Tíminn - 25.05.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. maí1995
7
Lögreglan í Árnessýslu:
Rau&i krossinn
gefur búnað til
sjúkraflutninga
Deild Rau&a kross Islands í Ar-
nessýslu afhenti lögreglunni í
Arnessýslu á dögunum smekk-
lega jakka til nota fyrir sjúkra-
flutningsmenn sem starfa hjá
embættinu. Var boöab til stuttr-
ar samkomu af því tilefni, og
eins til að þakka fyrir fjölmargar
góöar gjafir sem deildin hefur
fært Iögreglunni síöustu ár.
Lögreglan í Árnessýslu er eitt af
fáum slíkum embættum í landinu
sem annast sjúkraflutninga. Þeir
flutningar eru nú til almennrar
endurskoöunar á landsvísu og út-
boð kemur til greina. Að sögn Jón-
mundar Kjartanssonar, yfirlög-
regluþjóns í Árnessýslu, hafa hann
og hans menn boðið framlengingu
á samningi þeim sem í gildi hefur
verið, þannig aö lögreglan myndi
annast þessa flutninga í Árnessýslu
áfram næstu tíu árin. Embættið
setur þó ákveðin skilyrði, svo sem
varðandi bílakost.
Fram kom jafnframt í máli Elísar
Kjartanssonar lögreglumanns, sem
hefur umsjón með sjúkraflutning-
unum, að Árnessýsla væri eitt fjöl-
sóttasta hérað landsins. Væru öfl-
ugir sjúkraflutningar því afar mik-
ilvægir og í ljósi þess væri stuön-
ingur RKI afar þakkarveröur.
Fyrir utan jakkana fyrir sjúkra-
flutningsmenn, sem RKÍ gaf lög-
reglunni, hefur margt annað borist
undanfarið. Má þar nefna blóö-
þrýstingsmæla, þrjár sjúkrakörfur
og hjartastuðtæki.
-SBS, Selfossi
Frá afhendingu gjafa til lögreglunnar í Árnessýslu nú á dögunum. Á
myndinni eru Tómas Þórir jónsson, formaöur deildar RKÍ, lengst til vinstri,
og jónmundur Kjartansson yfirlögregluþjónn er þriöji frá vinstri.
Tímamynd Sigurbur Bogi
ft
BBP1 JB &!í23 ' 1'fmlmft
Eins og sjá má eru framkvœmdir vel á veg komnar.
Tímamynd CS
Framkvœmdir viö nýja brú yfir Vesturlandsveg á Höföabakka.
Magnús Einarsson, tœknifrœöingur hjá Vegageröinni:
Framkvæmdir ganga eftir áætlun
Framkvaemdir viö brú á
Höfðabakka, sem liggur yfir
Vesturlandsveg, ganga aö
sögn Magnúsar Einarsson,
tæknifræöings hjá Vegagerð-
inni, eftir áætlun, en hann
hefur yfirumsjón meö verk-
inu. Samkvæmt áætlun verö-
ur umferö hleypt á brúna í
september næstkomandi, en
þá veröur framkvæmdum
viö brúna og aðliggjandi um-
feröaræöar, lokiö. Eftir verö-
ur þó lokafrágangur í kring,
sem ekki veröur fariö í fyrr
en næsta vor.
Það er Vegagerö ríkisins sem
stendur straum af kostnaðin-
um viö framkvæmdirnar, enda
er hér um aö ræöa þjóöveg í
þéttbýli. Áætlað er aö kostnað-
urinn viö byggingu brúarinnar
og við bráðabirgöatengingar
veröi rúmlega 400 milljónir,
sem munu þó aö einhverju
leyti nýtast við hiö nýja um-
ferðarmannvirki. Reykjavíkur-
borg greiðir þó framkvæmdir
við lagningu göngustíga aö
brúnni.
Þaö eru verktakafyrirtækin
Álftárós, JVJ, Hlaðbær Colas og
Háfell sem hafa komið aö
framkvæmdum, við sjálfa
brúna og aðrar hliðarfram-
kvæmdir.
Að sögn Magnúsar Einars-
sonar hefur ekki orðið teljandi
röskun á umferð á Vesturlands-
vegi og Höfðabakka og bráða-
birgðatengingar virðast anna
þeirri umferð, sem um göturn-
ar er. Hins vegar hafa starfs-
menn fyrirtækjanna, sem sjá
um framkvæmdirnar, kvartað
undan hraðakstri ökumanna
og lítilli tillitssemi við starfs-
mennina. Magnús segir að
Vegagerðin hafi gert ráðstafan-
ir til að draga úr ökuhraða,
m.a. með því að fá lögregluna
til að mæla hraða bifreiða og
sekta þá sem aka of hratt, og
það hafi aö einhverju leyti bor-
iö árangur. Það sé í raun eina
raunhæfa leiðin, fyrir utan að
setja upp hraðahindrun, sem
þyki ekki raunhæfur kostur á
svo mikilli umferöargötu eins
og Vesturlandsvegurinn er. ■
Álit umboösmanns Alþingis á máli nema í Háskóla íslands, vegna
lögmceti ákvöröunar fjárhœöar skrásetningargjalda:
Skráningargjöld endur-
reiknuð í samræmi við
gjaldtökuheimild
Umboðsmaður Alþingis segir í
áliti sínu, að skráningargjöld í
Háskóla Islands megi ekki vera
hærri en kveðib er á í gjald-
tökuheimild, samkvæmt lög-
um, en nemandi í Háskólan-
um árið 1992-93, Gísli
Tryggvason, skaut máli vegna
innheimtu skrásetningar-
gjalda til umboðsmanns. Um-
bobsmabur mælist því til ab
fjárhæb skráningargjalds fyrir
námsárið '92-'93 verbi reiknað
út í samræmi vib ákvæbi gjald-
tökuheimildar. Umbobsmaður
komst einnig ab þeirri nibur-
stöbu ab óheimilt sé ab láta
hluta skrásetningargjalda
renna til Stúdentarábs.
í mars 1992 samþykkti Há-
skólaráb að skrásetningargjald
næsta skólaárs skyldi vera
22.350 krónur, þar sem 17.000
rynnu til háskólans, 3.200 til Fé-
lagsstofnunar stúdenta og 2.150
kr. til Stúdentaráös. Gísli
Tryggvason, nemi, greiddi
25.700 krónur meö fyrirvara um
lögmæti gjaldsins og álags þess,
sem hann varb að greiða, kr.
3.350, en það var ákvaröað 15%
ef viðkomandi sinnti ekki ný-
skráningu eða árlegri skráningu
á réttum tíma, en kynni síðar að
fá heimild til skrásetningar.
Hann fór einnig fram á, að þab
sem oftekið hefði verið, yrði
endurgreitt.
Gísli greiddi gjaldið með fyrir-
vara, þar sem hann efaðist um
lögmæti innheimtu skrásetning-
argjaldsins og taldi að í henni
fælist skattheimta, sem ætti sér
ekki stoð í viðhlítandi skattlagn-
ingarheimild samkvæmt stjórn-
arskrá. í kvörtun Gísla kom einn-
ig fram, að verbi ekki fallist á aö í
gjaldinu felist skattheimta, held-
ur þjónustugjöld, þá styðjist slík
gjaldtaka ekki við næga lagastoð.
Gísli taldi einnig ab innheimta á
aukaálagi væri óheimil.
í niðurstöðu sinni segir um-
boðsmaður Alþingis ab háskól-
inn hafi samkvæmt lögum haft
heimild til innheimtu skráning-
argjalds af nemendum skólans.
Hins vegar fælu lagagreinar ekki
í sér skattlagningarheimild og
því mætti umrætt gjald ekki vera
hærra en sem nemur kostnabi af
því að veita almennt þá þjónustu
sem kveðið er á um í gjaldtöku-
heimild. í málinu lægi fyrir, að
Háskóli íslands hefur ekki tekið
afstöbu til þess hvaba kostnaðar-
liðir yrðu lagðir til grundvallar á
útreikningi gjaldsins.
Þess í stab hafi fjárhæð gjalds-
ins verið byggð á sjónarmiöum
um öflun tekna til að standa
undir almennum rekstrarkostn-
aöi við yfirstjórn Háskóla ís-
lands. Að teknu tilliti til þessara
atriða telur umbobsmaöur að
ákvörðun skrásetningargjalds
fyrir þetta tiltekna námsár hafi
ekki verið byggð á lögmætum
sjónarmiöum. Umboðsmaður
getur hins vegar ekki fullyrt um
hversu hátt skráningargjaldið
hafi átt að vera og því sé ekki
hægt að segja til um hvort skrá-
setningargjaldið hafi verið of
hátt og þá hversu mikiö hafi ver-
ið oftekið. Þab eru því tilmæli til
skólans að skrásetningargjaldið
verði reiknað út í samræmi við
fyrrgreind sjónarmib.
Reynist hins vegar skrásetn-
ingargjaldið hafa verið ákvarðað
of hátt, ber skólanurn að endur-
greiða Gísla þab.
Gísli greiddi, eins og áður
sagði, skrásetningargjaldið á sín-
um tíma með fyrirvara um Iög-
mæti gjaldsins. Umboðsmaður
segist því ekki geta fjallaö um og
tekið afstöðu til réttarstöðu
þeirra, sem ekki greiddu gjaldið
með fyrirvara.
SífÁBURÐAR-
DREIFARAR
Þekktir fyrir gæði og frábæra
endingu.
Hleðsluhæð 90-100 cm. Stærðir 500-750 lítra.
Dreifibúnaður úr ryðfríu stáli og plasti.
Stillanleg dreifibreidd 6-14 metra.
Hafiö samband vió sölumenn okkar,
sem gefa allar nánarí upplýsingar.
Ingvar
Helgason hf. vélasala
Sævarhöföa 2, SÍMI 91-674000.
Ath. 3. júní breytist símanúmeriö í 525-800G