Tíminn - 25.05.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.05.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. maí 1995 5 FÖSTUDAGS PISTILL Garöyrkjufélag íslands 110 ára: Bókaútgáfa í tilefni afmælisins Aiuia fjálu G&tiifónir«Auöui' Ss eíiisdóttir»1-ritVi Bjðig Garðurinn Hugmyndir að skípulagi og efiiisvali Garðyrkjufélag íslands verður 110 ára 26. maí. Félagið var stofnað í Reykjavík 1885 af 18 helstu fyrirmönnum bæjarins, en félagar nú eru um 3.500 víðs- vegar um landið. Fyrsti formaður félagsins var Schierbeck landlæknir, en nú- verandi formaður er Sigríður Hjartar. Garðyrkjufélagið er félag áhugamanna um ræktun, hvort heldur er á stofublómum, garð- og matjurtum eða stórviði, og opið öllum sem vilja gerast fé- lagar. Félagsgjald árið 1995 er kr. 1.800. Innifalið í árgjaldi eru: Garðyrkjuritið: ársrit um 200 síður, með fjölmörgum greinum um ýmiss konar ræktun — kem- ur út í júníbyrjun. Fréttabréf: 6-8 sinnum á ári, árstíðabundnar fréttir. Pöntunarlistar: vorlaukar, haustlaukar, frælisti. Fræösluferðir í Reykjavík: 4-5 á vetri. Skoðunarferðir. Garðaskoðun á höfuðborgar- svæðinu, árshátíð garðáhuga- fólks. Bókasafn. Markmið félagsins hefur frá upphafi verið að örva trú manna á gróðurmætti íslands og gera sem flestum aðgengileg- ar upplýsingar um ræktun og hvernig best er aö standá að verki við íslenskar aðstæður. G.í. hefur gefið út allmargar bækur um ræktun, m.a. Mat- jurtabókina, Sveppabókina og Skrúðgaröabókina, sem nú eru uppseldar. Félagið minnist 110 ára af- mælisins með útgáfu bókarinn- ar Garöurmn, hugmyndir aö skipulagi og efhisvali. Höfundar eru Anna Fjóla Gísladóttir ljós- myndari og landslagsarkitekt- arnir Auður Sveinsdóttir og Fríða Björg Eðvarðsdóttir, en Gísli B. Björnsson teiknari ann- aöist útlitshönnun bókarinnar. Þetta er fyrsta íslenska bókin sem fjallar einkum um hönnun garösins, fjölbreytni í skipulagi og efnisvali, en um gróðurinn er fyrst og fremst rætt sem nokkurs konar byggingarefni garðsins. Á hverjum degi á ég leið um Austurstræti. Þar er iðandi mannlíf og stór- borgarbragur yfir umferð gang- andi jafnt sem akandi. Ys og þys, flaut, óþolinmæði, tafir og allt sem við þekkjum svo vel. Reykjavík stækkar um leiö og landsmönnum fjölgar og sífellt fleiri ókunnug andlit ber fyrir augu. Hluti af þeim stórborgarbrag, sem óðum færist yfir höfuð- borgina okkar, er svo her stöðu- varða sem sekta óheppna öku- menn. Það vakti því athygli mína fyrir nokkrum vikum þegar ég sá bílum lagt dag eftir dag inni á sjálfu Lækjartorgi, þar sem bannað er að leggja, og eins veitti ég því athygli að bílum var lagt austast við götuna — alltaf sömu bílunum. Aldrei sá ég hins vegar að sektarmiða hefði verið komið fyrir undir rúðuþurrkum þess- ara bíla. Bókin Garöurinn er mjög veg- leg. Hún er 208 síður, prýdd 340 ljósmyndum úr íslenskum görð- um og um 80 skýringarteikning- um. I henni er m.a. að finna ýmsar hugmyndir aö skipulagi Ég fór að athuga máliö, því ekki hefur svo lítið veriö rætt um stöðugjöld og bílastæöi að undanförnu. Og viti menn: í framglugga bílanna mátti sjá bréf frá ein- hverju borgaryfirvaldi um heimild til að leggja bílum þarna. Að vísu skildist mér á bréfinu aö þetta væri vegna að- fanga og flutnings verkfæra til vinnu viö breytingu á húsi við götuna, en miðað við þá notkun leyfisins, sem ég hafði oröið vitni að, höfðu hin sömu yfir- völd verið skilin þannig, að bíl- eigendunum væri heimilt aö leggja þarna að vild. Ekki virtust yfirvöldin heldur gera neitt til þess að koma málum í annað horf. Ég gat ekki að því gert að ég fór að hugsa til alls þess fjölda sem vinnur venjulega vinnu í miðbænum og verður að haga sér samkvæmt reglum þjóðfé- lagsins þegar hann leggur bíln- um sínum. Þessu fólki þætti ef- garöa við ólíkar aðstæður og skipulagsuppdrætti eftir 20 ís- lenska landslagsarkitekta. Bókin skiptist í 17 kafla og fjölmarga undirkafla og gefa kaflaheitin nokkra hugmynd Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE laust ekki slæmt að mega leggja ókeypis viö dyrnar á vinnustað sínum. Mér komu í hug fleiri dæmi um hegðan manna sem kallaðir eru til vinnu þar sem þröngt er um stæði. Hver hefur ekki séð fólksbíla á umferðareyjum þegar fram- kvæmdir eru, eða jafnvel á svo helgum stað sem inni á sjálfum Austurvelli — og vinnandi menn í nánd? Þessi lenska passar ekki í nú- tímaþjóðfélagi. Það er vísasti vegur til að um efnistök, en þau eru: Saga garðsins; Ákvæði skipu- lags- og byggingarlaga; Undir- búningur að skipulagi og mótun garðsins; Uppmæling lóðarinn- ar; Garðstíllinn; Garðhönnun; Nýting lóöarinnar; Hæðarmun- ur; Yfirborð; Girðingar, skjól- veggir; Tjarnir, pottar, gos- brunnar; Grasflötin; Leiksvæði, leiktæki; Lýsing; Gróðurinn; Gamlir garðar; Helstu stofnanir og félagasamtök. Auk þess er skrá yfir heimildir og ljósmynd- ir. Bókin er mjög aðgengileg. Þar haldast í hendur góð efnistök og frábærar myndir og teikningar. Hún er drjúgur hugmynda- banki, sem hægt er að leita til aftur og aftur. Þessi bók á erindi til allra, sem gaman hafa af ræktun, hvort heldur á huglæg- an eða hlutlægan hátt. Að sjálf- sögöu á hún mikið erindi til garðeigenda, jafnt væntanlegra garðeigenda, eigenda nýlegra eða gamalla garða og sumarbú- staðaeigenda. Þeir, sem hafa gaman af fallegum myndum úr íslenskum görðum og vilja fræð- ast um garðrækt, verða heldur ekki sviknir. brjóta niður allt sem heitir lög- hlýðni og virðing fyrir reglum samfélagsins, ef alltaf er hægt ab fá undanþágur frá reglum eba taka sér rétt án þess ab vib því sé amast. Það getur vel verið að íslend- irigar séu að fara í gegnum tíma- bil sem kallast mætti fjörbrot gamla kunningja- og undan- þáguþjóöfélagsins, en mikið er það leiðinlegt tímabil. Einkum er þreytandi að verða þess var, nú á síðustu árum þessa árþúsunds, að undanþága og kunningsskapur, í bland við slappleika eftirlitsaðila, skuli gæta í svo ríkum mæli við ein- falda framkvæmd sem viðhald virðingar fyrir allsherjarreglu. Auðvitað eru dæmin um bíla- stæðin aðeins sett hér fram til umhugsunar, umhugsunar um hvað mikið vantar upp á til þess að við getum talið okkur til þroskaðra stórborgarbúa — á svo ótal mörgum sviðum. ÁSGEIR HANNES AGINN, DÁTINN OG BOLTINN „Agi verður ab vera!" sagbi góbi dátinn Svejk og hefur þó engin önnur persóna bókmenntanna orðið jafn oft fyrir barðinu á agan- um og dátinn sjálfur. Pistilhöfund- ur er undir sömu sökina seldur meb agaleysib og tekur í sama streng og dátinn góbi: Agi verður að vera. ísland er eina þekkta lýðveldið í heiminum sem hefur ekki lotib aga frá landnámi. Þrátt fyrir agaleysi Ingólfs Arnarsonar í skattamálum, komst gamla þjóbveldið miklu nær aganum meb skipulagðri óreiðu heldur en sjálft lýðveldið meb lög- um, reglugerðum og embætti skattrannsóknarstjóra. Agi verður hvorki fyrirskipabur né pantaður. Ekki keyptur eba seldur. Agi er hefb og hefur þróast með þjóðum í aldanna rás. Gæfa íslendinga er ab hafa ekki borið vopn í þúsund ár, og um leið reyndar gæfuleysi þjóbarinnar í handbolta. Vopnaburbi fylgir her- skylda og herskyldu fylgir agi. Svo einfalt er það nú. Hefðu íslending- ar alist upp við herskyldu, mundi landslið þjóbarinnar keppa í hand- bolta á næstu ólympíuleikum. íslendingar nábu eins langt á heimsmeistaramótinu í handbolta og agalaus þjóð getur náð innan um þjóbir sem ganga í takt. Lengra verbur einfaldlega ekki komist meb leikabferb Ingólfs Arn- arsonar. Úrslitin eru ekki strákun- um að kenna og alls ekki Þorbergi þjálfara. Þorbergur Abalsteinsson sýndi þann kjark að segja starfi þjálfarans lausu, og væri óskandi að ýmsir félagar hans í pólitík tækju hann til fyrirmyndar. Svisslendingar vissu hvað klukk- an sló þegar þeir léku við íslend- inga, og ekki nema von hjá úrmak- araþjóð. Fyrir leikinn voru þeir sig- urvissir og sögðu agann mundu duga best gegn íslendingum. Svo einfalt var það nú. Pistilhöfundur átti því láni ab fagna að læra um gastrónómíu í Sviss á sínum tíma og kynntist þar aga Vilhjálms Tell lásbogaskyttu. Er það ólíku saman ab jafna við aga Ingólfs Arnarsonar skattgreibanda. Þab er engin hending að í fræknustu sigurliðum íslendinga spiluðu strákar frá félagsliðum í helstu herveldum á fastalandi álf- unnar. Geir Sveinsson hélt höfði alla keppnina í Laugardalnum og bjó þar vissulega ab þjálfun sinni undir spænskum heraga frá tímum Frankós og jafnvel frá dögum El gamla Cid. Vib eigum því tveggja kosta völ til ab ná dampi í hand- boltanum og mikið skal til mikils vinriá: Koma á þegnskylduvinnu fýrir ungt fólk til ab kynnast andanum á bakvið agann. Unglingarnir mundu taka til hendinni við hin ýmsu þjóbþrifaverk og læra bæbi að ganga í takt og hengja upp föt- in sín. Hinn kosturinn er gamla þjóbaríþróttin niburgreibslur. Við hrun járntjaldsins flæddu íþrótta- menn að austan vestur á bóginn og réðu sig til betri félagsliða álf- unnar upp á vatn og brauð. ís- lendingar geta svarað fyrir sig meb því ab greiba landslibsmönnum föst laun til að aubvelda þeim ab ná samningum vib félögin á fasta- landinu. Fordæmib er greiðslur kennara- launa til stórmeistara landsins í skák. Undanþágur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.