Tíminn - 03.06.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.06.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. júní 1995 3 Mjög brýnt að sinna þessum ungmennum Flugrekstarnefnd hefur áhyggjur afóheftu flugfrelsi sem ríkir á Evrópska efnahagssvœöinu. „Þriöji pakkinn" enn óútskýröur. Birgir Þorgilsson: Gæti valdiö Flugleiðum miklum skaða Flugrekstrarnefnd hefur áhyggjur af frjálsræbi Evr- ópska efnahagssvæðisins og hættu á einskonar „sjóræn- ingja"flugi flugfélaga sem vilja fleyta rjómann ofan af flutningum til íslands á sumr- in. Birgir Þorgilsson formaður Ferðamálaráðs veitir nefndinni forystu, en hér er um að ræða opinbera nefnd sem heyrir und- ir samgönguráðherra. „Fyrst og fremst hef ég áhyggjur af erlendum flugfélög- um sem kannski fara halloka vegna nánast óheftrar sam- keppni í Evrópu. Þegar þau sjá markaö 110 þúsund farþega frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur gætu þau hugsanlega ákveðib að efna til sumarflugs, en sinna þá ekki vetrarflugi, þegar lítið er ab gera," sagði Birgir Þorgilsson í gær. Birgir sagði að samkeppnin gæti orðið svo heiftúðug að al- mannaheill mundi líða fyrir. Augu alheims beindust að vísu ekki mikið að íslandi í dag, en það gæti hins vegar orðið. Birgir sagði að enn hefði ekki reynt á samkeppni af þessum toga. Hins vegar gæti slík samkeppni vald- ið Flugleiðum og íslenskri ferða- þjónustu óbætanlegum skaða. Birgir var spurður um flug SAS til og frá landinu. Hann sagðist viðurkenna að SAS flygi aðeins að sumri til, en það félag væri í góðri samvinnu við Flugleiðir. Nefndin væri ekki að beina spjótum sínum að SAS en vildi hafa augun opin. Frelsið í flugi samkvæmt EES- samningnum má mögulega bremsa af samkvæmt skýrslu Flugrekstrarnefndar. Fargjöld milli landa á Evrópska efnahags- svæðinu eru ekki lengur háð samþykki stjórnvalda þótt til- kynna þurfi fargjaldabreytingar, en sækja þarf um staðfestingu til samgönguráðuneytis á fargjöld- um milli Íslands og ríkja utan EES- svæðisins. Stjórnvöldum er áfram heimilt að hafa afskipti af fargjaldamálum, ef grunur leik- ur á um að „óeðlilegar orsakir liggi að baki fargjaldabreyting- um", eins og segir í skýrslu flug- eftirlitsnefndar. Þriðji pakkinn sem svo er kall- aður í EES-samningnum hefur reynst flugmálayfirvöldum hér nokkur ráðgáta, ákvæði óljós. í samráði við embættismenn var settur saman spurningalisti í flugeftirlitsnefnd sem tekinn var með á fund ESB/EES. Ekki hefur enn gefist tóm til að fjalla um svörin sem embættismenn- irnir komu með til baka, en það verður gert á næstu vikum. ■ Reykjanes stendur Oddi til boba. Jón Cauti Jónsson, sveitarstjóri í Súöavík: Nýjar leiöir fyrir þá sem hafa takmarkaöan nálskilning: Margmiðlun eflir málþroska Nú stendur yfir ráðstefna í Nor- ræna húsinu um margmiblun (multimedia) þar sem aballega er fjallab um hvemig hægt sé ab þróa gerb einfaldrar alfræbi á geisladiski fyrir þá sem hafa tak- markaban málþroska og mál- skilning. Ab rábstefnunni stendur starfs- nefnd á vegum Norburlandaráðs sem vinnur að gerb útgáfu efnis á auðlesnu máli fyrir alla aldurshópa þroskaheftra. Um 20 manns frá Norðurlöndum sækja stefnuna auk íslendinga, en henni lýkur í dag. „Þessi mál eru öll í athugun skilst mér," sagði Jón Gauti Jónsson, settur sveitarstjóri í Súðavík í samtali við Tím- ann í gær, en sú hugmynd hefur komib fram aö bjóða Oddi Albertssyni, skólastjóra í Reykholti pláss fyrir sinn skóla í Reykjanesi. Þar stend- ur héraðsskólahúsið autt og hefur gert síban kennslu var hætt og skólanum lokað fyr- ir nokkrum árum. Grunn- skólinn á staðnum er hins vegar í annarri byggingu. Reykjanes er inni í Djúpi og kemur mabur fljótlega að því þegar komið er ofan af Steingrímsfjarðarheibi. Jón Gauti segir menn sam- mála um það fyrir vestan að hugsunin á bak við skólann hjá Oddi væri mjög jákvæð. Það væri brýnt að sinna þess- um ungmennum sem þrífast ekki í hefðbundnum skóla. Þar hafi verið mjög vel staðið, m.a. að allri verkmenntun og aðstaða öll verið hin besta. Einnig sé skólinn mjög ódýr í rekstri, þar sé hitaveita á staðnum. „Ég er alveg sann- færður um það af kynnum mínum af skólamálum síðustu tuttugu árin, svona frá sjónar- hóli sveitarstjórnarmannsins, að það er full þörf, ekki bara fyrir svona skóla, heldur jafn- vel tvo eða þrjá. Þess vegna ber okkur að sinna svona þróunar- starfi, vegna þess að við höf- um trúlega gert allt of lítið af því að vera með sjálfstætt þróunarstarf í skóla," segir Jón Gauti. TÞ - Borgamesi. Útskrift Fjölbrautaskólans í Breiöholti: 300. sjúkraliðinn útskrifaður Fjölbrautaskólinn í Breib- holti útskrifaði nemendur sína í gær. Alls fengu 320 manns burtfararskírteini, þar af eru 136 stúdentar. Af öbr- um svibum útskrifubust 35 meö burtfararpróf af tækni- sviði, 18 húsasmiðir, 20 raf- virkjar, 21 af vélsmíðabraut, 5 pípulagningarmenn, 16 sjúkralibar, 7 snyrtifræbing- ar, 26 með almennt verslun- arpróf, 3 af tveggja ára upp- eldisbraut, níu af eins árs handíbabraut og 75 luku grunnnámi af tækni- og matvælasvibi. Útskriftin var merkileg fyrir þær sakir að FB útskrifaði nú í fyrsta sinn nema af eins árs handíðabraut. Þá var 300. sjúkraliðinn útskrifaður frá upphafi, en Helgu Hjaltadóttur áskotnaðist sá heiður. Þá settu útskriftarnemendur, aðrir en stúdentar, í fyrsta sinn upp húfu. Alls hefur Fjölbrautaskólinn útskrifað rúmlega 2.600 stúd- enta alls. Skólinn á 20 ára af- mæli í haust og verður þeirra tímamóta minnst með tilheyr- andi hætti. ■ Nýútskrifaöir snyrtifrœbingar úr Fjölbrautaskólanum ÍBreibholti. abrir en stúdentar, setja upp sérstaka húfu í tilefni dagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem útskriftarnemendur, Tímamynd: CS Ungmennafélögin aö fara afstaö meö átakiö Umhverfiö í okkar höndum: Forsetinn hefst handa á annan í hvítasunnu Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, mun ríða á vaöib í hreinsunarátaki ung- mennafélaganna, Umhverf- ib í okkar höndum, sem hefst næstkomandi mánu- dag, annan í hvítasunnu. Forsetinn mun ásamt ung- mennafélögum safna rusli á bökkum Þingvallavatns, en í þessu átaki veröur sérstök áhersla lögb á bætta um- gengni um hafið og vib strendur, ár og vötn. Að undanförnu hefur Ung- mennafélag íslands staðið fyr- ir fræðslufundum þar sem meðal annars er fjallað um umhverfismál. Þetta er for- smekkur að hreinsunarátak- inu sem hefst svo á mánudag. Verður síðan rusli og öðru slíku safnað á vatns- og ár- bökkum í allt sumar. Á blaðamannafundi í gær sem Umgmennafélag íslands boðaði til í fjörunni við Geld- inganes sást berlega hve mikib verk er óunnið í hreinsunar- málum við fjörur landsins. Þar voru haugar af ýmis konar drasli í næsta nágrenrii við íbúabyggð og má gera mikið átak til að þessi mál verði við- unandi. Anna Margrét Jóhannes- dóttir, verkefnisstjóri átaksins, sagði að markmiðið væri fyrst og fremst að efla viðhorf al- mennings til bættrar um- gengni við strendur, hafið, ár og vötn landsins og þýðingar- mikið væri að einstaklingur- inn fyndi til ábyrgðar og leit- aðist við að bæta umgengni sína við náttúru landsins. Að- standendur verkefnisins, auk UMFÍ, em umhverfisrábu- neytib, Samband íslenskra sveitarfélaga og Bændasamtök íslands. Styrktaraðilar eru Landsvirkjun og Olíufélag ís- lands, en OLÍS leggur m.a. til pokana undir ruslið. LÍÚ, Sjó- mannasamband íslands, Far- manna- og fiskimannasam- bandið og Vélstjórafélag ís- lands styðja átakið. Að sögn Engilberts Olgeirs- sonar, framkvæmdastjóra Hér- aössambandsins Skarphéðins á Suðurlandi, hafa fjölmörg ungmenna- og íþróttafélög á sambandssvæðinu lýst yfir áhuga á þessu verkefni og ætla að vera með. Hann nefndi meðal annars ungmennafé- lögin á Skeiöum og í Villinga- holtshreppi en þau ætla að safna msli og bæta umgengni almennt á Þjórsárbökkum. Þá ætla ungpiennafélög í ofan- verðri Rangárvallasýslu að safna rusli við Veibivötn síðla sumars. Engilbert sagði við- brögð við þessu átaki hafa ver- ið góð og alrrtenning þess meðvitaðan að umhverfið væri í þeirra eigin höndum. -SBS, Selfossi Konur í Sellunni vilja sjá konu í formannsstól Al- þýöubandalagsins, en: Stybja Margréti ekki formlega Konur í Sellunni, Alþýöubanda- lagsfélagi, fagna því að kona er í framboði við formannskjör í flokknum. Félagib vill veg kvenna í pólitík sem mestan og jafnframt sjá konu í stóli for- manns Alþýðubandalagsins — en stybur Margréti Frímanns- dóttur þó ekki opinberlega. „Þessi ályktun er sett saman í tilefni af kjörinu sem framundan er. Hún á ekki að lesast eins og einhver sérstök stuðningsyfirlýs- ing vib Margréti Frímannsdóttur sjálfa," sagði Hildur Jónsdóttir rit- stjóri Vikublaðsins í gær. Á fundi Sellunnar, sem er hreyf- ing Alþýðubandalagskvenna og annarra róttækra jafnaðarkvenna, sem haldinn var í gær var sam- þykkt ályktun þar sem lýst var yf- ir ánægju með aö fólk af báðum kynjum skuli gefa kost á sér til formennsku í Alþýbubandalag- inu. Væntir stjórnin þess að kona veröi einnig í framboði til varafor- manns. Hvetur stjórnin Alþýöu- bandalagskonur til að taka virkan þátt í komandi kosningum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.