar á sína könnu. ■
Slysib í Tjernobyl-kjarnorkuverínu olli gífuríegu tjóni í Hvíta-Rússlandi. Afleibingar þess eru drjúgur hluti vand-
rœba þessa unga ríkis.