Tíminn - 03.06.1995, Blaðsíða 24

Tíminn - 03.06.1995, Blaðsíða 24
Laugardagur 3. júní1995 Vebrtb (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gaer) • Horfur á landinu [ dag: Um landib norban- og austanvert verbur norban kaldi eba stinningskaldi og rigning, en viba slydda uppi á hálendinu. Sunnan og vestanlands verbur bjartvibri framan af degi en siban skýjab en ab mestu þurrt. Síbdegis verbur hægari breytileg átt og skúrir um landib austanvert. Hiti verbur á bilinu 1-5 stig um landib norbanvert en 6-13 stig sunnan heiba, hlýjast sybst á landinu. • Horfur á sunnudag og mánudag: Breytileg átt, gola eba kaldi og viba skúr- ir. Hiti verbur á bilinu 2 til 12 stig, kaldast vib norburströndina en hlýjast sunnan- lands. • Horfur á þribjudag: Fremur hæg austan og subaustan átt. Rigning um land- ib sunnanvert en skýjab meb köflum norban til. Hiti verbur á bilinu 5 til 12 stig, kaldast vib norburströndina. • Horfur á mibvikudag og fimmtudag: Hæg vestlæg átt. Víba súld vestan til en léttskýjab austan til. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast í innsveitum austanlands. Ný tœkni frá Svíþjóö bjargaöi megninu af bókalager löunnar. Inn- lendir aöilar hafa tekiö upp björgunarþjónustu vegna vatnsflóöa: Rannsókn sýnir ab 80% bókanna björguðust I’egar flæddi inn á bókalager 15- unnar í vetur sem leib, var gripib til nýrra abferba vib björgun bókanna. Hingab til lands kom sérstök flugvél um mibja nótt meb tvö tonn af tækjabúnabi, blásara, hitara og annab. I>á komu hingab sérfræbingar í ab bjarga pappír og bókum frá skaba af völdum flóba. Þarna kom ný tækni til landsins, sem nú þegar hefur verib tekin upp af innlendu verktakafyrirtæki, SM- verktökum. Forsvarsmenn ibunnar eru að vonum ánægðir. „Tryggingafélagið geröi þetta afar fagmannlega. Ég var efins um þessar aðferðir þeirra í fyrstu, en þær stóðum vikum sam- an, ég var sannast sagna ekkert of sáttur við þær. En það er ljóst að þessi aðgerð var ótrúlega áhrifarík og vandlega unnin og gerði okkur hjá Ibunni mikið gagn. Við höfum sent þessar bækur í rannsókn og það hefur komið í ljós að þær eru algjörlega lausar við allan skaða," sagði Jón Karlsson framkvæmda- stjóri í Bókaforlaginu Iðunni í gær. Árangurinn af þessu var sá að um Sjónarrönd, ný bók eftir Svavar Gestsson alþingis- 80% af bókalagernum náði fullum bata í stab þess að verpast og eybi- leggjast af völdum vatnsgufunnar. Þarna var um að ræða ýmsar úr- valsbækur útgáfunnar, góba sölu- vöru. Eyðilegging þeirra hefði vald- ið fyrirtækinu óbætanlegu tjóni. Friðrik Jónsson framkvæmda- stjóri Skandia sagði í gær: „Þetta er tækni sem íslendingar hafa lítið til- einkað sér til þessa. Hún kemur frá fyrirtæki sem heitir Munters og er alþjóðlegt, það sérhæfir sig meðal annars í björgun á pappír og bók- um." Tækin sem hér um ræðir hafa nú verið fengin hingab til lands. Starfsmenn SM-verktaka í Kópa- vogi leigja tækin af Munters og sóttu þeir mánabarlangt námskeið í Svíþjóð til að læra á þau. Trygg- ingafélögin í landinu njóta góðs af þessari þjónustu, en einnig slökkvi- liðið og aðrir sem að vatnstjónum koma. Auk bókalagersins hjá Ið- unni nefur tekist ab bjarga ýmsum verömætum eftir vatnstjón, parket- gólfum og ýmsu fleiru. ■ Starfsmenn SM-verktaka í Kópavogi voru aö vinnu viö veitingahús á höf- uöborgarsvœöinu í gœr, en þaö varö fyrir vatnstjóni á sunnudaginn. Tímamynd CS. Gömlum formúlum kastað fyrir róða Gildistími höfundar- réttar leng- ist í 70 ár Lagt hefur verib fram frum- varp um breytingu á höfun- dalögum, en meb abild ís- lands ab EES-samningnum skuldbundu íslendingar sig til ab laga löggjöf landsins ab almennu verndarstigi hugverka í löndum ESB, eins og þab er orbab í at- hugasemdum meb frum- varpinu. Búast má við því að laga- breytingarnar hafi í för meb sér kostnaðarauka fyrir stofn- anir og fyrirtæki sem mibla hugverkum, en á móti kemur að tekjur rétthafa af hugverk- um og flutningi munu hækka sem því nemur. Með lagabreytingunum verba bundin í lög ákvæbi í tilskipunum ESB varbandi vernd tölvuforrita, höfundar- rétt vegna leigu og útlána á hugverkum, höfundarrétt vegna endurvarps á hugverk- um og listflutnings um gervi- hnetti og kapal, auk þess sem verndartími höfundarréttar lengist í 70 ár úr 50. ■ Svavar Gestsson formabur þing- flokks Alþýbubandalagsins og óhábra segir ab svo geti farib ab meb alþjóblegum sáttmálum um umhverfismál, verslun og vib- skipti og sáttmálum um öryggi og frib, verbi íslendingar ab gefa eitthvab eftir af stjórnarfarslegu sjálfstæbi þjóbarinnar, eins og þab er um þessar mundir. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi í gær þar sem Svavar Gestsson kynnti nýútkomna bók sína sem hann nefndir Sjónarrönd, en samnefnari bókarinnar er jafn- aðarstefnan. í bókinni veltir þing- maðurinn því m.a. fyrir sér hvern- ig umhorfs verður hérlendis eftir 20 ár, eða árið 2015, hvernig lífs- kjörin verða og hvaða framtíð bíö- ur þjóðarinnar í sívaxandi heimi alþjóðlegra samskipta og sam- vinnu í alþjóðamálum. Höfundur telur að hægt sé að beitum aðferð- um jafnaðarstefnunnar til að leysa vandamál samfélagsins á nýrri öld. Þótt hann vilji sem mestan jöfnuð, þá telur hann að það takmark megi aldrei bitna á lýðræöinu. í bókinni er m.a. hafnab göml- um formúlum og deilum liðins tíma en um leið er fjallað um ís- land og umheiminn í nýju sam- hengi. Til dæmis hafnar höfundur- inn kenningu vinstri manna og sósíalista um eignarhald á fram- leiöslutækjum. Hann gerir einnig upp við markaösfælni vinstri manna og telur að þaö eigi að nota markaðinn og hafnar því að það sé eitthvert keppikefli aö slátra hon- um. Athygli vekur að það er bókaút- gáfan Iðunn sem gefur bókina út en ekki Mál og Menning. Þá mun það vera einsdæmi hérlendis að starfandi stjórnmálamaður hafi áð- ur sett fram sjónarmið sín og við- horf í bók. Hún er 176 blaðsíöur að stærb og prentuð í Prentbæ hf. ■ RÚLLUBINDIVÉL KR. 749.000,- ( 120 X 120) RÚLLUBINDIVÉL KR. 849.000,- (150 x 120) PÖKKUNARVÉL KR. 249.000,- Bjarni Ingólfsson, Bollastöðum, Blöndudal: "Ég keypti SIPMA rúlluvél sumarið 1994, og hefur hún reynst með ágætum" Sveinn Runólfsson landgrœöslustjóri er ánœgbur meb síbasta vetur: Snjórínn var hlífð- arkápa yfir gróbri „Eg er ánægbur með þennan vetur meb tilliti til gróbur- fars. Hlífbarkápa hefur legiö yfir landinu og þab hefur verib afskaplega gott fyrir ís- lenskt gróburfar," sagbi Sveinn Runólfsson land- græöslustjóri, abspurbur um hvernig gróöur í landinu kæmi undan vetri. Sveinn Runóifsson segir ab sumariö í fyrra hafi veriö land- græbslustarfinu einkar hliö- hollt. Þab hafi verib sólríkt, en um leið hæfilega votviðrasamt og jafnframt hafi iogn verið ríkjandi. Því hafi fok verið afar lítið. Síðan heföi hlífðarkápa snjávarins lagst yfir landið og gert því þannig gott. Um sáningarstarf sumarsins sagði Sveinn að það væri hafið. Sunnan og austan við Víkur- þorp í Mýrdal væri nú hafin sáning melgresis til að verja byggðina sandfoki. Þá væri sáning á Suðurlandi og raunar víða annarstaðar að fara af stað, en eitthvað teföi þó hve klaki færi seint úr jörðu. Eftir hvítasunnu hæfist svo strax fræ- og áburðardreifing með flugvélinni Páli Sveinssyni. Yrði til að byrja með flogiö frá Reykjavík til dreifingar á Reykjanesskaganum, en síðar yrði lagt upp frá flugvellinum í Gunnarsholti og dreift á land- græðslusvæbi á Suðurlandi. -SBS, Selfossi MAL DAGSINS 9,1% Alit lesenda Síbast var spurt: 90,9% Eiga stjórnendur hjá því opinbera aö fara aö fordcemi leikhússtjórans og segja af sér nái þeir ekki settum markmiöum? Nú er spurt: Er tímabœrt ab Ásgeir Elíasson hœtti sem þjálfari íslenska knattspyrnulandslibsins? Hringið og látið skoðun ykkar (Ijós. Mínútan kostar kr. 25.- SÍMI: 99 56 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.